Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. ágúst 1985 3 Hvammstangabúar eru meðal þeirra sem nú fá vörur á sama verði og íbúar höfuðborgarsvœðisins. Húsnœðisstofn un: Sækið um greiðslujöfnun fyrir 1. september Sambandið: Fraktfrítt um landið Lögin um greiðslujöfnun gengu í gildi þann 11. júlí 1985. Tilgangur laganna er að jaf na greiðslubyrði af fasteignalánum einstaklinga, sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæð- is til eigin nota. Skal misgengi, sem orsakast af hækkun lánskjaravísi- tölu eða byggingarvísitölu umfram hækkun launa og/eða af hækkuð- um raunvöxtum, ekki valda því að greiðslubyrði af greindum lánum þyngist. í greiðslujöfnun felst, að hækki laun minna en lánskjaravísitalan eða byggingarvísitalan, er hluta endurgreiðslu lánsins frestað þar til laun hækka á ný umfram viðmið- unarvísitöluna. Þetta gerist með þeim hætti, að mismunur launavísi- tölu og viðmiðunarvísitölu er færð- ur á sérstakan jöfnunarreikning. Skuld á jöfnunarreikningi telst hluti af höfuðstól lánsins og um hana gilda því sömu kjör og um ræðir í lánssamningi. Þessi skuld er síðan endurgreidd hlutfallslega þegar launavísitalan hækkar um- fram viðmiðunarvísitölu, eða eftir upphaflegan lánstíma, ef skuld er þá á jöfnunarreikningi. Greiðslumarkið (þ.e. afborgun og vextir) er gjaldfallin afborgun og vextir á verðlagi 1. mars 1982, hafi lán verið stofnað fyrir þann tíma. Hafi lán verið stofnað eftir 1. mars 1982, þá er greiðslumarkið á verð- lagi við lántöku. Á gjalddaga láns er greiðslu- markið framreiknað miðað við breytingu á launavísitölu, sem Hag- stofa íslands reiknar út, og borið saman við gjalddagafjárhæð láns- ins (afborgun, vextir og verðbæt- ur). Greiðslujöfnunin nær sjálfkrafa til allra, sem fá sín lán útgreidd eftir gildistöku laganna. Einstaklingar, sem fengið hafa fullverðtryggð lán úr byggingar- sjóðunum fyrir gildistöku laganna og eru í greiðsluerfiðleikum, geta sótt um greiðslujöfnun fyrir 1. sept. 1985: 1. Vegna komandi gjalddaga. 2. Vegna fyrri gjalddaga. 3. Vegna komandi og fyrri gjald- daga. Eins og áður hefur komið fram geta einstaklingar, sem eru í greiðsluerfiðleikum sótt um greiðslujöfnun vegna fyrri gjald- daga. Þeim verður gefinn kostur á að fresta greiðslu eða hluta af greiðslu afborgana, vaxta og verð- bóta á næsta heila ári hvers láns. Frestun greiðslu af slíku láni skal heimil allt að þeirri fjárhæð sem á jöfnunarreikningi stæði, ef ákvæði þessara laga hefðu gilt frá lántöku. Þessi frestun gildir aðeins einu sinni. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkis- Á undanförnum tveimur árum hefur Kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar gengist fyrir kynn- ingarstarfsemi fyrir kennara og ýmsa aðila innan fræðslukerfisins. Má þar nefna kynningu á tölvum og skólastarfi, myndböndum í skóla- starfi, dagskrá um fræði- og hand- bækur í skólastarfi, dagskrá um kennslu fatlaðra barna og fleira. Næstu mánuði mun Námsgagna- stofnun ásamt fleiri aðilum standa að eftirtöldum dagskrám: Norrœna húsið: Biskupsfyrir- lestur í kvöld í dag, fimmtudaginn 1. ágúst kl, 20:30 heldur dr. Sigurbjörn Einars- son, biskup, fyrirlestur í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnjst „Úr kirkjusögu íslands" og verður fluttur á sænsku, þar eð þetta er lið- ur í sumardagskrá hússins. Þessi sumardagskrá, „Opið hús“, er aðallega ætluð norrænum ferða- mönnum og fyrirlestrar þarafleið-t andi jafnan fluttir á einhverju Norðurlandamálanna. íslendingar eru þó engu að síður velkomnir og má búast við, að marga fýsi að hlýða á erindi biskups, svo samofin sem kirkjusagan er sögu þjóðarinn- ar. Eftir kaffihlé verður sýnd kvik- mynd Ósvalds Knudsen „Heyrið vella á heiðum hveri“ með sænsku tali. Bókasafn og kaffistofa Norræna hússins verða opin til kl. 22:00, eins og venja er á fimmtudögum, þegar „Opið hús“ er á dagskrá. Aðgangur er ókeypis. • . ins og bæjar- og sveitarstjórnar- skrifstofum. Umsóknum skal skilað til Hús- næðisstofnunar ríkisins, fyrir 1. sept. 1985. Dagana 26.—30. ágúst verður efnt til dagskrár um byrjendakennslu undir heitinu HVAÐ UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR. Meðal viðfangsefna eru: Hvar stöndum við? Hvað viljum við? Hvert stefnum við? Flutt verða er- indi um stefnur og strauma í byrj- endakennslu og m.a. kynntar nýj- ungar í skólastarfi erlendis. Haldin verða námskeið um fjölmörg efni og kennurum boðið að fást við verkefnagerð. í tengslum við þessa dagskrá verður haldin sýning á kennslugögnum. Á þessum árstíma eru skólar að hefjast og þar að auki fjöldi barna að hefja skólanám í fyrsta skipti. Við þau tímamót vakna eðlilega ýmsar spurningar hjá foreldrum og aðstandendum barnanna. Á síðustu árum hefur markvisst verið unnið að kynningu á nýjum kennsluaðferðum í byrjenda- kennslu. Þessi kynning hefur farið fram í kennaranáminu og að sjálf- sögðu meðal starfandi kennara. Hún hefur hins vegar ekki náð til al- mennings nema að litlu leyti. Það er því mikilvægt að almenningur fái upplýsingar og fræðslu um þetta viðkvæma skólastig svo að sem flestir geti fjallað um það af þekk- ingu. Dagana 21.—27. september mun Jafnréttisráð, í samvinnu við Náms- gagnastofnun, Kennaraháskóla ís- lands, Kvenréttindafélag íslands, Verslunardeild Sambands ísl. samvinnufélaga sendir nú allar vör- ur frá matvörudeild sinni til kaup- félaganna hvarvetna á landinu án þess að reikna af þeim flutnings- gjald. Þetta kom til framkvæmda um síðustu áramót, og ber mönn- um saman um að hér sé um gífur- lega mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að ræða. Þetta mál er til komið í framhaldi af þeirri þróun síðustu ára að land- ið allt er i síauknum mæli að verða að einu markaðssvæði. Það felur í sér að fólk utan Reykjavíkursvæð- isins er farið að gera ákveðnari kröfur en fyrr um að vöruverð heima fyrir sé sambærilegt við það sem gerist í stórverslunum höfuð- borgarinnar. Þetta skapar dreifbýl- isverslunum vitaskuld vissa erfið- leika, því að til þessa hafa þær orðið að flytja vörur sínar að mestum hluta frá Reykjavík. Kostnaðurinn við það hefur vitaskuld orðið að leggjast ofan á útsöluverðið heima í héraði. Verslunardeild Sambandsins hafði áður veitt samvinnuverslun- um á höfuðborgarsvæðinu þá þjón- ustu að senda þeim vörurnar ókeyp- is, en í vetur leið tókst henni að skipa málum þannig að hún væri einnig í stakk búin til að veita þessa þjónustu um land allt. Þetta var m.a. gert í samvinnu við Skipadeild Sambandsins, en vörurnar eru ann- Bandalag kennarafélaga, Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurumdæmis og skólaþróunardeild menntamála- ráðuneydsins, gangast fyrir dag- skrá sem ber heitið STELPURNAR OG STRÁKARNIR í SKÓLAN- UM. Meðal viðfangsefna verða: Konur og starfsval, konur og tölvu- mál, hvernig strákar og stelpur birt- ast okkur í skólabókunum og að- gerðir á sviði mennta- og jafnréttis- mála í nágrannalöndunum. Líklegt er að á dagskránni muni koma fram athyglisverðar upplýs- ingar um jafnréttismál í skólum og er mikilvægt að þeim verði komið á framfæri við almenning. í tengslum við dagskrána verður efnt til sýn- ingar í Kennslumiðstöðinni á náms- gögnum og heimildum um jafnrétt- ismál og skólastarf. Þá mun Námsgagnastofnun ásamt fleiri aðilum efna til dagskrár um heilsuuppeldi og heilbrigðis- fræðslu í skólum. Dagskráin er í mótun en hugsan- leg viðfangsefni eru: — Ávana- og fíkniefni, m.a. í ljósi athyglisverðra upplýsinga sem ný- lega hafa komið fram um þessi mál. Hvað geta skólarnir gert? — Er mataræði og svefnvenjum skólabarna ábótavant? Er hugsan- legt að þessir þættir hafi afgerandi áhrif á gengi barna í námi og geð- heilsu þeirra? — Ást og kynferðisfræðsla. — Geðheilsa skólabarna. ars fluttar með bílum eða skipum, allt eftir því hvor flutningsmátinn er hagkvæmari hverju sinni. Sér- staklega verður þess gætt að þessi þjónusta við landsbyggðina bitni ekki á samvinnuverslunum höfuð- borgarsvæðisins eða viðskiptavin- um þar. Gert er ráð fyrir að tekjur til að bera uppi kostnaðinn við þetta fáist með aukinni hagræðingu og vaxandi veltu sem lækkandi vöruverð í kjölfar þessa leiði af sér úti á landi. Á sínum tíma var þessi ákvörðun m.a. möguleg vegna þeirra skipulagsbreytinga, sem gerðar voru í Sambandinu á síðasta ári, og henni er ætlað að verða til þess að auðvelda kaupfélögunum úti á landi að keppa við höfuðborg- arsvæðið í verðlagningu. Með öðrum orðum felur þetta í sér að frá og með síðustu áramótum njóta neytendur úti á landi ná- kvæmlega sömu kjara að því er varðar verð á vörum frá matvöru- . deild Verslunardeildar og neytend- ur á suðvesturhorninu. Það sem af er hefur þessi nýjung einungis hlot- ið mjög jákvæðar undirtektir frá kaupfélögunum. (Fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga). Geimöld 4 mikill enn sem komið er. En þá eru það kapalstöðvarnar sem velja ofan í notandann í stað ríkisstjónvarps- ins og ætli þeim allra frjálslyndustu þætti ekki vegið að sér þar. Tækið sem þarf til móttökunnar er diskur — loftnet, sem enn sem komið er kostar nokkur hundruð þúsund krónur hingað kominn, en verðið á eftir að lækka og einnig geta nokkr- ir tekið sig saman um kaup á slíku loftneti. 1 Bandaríkjunum hefur notkun gervihnattasjónvarps þegar aukist með ódýrari loftnetum af þessu tagi. Fyrir nokkrum árum voru einungis nokkur þúsund loft- net í notkun þar í landi en nú er tal- ið að þau séu um ein milljón talsins. Birgir Guðjónsson hjá Hljómbæ sagði að þeir hefðu enn sem komið er fengið að stunda móttöku frá hnettinum óáreittir frá Pósti og Síma og vonaðist hann til að svo yrði enn um sinn, en eins og lesend- um Alþýðublaðsins mun kunnugt að þá ganga í gildi ný útvarpslög um næstu áramót, sem svifta Póst og síma þeirri einokunaraðstöðu sem verið hefur á rekstri útvarps og sjónvarpsstöðva. Heimssagan inn í stofu Það má því með sanni segja að geimöld sé gengin I garð að nokkru leyti hér sem og annars staðar. Eftir örfá ár geta þeir hörðustu í sjón- varpsglápinu bætt við það framboð sem þeir hafa þegar með íslenska ríkissjónvarpinu, vídeó-leigunum og kapalkerfunum og fengið til við- bótar val á allmörgum stöðvum um gervihnött með ýmsu efni, allt frá helstu íþróttaviðburðum í beinni útsendingu til amerískra skemmti- þátta og bíómynda — eða þá þeir fróðleiksfúsu geta veitt sér þann munað að horfa á fréttir lon og don frá hinum ýmsu stöðvum um allan heim, fylgst með viðburðum sem eru að gerast á líðandi stundu og e.t.v. skipta sköpum í heimssög- unni. En einn böggull fylgir þó skammrifi — flestar þessara stöðva eru bornar uppi af endalausu aug- lýsingaflóði, nema um áskrifar- stöðvar sé að ræða, þannig að land- inn verður jafnvel best að sér í gæð- um alþjóðlegra vörutegunda sem þegar þykja ansi mikið í sviðsljós- inu hér heima. Námsgagnastofn un:________ Mikið kynningar- starf framundan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.