Alþýðublaðið - 23.02.1985, Side 2

Alþýðublaðið - 23.02.1985, Side 2
2 Laugardagur 23. febrúar 1985 SUNNUDAGSLEIÐARI, Erindrekar andskotans Þaö er dauði og djöfuls nauð er dyggðarsnauðir fantar! safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Ö. A. Þessi vísa er eitt af mörgum snjöllum fram- lögum, sem jafnaöarmaöurinn Örn Arnarson lagöi til verkalýðsbaráttu fyrri tima. Nauð djöfulsins birtist okkur ( margvíslegum mynd- um. Hér mun lyft Ijósi aö tveim siíkum, sem eru af sama toga en þó sín í hvorum ramma. Eitt af átumeinum ísi. þjóölífs er ofneysla á áfengi og eiturlyfjum. í flestum tilvikum er neysluþróun- in með þeim hætti aö einstaklingurinn kynnist Bakkusi sem glaðværum og góðum gesti, sem síðar sest upp og gerist herra hússins. Skeifi- legaoft tekst honum að leiða með sér til sætis lagsbræður sína kannabis, amfetamin, barbit- ur og L. S. D.l Diasepan. „Dísa frænka“ er þá gjarnan látin smeygja sér fyrst inn til að taka lásinn af viljastyrknum og ekki ósjaldan þá með vegabréfsáritun frá heilbrigðisgeiranum. Allt þetta lið vinnur svo stórvirk skemmdarverk á miðtaugakerfi og heila einstaklingsins, breytir persónugerð hans, skaphöfn og siðferðislegum viðhorfum þannig, að það sem honum var andstyggð al- gáðum verður undir áhrifum vímuefnanna líkamleg og andleg nauöþurft. Helsjúkur of- neytandinn stjórnarekki eigin gerðum umfram þeim að svala allsráðandi flkninni. Viðhorf til þess sjúkafólks eru mismundandi, flestir bera þó I brjósti gagnvart því vorkunn eða samúð. Þó eru þeir til í þjóðfélaginu, sem eru svo al- gjörir siðferðislegir öreigar að hafa eymd fólks að féþúfu og valda þjáningu i lífi meðbræðra sinna, ekki sist saklausra barna. Þeir sem smygla og selja eiturefnin eru oft sjálfir ánetjað ógæfufólk gertútafþeim erind- rekum andskotans, sem fjármagnaeiturkaup- in og auðgast á því að eyðileggja einstaklinga og fjölskyldur. Þegar upp kemst um þetta glæpafólk þá er sú afstaða laga og almenn- ingsálits skýr, að geyma það bak við lás og slá. En það er líka hægt að hafa eymd fólks að fé- þúfu án þess að fremja glæp að lögum. Ung hjón I Rvk. völdu þann kost að borða grjónavelling eins og Steingrímur ráðherra og nota alit sitt fé til greiðslu á íbúðarskuld sinni. Fyrir vikið gjaldféll átta þúsund króna iðgjald til milljónafyrirtækis, það lenti því I innheimtu hjá ríkismenntuðum rukkara, sem hefur bréf upp á rétt sinn frá Háskóla íslands. I fyllingu tímans og eftir að hafa neitaö öðrum samning- um en fullri greiðslu á skuldinni, þá lét rukkar- inn taka sjónvarpið úr stofunni hjá ungu hjón- unum og seldi á nauðungarsölu. Sjónvarpið seldist á eliefu þúsund krónur, sem var ná- kvæmlega sama upphæð og áfallinn kostnað- ur rukkarans. Eftir stendur eins og I upphafi átta þúsund kr. skuld við milljónafyrirtækið. Ríkismenntaði rukkarinn byrjar nú enn að skrifa sín bréf og lætur tlmann vinna fyrir sig, því í formi innheimtukostnaðar vex ný ull á fórnarlömbin og hann mun rýja þau aftur og aftur inn að skinni. Enn eiga þau sitt hvað selj- anlegt s. s. þurrkara, þvottavél, ísskáp o. fl. Ungu hjónin eygja enga leið tii lausnar. Ríkis- stjórnin hefur lagt þau eins og þúsundir annarra Islendinga í fjötra og hlekki fjárhags- legs umkomuleysis. Þetta unga fólk er jafn fast í greipum þessara nútlma þrælahaldara og dópistinn í greip eitursalans. Þeirafkastamestu (hópi þessara rukkara hafa komið sér upp hundruðum ef ekki þúsundum fórnarlamba og rýja þau með skipulögðum hætti, eftir tölv'uforritum. En jörðin brennur nú þegar undir fótum þessara erindreka andskotans. Nýtilkomin fá- tækrahjálp við húsbyggjendurgerirekki annaö en seinka smávegis kveikjunni á þeirri tíma- sprengju, sem sækir afl sitt í réttlætiskennd og reiði niðurlægðrar þjóðar. D. K. Utsala 1 og Flugmálastjórn um þátttöku í kostnaði við rannsóknina og að at- hugaður yrði sá möguleiki að flytja innanlandsflugið á Keflavíkurflug- völl, en þá með t. d. einteinungs- hraðasamgöngum á milli. Um þessa tillögu sagði Sigurður að það væri afstaða Alþýðuflokks- ins að þjóðin hefði alls ekki efni á því að ráðast í svona framkvæmdir er kostuðu milljónahundruði, hvorki fyrir eigið fé, né væri stætt að auka á erlendar skuldir. Benti hann á að flugtækni væri í stöðugri framför og meiri möguleiki á því að stytta flugbrautirnar eða breyta á annan hátt er mjakað gæti flugvell- inum fjær byggð. Ýmsir möguleikar væru fyrir hendi sem vert væri að huga að. Benti Sigurður á að það skyti skökku við þegar alþýðu- bandalagsmenn legðu til að færa innanlandsflugið upp á Keflavíkur- flugvöll, samtímis sem þeir bentu á hversu gífurlega mikið skotmark hann væri. í raun virtist Alþýðu- bandalagið enga stefnu hafa í þessu máli og gæti í hvorugan fótinn stig- ið. Tillaga Alþýðubandalagsins fékk 6 atkvæði þeirra og Kvennafram- boðs, aðrir voru á móti. Moggavaldið 1 förinni við meirihlutaálit mennta- málanefndar i neðri deild. „Þetta álit einkennist af framsóknar-sjón- armiðum í útvarpsmálum. Hið mótsagnakennda frumvarp sem nefndin hafði til meðferðar er þynnt út á kostnað frjálsra stöðva og Ieitast við að gera hlut Ríkisút- varpsins sem mestan" Síðan efast leiðarahöfundur um að sjálfstæðismenn séu tilbúnir að veita frumvarpinu brautargengi í núverandi mynd og bendir í því sambandi á að Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, telji sig ékki bundinn af neinu slíku sam- komulagi. Þó Mogginn hafi ekki áður séð ástæðu til að bregða fæti fyrir frumvarpið, virðist hann nú vera al- varlega að íhuga slíkt. Og þá er eftir að reyna á hvort Moggavaldið ræð- ur rneiru en skoðanamyndun al- mennings í landinu; hvort vald hans nær Iíka yfir Alþingi landsmanna. Eitt er víst að útvarpslagahausverk- ur ríkisstjórnarinnar er ekki úr sög- unni. Og þá er það spurningin hvort ekki sé rétt að afhausa þolanda, svo tryggingamál sé notað, til að losa hann við verkinn í eitt skipti fyrir öll. Davíðssálmur 1 flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn mynduðu stjórn. Davíðssálmurinn á fimmtudags- kvöldið var því að við völd væri óhæf ríkisstjórn, að formaðurinn hefði valdið honum vonbrigðum, að ríkisstjórnin ætti að annað hvort að láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin tala, því þeirra væri valdið, mátturinn og dýrðin ef vilji væri fyrir hendi, eða leggja upp laupana, sem heilbrigð- ast væri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 LAUSAR STÖÐUR HJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunardeild Droplaugar- staða. • Sjúkraliðar við hjúkrunardeild Droplaugarstaða. Upplýsingar veitir deildarstjóri á hjúkrunardeild, í síma 25811. • Forstöðumenn við dagheimilið Sunnuborg, Sólheim- um 19, Völvuborg, Völvufelli 7 og dagh./leiksk. Iðu- borg, Iðufelli 16. •Fóstrurvið Árborg, Dyngjuborg, Bakkaborg, Grænu- borg, HKðaborg, Holtaborg, Iðuborg, Leikfell, Sunnu- borg, Völvuborg og Ösp. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar, sími 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 4. mars 1985. Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðarog tæki sem eru til sýnis í bækistöð Reykjavíkurhafnar að Hólmaslóð 12 I Örfirisey. 1. Mercides Benz 207 flokkabifreið með palli árg. 1976. 2. Volvo f 86 vörubifreið árg. 1974. 3. Mazda 818 árg, 1977. 4. Mazda 818 árg. 1977. 5. Mercides Benz 309 16 manna rúta árg. 1974. 6. Broyt x 2 grafa. 7. Grjótbor á hjólastelli. 8. Loftpressa 110 cu. ft. 9. Fergusson dráttarvél. 10. Monimac bandsög sagarstærð 62 cm. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik þriðjudaginn 26. feb. nk. kl. 15. f. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík Fundurverðurhaldinn mánudaginn 25. febrúarkl. 20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Fundarefni: Sigurður E. Guðmundsson, bæjarfulltrúi talar um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Fulltrúar fjölmennið. Stjórnin Alþýðuflokksfólk — Kópavogi Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna I Kópavogi verð- ur haldin laugardaginn 23. febrúar nk. I Félags- heimili Kópavogs. Salurinn opnaður kl. 19. og er miðaverð kr. 700 aðeins. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Gréta Aðalsteinsdóttir sveitarstjórnarfuIItrúi I Mos- fel Issveit, Dans — glaumur — gleði — tii kl. 3. Miðapantanir hjá Grétu (44071), Hrafni (43936) og Hauði (41394). Mætum öll — létt I lund. Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.