Alþýðublaðið - 01.08.1985, Side 4
alþýðu-
■ jTFTTCM
Fimmtudagur 1. ágúst 1985
Alþýöublaðiö, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Simi: 81866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjórn: Friörik Þór Guómundsson (ábm.)
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd.
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38.
Prentun: Blaöaprent hf, Siðumúla 12.
Askriftarsíminn
er81866
GEIMÖLD
GENGIN
í GARÐ?
Gervihnattasjónvarp handan við næsta horn!
í allri umræðunni um frjálst útvarp
og sjónvarp hafa íslenskir áhuga-
menn um slíkt oft á tíðum litið
framhjá þeim möguleika sem býr í
móttöku sjónvarpsefnis um gervi-
hnött. Umræðan hefur snúist um
jarðbundnari svið — útvarpsstöðv-
ar og sjónvarpsstöðvar staðsettar á
jörðu niðri. En þeir möguleikar sem
felast í sjónvarpi og útvarpi um
gervihnött eru sífellt að aukast og
búast má við að eftir svo sem tvö til
þrjú ár þyki umræðan um jarð-
bundnar stöðvar ansi gamaldags.
ESC—1
Hljómbær hf. hefur um mánaðar
skeið tekið á móti sendingum til
reynslu frá hnetti sem nefnist
ESC-1. Þessi hnöttur er staðsettur
yfir miðbaug í 36.000 km. fjarlægð
frá jörðu. Ekki var vitað fyrirfram
um gæði móttökunnar, þar sem ís-
land er undir 12° horni í útsending-
argeisla hnattarins, en þau reyndust
betri en menn þorðu að vona, eða
allt að 90%. Hnöttur þessi er í eigu
Póst og símamálastofnunar Evrópu
og það eru stöðvar í Evrópu sem
senda efni sitt um hann.
Skonrokk 18 tíma á dag
Meðal þess efnis sem þeir Hljóm-
bæjarmenn geta nú horft á í sjón-
varpinu sínu er Music-box, sem að-
dáendur Skonrokks í íslenska sjón-
varpinu yrðu grænir og gulir yfir að
ná. — í Music-box er sent út 18 tíma
á sólarhring, frá 7 á morgnana til
eitt eftir miðnætti allt það nýjasta
úr poppheiminum breska. Þar fer
fram vinsældakosning og nýjustu
dægurlögin eru kynnt í myndum og
músík og öll útsendingin er í stereó.
Music box er rekið með auglýsing-
um eins og flestar þær stöðvar sem
senda út um hnöttinn. Þessi ný-
breytni hefur t.d. gert starfsmönn-
um Steina hf., sem eru með stærri
hljómplötuinnflytjendum hérlend-
is, kleift að fylgjast með vinsælda-
vali í Music-box meðan á útsend-
ingu stendur. Með því móti sjá þeir
strax hvaða myndir og hvaða lög fá
flest atkvæði og panta síðan plötur
til íslenskra poppáhugamanna eftir
því. Með þessu móti er einnig unnt
að fá vídeómyndir af bresku poppi
mun nýrri til lands til sýningar í ís-
lenska ríkissjónvarpinu en áður var
gerlegt. Því nú er hægt með einu
símtali, um gervihnött, að panta
mynd sem e.t.v. var sýnd í Music box
fyrir nokkrum klukkustundum, og
þykir Iíkleg til vinsælda hjá íslensk-
um áhorfendum. Síðan kemur
myndin með flugi til íslands, og er
komin í Skonrokk íslenska sjón-
varpsins hálfum mánuði fyrr en áð-
ur var mögulegt, þegar þurfti að
senda spólur til skoðunar milli
landa og panta síðan eftir þeim.
Aðför að móðurmálinu?
Hjá Hljómbæ er horft á fleiri
stöðvar en Music Box, þeir sjá hol-
lenska stöð sem sendir eingöngu út
amerískar bíómyndir, nú þeir sjá
einnig svissneskt áskriftarsjónvarp
en þar fer öll útsendingin fram á
þýsku. Frá Belgíu berst um loftnet-
ið stöð sem heitir Olympus TV og
sendir út íþróttaefni og fréttir bæði
á ensku og flæmsku. Frá Frakk-
Iandi berst síðan TV-5 og frá Ítalíu
kemur ítalska ríkissjónvarpið,
þannig að það þarf allgóða mála-
kunnáttu til þess að geta skilið það
framboð sem berst um hnöttinn á
hverjum sólarhring. Slíkt og þvílíkt
gæti jafnvel aukið málaþekkingu
landsmanna, þótt mörgum mál-
hreinsunarmanninum þyki e.t.v. um
of vegið að rótum móðurmálsins
með slíku framboði á erlendum
tungum.
Auglýsingar eða áskrift?
Allar eru ofangréindar stöðvar
reknar með auglýsingum og eru því
engin áskriftargjöld af þeim. Svo
eru hins vegar tvær stöðvar sem ber-
ast til Hljómbæjar um loftnetið,
sem eru truflaðar vegna þess að þar
er um að ræða áskriftarsjónvarp. í
áskriftarsjónvarpi þarf að greiða
ákveðið gjald fyrir móttökuna og
útsendingin er því trufluð þar til
notandinn hefur greitt gjaldið sitt.
Þá fær hann sent tæki sem „af-
truflar" sjónvarpsmerkið og kemur
því heilu á sjónvarpsskerminn
heima í stofu.
Um hnöttinn ESC-1 berst einnig
tele-text sjónvarp, en það er eins
konar upplýsingasjónvarp. Þar geta
notendur „flett upp“ þeim upplýs-
ingum sem þeir þurfa mest á að
halda hverju sinni, svo sem eins og
íþróttafréttum, veðurfréttum og
upplýsingum um samgöngumál í
Evrópu.
Mikill áhugi
íslenskir sjónvarpsgláparar hafa
sýnt máli þessu mikinn áhuga að
sögn Birgis Guðjónssonar hjá
Hljómbæ. Helst hafa fyrirspurnir
borist frá ýmsum kapalkerfum,
sem enn eru starfandi hér á landi
þrátt fyrir einokun Pósts og síma á
slíkri starfsemi. Með því fyrir-
komulagi að kapalkerfin keyptu
móttökubúnað ogseldu síðan not-
endum sínum aðgang að 2—3
stöðvum í gervihnettinum gegn
áskriftagjaldi er búið að lækka
móttökukostnaðinn, sem er talsvert
Framh. á bls. 3
MOLAR
Gæti eins verið api
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að á Kjarvalsstöðum
hangir nú úrval af íslenskum lista-
mönnum. Á veggjunum hanga
ekki afurðir listamannanna held-
ur eru það listamennirnir sjálfir í
svart hvítu. Það er útflutningsfyr-
irtæki í ullariðnaðinum sem
stendur að þessari sýningu í sam-
vinnu við eina af bókaútgáfunum
í höfuðborginni. Það vekur at-
hygli manna að engin hannyrða-
kona kemst í hópinn. Stingur slíkt
óneitanlega í stúf þar sem sýning-
unni er ætlað að örva viðskipti
með ullarvörur í útlandinu. ís-
lenskar hannyrðakonur virðast
samt ekki nógu góðir fulltrúar
fyrir ullina og var því leitað til
menningarvitanna. Þótt þarna
eigi að hanga meistaraflokkur
menningarinnar á íslandi verður
glöggur sýningargestur þó fljótt
var við að ýmis andlit eru fjarver-
andi. Nægir þar að nefna Véstein
Lúðvíksson, Steinar Sigurjóns-
son, Friðrik Þór Friðriksson,
Megas og allan rokkheiminn og
svona mætti lengi telja upp. Skýr-
ingin á því er sú að ekki gátu allir
verið með og sumir voru erlendis
og aðrir vildu ekki vera með. Eft-
irfarandi samtal hleruðu Molar í
strætó um daginn. Það.voru einn
af okkar ungu og upprennandi
bókmenntafræðingúm og gamall
og gróinn rithöfundur, sem hefði
átt að fá að hanga við hliðina á
hinum skáldunum, sem áttu orða-
stað saman.
Bókmenntafræðingurinn:
Hvað kemur til að þú hangir ekki
uppi á Kjarvalsstöðum?
Rithöfundurinn: Ég þurfti að
bregða mér bæjarleið í strætó.
Bmfr.: Nei, í alvöru talað,
hversvegna ertu ekki í úrvalinu?
Rith.: Sannast sagna ætluðu
þeir að hafa mig með. Það komu
skyndilega tveir menn heim til
mín og fóru með mig út í bíl. Síð-
an var brunað af stað upp Ártúns-
brekkuna og ekki stoppað fyrr en
uppi í Kollafirði. Þar var ég drif-
inn út og mér sagt að stilla mér
upp fyrir myndatöku. Þá sagði ég
nei. Nú þótti mér nóg komið. Sök
sér með bíltúrinn en að láta
mynda mig í helvítis rokinu uppi í
Kollafirði. Það kom ekki til
greina. Og þeir urðu að láta sér
það lynda. Annars hefðu þeir al-
veg eins getað haft apa með sér.
•
Hassmoli. Nei LSD-moli
Það kom fram í fréttum af fíkni-
efnamálinu, sem uppvíst varð í
fyrradag, að LSD-inu hafði verið
smyglað í pósti. Bréfið var stílað á
ákveðið nafn í fjölbýlishúsi í
Breiðholti og var viðtakandi ekki
skráður í húsinu. Sá mun vera sið-
ur bréfbera þegar slíkt kemur upp
að leggja bréfið ofan á póstkass-
ann í þeirri von að viðtakandi reki
augun í það. Þarna lá LSD-bréfið
svo í nokkra daga og hefði hver
sem er getað laumað því í vasann
og farið svo í bullandi tripp í
nokkur ár ef hann hefði viljað. Er
það hald manna að fréttaflutn-
ingur af þessu máli verði til þess
að bréf, sem skilin eru eftir svona
héðanífrá muni hverfa samdæg-
urs.
•
Hænsnakofinn
Hagmæltur góðkunningi Mola
sendi okkur eftirfarandi vísukorn
vegna þeirrar erju sem gerjar nú í
Bandalagi jafnaðarmanna:
Hátt þau ætla að hefja storð,
Hænsni svipað gala.
Kroppa bygg við kámugt borð,
Kristófer og Vala.
Kvóti óskast
Ný vörutegund er nú að hasla sér
völl á auglýsingamarkaðinum, er
þó varla hægt að tala um vöru, því
hér er um að ræða plagg frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu sem á er
færð ákveðin stærðargráða, sem
kallast kvóti. Ekki ætlum við á
Molum að taka að okkur að út-
skýra hugtakið, enda hefur um
fátt verið meira skrifað og skrafað
síðan sjávarútvegsráðherra tók
upp þetta fyrirkomulag. Það var
vitað að þessi kvóti hefur gengið
kaupum og sölum og munu
strangar reglur vera fyrir því
hvernig slík kaup ganga fyrir sig.
Þar sem eftirspurnin í kvótann er
mikil hafa fengsælir útgerðar-
menn nú brugðið á það ráð að
auglýsa eftir kvóta til sölu. Með-
fylgjandi auglýsing var í Moggan-
um í gær. Bíðum við nú bara eftir
því að þær síður sem ekki eru
lagðar undir fasteignaauglýsingar
í Mogganum verði undirlagðar
undir kvótaauglýsingar. Allt verð-
ur sjálfstæðismönnum að aur.
Kvóti óskast
Þeir sem eiga kvóta á lausu og vilja
selja hafi samband í síma
hvenær sem er. Heimasími