Alþýðublaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 8. febrúar 1985
'RITSTJORNARGREIN*
Stjórnmálamenn og kjósendur
Erekki kominn tími til að íslenskirstjórnmála-
menn og stjórnmálaflokkar sæti ábyrgð fyrir
gjörðir sínar? Er ekki fyrir löngu orðin ástæða
til að breyta gömlum og úr sér gengnum hefð-
um i fslenskri pólitík; hefðum sem t. a. m.
ganga út á það aö ekki megi undir neinum
kringumstæóum hróflavið ráðherrum í stólum
þeirra, án þess að öll ríkisstjórnin hljóti að fara
frá? Þaö er alþekkt erlendis, að mannaskipti
verði innan ríkisstjórna, ef þurfa þykir og ríkar
ástæður eru til. Það þekkist ekki hérlendis.
Það er svo allt annar hlutur, ef skipta á um ráð-
herra aðeins til að skipta um ráðherra, eins og
hugmyndir Þorsteins Pálssonar ganga ut á. Þá
eru gerðar breytingar breytinganna vegna, án
þess að nokkuð annað fylgi, það eru ákveönar
litt breytanlegar leikreglur sem gilt hafa í is-
lenskum stjórnmálum um langt skeið. Margar
eru úr öllum takti við nútlmann. Þrátt fyrir það
er hangið á þeim. Þaulseta ráðherra og heilla
ríkisstjórnaerdæmi umslíkt. Þaðeralvegeins
og rlkisstjórnir telji það heilaga skyldu sína að
sitjaeins lengi og sætt er, endaþótt allarskyn-
samlegar forsendur séu löngu fyrir b(. Nægir
þarað nefnadæmi um núverandi ríkisstjórn og
einnig þá fyrrverandi.
Fóik hefur gagnrýnt launakjör þingmanna og
þykir þau býsna góð. Og rétt er það að þing-
menn hafa miklum mun hærri laun en stærsti
hópur launafólks. Alþýðublaðið vill hins vegar
leggja á það rfka áherslu, að almenningur á að
krefjast þess að þingmenn vinni fyrir launun-
um. Og ekki síður ráðherrarnir. Það eru aðalat-
riði málsins. Staðreyndin er sú að margir þing-
menn vinna alls ekki fyrir því kaupi sem þeir fá.
Og þaöan af síður sumir ráðherrar. Lélega
starfsmenn á að hýrudraga eða segja uþp.
Kjósendurfátækifæri til að kveðaupp dóma
á nokkurra ára fresti og gefa pólitíkusum þá
einkunn, sem þeim ber. Þegartil kastannahef-
ur komið, þá hefur stór hluti kjósenda ekki af
einhverri ástæðu viljað gefa þær einkunnir,
sem flokkar og stjórnmálamenn eiga skilið,
heldur krossað á kjörseðlana eins og þeir
gerðu slöast — svona af gömlum vana. Þetta
hugarfar verður að breytast.
w
I stjórnmálum er fariö höndum um fjöregg
þjóðarinnar. Þar er verið að taka ákvarðanir er
skipt geta sköpum um líf og afkomu fólks.
Stjórnmálamenn eigaað hafaaðhald; fólki ber
að gagnrýna, hrósa, hafna, samþykkja; kveða
upþ dóma. Lýðræðisskipulag okkar gerir ráð
fyrir þátttöku fjöldans; byggir í raun á henni. Ef
almenningur bregst þessu aðhaldshlutverki
sfnu og gefur misvitrum stjórnmálamönnum
lausan tauminn og langvarandi „blanko“um-
boð til að farameð mál þjóðarbúsins að vild, þá
hefur fólk brugðist sjálfu sér og meðbræðrum
sfnum; iýðræðishugsjóninni. Lýðræðið setur
nefnilega fólki skyldur á herðar. Skyldur gagn-
vart þeim sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa að
fara eftir iýðræðislegum leikreglum hvað varð-
ar uppiýsingamiðlun og hlýða á rök og sjónar-
mið fjöldans, en taka ákvarðanir heilshugar án
þrýstings sérhagsmunaafla. En almenningur
aliurverðuraðhaldavökusinniog veitastrangt
aðhald með vaidhöfum. Og ekki sist að gefa
stjórnmálamönnum afdráttarlausa og mark-
vissa einkunn f hvert skipti sem kosningar fara
fram.
Skyidu allir uppfylla þessi skilyrði lýðræðis-
ins? Svari hver fyrir sig.
Við eigum að gera miklar kröfur til kjörinna
fulltrúa þjóðarinnar. Ef þeir standast þær ekki,
þá eiga viðkomandi stjórnmálamenn að taka
pokann sinn. En kjósendur verða einnig að
gera kröfur til sjálfs sfn og taka ákvarðanir
grundvallaðar á staðreyndum mála, en ekki af
gömlum vana; kjósa samkvæmt sannfæringu
sinni.
r
Islenska þjóðin hefur ekki efni á þvi að heiðra
skálkinn í kosningum aftur og aftur. Dæmum
valdhafa þjóöarinnar hart, en af sanngirni.
—GÁS.
Guðjón V. Guðmundsson skrifar:
Notum nú meðbyrinn
Áberandi er hve margir eru
óánægðir með stjórnmálaöflin í
þessu landi og þá ekki síst þá flokka
er nú fara með völdin. Margar radd-
ir heyrast og það mjög gagnrýnar úr
áttum sem maður hefði síst átt von
á. Til dæmis sagði sjálfstæðismað-
ur nokkur, framámaður í flokkn-
um í sínu byggðariagi, í blaðaviðtali
fyrir skömmu. „Þegar þessir flokk-
ar, þ. e. Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur, farameðvöld-
in saman þá laða þeir fram það
versta hvor hjá öðrum" Þetta eru
gullvæg orð, stórkostleg lýsing á
þessum öflum og verður vart betur
gert. En þrátt fyrir að fjöldi manna
sé á þessari skoðun þá styðja flestir
þeir hinir sömu þessa flokka áfram,
þegar til alvörunnar kemur og gefa
þá yfirleitt þá skýringu að ekkert
betra sé að hafa. Það sé til einskis
eða lítils að kjósa aðra flokka og
koma þeim til valda.
Það er t. d. mjög áberandi í þessu
sambandi hvað það fer fyrir brjóst-
ið á mörgum það sem menn kalla
með réttu samtryggingu flokkanna
í stjórnkerfinu. Eg tek mjög í sama
streng. Þetta fer ákaflega illa í mig.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfélag
Hafnarfjarðar
Almennur félagsfundur verður haldinn mánudag-
inn 11. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strand-
götu.
Arni Gunnarsson fjallar um fiskeldi og möguleika
þess til eflingu atvinnulífs á íslandi.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verð-
ur haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 1985 kl. 20.30
í Félagsmiðstöð Jafnaðarmanna, Hverfisgötu
8—10.
Fundarefni: Venjulega aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Alþýöuflokkskonur
Fundur verður í Félagsmiðstöðinni, Hverfisgotu
8—10, næstkomandi laugardag, 9. febrúar kl. 13.
Stjórnmálanefndin.
Og nánast útilokað að kyngja því
að Alþýðuflokkurinn sé flæktur í
þennan ósóma. Svona hrossakaup
geta aldrei gert annað en bjóða
heim hættunni á endalausri spill-
ingu. Öll þessi ráð og nefndir sem til
er stofnað á þennan hátt eru ekki og
verða aldrei af hinu góða, hvernig
sem reynt er að setja þetta upp.
Meira að segja er kosið hér sérstakt
pólitískt útvarpsráð. Bara að láta
sér detta svoleiðis nokkuð í hug er
fáránlegt. Útvarpinu, sem og öllum
öðrum stofnunum og fyrirtækjum
ríkisins á að stjórna vitanlega ein-
göngu af þeim mönnum er þar
vinna. Þeir eru fullfærir um það —
það þurfa engir pólitískir varð-
hundar að koma þar nálægt. Reyn-
ist þessir menn, sem ráðnir hafa
verið til starfa á viðkomandi stöð-
um, hvort sem þeir eru háir eða lág-
ir, ekki starfi sínu vaxnir á einn eða
annan hátt, misnoti til dæmis að-
stöðu sína á einhvern máta, þá
kippa viðkomandi hæstráðendur í
tauminn og gefa þeim síðan spark
og ráða nýja menn í staðinn. Svo
einfalt er það nú. Þetta samtrygg-
ingarkerfi og afnám þess er til
dæmis stórmál hjá Bandalagi
jafnaðarmanna og því sett í fremstu
röð og fá þeir mikið fylgi út á þetta.
Þess er vonandi ekki langt að bíða
að forysta Alþýðuflokksins fari að
gera sér grein fyrir því að þetta verð-
ur að leggjast af og það sem fyrst.
Þá munu enn nokkur þúsund
manna koma til liðs við þann fjölda
sem nú streymir til flokksins og
vilja gera að veruleika hugsjónir
jafnaðarstefnunnar.
Til þess að þetta ætlunarverk
jafnaðarmanna verði fullkomnað
þá verður flokkurinn að hafa yfir
að ráða sterku málgagni. Það þýðir
ekkert að halda áfram að berja
höfðinu við steininn, enda hljóta
menn þá að meiða sig, stjórnmála-
flokkur verður aldrei rekinn til
lengdar með neinum árangri nema
geta sífellt komið boðskap sínum til
fólksins gegnum eigið blað. Ein og
ein grein forystumanna í „Litla
mogga“, DV, breytir ekki miklu
þegar til lengdar lætur. Svo er það
alger niðurlæging að þurfa að leita
á náðir íhaldsaflanna til þess að
koma sínum málum á framfæri,
þessara sömu afla sem eru og verða
höfuðandstæðingar jafnaðarstefn-
unnar. Auðvitað er DV fyrst og
fremst málgagn íhaldsins þegar á
reynir enda annar ritstjórinn þing-
maður Sjálfstæðisflokksins eins og
flestir vita. Að sjálfsögðu geri ég
mér fullkomna grein fyrir því að
það kostar mikið fé að halda úti
myndarlegu blaði, en ég neita alger-
lega að trúa því að ekki sé mögu-
leiki að kljúfa þetta á einhvern
máta.
Nú verðum við að gera stórátak
Forsætisráðherra íslands, Stein-
grími Hermannssyni, hefur verið
afhent eftirfarandi bænaskrá, und-
irrituð af 107 íbúum við Þistilfjörð:
„Samviska okkar, sem ritum
nöfn okkar á þessa bænaskrá,
neyðir okkur til að mótmæla fram-
kornnum hugmyndum um bygg-
ingu ratsjárstöðvar á Langanesi
vegna þess m. a. að við erum þeirrar
skoðunar að þær auki á þá vígvæð-
ingu þjóðanna sem stefnir jarðar-
byggð í geigvænlega hættu.
Við álítum að voðinn felist ekki
einungis í beitingu vígbúnaðarins,
heldur ali tilvist hans jafnframt á
tortryggni, ótta og hatri, og við ótt-
umst að fjárfestingar í umræddum
stöðvum hér á landi kalli á fjárfrek-
ar mótframkvæmdir annars staðar.
Slíka sjálfvirkni síaukins vígbúnað-
ar ber að stöðva. Því verða góðvilj-
aðir menn nú að einsetja sér að
snúa farnaði veraldar af þessari
braut.
Við getum ekki varið fyrir sam-
visku okkar að frekara fjármagni
verði varið til vígbúnaðar meðan
Fundur hjá Varðberg:
Ástandið í
Póllandi nú
Roman Smigielski, pólskur
flóttamaður og fulltrúi Solidar-
nosc, verður framsögumaður á
fundi, sem Samtök um vestræna
samvinnu (SVS) og Varðberg halda
sameiginlega laugardaginn 9.
febrúar.
Framsöguerindi sitt nefnir hann
„Ástandið í Póllandi nú“. Fundur-
inn verður haldinn i Átthagasal
(suðurenda Hótel Sögu), og verða
salarkynni opnuð klukkan tólf á
hádegi. Fundurinn er opinn félags-
mönnum ISVS og Varðbergi, svö og
gestum þeirra.
svo ég noti nú þetta margþvælda
hugtak. Það er góður meðbyr núna
— hann verður að nota til hins ýtr-
asta.
Guðjón V. Guðmundsson.
sultur og vannæringarsjúkdómar
hrjá hálft mannkynið.
Jafnframt óttumst við að bygg-
ing þessarar umræddu stöðvar geri
heimabyggð okkar að skotmarki í
hugsanlegum hernaðarátökum.
En hvað viðvíkur öryggi íslenskra
loft- og sæfarenda, sem að hefur
verið vikið í þessu sambandi, þá
teljum við að okkur beri að tryggja
það sjálf.
Við berum því fram þá bæn við
ríkisstjórn íslands, að hún leyfi
ekki uppsetningu umræddrar rat-
sjárstöðvar á Langanesi, eða annars
staðar á landinu“
Auglýst 4
Um framleiðslustjórn i landbún-
aði og veiðileyfastjórn á fiskveið-
um? Um tillöguna um endurmat á
störfum láglaunahópa og þá er
fjallar um endurmenntun vegna
tæknivæðingar? Eiga alþýðu-
flokksmenn e. t. v. að vera þakk-
látir fyrir að ekki sé ráðist á þessar
tillögur með fúkyrðum, sleggju-
dómum, öfund og lélegum brönd-
urum?
Þykir það ekkert fréttnæmt í
öðrum blöðum að fundarsókn
hjá formanni Alþýðuflokksins
um land allt hefur verið með ólík-
indum þannig, að elstu menn
muna vart annað eins? Þykir það
fréttnæmara að í ferð með Jóni
eru stuðningsmenn honum til að-
stoðar í erfiðri en velþeginni
fundaherferð? Fólkinu sem fjöl-
inennt hefur á þessa fundi hefur
þótt mikið til koma og hefur fylkt
sér í raðir jafnaðarmanna, en
andstæðingar flokksins geta ekki
annað en bölvað og móðgað þetta
fólk með því að líkja því við
blöðrur sem springa. Logandi af
öfund og hræðslu geta þeir ekki
fundið upp á öðru en safna saman
neikvæðum lýsingarorðum um
einstakar persónur.
107 íbúar við Þistilfjörð:
Mótmæla ratsjár-
stöð á Langanesi