Alþýðublaðið - 03.08.1985, Side 24
24
Laugardagur 3. ágúst 1985
Gæði —
Gjörvileiki
— Glæsileiki
Allt fer þetta saman þegar þú klæðist
vinsælasta herrafatnaöi í Evrópu.
Melka
Er gœludýra-
þjónustan
lausn á
vandamálum
þjóðarinnar?
vera sérstök verslun meö föt í nýj-
ustu vetrar- og sumartískunni fyrir
blessaðan köttinn, þá verður hægt
að stéttgreina eigandann eftir því
hvort kötturinn er nægilega
Framhald á bls. 20.
Himnaríkis-
kötturinn
Á tímum þjóðarþrengingar, lé-
legs kaupmáttar, launalækkunar
og annarra þeirra hörmunga sem
yfir landslýð hafa dunið undanfar-
in misseri, ber nú glætu fyrir augu
landsmanna, nokkurs konar ljós í
myrkri hins ömurlega hversdags.
Það er að rísa kattahótel á Ár-
túnshöfðanum! Herleg höll sem
hýst getur 200 ketti á 600 fermetrum
þegar húsið er fullbúið. Mikil er dá-
semdin og gott til þess að vita að vel
hugsandi fólk taki það upp hjá sér
að bjóða köttum landsins upp á
sómasamlega gistiaðstöðu þegar
húsbændurnir eru fjarri tíma og
tíma.
Hver borgar brúsann?
Er slíkur aðbúnaður einungis
gæludýrum ætlaður eða má nú í
kjölfar þess búast við því, að sér-
stakt barnahótel rísi innan skamms,
þar sem góðhjartað fólk tekur að
sér gæslu unganna meðan pabbi og
mamma skreppa í frí? Eða skal
mannfólkið enn sem fyrr koma af-
kvæmum sínum fyrir hjá ættingj-
um og vinum eða bara hafa börnin
með í fríið, hér eftir sem hingað til?
En fleiri spurningar vakna í þessu
sambandi. Hvernig er með fjár-
mögnun á slíku húsnæði? Fær við-
komandi aðili lánveitingar frá ríki
eða bæ til þess að koma upp höll
fyrir blessaða kettina? Ef svo er
gæti einhverjum ótótans kattar-
óvininum dottið í hug að neita að
borga í sameiginlega sjóði Iands-
manna,sem veita lán til bygginga-
framkvæmda.á þeirri forsendu að
ýmsar barnmargar fjölskyldur geti
ekki búið börnum sínum óskaað-
stöðu vegna fjárskorts og þrengsla.
Gælusteinninn
Framtakssemi þessi minnir á
bylgju eða æði sem gekk í Banda-
ríkjunum fyrir um það bil áratug.
Þá voru einnig byggð hótel fyrir
ákveðna ómennska fjölskyldumeð-
limi, nefnilega gælusteina eða „pet-
rocks“. Fólk dró þetta fyrirbæri
með sér í bandi hvert sem það fór.
Skildi ekki við sig dags daglega
frekar en reykvískir gæludýraeig-
endur skilja hunda sína og ketti eft-
ir eina í kotinu. Gælusteinninn var
klæddur í dýrindis fatnað, honum
voru veittar ýmsar kræsingar sem
að sjálfsögðu voru framleiddar sér-
staklega til slíkra nota og svo ef eig-
andinn þurfti að bregða sér í frí og
gat engan veginn haft fyrirbærið
með sér, þá var veslings, einmana
krílinu komið fyrir á sérstöku
„gælusteinahóteli".
Hunda- og kattalíf
Heyrst hefur að nú sé unnt að
halda herleg afmælisboð þar vestra
á sérstökum hundaveitingastöðum,
og er þangað boðið vinum og kunn-
ingjum af ýmsu hundakyni, snædd-
ar eru gómsætar afmælismáltíðir i
umhverfi sem vissulega hlýtur að
auka á hundsandann og síðan er út-
býtt gjöfum og allir halda hund-
ánægðir heim.
Næsta skrefið í kattamálunum á
eftir hótelbyggingunni hlýtur að
Vértumeðí
sumarleik Olís
Er bílnúmer þitt eitt af þeim 10 sem dregin veröa út í hverri viku í allt sumar?
Ef svo er, tekurðu þátt í sumarkönnun OL(S og ert 10 þúsund krónum ríkari.
Komdu viö á næstu OLÍS stöö og athugaöu málið.
Einfaldur leikur, krefst einskis, bara aö fylgjast meö.
Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku.
-gengur lengra.