Alþýðublaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 3. ágúst 1985 RAFBUÐ SAMBANDSINS Eina bröndótta við þá stuttu Litið inn í Rafbúð Sambandsins í Ármúla 3, rœtt við verslunarstjórann Þorkel Ingimarsson, vitsmunirnir brýndir í hraðskák við skáktölvu og síðan huggaðir með hátíðarkaffi í tilefni af frídegi verslunarmanna HREYFILL 68-55-22 Hringferðir eða skot-ferðir. — Allt eftir þínum óskum. VISSIR ÞÚ að leigubíll (4 farþegar) kostar aðeins 13 kr. á km ef þú fœrir í ferð sem tœki fleiri en einn dag, kostar bttlinn aðeins 4.178,- kr., innifalið 200 km á dag. 7 farþega bttar eru aðeins 20% dýrari þ.e. 16 krónur kttómeterinn ef farþegar eru 5 eða fleiri. Gerðu nú samanburð á okkar verði, btta-leigubtta og áœtlunarbtta. Höfum nú langflesta 7 farþega bílana og svo að sjálfsögðu fjögurra farþega líka, Munið að hjá okkur er mesti möguleiki til að fá btt á öllum tímum sólar- hrings. Fljót og góð þjónusta. Stœði um allan bœ. HREVFILL 68-55-22 Þorkell Ingimarsson, verslunar- stjóri. ið sem hefur þá furðulegu náttúru að geta jafnað tímanum, þannig að tölvan notar um það bil jafn mikinn tíma og andstæðingur hennar. Sé hann fljótur svarar hún að bragði, en dregur í tímann hugsi andstæð- ingurinn sig um. Eins ber þó að gæta í þessu sambandi og það er að hún hefur dreift ónotuðum tíma. Ef andstæðingurinn notar segjum 5 mínútur á einn leik, hugsar hún sig ekki endilega um í 5 mínútur um næsta leik, heldur svarar jafnvel strax og á þá tima inni. Af þeirri reynslu sem ég hef haft af skáktölvum, og vel að merkja hef ég ekki reynt þær allar, er 2001 tví- mælalaust sú sterkasta og óvenju- góð í endatafli. Þá ber að hafa það i huga að öll notkun 2001 er afar einföld, svo vandi er að ruglast i málinu og það sem er einna mikil- vægast er að prógramið sem er í svonefndum kubbi, verður einfalt að endurnýja eftir því sem full- komnari kubbar koma á markað- inn. Það er nánast eitt handtak. Að mínu mat er hér um að ræða besta kostinn í skáktölvum í dag og verðið skemmir ekki fyrir. Góða skemmtun." Eftir þennan fyrirlestur þáðum við enn hátíðarmolakaffi hjá Þor- katli og reyndum síðan allt hvað af tók að máta þá stuttu í hraðskák. Það tókst þó ekki betur en svo, að okkur var skapi næst að taka hana undir arminn, eitthvað afsíðis í Ár- múlann. Riddaramennskan varð þó kappinu yfirsterkari, svo við drukk- um bara meira kaffi, hirtum gíró- seðlana okkar, óskuðum verslunar- fólkinu til hamingju með daginn, og fórum að skrifa blaðið. (flauknecht Einn af nágrönnum okkar hér við Ármúlann er Rafbúð Sam- bandsins í Samvinnutryggingahús- inu, Ármúla 3. Á leið með gíróseðl- ana i bankann sér maður stundum hóp af fólki í Rafbúðinni djúpt nið- ursokkið í einhver greinilega meiri háttar andans átök. Þetta eru skák- kappar framtíðarinnar og nútíðar- innar að spreyta sig að máta skák- tövlu eina þrælmagnaða, Chess 2001, og virðist meðalmönnum ekkert auðvelt að koma hælkrók á þá stuttu. Annars getur legið vel á henni og gefur hún þá færi á sér enda setur hún upp 12 mismunandi svipbrigði eftir því hvernig henni líst á andstæðinginn. Eftir eina bröndótta á „barna- stiginu“ lá það vel á okkur að við tókum verslunarstjóra Rafbúðar- innar, Þorkel Ingimarsson tali og spurðum hann í tilefni af hátíðis- degi verslunarmanna, hvað væri nú efst á baugi á „stassjóninni". Þorkell benti á einn lítinn grip, handhægan og yfirlætislausan, opnaði litla hurð og þá reyndist þetta vera allt í einu: ísskápur, elda- vél, vaskur og svo ágætis geymslu- skápur. Það sem meira er, undrið Úr hinni vistlegu Rafbúð Sambandsins í Ármúla 3. kostar ekki yfir tuttugu þúsund krónur og alveg eistaklega þægilegt í sumarbústaðinn, hesthúsið eða hvar sem er. Þorkell benti okkur á hin þekktu Bauknecht-heimilistæki, en þau eru vestur-þýsk gæðavara. ísskáp- ar, frystikistur, eldavélar, örbylgju- ofnar, þvotta- og uppþvottavélar ásamt þurrkurum seldust grimmt núna, enda væri góð fjárfesting í þessum tækjum. Hægt væri einnig að fá ramma til þess að festa framan á tækin svo þau pössuðu alveg við eldhúsinnréttingarnar. Við snerum okkur nú aftur að skáktölvunni enda var nú mættur landsfrægur skáksnillingur, Jó- hann Þórir Jónsson og við spurðum hann, hvað hann gæti frætt okkur Draumur sumarbústaðs- og hesthúseigandans. Eldavél, vaskur, ísskápur og venjulegur geymsluskápur, — allt í einum hlut. um þá stuttu, annað en það að geta mátað okkur á leið í bankann. Jó- hann sagði: „Skáktölvan 2001 er mikil fram- för frá þeim tölvum, sem á mark- aðnum hafa verið að undanförnu. Varðar mestu hversu fljót hún er að leika, varla hægt að segja að maður þurfi að bíða eftir svari. Seljendur skáktölva hafa yfirleitt reynt að miða skákstyrk tölvanna við Elo-stigin, en erfitt hefur reynst að fá þær til að standa undir stigun- um hvað skákstyrk snertir. „2001“ er gefin upp með 2100 skákstig og mín reynsla er sú eftir ótal skákir yfir eina helgi að hún standi fyllilega undir stigunum. Eins og fram kemur í auglýsingunni frá Rafbúð Sambandsins hefur þessi tölva upp á margt að bjóða. Skemmtilegast er 10. styrkleikastig-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.