Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- blaðið Þriöjudagur 12. febrúar 1985 Útgefandi: Hlart h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóltir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Sctning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Treholtmálið: Verða réttarhöldin fj ölmiðlasirkus ? Réttarsalurinn þar seni Treholt máliðverdurtekiðfyrir 25. febrúar. Réttarhöldin munu fara fram fvrir opnum dyrum og verður Thorbjorn Gjölstad sækjandi. Margar spurningar hal'a vaknað í kjölfar þessarar fréttatilkynningar. Hún segir ekkert um á hvaða upp- lýsingum ákæran er byggð. í norsk- um blöðum hefur því jafnvel verið haldið fram að litlar sem engar sannanir séu fyrir sekt Treholts, en það eru bara getgátur og hið rétta kemur vafalaust i Ijós þegar réttar- höldin byrja. Sé Treholt fundinn sekur getur- hann átt yfir höfði sér fangelsisvist frá 19 mánuðum til 20 ára. Ríkissaksóknarinn Thorbjörn Gjölstad verður sækjandi i málinu. Ólíkt öðrum norskum ríkissak- sóknurum hefur hann engan bak- grunn í stjórnmálunum. Hann er sérfræðingur í skattamálum. Hann var gerður ríkissaksóknari árið 1979 til að berjast gegn skattsvik- um. Hann er 42 ára að aldri og hef- ur lítið borið á honum á opinberum vettvangi þangað til nú. Sjálfur seg- ir hann að hann hafi ekki séð neina ástæðu til að flíka persónu sinni, það séu málaferlin sem skipti máli. Gjölstad segist ekki líta á Treholt- málið einsog hvert annað mál, sem hann hefur fengist við, til þess hel'ur málið fengið alltof mikla umfjöllun í fjölmiðlum og einnig er umfang þess svo mikið að bara að því leyti sker það sig úr öðrum málum, sem hann hefur fengist við. Þegar hann er spurður nánar út í einstaka efnis- þætti málsins gerist hann þögull sem gröfin. Verjandi Treholts er Jon Lyng. Hann segist vera sáttur við þá ákæru, sem ríkissaksóknarinn hef- ur sent frá sér. Hann segir að það hefði ekki þjónað neinum tilgangi að kynna alla málavexti nánar fyrir- fram. Fjölmiðlasirkus Búist er við að réttarhöldin muni standa í fimm vikur. Um 90 blaða- menn munu geta fylgst með réttar- Fréttatilkynning í fréttatilkynningu frá norska rík issaksóknaranum segir, að Treholt sé ákærður fyrir að hafa látið er- lendum aðilum í té upplýsingar, sem séu ríkisleyndarmál. Er hann ákærður fyrir að hafa afhent Sovét- mönnum ríkisleyndarmál á tímabil- inu 1974—1983 og írökum 1981— 1983. Thorbjörn Gjölstael, sœkjandi í TYeholt-málinu. Jon Lyng, verjandi Treholts. höldunum. Þegar hafa yfir 70 norskir blaðamenn sótt um að lá að fylgjast með í réttarsalnum, einnig hafa erlendir blaðamenn sýnt mál- inu mikinn áhuga og munu þvi þau 90 sæti sem blaðamönnum eru ætl- uð, vera alltof fá. Norska sjónvarpið hefur farið fram á að fá að sjónvarpa frá réttar- höldunum. Enn er óvíst hvort leyfi verður veitt til þess, en allar likur benda til að verði leyft að sjónvarpa þá fái norska sjónvarpið einkarétt á þvi. Einsog fyrr sagði hafa margir er- Iendir aðilar sýnt málinu áhuga og til að létta erlendum fréttamönnum róðurinn mun norska utanrikis- þjónusta láta búa til útdrátt úr helstu viðburðum hvers dags á ensku. Á myndinni sést Treholt ásamt tveim KGB-mönnum ágöngu í Vín- arborg. Rússar hafa líka sýnt málinu áhuga og meðal þeirra sem sótt hafa um að fá að vera viðstaddir réttarhöldin eru blaðamenn frá sov- ésku fréttastofunni TASS. Bækur um málið En það eru ekki bara blöðin sem hafa áhuga á Treholt-málinu. Að minnsta kosti tveir aðilar eru að hugsa um að skrifa bækur um mál- Framh. á bls. 2 Félagsmálaskólí alþýðu 1. önn 10.-23. mars Hvað kannt þú iyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað veist þú um verkalýðshreyfinguna, starf hennar og sögu? Áttu auðvelt með að koma fram á fundum og samkomum? Tekurðu þátt í félagsstarfi? Viltu bæta þekkingu þína í hagfræðí, félagsfræði og vinnurétti? Veitt er tílsögn í þessum og öðrum hagnýtum greinum á 1. önn Félags- málaskóla alþýðu, sem skólí fyrír þig? verður í Ölfusborgum 10.-23. mars n.k. Þá eru á dagskránni menningar- og skemmtikvöld auk heim- sókna í stofnanir og íyrírtæki. Félagsmenn Alþýðusambands íslands eiga rétt á skólavist. Hámarksfjöldi á önn er 25 þátttakendur. Umsóknír um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fýrir 5. mars. Nánari upplýsingar eru veittar áskrif- stofu MFA, Grensásvegi 16, sími 84233. ÞEKKING, STARF OG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING IWBft Menningar- og fræðslusamband alþýðu Þann 25. febrúar hefjast í Osló réttarhöld gegn Arne Treholt. Eins- og menn muna vakti handtaka hans heimsathygli í upphafi ársins 1984. í framhaldi af handtöku hans var fimm rússneskum starfs- mönnum sendiráðsins í Osló vikið úr landi. Mikil blaðaskrif urðu um þetta mál og allslags dylgjur komust á loft um að þessi eða hinn gæti vel verið flæktur í svipaða starfsemi og Treholt er ákærður fyr- ir. Hér á Islandi fórum við ekki varhluta af því og var Mogginn ötull við að benda á þennan og hinn sem hugsanlegan KGB-njósnara á íslandi. Arne Treholt er ákærður fyrir að hafa látið Sovétmönnum og Irökum í té upplýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.