Alþýðublaðið - 02.02.1985, Side 2
2
Laugardagur 2. febrúar 1985
r—SUNNUDAGSLEIÐARU
Islensk kvikmyndagerð
Fyrirum þaó bil timm árum réðust ungirofurhugar
í þaö að því er virtist vonlausa fyrirtæki að f ramleiða
alislenskar ieiknar kvikmyndir í fuliri lengd. Þó þeir,
sem hafa fengist við þessa listgrein hér á landi, búi
við miög þröngan fjárhag, þá hefur þeim tekist að
framleiðamjög boðleg listaverk, sem veitt hafakvik-
myndahúsagestum ómælda ánægju. íslensk kvik-
myndagerð hefur tæplega slitið barnsskónum enn,
en þrátt fyrir það blasir við manni óvenju fjölskrúöug
flóra, séu þær kvikmyndir sem framleiddar hafa ver-
ið á þessum fimm árum skoðaöar. Þar er að finna
ijóðrænar hugleiðingar, sem varóa llf og dauða
þessarar þjóðar sem býr á hjara veraldar; mein-
fyndna farsa um nýtt líf I Eyjum og dalalíf í Mosfells-
sveit þar sem allt er á hreinu um kureka noröursins;
uppgjör vió menningararf söguþjóðarinnar þar sem
einmana útlagar berjast við ofurefli iiðs og hrafninn
flýgur yfir stórbrotnu islensku landl. Hér hefur þó
aðeins verið tæpt á broti af þeim fjöibreytilegu við-
fangsefnum, sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn
hafa fengist við. Þeir hafa krufið ýmis vandamál
samtlmans, gert spennandi hryliingsmyndir í þjóð-
legum anda og þannig rhætti lengi upp telja.
Nú hefur það gerst, að sá maður, sem hvað djarf-
legast hefur barist fyrir því að fslensk kvikmynda-
gerð verði að veruleika, hefur fengið viðurkenningu
eriendis frá og hefur það að vonum vakið mikla at-
hygli. Hér er auðvitað átt við Hrafn Gunnlaugsson
og útnefningu hans sem leikstjóra ársins 1984 í
Stokkhólmi sl. mánudag. Aiþýðublaóið óskar hon-
um til hamingju með þennan góða árangur og jafn-
framt íslenskri kvikmyndagerö, þvl Hrafninn flýgur
er ekki eina íslenska myndin, sem vakíð hefur at-
hygli erlendis.
Nú er t. d. verið aó sýna Atómstöðina í Danmörku
og hefur hún vakið verulega athygli þar og fengið
mjög góða umfjöilun I blöðum og ekki er langt síðan
að kvikmynd Lárusar Ýmis var útnef nd til sömu verð-
launa og Hrafninn fékk nú.
Hrafninn flýgur er sagan um einstæðinginn, sem
berst við ofurefli liós.Sama má raunar segja um
sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Hún ersagan um
baráttu nokkurra einstaklinga við þröngsýni og
smásálarskap þeirra, sem með fjárveitingarvaldið
fara. Þó nýbúið sé að samþykkja á Alþingi ný lög um
kvikmyndasjóð, þar sem gert er ráð fyrir að söiu-
skattur af kvikmyndasýningum renni óskertur til
hans, þá viróist slik lagasetning ekki þjóna neinum
tiigangi, því hún er þverbrotin áóur en kemur til
fyrstu veitingar úr sjóðnum eftir að lögin voru sam-
þykkt. í stað þeirra32 milljóna, sem samkvæmt lög-
um hefði átt að veita úr sjóðnum, er ákveðiö að skera
fjárveitinguna niöur ( 8 milljónir. Slík framkoma er
vitaverð og vonandi að kvikmyndageróarmenn fái
leiðréttingu á þessu.
Það er ekki hægt að loka augunum fyrir.þvi að
menning kostar peninga, en gleymum ekki því að
menningarleysi er mun dýrkeyptara. Islendingar
státa sig ekki ósjaldan af því að vera bókaþjóð. Þó út-
lit bókarinnar væri svart fyrir síðustu vertið tókst
með samstilitu átaki fjölmiðlaog bókaútgefenda aó
snúa öfugþróuninni við. Nú er að vona að ekki siái I
bakseglin á þeim vettvangl og að bókin verði aftur
sú almenningsneysluvara sem við höfum látið i
veðri vaka að hún sé hér. En við verðum lika að varast
að drepa I dróma þann sprota, sem skotið hefur rót-
um og náð að blómstra þrátt fyrir erfið skilyrói. ís-
lensk menning hefur ekki efni á slíku bruðli, þvi án
Islenskrar kvikmynda værum við stórum fátækari.
í samtali við Hrafn Gunnlaugsson I Helgarpóstin-
um nú fyrirhelginasegirhann: „Á meðan afstaða ís-
lenskra stjórnvalda til kvikmyndagerðar breytist
ekki frá þeirri hörmulegu þröngsýni sem einkennir
hana nú og sú áhætta sem einstaklingar verða að
taka til að gera mynd f svipuðum gæðaflokki og
„Hrafninn flýgur" minnkarekki verulega, þáerekki
leggjandi á menn að haldaáfram í þessari listgrein
á íslandi, þvi miður.“
Nú er að vona að stjórnvöld sjái að sér og standi
við þau loforð, sem þau hafa gefið islenskri kvik-
myndagerö.
Sáf.
FUJ-Reykjavík
Félagsfundur
þýðuflokksins og Eiður Guðnason,
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins.
Dagskráin er á þessa leið:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Stjórnin kynnir útbreiðslustarf-
ið.
3. Jóhanna og Eiður ræða stjórn-
málaástandið, stöðu Aljíýðu-
flokksins og þau þingmál sem
flokkurinn er með í gangi.
4. Önnur mál.
Athugið: Þriðjudaginn 5. febrú-
ar verður haldinn á sama stað
Rabbfundur kl. 20.30 og verður
boðið upp á kaffi og með því.
f|) Til sölu
Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar sem enn eru til
sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar Skúla-
túni 1.
1. Chervolet fólksbifreið árg. 1981.
2. M. Bens vörubifreið með palii og krana árg 1972.
3. Volkswagen pickup árg. 1974.
4. Volkswagen dc árg. 1976.
Jafnframt óskast tílboð á eftirfarandi bifreiðar og
fleira sem eru tíl sýnis við bækistöð Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar við Þórðarhöfða á Ártúnshöföa.
5. Jarðýta Caterpillar D6C, árg. 1968.
6. Götusópur Ford/Jhons ton árg 1973.
7. Götusópur Ford/Jhons ton árg. 1974.
8. Vatnstankur 6. tonna.
9. Skúffur á dráttavélar.
10. Dráttarskifa á vörubifreið.
11. Snjósleði Jhonson árg. 1976.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík fimmtudaginn 7. feb. nk. kl. 14. e. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Félaga ungra jafnaöarmanna í
Reykjavík heldur félagsfund næst-
komandi fimmtudagskvöld, 7.
febrúar kl. 20.30 aö Hverfisgötu
106, a.
Á fundinn koma þau Jóhanna
Sigurðardóttir, varaformaður Al-
Auglýsing um
vanskilavexti
Samkvæmt samþykkt húsnæðismálastjórnar hinn 8.
febrúar 1984 skulu lánþegar Byggingarsjóðs rikisins
og Byggingarsjóðs verkamanna, sem eru með verð-
tryggð lán með lánskjaravfsitölu, greiða vanskilavexti í
samræmi við reglur Seðlabanka Islands eins og þær
eru á hverjum tíma. Samþykkt þessi tekur gildi frá og
með 1. febrúar 1985. Vanskilavextir vegna greiðslna
sem falla í gjalddaga þann dag verða nú reiknaðir eftir
15 daga frá og með gjalddaga.
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Ráðherra 1
bankinn hefði ekki hlustað á hann
um þetta.
Honum var bent á hversu ein-
kennilegt það hlyti að teljast að
miða við lánskjaravísitölu, sem að
tveimur þriðju hlutum miðast við
framfærsluvísitölu: Þegar matvör-
ur og annað hækka í verði þá eykst
greiðslubyrði þeirra sem skulda.
Maður sem búinn væri að taka lán,
búinn að byggja og koma sér fyrir,
horfir upp á greiðslubyrðina vaxa
þá er bensín, mjólk og aðrir óvið-
komandi hlutir hækka í verði —
áhrifin yrðu tvöföld.
Alexander Stefánsson hafði uppi
fögur orð um að bankakerfið kæmi
nauðstöddum til hjálpar, en honum
var bent á að nú yrðu menn að
koma knékrjúpandi og grátbiðj-
andi um 40—50 þúsund króna lán
og vafamál að það fáist, á sama
tíma og bankarnir ausa tugum
milljóna króna í auglýsingaherferð-
ir og annað. Hvað hefði félagsmála-
ráðherra um þetta að segja. Þessu
gat ráðherra engu svarað.
Það hlýtur að teljast æði kald-
hæðnislegt að hlutir einsog kaffi-
baunaævintýri Sambandsins skuli
auka á skuldir skuldara, en það ger-
ist: Kaffiverð er óeðlilega hátt, það
hækkar framfærsluvísitöluna sem
aftur hækkar lánskjaravísitöluna.
Misgengi 1
stuðli að því að lífskjörin haldist
jafngóð eða betri út lánstímabilið
eins og þegar lánið er tekið. Ef lífs-
kjör versna um lengri eða skemmri
tíma, þá er sanngjarnt að skulda-
byrðinni sé dreift á lengra tímabil,
fremur en hætta á greiðsluþrot
fólks með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum fyrir margar fjölskyldur í
landinu.
Einu úrræði launþega til að
standa undir fjárskuldabindingum
sínum eru verðmæti vinnu hans.
Þegar verðmæti vinnunnar minnka
í hlutfalli við verðgildi peninga,
fasteigna eða vöruverðs, þá minnk-
ar kaupgetan. Afleiðing þess er að
meiri vinnu þarf að leggja fram til
að standa undir greiðslubyrði hús-
næðislána, lífeyrissjóðslána og
bankalána, samfara öðru brauð-
striti.
í greinargerðinni er tekið dæmi
um ung hjón, sem keyptu sér
tveggja herbergja íbúð 1. júní 1979.
Þau þurftu að taka að láni 120 þús-
und, til 20 ára. Lánin voru verð-
tryggð með lánskjaravísitölu og
bera breytilega vexti samkvæmt
ákvörðun Seðlabankans. Miðað við
8. launaflokk Verkamannasam-
bands Islands, þurftu þau að greiða
4,3 mánaðarlaun fyrsta árið í af-
borganir og vexti. I fyrra skulduðu
þau enn 796.500 kr. þegar búið var
að greiða af láninu það árið og þá
jafngiltu afborganir og vextir 6,6
mánaðarlaunum. Haldi þessi þró-
un áfram stefnir í að greiðslubyrðin
í ár verði 8,6 mánaðarlaun.
Með frumvarpinu, verði það
samþykkt, þá geta þeir sem tekið
hafa á sig fjárhagslegar skuldbind-
ingar, treyst því að hækkun árlegrar
greiðslubyrði, verði ekki meiri en
sem nemur hækkun almennra
launa.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfélag
Keflavíkur
heldurfund í Bárunni, Hringbraut 106, mánudag-
inn 4. febrúar kl. 20.30.
Fundarefni; Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Árshátíð
Hafnarfirði og Garðabæ
Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og
Garðabæ verður haldinn laugardag, 2. febrúar
í veitingahúsinu, TESS, Trönuhrauni.
Hátiðin hefst stundvíslega klukkan 19.30. Þá boðið upp
á fljótandi lystauka fyrir matinn.
Veislustjóri: Elínborg Magnúsdóttir.
Skemmtiatriði af bestu tegund. Seinast var geysilegt
fjör og dúndraði stemmning.
Ekki verður þetta siðra nú. Því verða allir að mæta sem
vettlingi geta valdið.
Miðapantanir hjá Elínu i síma 52911 og Valgerði í síma
51920 eða 29244. Pantið strax.
Nefndin.