Alþýðublaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 9. febrúar 1985 r su N N U DAQStElÐARIji övokallaðar efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa litið dagsins Ijós eftir langa með- göngu. Þegar hins vegar er litið á afrakstur þeirra miklu umræðna og deilna sem átt hafa sér stað í ríkisstjórninni um þessi mál, þá undrar vafalaust margan hvernig á því þvl geti staðið að þessi mál hafa vafist jafnlengi og raun bervitni fyrirstjórnarflokkunum. En ríkis- stjórnin er hikandi og fálmkennd. Sjálfstraust- ið horfið. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins segir réttilega I Alþýðublaðsviðtali um þessar efnahagsráðstafanir, að á þær verði að líta í Ijósi þeirra fjölmörgu vandamála sem nú bíða úrlausnar. Hann segir að þessar ráð- stafanir sem ríkisstjórnin býður nú upþ á séu hefðbundið kák og eins og venjulega, of lítið og seint. Orðrétt segir formaður Alþýðuflokksins: „Listinn yfir þau vandamál, sem brýnt er að leysa gæti verið mjög iangur, en þau helstu eru þessi: Áframhaldandi aukning erlendraskulda, allt of mikill viðskiptahalli, sívaxandi verð- bólguþensla, verðbólgan er nú um 50%, ónýtt skattakerfi og hrikaleg skattsvik, húsnæðis- málakerfið er sokkið í skuldir, er greiðsluþrota og lántakendur síðustu 4 ára orðnir að von- lausu vanskilafólki. Hiuti sjávarútvegsins er sokkinn í skuldirog rekstrargrundvöllurinn er ekki fyrirfinnanlegur. Ónýtt stjórnkerfi í fjár- festingarmálum. Of dýrt og óskilvíst rlkisbákn. Útþenslaog sólund í bankakerfinu. Stjórnleysi I peningamálum og röng vaxtapólitik. Allt of dýrt vinnslu — dreifingarkerfi í landbúnaði. Algjör vöntun á markvissri efnahagsstefnu. Viðamikil bákn eins og hinn þríeini olíuhringur og íslenskir aðalverktakar— þetta þarf að þjóð- nýta. Innflutningsverslun og skipafélög sem framvisa þjóinni allt of háum reikningum í inn- flutningi. Listinn gæti verið lengri." Jón Baldvin fór síðan orðum um einstök atriði þessara efnahagsráðstafana og sýndi fram áaðóraunhæfarvonireru vlða fylgifiskar. Kák hér og kák þar, en í raun engar kerfisbreyt- ingar, engin róttæk uþpstokkun. Alþýðublaðið mun síðar fara nánar ofan í einstök atriði þess- ara ráðstafanna ríkisstjórnarflokkanna, en lokaorð formanns Alþýðuflokksins I nefndu Al- þýðublaðsviðtali voru eftirfarandi: „í þessu stjórnarsamstarfi þessara tveggja stjórnmála- flokka getur ekki myndast samstaða um þær róttæku umbætur sem þó ber brýna nauðsyn að grípa til.“ - GAS. Of lítið______________________1 bundið kák. Um hvað snúast svo þessar ráðstafanir? í fyrsta lagi er reynt að draga ör- lítið úr nettóaukningu eriendra skulda, með því að skera niður hjá Landsvirkjun. Á móti er síðan vís- að á einhvern vonarpening út frá bættri innheimtu skatta í ónýtu skattakerfi. í öðru lagi á að reyna að draga úr viðskiptahalla, sem nú er sam- kvæmt spá um 5.7% af þjóðar- framleiðslu, en þeir vonast til að fari niður í 4.2%. Ekki stórt stökk þetta. í þriðja lagi ætla þeir að taka upp að hluta tillögur Alþýðuflokksins á Alþingi um hert viðurlög vegna skattsvika, ásamt auknu manna- haldi í skatteftirliti og dómsstólum. í raun er þetta aðeins framkvæmd á samþykktum tillögum Alþýðu- flokksins frá því í fyrravor. Hins vegar er ekkert farið út í að stokka upp skattakerfið, eins og brýnt er að gera til að þurrka skattsvikin út. í fjórða lagi er svo loforð, sem gefið hefur verið 10 ár í röð, um að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts og á það að gerast í byrj- un næsta árs. Það má bóka að það mun aldrei takast hjá þeim. í fimmta lagi eru þar svo hús- næðismálin, en það á að taka af fjárveitingum til nýbygginga (F-lán) 150 — 250 milljónir króna til að að- stoða það fólk sem nú er komið í al- gjör vanskil vegna lána frá 1980—1984. Og það eru boðaðar nýjar reglur um að takmarka lán við smærri íbúðir en verið hefur og til þeirra sem eru að fá lán í fyrsta skiptið, þeir hafa forgang. Þetta er út af fyrir sig til bóta, en áhrifa af þessu fer varla að gæta á þessu ári og nú eru lánasjóðirnir tómir og biðlistarnir langir. Þá eru endurtekin loforð frá stjórnarsáttmála númer tvö frá í september, en það eru atriði sem lofað hefur verið undanfarin ár, en ekkert gert. Allt þetta staðfestir það sem ég hef áður sagt, að í þessu stjórnar- samstarfi þessara tveggja stjórn- málaflokka getur ekki myndast samstaða um þær róttæku umbæt- ur sem þó ber brýna nauðsyn til að grípa til“ sagði Jón Baldvin. Hann benti á að ekkert ætti að gera varðandi vanda sjávarútvegs- ins, í fjárfestingarmálunum, engra breytinga er að vænta varðandi bankakerfið, landbúnaðarkerfið, olíusölukerfið, ekkert bólaði á markvissri atvinnustefnu og þannig mætti áfram telja. Sœdýrasafnið 1 fyrir að ævintýrið sé senn á enda. Rekstrarörðugleikar hafa steðjað að safninu og hafa eigendur þess verið að leita að hugsanlegum kaupendum mannvirkjanna. Einna helst kemur til greina að safninu verði breytt í fiskeldistöð. Við töluðum við Jón Kr. Gunn- arsson, forstöðumann Sædýra- safnsins, og spurðum hann hvernig högum safnsins væri háttað um þessar mundir. Jón sagði að þeir ættu við fjárhagsvandræði að glíma. Höfuðástæða þeirra vand- ræða væri sú að þeir hefðu farið út í miklar fjárfestingar í hitteðfyrra og þar sem sú uppbygging hefði öll verið fjármögnuð með skamm- tímalánum væri erfitt að eiga við þetta. Hann sagði einnig að það myndi bjarga miklu ef hægt yrði að breyta þessum lánum í langtímalán, en því miður virtist engin von til að slíkt gæti gengið. En hafið þið ekki fengið neina opinbera styrki til starfseminnar? Jón sagði að á síðasta ári hefði Sædýrasafnið fengið 260.000 kr. frá ríki og sex sveitarfélögum á Reykja- nesi. Þetta væru rúm mánaðarlaun, sem Sædýrasafnið greiðir en yfir sumartímann starfa um 7—8 manns hjá safninu. Yfir vetrartím- ann eru starfsmenn 5 talsins og sumir þeirra eru í hlutastarfi. Einn- ig verður einn maður að vera stöð- ugt á vakt að nóttu til, því þarna eru dælur jafnan í sambandi og ef eitt- hvað bæri útaf gæti stór skaði hlot- ist af. Hvað tekjuhliðina áhrærði þá sagði Jón að aðal tekjurnar hefðu verið af háhyrningasölu, en því miður hefðu þeir verið óheppnir með kaupendur. Einnig sagði hann að aðgangseyrir að safninu skilaði dágóðum upphæðum í kassann. í fyrra hefðu um 60.000 manns heim- sótt safnið og hefðu komið fjórar og hálf milljón í kassann af að- gangseyri. Hann sagði að sá hagn- aður nægði vel fyrir rekstri safnsins en varla fyrir neinni uppbyggingu á staðnum. En hvað verður um skepnurnar ef Sædýrasanfinu verður breytt í fisk- eldistöð? „Sum dýrin eru ágætis markaðs- vara og verða seld út, t. d. háhyrn- ingarnir, kengúrurnar, aparnir o. fl. dýr. Öðrum dýrum verður að Ióga. Ljón eru t, d. á mjög lágu gengi og þeim verður því að farga“ En hafa dýrin það ekki ágætt nú í þessu góða tíðarfari? „Jú, tíðin hefur verið góð við alla, jafnt dýr sem menn og enn höfum við ráð á að fóðra dýrin, þó slíkt sé dýrt og eru háhyrningarnir þyngstir á fóðri“ Þegar við spurðum Jón að því hvers vegna ekki væri hægt að reka svona dýragarð hér á íslandi, sagði hann aðþetta væri ekkert einsdæmi hjá okkur, að það væri víða erfitt um vik með svona rekstur í stærri samfélögum en því íslenska. En hvað með fiskasafnið í Vest- mannaeyjum? Reksturinn á því virðist ganga upp? „Jú, það er alveg rétt, en á það ber að líta, að það safn er rekið af bæjarfélaginu og ber það allan kostnað af þvíí‘ Að lokum vildi Jón að það kæmi fram að safnið væri enn opið al- menningi frá kl. 10 á morgnana til 19 á kvöldin og yrði opið að minnsta kosti næsta mánuð. Svo nú er bara að drífa sig suður fyrir Hafnarfjörð og kíkja á skepnurnar áður en þær verða seldar til er- lendra dýragarða eða lógað. Vanrœkt 1 heldur hefur neyslan aukist meir en hlutur framleiðenda. Þá sagði Hjörtur að með samstilltu átaki ættum við vel að geta aukið hlut- deild okkar í markaðinum og að það væri ekkert því til fyrirstöðu að íslensku fyrirtækin önnuðu eftir- spurninni. Þetta væri spurning um markaðsfærslu en sú hlið hefur allt- of mikið verið vanrækt. Sem dæmi tók hann að hér hefðu nýlega verið staddir danskir ráð- gjafar til að leiðbeina íslenskum iðnaðarframleiðendum við mark- aðsfærslu erlendis. Þessir ráðgjafar hefðu skoðað íslenska markaðinn og þeir hefðu fullyrt að íslenskir iðnrekendur væru klaufar við að markaðsfæra vörur sínar innan- lands. T. d. kvað Hjörtur það áber- andi hversu mikið hillupláss erlend- ar vörur tækju í verslunum, en það hefði sannast að eftirspurnin eykst í réttu hlutfalli við hillurýmið sem varan tekur. Til marks um hversu slælega ís- lensk vara væri markaðsfærð, sagð- ist Hjörtur hafa skroppið í sjoppu í vikunni og beðið um súkkulaði. Jú afgreiðslumaðurinn benti honum á úrvalið í hillunni og spurði hvað hann vildi. Sagðist Hjörtur hafa leitað að ákveðinni íslenskri súkkulaðitegund í úrvalinu en ekki séð hana. Hann spurði því af- greiðslumanninn hvort ekki væri til Síríussúkkulaði. Auðvitað var það FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verð- ur haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 1985 kl. 20.30 í Félagsmiðstöð Jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Fundarefni: Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðuflokksfélagið Kópavogi Aðalfundur Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 7 þriðjudaginn 12. febrúar 20.30. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar Almennurfélagsfundurverður haldinn mánudag- inn 11. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strand- götu. Arni Gunnarsson fjallar um fiskeldi og möguleika þess til eflingu atvinnulífs á íslandi. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Alþýöuflokkskonur Fundur verður í Félagsmiðstöðinni, Hverfisgotu 8—10, næstkomandi laugardag, 9. febrúar kl. 13. Stjórnmálanefndin. til, sagði afgreiðslumaðurinn og fór eitthvað á bak við og náði í súkku- Iaðið. Þegar Hjörtur spurði hvers vegna þessi ákveðna súkkulaðiteg- und væri ekki höfð uppi við sagði afgreiðslumaðurinn honum að þess gerðist ekki þörf, þetta súkkulaði selur sig sjálft. Sagði Hjörtur að þetta væri dæmi um kolvitlausa afstöðu til markaðsfærslu. Svona hugsunar- hætti yrði að breyta. í því skyni, sagði hann, að Félag íslenskra iðn- rekenda væri nú að fara af stað með herferð til að snúa þessari þróun við. Það mætti eiginlega segja að þeir væru nú í startholunum. Árið 1983 var álíka herferð farin fyrir íslenskan iðnað. Þá var mjög hamrað á því að fólk keypti ís- lenskt. Sú herferð skilaði mjög góð- um árangri á meðan hún stóð yfir en því miður hafði hún ekki lang- varandi áhrif. Um leið og herferð- inni lauk leitaði allt í sama horfið aftur. „Það er einsog fólk gleymi strax að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að kaupa íslenskt. Það virð- ist þurfa að vera með stöðugan áróður í gangi“ Kolrangar 1 Sigurður á varðandi húsnæðis- vanda unga fólksins að nú væru fjölmennustu árgangar íslandssög- unnar að stofna heimili, en væri boðið upp á dýrustu lán íslandssög- unnar og nánast neyddir út í að byggja risastór einbýlishús í Grafar- vogi. Frá breytinga- og ályktunartil- lögum Sigurðar er sagt á baksíðu blaðsins í dag, en hvað afgreiðslu þeirra varðar þá var samþykkt að vísa tillögu hans um Listahátíð til borgarráðs og til umsagnar stjórnar Listahátíðar, þar sem borgarstjóri er formaður. Tillaga hans um að Stjórn verka- mannabústaða í Reykjavík kannaði hagkvæmni þess að kaupa og gera upp íbúðir á hinum almenna mark- aði hlaut stuðning allra fulltrúa minnihlutans, 9 atkvæði. Breytingartillaga um 50 milljónir kr. til kaupa á kaupleiguíbúðum fékk atkvæði fulltrúa Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks auk Sigurðar, gegn atkvæðum meiri- hlutans og hjásetu Kvennafram- boðs. Sömu afgreiðslu hlaut tillaga hans um 35 milljónir í sjálfseignar- íbúðir fyrir aldraða, en tillaga hans um stuðning við uppfinningamenn hlaut ekki stuðning annarra full- trúa. Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en notfæra sér ekki til- litssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. |JU^|FERÐAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.