Alþýðublaðið - 10.06.1989, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1989, Síða 4
4 Laugardagur 10. júní 1989 FRÉTTASKÝRING Stjórnmálaflokkarnir og fólkið: ALURTAPA NEMA FLOKKUR ÓÁKVEÐINNA Nidurstöður enn einnar skoð- anakönnunarinnar hafa litið dagsins Ijós, að þessu sinni hjá Dagblaðinu Vísi. Vaninn er að einblína á þá sem (aka ákveðna afstöðu og þannig séð blasir við áframhaldandi sókn Sjálfstæðis- flokksins. Sá flokkur fær sam- kvæmt könnuninni 47,7% fylgi og hefur vart séð slíkar tölur frá því hann mældist með 48-52% fylgi i fimm könnunum DV og Hagvangs frá hausti 1983 til sum- ars 1984. Víst er að Sjálfstæðis- flokkurinn nærist vel á óvin- sældum ríkisstjórnarinnar á sinu 60. afmælisári. Meðal þeirra sem taka afstöðu fá aðrir flokkar sem hér segir: Al- þýðuflokkurinn 8,1%. Framsókn- arflokkurinn 18,8%. Alþýðu- bandalagið 7,8%. Kvennalistinn 13,3%. Borgaraflokkurinn 1%. Flokkur mannsins 1%. Stefán Valgeirsson 0,6%. Þjóðarflokk- urinn 1,3% og Græningjarnir 0,3%. Samanborið við könnun DV i mars er það helst Sjálfstæð- isflokkurinn sem er í sókn, eftir góða afmælisauglýsingu, en Al- þýðubandalagið í vörn, eftir slæma klofningsauglýsingu. Allir eru að tapa fylgi_______ nema óákweðnir Hins vegar er málið ekki svona einfalt. í raun er það flokkur óá- kveðinna og hundóánægðra sem er sigurvegarinn í þessari könnun DV. Flokkur óákveðinna fær nefnilega 45,2% í könnuninni og flokkur þeirra sem neita að svara fær 3,5%, þessir „flokkar" sam- tals nær helming „atkvæða". Þessir hópar hafa bætt við sig samtals nær 5 prósentustigum frá því i mars og alls nær 13 prósent- ustigum frá því í september, um það leyti sem ríkisstjórnin núver- andi var að komast á laggirnar. Ef litið er á allt úrtakið í könn- un DV kemur um leið í ljós að nær allir flokkar hafa tapað fylgi frá því í mars. Líka Sjálfstæðisflokk- urinn, sem fékk 25,8% heildar- innar í mars, en 24,5% nú. Með öðrum orðum er fylgistap hjá Sjálfstæðisflokknum, en mikil fjölgun óákveðinna leiðir til betri útkomu en síðast meðal þeirra sem afstöðu taka. Þegar einblínt er á þá sem taka afstöðu er einfaldlega verið að gefa sér þá forsendu að hinir myndu kjósa eins. Þetta er í sjálfu sér eðlileg forsenda, en getur hæg- lega verið mjög röng. Það hefur t.d. ítrekað komið fram hversu vinstri flokkar eiga meiri von í hinum óákveðnu en hægri fiokkar. EflitiðerákannanirDV frá því í september og svo nú í júní og all- ur hópurinn tekinn með, virðist eftirfarandi hafa gerst: Hær helmingur kjósenda eru óákveðnir_________________ Óákveðnum og þeim sem ekki svara hefur fjölgað úr 36% í 48,7%. Með öðrum orðum hefur Ríkisstjórnin að glata tiltrú fólks. Fólkið leitar að stöðugleika. Sumir finna hann hjá Sjálfstæðis- fiokknum. Fleiri finna hann hvergi. Um helmingur kjósenda virðist óákveðinn i því hverjir eigi að fylla sæti Alþingis. þessi hópur stækkað um 35,3% eða rúman þriðjung. Alþýðuflokkurinn hefur dottið úr 6,7% i 4,2% og hefur því glatað 37,3% af sínu fylgi frá því strax eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn hefur dottið úr 14% í 9,7% og hefur því glatað 30,7% af fylgi sínu frá sama tíma. Alþýðubandalagið mældist með 6,8% fylgi eftir að stjórnin var mynduð, en mælist nú með 4% og hefur því tapað 41,2% af fylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 17,2% fylgi eftir að stjórnin hafði verið mynduð en 24,5% nú og hefur því aukið fylgi sitt um 42,4%. Kvennalistinn mældist með 16,3% fylgi eftir ríkisstjórnar- myndunina en með aðeins 6,8% nú og hafa konurnar því glatað 58,3% af þessu fylgi sinu. Kon- urnar mældust mest hjá DV með 19,2% fylgi í mars 1988 og er 64,6% af því fylgi nú horfið. Borgaraflokkurinn mældist með 1,8% fylgi í september en 0,5% fylgi nú og hefur htinn því glatað yfir 72% af sínu fylgi — en glatað nær 90% af fylgi sínu frá því í september 1987. Flokksbrot- ið Frjálslyndir hægrimenn mæld- ust ekki með fylgi hjá DV a 't þessu sinni. Aðrir flokkar mældus með 1,3% fylgi samtals í september en 1,7% nú. Ríkisstjórnin kastar frá sér stuðningi Samhliða þessu blasir við að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar er að missa nær allt fylgi sitt, fékk í könnun DV stuðning hjá aðeins tæpum fjórðungi að- spurðra. Af heildinni reyndust 18,7% fylgjandi ríkisstjórninni, 60,5% voru á móti henni, en 20,9% voru óákveðnir eða neit- uðu að svara, sem er meira en helmingi fámennari hópur en í af- stöðunni til einstakra flokka. Það sem virðist því hafa gerst er að æ fleiri hafna ríkisstjórninni, en eru um leið ekki reiðubúnir að kasta sér á hvaða flokk sem er. 12,7% heildarinnar sem valdi áð- ur einhvern flokkanna hafa nú Iýst sig óákveðna. 7,3% hafa ákveðið að veðja á Sjálfstæðis- flokkinn. Samanlagt fylgi stjórn- arflokkanna, hinna þriggja stóru, hefur minnkað úr 27,5% í 17,9%. En samanlagt fylgi stjórnarand- stöðunnar og litlu flokkanna hef- ur líka minnkað, því þrátt fyrir sókn Sjálfstæðisflokksins blasir við hraðminnkandi fylgi Kvenna- Iistans. í byrjun maí birti Morgunblað- ið niðurstöður síðustu könnunar ' Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka. Óhætt er að fullyrða að kannanir FS séu mun traustari en kannanir DV, þótt kannanir DV gefi ágæta vísbendingu um stöð- una. En FS er með stærra úrtak og framkvæmir sínar kannanir á lengri tíma og af meiri eftirfylgj- an. Til að mynda tekst FS að lokka fram afstöðu hjá fleirum en í hálfgerðri skyndikönnununt DV og Skáís. Sem fyrr segir mældust 48,7% hjá DV annað hvort óá- kveðnir eða að þeir neituðu að svara og þetta hlutfall var 47,3% síðast hjá Skáís. í siðustu könnun FS, sem gerð var í apríllok og maí- byrjun, reyndist hins vegar heild- arhlutfall þeirra sem óákveðnir voru, ætluðu ekki að kjósa eða að skila auðu og þeirra sem neituðu að svara alls 28,2%, sem eru tals- vert betri „skil“ en hjá hinum. Flokkshollustu fólks eru takmörk sett Þegar niðurstöður FS eru born- ar saman við meðaltalið í niður- stöðum síðustu kannana DV og Skáís kemur fram veik vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi „aðeins“ um þriðjung af fylgi þeirra sem ekki taka ákveðna af- stöðu, Alþýðuflokkurinn allt að 16%, Framsóknarflokkurinn allt að21%, Kvennalistialltað 11% og Alþýðubandalag allt að 9%. Þetta er vísbending sem lesa má út úr því er FS fylgir betur eftir spurningum sínum. Niðurstöður allra þessara kannana benda til minnkandi fylgis stjórnarflokkanna, því verður ekki á móti mælt. Það er hins vegar varla réttlætanlegt að tala um áfellisdóm yfir flokkana sjálfa, þótt ríkisstjórnin hafi vissulega fengið afar neikvæða dóma meðal almennings. Hinu má ekki gleyma að niðurstaðan nú er vafalaust allt önnur en sú sem fengist ef kjósendur gengu að kjörborðinu á næstu vikum. Fylgi flokka sveiflast enda mjög eftir atvikum og aðstæðum. Benda má á fylgisævintýri Al- þýðuflokksins um í 20-25% fyrri hluta árs 1985. Benda má á svipað ævintýri Kvennalistans stóran hluta úr síðasta ári. Fylgi Fram- sóknarflokksins hefur alltaf verið túlkað sem nokkuð stabílt, en hann hefur undanfarin ár samt flakkað á milli 10% og 20%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lika tekið stökk upp og niður, allt nið- ur í 27% og upp í 52%. Borgara- flokkurinn er síðan kominn úr 11% kosningafylgi niður í nánast ekki neitt. Hvar er blessaðan____________ stöðugleikann að finna? Kannanirnar benda vissulega til þess að stór hluti kjósenda sé á leiðinni til hægri. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna þriggja í rikis- stjórninni hefur minnkað frá því stjórnin var mynduð um 9,6 pró- sentustig. Kvennalistinn hefur minnkað um 9,5 prósentustig. Óákveðnum hefur fjölgað um 12,7 prósentustig og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur bætt við sig 7,3 prósentustigum. En örlög Borg- araflokksins og fylgisleysi Frjáls- lyndra hægri manna sýna að það blæs ekki byrlega fyrir hvaða hægri flokkum sem er. Fólk virð- ist öllu heldur vera að leita að ein- hverjum stöðugleika. Hann er ekki að finna í Borgaraflokkn- um/Frjálslyndum hægri. Æ fleiri virðast hafa gefist upp á Kvenna- listanum. Margir fylgjendur stjórnarflokkanna eru að gefast upp á sínum flokkum. Margir telja sig finna stöðugleikann í Sjálfstæðisflokknum. Langtum fleiri finna hann hins vegar hvergi meðal núverandi samtaka ís- lenskra stjórnmála. Friörik Þór Guðmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.