Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 12. febrúar 1985 'RITSTJORNARGREIN' An jarðsambands Ef nýbirtar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar eiga að gegna því hlutverki að snúa al- menningi í afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar, þá hljóta stjórnarsinnar að vera úr öllum takti viðtímaog þærskoðanirsem ríkjandi eru með- al almennings. Hinar svokölluðu efnahagsráð- stafanirríkisstjórnarinnareru í öllum aðalatrið- um frómar óskir um betri tíð, en í þeim er hins vegar ekki að finna haldbærar ákvarðanir sem breyta munu þeirri öfugþróun sem á sér stað á fjölmörgum sviðum þjóðfélagsins. Almennt snakk um að þetta eigi að gera og að þessu beri aö stefna duga ríkisstjórninni ekki lengur. Þjóðin læturekki blekkjast af fagurgala. Ríkis- stjórnin er búin að fá allan þann tíma sem henni bertil íhugunarog stefnumótunar. Nú er komið að framkvæmdum. Á þeim bólar ekki ennþá. Ríkisstjórnin erföst í háloftunum. Jarð- sambandið er ekkert. Aðeins eitt dæmi: Það er lýsandi fyrir ríkis- stjórn í uþþgjafarástandi að færa fjármagn sem ætlað er húsbyggjendum úr einum vasa í annan, eins og ráðstafanir stjórnarinnar bera með sér. Allir húsnæðismálasjóðir eru tómir. Það er í raun verið að færa til fjármagn sem ekki ertil. Hvareru öll loforðin um aðveitastór- Kosningaskjálfti Morgunblaðið er í kosningaham þessa dag- ana. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sl. sunnudag var undirlagt af vangaveltum um kjörfylgi flokkannafyrrog síðar. Meiraað segja fór blaðið í spádóma um prófkjör, kosti og galla. Skoðanaskipti um prófkjör eiga sér oft- ast stað þegar kosningar nálgast og flokkarnir fara að velja á framboðslista sína. Ætla má að prófkjörsþankar Morgunblaðsins nú vísi því á eitthvað — kosningar innan fárra mánaða? Hitt er svo annað mál að hvorki Sjálfstæðis- flokkurinn né nokkur annar flokkur vinnur sigra í komandi kosningum á kjörfylgi fyrri ára, eins og ætla má af upprifjun Morgunblaðsins sl. sunnudag. íslenskir kjósendur vega og meta flokkana samkvæmt núverandi störfum auknu fjármagni til húsnæðismálanna? Hafa þessi loforð gufað uþp? Það vekur athygli að Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins er ekki hafður á oddinum í kynningu á þessum skýjaborgum ríkisstjórnarinnar. Fram að þessu hefur hann setið sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þegar kynningarstarfsemi af þessu tagi hefurátt sér stað hjá ríkisstjórninni. Er Þorsteinn búinn að gefastjórninauþpábátinn? Bíðurhann aðeins uppgjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Samandregið er hins vegar hægt að afgreiða efnahagsúrræði ríkisstjórnarinnar með orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem hann við- hafði í Alþýðublaðinu sl. laugardag: „Of lítið — of seint.“ —GÁS. þeirra og stefnumiðum, en ekki hvort kosn- ingaúrslit 1956 eða 1967 voru á einn vega eða annan. Stórsókn Alþýðuflokksins um þessar mundir hefur leyst úr læðingi alls konar speki hjá and- stæðingum flokksins. Þeir hafa reiknað fram og til baka og reynt að gera sem minnst úr gíf- urlegri fylgisaukningu flokksins. En á meðan spekingar reikna, þá koma æ fleiri til liðs við jafnaðarmenn í baráttu þeirra fyrir breyttum áherslum, uppstokkun og róttækri stefnu- breytingu. —GÁS. Fyrirlestur í Háskólanum Þriöjudaginn I2. febrúar næst- komandi mun John P. Lovell flytja fyrirlestur í boði félagsvisinda- deildar Háskóla íslands um efnið Coming to terms witli a changing world: American foreign policy since Vietnam (Að bregðast við breyttum heimi: Utanríkisstefna Bandaríkjanna eftir styrjöldina í Vietnam). John P. Lovell er þekktur fræðimaður á sviði alþjóðastjórn- mála og er nú prófessor við U. S. Army War College. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann verður flutt- ur á ensku og hefst kl. 17.00 í stofu 101 í hinu nýja „hugvísindahúsi" Háskólans, sem er á háskólalóð, rétt við Nýja Garð. TVeholt 4 ið. Annar þeirra er Alf R. Jacobsen, blaðamaður á Klassekantper. Hinn er blaðamaðurinn Geir Övrevik, sem unnið helur fyrir Arbeiterblad- et. Bók hans á að fjalla um það sem gerist á meðan á réttarhöldunum stendur. Hannsegist þekkja Treholt frá gamalli tið. Hann var samtímis honunt í skóla norsku utanríkis- þjónustunnar og einnig voru þeir báðir blaðamenn hjá Arbeider- bladet um tíma. Aðdragandinn til skammar Allur aðdragandi réttarhaldanna hefur þó verið furðulegur í meira lagi og sumir hafa gcngið svo langt að segja að hann sé til skammar fyr- ir norska réttarkerfið. Pað má segja að hinn ákærði hafi verið dæmdur af fjölmiðlum löngu áður en dóm- stólar hafa kveðið upp úrskurð sinn. Einnig hefur seinagangurinn við yfirheyrslur og gagnasöfnun þótt með eindæmum. Hefur hann ýtt undir þær söguságnir að ákæru- valdið hafi úr litlu sem engu að rnoða þegar til krítarinnar kemur. Þá hefur meðferðin á fanganum einnig verið umdeild. Hcfur Treholt verið haldið í einangrun frá því hann var handtekinn. En nú er semsagt að styttast í að einhverju af leyndarhjúpnum verði svipt af málinu. Þann 25. febrúar hefjast réttarhölcjin og fæst þá von- andi einhver botn í þetta njósna- mál, sem margir segja að sé stærsta njósnamál sinnar tegundar á Norð- urlöndunum. Flokkurinn 1 gáfu „temablaða“, sem helguð verða sérstökum málaflokkum sem Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á. Þessi blöð verði í stóru upplagi og skili tekjuafgangi. b) Ritstjóri þing- bréfs, upplýsingabréfa frá þing- flokki. Hann standi jafnframt að útgáfu bæklinga og námsefnis fyrir stjórnmálaskóla jafnaðarmanna, sem fer í gang innan tíðar, en á þeim vettvangi mun æskufólk upplýst á námskeiðum um sögu og störf AI- þýðuflokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar, höfuðmál jafnaðar- manna og fleira. Þá verðursem fyrr skrifstofumaður t hálfu starfi á flokksmiðslöðinni. í viðtali við Jón Baldvin Hanni- balsson, formann Alþýðuflokksins, um þessi mál kom fram að ítarleg verklýsing fylgi hverju starfi og jafnframt liggur fyrir nákvæm kostnaðaráætlun, þar sem lýst er hvernig fjármagna eigi kostnað af þessum skipulagsbreytingum. Síðan sagði Jón Baldvin: „Þessar breytingar eru niðurstöður af um- ræðum sem átt hafa sér stað í frant- kvæmdastjórn frá því flokksþingi Alþýðuflokksins lauk í haust. Póli- tíski tilgangur þessara skipulags- breytinga er að laga skipulag og starfshætti flokksins að þeirri stað- reynd, að Alþýðuflokkurinn er í stórsókn; er stækkandi flokkur. Það er mikilvægt að láta ekki sömu mistökin henda og gerðust 1978, þegar þúsundir nranna, ekki síst ungt fólk, kom til liðs við Alþýðu- flokkinn, en var ekki virkjað til starfa. Þessar skipulagsbreytingar stefna að þvi að virkja fleiri ein- staklinga til starfa fyrir jafnaðar- stefnuna en verið hefur. Þessa dagana er verið að ganga frá starfslýsingu og kjarasamning- um við hina nýju starfsmenn á flokksmiðstöð!1 sagði Jón Baldviti Hannibalsson. Alþýðublaðið mun greina nánar frá þessunr málum á næstu dögum. Flotinn 1 menn VSl hjá sáttasemjara, en VSl- mennirnir hefðu ekki tekið það i mál. „Þegar þeir neituðu þvi, þá gengum við út“. Þegar við spurðum Hafþór að því hvort þeir teldu að það tefði gang mála, að nú væri rætt við VSÍ í stað þcss að ræða beint við LÍÚ sagði hann að það sýndi sig á þess- um viðbrögðunr. Hann sagði að þeir hefðu orðið varir við óánægju með gang mála hjá ýmsum útgerð- armönnum, en ekki sagði hann að neinar formlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli einstakra útgerð- armanna og sjómanna til að leysa deiluna upp á eigin spýtur. En hvað er það sem sjómenn fara fram á? „Við förum fram á að kauptrygg- ingin hækki úr 19.400 kr. í 35.000 kr. á mánuði á bátunum og úr 14.000 kr. i 27.000 á togurunum. Siðan förum við fram á að sama regla gildi fyrir sjómenn og gildir fyrir aðra landsmenn í sambandi við lífeyrissjóði, að greitt verði í líf- eyrissjóði fyrir þá alla, en hingað til hafa sjómenn á bátum og minni togurum ekki greitt til neinna lífeyr- issjóða. LÍÚ hefur svarað þessari kröfugerð okkar með gagnkröfum, sem fela í sér verulega kjaraskerð- ingu hjá sjómönnum. Þannig standa nú málin á þessari stundu“ Þá sagði Hafþór að jafnalmenn samstaða hefði aldrei áður skapast hjá sjómmönnum. Það væri bara eitt sjómannafélag, sem ekki treysti sér í aðgerðir, en það er sjómanna- félagið á Hvammstanga. Komi til verkfalls lamast því allur fiskveiðifloti íslands, en á honum starfa að meðaltali um 5.300 manns að sögn Hafþórs. Einnig mun verk- fallið fljótlega hafa þau áhrif að starfsemi í frystihúsum stöðvast vegna hráefnisskorts þannig, að verkfallið mun hafa mjög víðtæk áhrif á afkomu margra heimila komi til þess. Ottó 1 fyrri þróunar og var Ragnar inntur eftir þessu nánar. Það vafðist ntjög fyrir Ragnari, en hann gat þó stunið einhverju upp um „hagræðingu". Menn mega sem sagt búast viö áframhaldandi aðför sjálfstæðis- manna á bæjarútgerðina. Það virð- ist eiga að selja skipin eitt af öðru og það á gjafapris: Ingólfur var seldur á 77 milljónir króna, en tryggingaverðmæti skipsins er 81.4 ntilljónir og þar að auki á seljand- inn (Reykjavíkurborg) að gera heil- miklar breytingar á-skipinu á eigin kostnað — sem í raun lækkar verð- ið. Auk þess fer með sölunni kvóti sem hefur enn meiri samdrátt í för með sér í starfi fiskiðjuversins og hjá þvi fólki sem starfar hjá BÚR. Ljóst er að æ fleiri eru að rísa upp til andstöðu við þessa aðför íhaldsins. Þegar Bjarni Benedikts- son var seldur voru fulltrúar AI- þýðuflokks og Alþýðubandalags á móti, en fulltrúar Framsóknar- flokks og Kvennalista með. Allir minnihlutaflokkarnir voru hins vegar á móti sölunni á Ingólfi. Mönnum fannst nóg komið. Atvinnuleysi 1 mundar J. Guðmundssonar, Jó- hönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, þar sem lagt var til að þeim lögum sem uppsagnirnar „Pað er að mjög skemmtilegu verkefn; sem við höfum unnið ásamt Reykjavíkurborg varðandi Jarðboranir rikisins. I sumar skip- aði ég nefnd, sem unnið hefur að breyttri skipan á rekstri Jarðborana ríkisins og Gufuborana ríkisins og Reykjavikurborgar. Niðurstaðan er sú, að stofnað verði hlutafélag um þessi fyrirtæki, sem Reykjavíkur- borg og ríkið sameinast um og eiga hlutaféð til helminga." Þessi ummæli Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra í Morgun- blaðinu nýlega komu til umræðu á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. í ljósi þess að Davíð Oddsson borg- arstjóri er þekktur fyrir flest annað en að hafa náið samráð við borgar- stjórn og fulltrúa þá er hann stend- Barnadeild St. Jósefsspítala Landakoti hafa sl. 30 borist góðar gjafir frá Lionsklúbbnum Þór. Haraldi Á. Sigurðssyni, fyrsta formanni Þórs, var það mikið áhugamál að börn er dveldu á sjúkrahúsinu um jólin fengju ein- hvern glaðning. byggja á veröi breytt, hafi verið vís- að í nefnd. i efnahagstillögum rikisstjórnar- innar er ekki minnst á vanda út- gerðarinnar og sagði Karl að það sýndi berlega viðhorf ríkisstjórnar- innar til sjávarútvegsins. Að lokum sagði hann að það væri almennt viðhorf á Suðurnesj- um að búi sjávarútvegurinn við eðlileg skilyrði, þá sé atvinnuörygg- ið tryggt og þar með atvinnuleysis- vofunni bægt frá. ur í samningum fyrir borgina, þá þótti Sigurði E. Guðmundssyni borgarfulltrúa Alþýðuflokksins til- hlýðilegt að spyrja borgarstjóra nánar um þessi ummæli ráðherr- ans. Er borgarstjóri búinn að semja um það sem fram kemur í orðum iðnaðarráðherra og ef svo væri, myndi hann gjöra svo vel að leyfa borgarfulltrúum að fylgjast með? Hefur borgarstjóri samið urn þetta fyrirkomulág án nokkurs samráðs við kjörin borgaryfirvöld? Af svörum borgarstjóra mátti ráða, að þarna væri iðnaðarráð- herra eiginlega að ýkja dálítið, því viðræðurnar væru ekki komnar jafn langt og af ummælunum mætti ráða, einungis væri um könnunarviðræður að ræða. Enn á ný hafa lionsmenn glatt börnin rheð leikl'angagjöf, þroska- leikföngunt, til minningar um Har- ald Á. Sigurðsson en hann lést á sl. ári. Stjórn St. Jósefsspítala þakkar af alhug vinsemd og rausnarlegar gjafir lionsmanna. Sverrir með ýkjur! Lionsmenn gefa leikföng

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.