Alþýðublaðið - 08.08.1985, Page 2
2
Fimmtudagur 8. ágúst 1985
'RITSTJORNARGREIN'
Bezta kjarabótin
I ályktun þingflokks Alþýöuflokksins um
skattamál í tilefni af álagningu þessa árs segir,
aö uppstokkun áskattakerfinu skv. tillögum Al-
þýðuflokksins, væri aö mati þingflokksins
„þezta kjarabót launþega", við rfkjandi aðstæð-
ur.
Þingflokkurinn minnir á að álagningin 1985
staðfestir enn einu sinni að gildandi skatta
kerfi er ónýtt vegna skattundandráttar forrétt-
indahópa í stórum stíl, og mismununar skatt-
greiöenda sem af þvl leiðir
Dagblöðin hafa að undanförnu tíundað ótal
dæmi um, að tekjuskatturinn er sérskattur á
launþega. Þeireru ótrúlegamargirí okkarþjóð-
félagi, sem samkvæmt lífsstíl sinum og um-
svifum hljóta að teljast til efnamanna, en f lokk-
ast sem þurfalingar eöa öreigar í skattskránni.
Þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur
hafa til þess ærna útvegi að sleppa létt frá
tekjuskatti. í mörgum tilvikum virðast menn
hafasjáldæmi um, hvaða laun eru gefin upp til'
skatts. Útgjöld vegna einkaneyzlu, svo sem
rekstur bifreiða, ferðalög og risna, eru talin til
gjalda I rekstri. Laun eru framtalin í formi frlð-
indaeðahlunninda, sem flokkast sem rekstrar-
útgjöld, og létta skattbyrði. Framkvæmd á
heimildarákvæöum skattyfirvalda til þess að
áætla á atvinnurekendur tekjur, ekki lægri en
meðaltekjur launþega I viðkomandi grein, er
greinilega ( molum.
Af umfjöllun fjölmiðla um álagninguna 1985
má ráða, að alit situr við það sama um hið hrip-
leka tekjuskattskerfi. Ungu hjónin, sem eru að
byggja, vinna bæði úti langan vinnudag, vinna
aukastörf og yfirtíð, lenda í háum skatti, ef allt
er gefiö upp. Á sama tfma má t(unda ótal dæmi
um hátekjumenn með vinnukonuskatta. í þeim
hópi er að finna virðulega lögfræðinga og end-
urskoðendur, tannlækna og verkfræðinga,
verktaka við framkvæmdir og þjónustu, iðnað-
armenn og veitingamenn o.s.frv.
Það er illt til þess að vita, að konurnar í frysti-
húsunum, i verksmiðjunum, í verzluninni, opin-
berir starfsmenn og annað láglaunafólk skuli
árum og áratugum saman dæmt til þess að
halda uppi opinberri þjónustu og samneyzlu
fyriraöra, sem hennar njótaog eru beturefnum,
búnir, en smokra sér undan skyldum slnum.
Ríkisstjórn, sem kann engin ráð til aö breyta
þessu óþolandi ástandi, er ekki á vetur setj-
andi.
Hvernig vilja jafnaðarmenn breyta þessu
ástandi?
☆ í fyrsta lagi viljum við afnema tekjuskatt á
laun allt að 50 þús kr. á mánuði.
☆ í annan stað viljum við mæta tekjutapi ríkis-
sjóðs, með því að færa meginþunga skattbyrð-
arinnar yfir á eyðsluna. En núverandi sölu-
skattskerfi er jafn hriplekt og tekjuskatturinn.
Virðisaukaskattur útheimtir meiri skriffinnsku
en svo, að hann henti svo fámennri þjóð.
☆ Þess vegna viljum við, í þriðja lagi, taka upp
undanþágulausan söluskatt, þannig að undan-
drætti verði ekki við komið. — Núv. söluskattur
erorðinn alltof hár. Fyrir liggur, staðfest af sér-
fræðingum fjármáiaráðuneytisins, að með
undanþágulausum eyðsluskatti mætti ná
sömu tekjum i ríkissjóð og af núv. söluskatti,
þótt skattprósentan yrði lækkuð um helming.
☆ í fjórða lagi vilja jafnaöarmenn taka stig-
hækkandi eignarskattsauka á skattsvikinn
verðbólgugróða stórfyrirtækja og stóreigna-
manna. Þessi skattur mundi trúlega ná til um
10—12% framteljenda, þeirra sem eiga veru-
legar skuldlausar eignir og hafa að hluta til
þegið að gjöf frá þjóðfélaginu frá fyrri tíð, í
skjóli óöaverðbólgu, neikvæðra vaxta og hins
hripieka skattakerfis.
Það er staðreynd, að þingflokkur Alþýðu-
flokksins hefur verið einn um þaö á Alþingi að
skera upp herör gegn skattsvikunum og koma
með tiliögur um nýtt og réttlátara skattakerfi.
Núverandi ástand er óþolandi. En því verður
aldrei breytt nema Alþýðuflokkurinn fái stór-
aukinn þingstyrk til þess að gera skattatillögur
sínar að lögum.
Það er hverju orði sannara, sem segir í álykt-
un þingflokksins, að uppstokkun á skattakerf-
inu í þessaátt væri bezta kjarabótin sem völ er
á fyrir íslenzka launþega. — J.B.
55 vinningar hjá
Hjartavernd í ár
Árlegt happdrætti hefur um
langt skeið verið einn af styrkustu
tekjustofnum Hjartaverndar. Að-
eins eitt happdrætti á ári er á vegum
samtakanna og dregið í því að
haustinu, í þetta sinn 11. október.
Aðalverkefni Hjartaverndar er
tvenns konar: fræðslustarfsemi og
rekstur rannsóknarstöðvar. Sam-
tökin efna árlega til fræðslufunda
Kvikmyndir 1
veitingahús. Á listanum er að finna
setjaravélar, prentvélar, repromak-
er, pappírsskurðavélar og fleira frá
Alþýðuprentsmiðjunni, Blað-
prenti, Gylmi, Offsettmyndum,
Prentmyndastofunni, prentsmiðju
Árna Valdimarssonar, Prentverki,
Samútgáfunni og Steinholti hf.
Meðal veitingastaða sem eiga á
hættu að missa tæki og húsgögn
undir hamarinn eru Askur, Hress-
ingarskálinn, Naustið, Skrínan,
Sælkerinn og Torfan. Meðal ann-
arra sem á listanum eru má nefna
Eignanaust, G.T. húsgögn, Kjöt-
miðstöðina, S.G. hljómplötur,
Vöruleiðir og byggingavöruverslun-
ina Völund.
Lausafé á listanum er af öllum
tegundum og má meðal annars upp
telja eftirfarandi: 20 flekar af kerf-
ismótum, lyftarar, gámar, ljósrit-
unarvélar, kantlímingarvél, flyglar,
innréttingar, tölvur, nuddpottur,
hljómplötusafn, rafeindasveiflusjá
og kælikerfi.
þar sem þekktir sérfræðingar fjalla
um hjarta- og æðasjúkdóma, þró-
un þeirra og varnir gegn þeim.
Skýrslur, bæklingar og tímarit
koma út á vegum samtakanna til að
fræða almenning um helstu
áhættuþætti þessara mannskæð-
ustu sjúkdóma hér á landi og hvaða
fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst
að gagni.
Hjartaverndar hefur rekið rann-
sóknarstöðí 18 ár. Rannsóknarstöð
Hjartaverndar var stofnuð og hefur
verið starfrækt í því augnamiði að
freista þess að finna haldbær ein-
kenni og orsakir hjarta- og æða-
sjúkdóma svo unnt sé af öryggi að
snúast þeim til varnar. Árangur af
rannsóknum Rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar er sífellt að koma í
ljós eins og lesa má í skýrslum og
greinum. Kemur þetta að gagni fyr-
ir heilbrigðisþjónustuna í landinu í
bráð og lengd. Forvarnir eru hald-
kvæmasta heilsugæslan eins og
Hjartavernd hefur bent á frá upp-
hafi.
Happdrættið hefur árlega lagt
drjúgan skerf til Rannsóknarstöðv-
ar Hjartaverndar. í þetta sinn eru
vinningar óvenju margir og glæsi-
legir, alls 55 talsins að verðmæti kr.
4 milljónir. Hæsti vinningur er 1
milljón krónur til íbúðarkaupa og
annar vinningur Mitsubishi Galant
bifreið að verðmæti kr. 600.000r
Margir aðrir vinningar eru hinir
álitlegustu.
Happdrætti Hjartaverndar hefur
jafnan átt góða hauka í horni sem
keypt hafa miða og hvatt aðra til að
gera það. Þannig hefur almenning-
ur lagt hönd á plóginn. Átaks er
þörf til að sporna við einum mesta
vágesti í íslensku þjóðlífi, krans-
æðastíflu og öðrum æðasjúkdóm-
um. Það er hlutverk Hjartaverndar.
Heitið er á almenning að styðja
gott málefni og freista gæfunnar
um Ieið.
íminningu 1
veldanna sjálfra, heldur verður
líka að gæta að því að sú kunnátta
og sú tækni sem þarf til að búa til
kjarnorkusprengju er orðin svo
útbreidd að það fer nánast að
verða spurning um hvenær en
ekki hvort einhver hryðjuverka-
samtök eða smáríki komi sér upp
kjarnorkusprengju og beiti henni.
Ef takast á að útiloka þennan
möguleika, verður að efla frið alls
staðar í heiminum. Það verður að
koma í veg fyrir að stórveldi haldi
áfram að kynda undir ófriðarbál
í ýmsum heimshlutum.
Þeir menn sem ráða fyrir þjóð-
um heims, ættu að sjálfsögðu að
hafa þetta hlutverk á hendi, en
fram til þessa verður ekki sagt að
þeir hafi rækt það tiltakanlega
vel.
Æ fleira fólk hefur á undan-
förnum árum fundið hjá sér þörf-
ina fyrir frumkvæði almennings í
friðarmálum og þetta fólk hefur
myndað með sér friðarsamtök út
um allan heim.
í fjöldamörgum löndum gang-
ast þessi samtök fyrir aðgerðum
til að krefjast friðar fyrir alla íbúa
jarðarinnar og minnast þess fólks
sem lét lífið fyrir fjörutíu árum
þegar einn maður tók sér þá
ábyrgð að drepa á einu bretti íbúa
tveggja borga í Japan.
Þann dag breyttist þessi jörð úr
dálítið flekkaðri paradís í fordyri
vítis. JD
Lokun Bústaðavegar
Bústaðavegi verður lokað um óákveðinn tíma á
kaflanum milli Suðurhlíðarog Kringlumýrarbraut-
ar vegna byggingar undirgangs undir veginn á
móts við Beykihlíð.
Gatnamálastjóri.
í Bandaríkj unum
Islenski fiskurinn er auglýstur
grimmt í Bandaríkjunum. Þessa
mynd er m.a. að finna í auglýsingu
Iceland Seafood Corporation.
Sölufyrirtækið Iceland Seafood
Corporation í Bandaríkjunum birti
fjögurra síðna auglýsingu nú í júlí í
tímaritinu „Nation’s Restaurant
News“. Þetta er útbreiddasta sérrit
um málefni veitingahúsa þar í
Iandi, og upplag er 73.000.
í þessari auglýsingu er lögð á það
áhersla að kynna frysta fiskinn frá
íslandi sem sérstaka gæðavöru.
Undirstrikuð er hollusta hans í Ijósi
nýjustu rannsókna á næringarinni-
haldi hans. Líka er bent á athuganir
sem sýni að Bandaríkjamenn í efri
aldursflokkunum — þeir sem sæki
mest veitingahús — sækist eftir
fiskréttum vegna hins lága inni-
halds þeirra af hitaeiningum.
Þá er einnig lögð áhersla á að ís-
lenski fiskurinn komi úr hreinum
og ómenguðum sjó umhverfis ís-
land. Einnig er greint rækilega frá
því að öll meðferð fisksins miði að
því að varðveita hin miklu gæði
hans, jafnt um borð í fiskiskipun-
um sem í vinnslustöðvunum í landi.
Skipulagsfræðingar
hafa stofnað félag
Hinn 20. júní sl. var haldinn
stofnfundur Félags skipulagsfræð-
inga. Formaður félagsins var kjör-
inn Sigurður Guðmundsson, en
aðrir í stjórn eru Birgir H. Sigurðs-
son, Bjarki Jóhannesson og Stefán
Thors. Markmið félagsins er að
stuðla að faglegum vinnubrögðum
á sviði byggðarskipulags og vinna
að framgangi skipulagsfraéðinnar
sem sjálfstæðrar fræðigreinar hér-
lendis. Lögð er áhersla á þætti svo
sem hagrænar, félagslegar, tækni-
Iegar og umhverfislegar forsendur
skipulags, hagsmuni í skipulagi,
stjórnkerfi, áhrifavalda og ákvarð-
anatöku í skipulagi, skipulagsrann-
sóknir og mat á skipulagi. Skipu-
lagsgerð krefst samvinnu aðila með
margs konar sérhæfingu, en skipu-
lagsfræðin er þar eins konar sam-
nefndari og er hún kennd sem sjálf-
stæð námsgrein víða erlendis.