Alþýðublaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 4
alþýðti- blaðið Miðvikudagur 20. febrúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Seðlabankamusterið þyrnir í augum: Hvað verður um höllina? Fyrir Alþingi liggja nú tvö þing- mál varðandi Seðlabankainusterið títtnefnda. Annars vegar þings- ályktunartillaga Jóns Baldvins og Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis að ljúka nýbyggingunni hið fyrsta og yfirtaka hana fyrir Stjórnarráð íslands og að bankinn fái þess í stað rými í núverandi byggingu Fram- kvæmdastofnunarinnar. Hins veg- ar tillaga Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar, Eiðs Guðnasonar og Stefáns Benediktssonar um hagnýtingu Seðlabankahússins, sem gerir ráð fyrir stöðvun framkvæmda meðan sérstaklega verði kannað hvort hús- ið gæti hentað fyrir Stjórnarráðið. Tillögunar eru að þessu leyti svipaðar, hin síðari er reyndar end- urflutt. Tillaga Eykons og félaga gengur út frá því að hlutverk Seðla-. bankans fari minnkandi, jafnvel þótt hann yfirtæki eitthvað af verk- efnum Framkvæmdastofnunar er hún yrði lögð niður. i greinargerð er hins vegar talið sjálfsagt að Seðla- bankinn fái eitthvert rými í húsinu, en bent á að hugsanlegt væri að búa þar vel um Ríkisútvarpið, bankann sjálfan og Stjórnarráðið, enda byggingin æðistór. „Allt er þetta óbreytt (við endur- flutning tillögunnar (—Aþbl.)) að öðru leyti en því að nú hafa menn húsið fyrir augunum og ofstjórn og óstjórn peningamála fer vaxandi á ný. Árangurinn í viðureigninni við verðbólguna hefur því glatast um skeið. En auðvitað kemur að því fyrr en varir að raunhæfum úrræð- um verður beitt til að stöðva óheillaþróunina og treysta efna- hags- og fjármálalíf þjóðarinnarþ segir í greinargerðinni. Tillaga Jóns og Jóhönnu er öllu ákveðnari: Framkvæmdastofnun á að leggja niður og Seðlabankinn fá þar rými, en ríkisstofnanir ýmiss konar að fá inni í Seðlabankamust- erinu. í tengslum við þessa tillögu flutti Jón Baldvin fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu mikið ríkið þyrfti árlega að geiða í húsa- leigu og kom fram í svari ráðherra að vel yfir 100 milljónir hafi farið í þetta 1983. Með þessu móti sé því verið að slá tvær flugur í einu höggi. Helsi munurinn á tillögum þess- um er að önnur er öllu ákveðnari og í annarri er gert ráð fyrir stöðvun framkvæmda en hröðun í hinni. Grunnhugsunin er þó hin sama: Seðlabankinn er að verða að trölli í þjóðfélaginu, ríki í ríkinu og stór- hýsi þess við Arnarhól ber að gegna öðru hlutverki. Framkvæmdastofnun: Hvernig vœri að efna loforðið um að leggja hana niður ogflytja Seðlabankann þangað — sem og húsaleiguþjakaðar ríkis- stofnanir — /' musterið við Arnarhól?! Úr einu í annað Meirihluti bæjarstjórnar Siglufjarðar: Hækkar r; hita um 2( 1 „VIÐ sjálfstæðismenn í bæjarstjórn I teljum það af og frá að auka enn á I greiðslubyrði fólks hér í Siglufirði 1 vegna orkunotkunar. Meirihluti I vinstrimanna hefur nú samþykkt 20% 1 og 26% hækkun á rafmagni og hita, I en fyrir hækkunina fóru laun fjórðu 1 hverrar viku verkamannsins í orku- I kostnað. Slíkt gengur ekki,“ sagði ■ Björn Jónasson, einn fulltrúa Sjálf- ■ stæðisflokksins íbæiarstiág^-StfMtf I fjarðanísan^flflMHÍ^I ifmagn og ) og 26% önnuðust bæjarskrifstofurnar út- skrift reikninga. Vinstrimenn vildu sameina bókhaldið, en hann gæti ekki komið auga á að það skilaði svo miklum sparnaði, að draga mætti úr hækkunargleði þeirra. þjónustu, sem t. d. hefur skert framlögin til Framkvæmdasjóðs fatlaðra um 100 milljónir króna? Flvað eru þeir að gera í flokki sem hefur þyngt greiðslubyrði lántak- enda um 28°7o frá því hann komst til valda 1983? Bæjarfulltrúinn getur þess í fréttinni að algengt sé að heimilin greiði 3.500,00 kr. mánaðarlega fyrir rafmagn og hita, sem sam- svaraði nokkurn veginn vikulaun- um verkamanna. Við þetta hefði fulltrúinn mátt bæta að verka- mannalaunin þyrftu að hækka all Siglufjarðarundrið mikla Afskaðlega var gleðilegt að lesa frétt á bls. 2 í síðasta sunnudags Mogga. Við lestur greinarinnar vaknaði upp sú von að ef til vill er enn von að aðilar innan Sjálf- stæðisflokksins kunni að benda ríkisstjórninni og ráðherrum sín- um á villu síns vegar. I fréttinni er greint frá því að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Siglufirði hafi mótmælt hækkunum á rafmagni og hita þar í bæ: „Við sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn teljum það af og frá að auka enn á greiðslubyrði fólks hér í Siglufirði vegna orkunotkunar... en fyrir hækkunina fóru laun fjórðu hverrar viku verkamanns- ins í orkukostnað. Slíkt gengur ekki“ er haft eftir einum um- hyggjusömum fulltrúa flokksins. Manni hlýnar um hjartaræturn- ar. Hvílík umhyggja. Það er greinilegt að hér eru á ferðinni miklir stjórnarandstæðingar. Það verður að gera ráð fyrir því að þarna hafi fulltrúinn hreinlega gleymt að bæta við að það gengi ekki að ræna þriðju hverri krónu úr launaumslagi verkamannsins, eins og ríkisstjórnin hefur gert. Og að það gengi ekki að ráðast að sjúkum og öldruðum með stór- felldum hækkunum á gjaldtöku fyrir Iyfja- og læknisþjónustu. Og að það gengi ekki að húsbyggj- endur og kaupendur væru sokkn- ir í skuldir vegna þess hversuláns- kjaravísítalan hefur hækkað langt umfram launin. Og að það gengi ekki hversu skattsvik væru yfirgengileg og bitnuðu á al- mennu launafólki. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði hefur hreinlega gleymt að geta þess að það gengi ekki að í tíð nú- verandi ríkisstjórnar síns flokks og „Framsóknar“ (Sic) væri búið að kljúfa þjóðina í tvennt, þá sem eru ríkir og verða ríkari og hinna sem eru fátækir og verða fátæk- ari. En þrátt fyrir þessa gleymsku er greinilegt að bæjarfulltrúinn hef- ur fullan skilning á högum verka- manna, eins og hinir fulltrúar flokksins í bæjarstjórn. Manni verður á að hugsa: Hafa þessir menn ruglast á flokkum? Ekki verður betur séð en að svo sé. Hvað eru þessir umhyggjusömu menn að gera í flokki sem áratug- um saman hefur hampað hags- munum atvinnurekenda á kostn- að launafólks? Hvað eru þeir að gera í flokki sem gerir sitt ítrasta til að skera niður alla félagslega verulega og beina orðum sínum að stjórnvöldum og atvinnurek- endum og ítreka að nægir pening- ar væru til í þjóðfélaginu. Það má lesa það svart á hvítu að það er bú- ið að taka yfir 40% meira af launafólki en sem nemur falli þjóðartekna. Laun verkafólks ættu hiklaust að vera að minnsta kosti 45—50% hærri. Það er að segja: Vikulaunin áðurnefndu ættu að vera að minnsta kosti 4500 til 5000 krónur og hlutfallið áðurnefnda því þó ekki nema um fimmtungur af mánaðarlaunum verkamanns í stað þess að vera um fjórðungur. í kringum 18% í stað 25%. Það munar um minna. En fulltrúinn kaus að einblína á „hækkunargleði" vinstrimanna í stað þess að taka með í dæmið (kaup)lækkunargleði hægri- manna. Og sem sjálfstæðismaður afsalaði hann sér allri ábyrgð af aukinni greiðslubyrði heimilanna: Sem sé afsalaði sér allri ábyrgð af kaupránsstefnu ríkisstjórnarinn- ar síns flokks og vina sinna úr at- vinnurekendastétt. Það er í það minnsta gleðilegt að heyra svona raddir koma úr börkum sjálfstæðismanna. Það eru ákaflega sjaldheyrðir tónar úr þeirri átt. MOLAR Hægri pressan öflug I „Blaðamanninum“, félagstíð- indum Blaðamannafélags ís- lands, sem eru ný komin út, er birt skrá yfir félagsmenn Blaða- mannafélagsins. Alls eru 268 blaðamenn starfandi. Af þeim starfa 64 hjá Morgunblaðinu og 49 hjá DV, samtals starfa því 113 blaðamenn hjá þessum tveim sterkustu fjölmiðlum hægri pressunnar á landinu. Hjá NT starfa 36 blaðamenn, 19 hjá Þjóð- viljanum, 7 hjá Helgarpóstinum, en Alþýðublaðið er lang fáliðast því hér eru bara 3 skráðir blaða- menn. Samtals eru því 65 skráðir blaðamenn hjá þessum blöðum, eða einum fleira en á Mogganum. 5 meðlimir Blaðamannafélagsins starfa hjá Sjónvarpi og 11 hjá út- varpi. A íslandi eru skráðir 15 free lance blaðamenn og 13 félagar Blaðamannafélagsins eru skráðir biðfélagar. Af vikublöðum og tímaritum starfa flestir hjá Vik- unni eða 10 manns, hjá Icelandic review starfa 7 manns og sami fjöldi er hjá Frjálsu framtaki. Starfandi blaðamenn voru um 40 fleiri við síðustu áramót en ára- mótin þar á undan. Stórfjölskyldur í Njarðvík Steindór Sigurðsson heitir maður í Njarðvík. Sér hann um rútuferð- ir upp í Bláfjöll fyrir skíðaáhuga- fólk. Til að létta kostnaðarbyrð- ina af herðum barnmargra fjöl- skyldna bauð hann upp á fjöl- skylduafslátt, en nú hefur hánn orðið að hætta því, vegna meintr- ar misnotkunar á afslættinum, að eigin sögn í Víkurfréttum. Hafa krakkarnir nefnilega séð sér leik á borði og fjöimennt í stórum hóp- um og fullyrða við Steindór að þau séu öll af einni og sömu fjöl- skyldunni. Vonast hann þó til að hægt verði að ná upp samstarfi við foreldra barnanna, þannig að þeir skrifi upp á staðfestingu þess eðlis að krakkarnir séu af sömu foreldrum komnir. • Sjónvarpssería um Strindberg August Strindberg íeikur álíka stórt hlutverk í bókmenntaheimi Svía og Halldór Laxness hjá okk- ur. Hann er fjallið sem gnæfir upp af sléttunni, einsog einhvern- tímann var sagt um nóbelsskáldið okkar. Og Svíar eru ekki feimnir við að viðurkenna það enda hafa þeir sýnt Strindberg margháttaða viðurkenningu, eftir að hann yfir- gaf þetta jarðlíf, aðeins 63 ára að aldri, eftir mjög stormasamt Iíf. Nú hafa þeir gert sex klukkutíma sjónvarpsseríu um skáldið og hóf- ust sýningar á henni sl. mánudag. Handrit af sjónvarpsþáttunum er skrifað af Per Olof Enquist en aðalhlutverkið er í höndunum á Tommy Berggern. Stina Ekblad leikur Siri von Essen, eiginkonu Strindbergs, en hjónaband þeirra var mjög viðburðaríkt, svo vægt sé til orða tekið. Stina Ekblad er annars þekktust hér á landi fyrir leik sinn í kvikmynd Ingmars Bergman um Fanny og Alexander.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.