Alþýðublaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. júní 1989
5
Verslunarfrelsi er opinberlega óþekkt hugtak i
Sovétrikiunum. Einkaverslun nefur þó langt i frá
verið óalgeng. Bændur selja afurðir sinar á torgum
bæja op borga, vöruskiptaverslun af ýmsu tagi ger-
ist undir yfirborðinu og ýmis þjónusta hefur att sér
stað framhiá hinu volauga rikiskerfi. Svarti mark-
aðurinn hevur ávallt blómstrað.
Perestrojkan hefur hins vegar innleitt verslunar-
frelsi einstaklinga — að hluta til. Nú er einstakling-
um leyft að reka verslun og viðskipti af ýmsu tagi —
að visu undir merkjum samvinnufélaga — en sem
eru einkafyrirtæki i reynd.
í kjallara á gömlu tréhúsi í Tall-
inn í Eistlandi stendur riðvaxinn
maður á miðjum aldri í ermalaus-
um bol og sýnir forvitnum við-
skiptavinum nýjustu rafeinda-
tækin frá Japan og V- Evrópu.
Þessi raftækjaverslun er eins og
allar aðrar raftækjaverslanir Vest-
urlanda; þægileg, lýsingin notaleg
og Ijúf tónlist í eyruni. Á veggjun-
um hanga auglýsingaspjöld og í
hillum og skápum má sjá sjón-
vörp, hljómflutningstæki, mynd-
bönd, ljósmyndavélar og allt sem
hugurinn girnist.
Samt er þetta óvenjuleg búð.
Fyrir tæpu ári \oru búðir eins og
..Selekt“ sem ég er staddur í, gjör-
samlega óhugsandi í Sovétríkjun-
um. Vestræn og japönsk hátækni-
vara var ekki sjáanleg á sovéskum
markaði. Þeir sem slík tæki áttu,
voru annað hvort flokksgæðingar
eða Iögbrjótar. Nema að hvort
tveggja væri. í dag hefur þetta
breyst. Perestrojkan leyfir verslun
og vöruskipti með hágæðavörur
frá útlöndum.
Myndbandatækin______________
vinsælust___________________
Eigandinn er grannur og hávax-
inn maður um fertugt. Hann er i
jakkafötum og með bindi og býð-
ur mér upp á kaffi og kökur á
skrifstofunni fyrir aftan búðina.
Verslunareigandinn sem er eilítið
hátíðlegur, segir mér að hann hafi
áður starfað sem yfirverkfræð-
ingur hjá borgarverkfræðingi í
Tallinn. Það hafi hins vegar verið
illa launað starf eins og flest störf
hjá ríkinu. Búðarreksturinn er
hins vegar mun ábatasamari.
„Selekt“ er engin venjuleg búð.
Eigendurnir sem eru þrír, (þar
með er uppfylltur fjöldakvótinn
til að fá rekstrarleyfi fyrir„sam-
vinnufélagi “) Ieggja áherslu á um-
boðssölu. Þú átt tæki, lætur það
í sölu í búðinni, og ákveðnar pró-
sentur ganga til eigendanna sem
einnig meta og verðleggja vöruna.
Verðið er einnig umsemjanlegt.
Það er sem sagt hægt að prútta.
Myndbanda'ækin eru vinsæl-
ust. Þar getur þú horft á forboðna
heima. En stereóútvörp eru vin-
sæl í Sovét líkt og á Vesturlönd-
um. Óáteknar videóspólur eru
einnig álitnar gull og gersemi,
enda illfáanlegar r.ema í gjaldeyr-
isbúðum og nýjum pere-
strojka-búðum eins og „Selekt.“
Á Sovétmarkaði greiða menn 45
sinnum hærra verð fyrir vide-
óspólu en á Vesturlöndum. Minna
er um PC-tölvur. Þær eru bæði
ótrúlega dýrar og þar af leiðandi
erfiðar í sölu og endursölu. Þann-
ig er í gildi hin sígilda regla um
framboð og eftirspurn. Breyting-
in er hins vegar sú, að menn eru að
koma úr felum svarta markaðar-
ins. Perestrojkan hefur lögleitt
slíka verslun þótt í lágmarki sé
ennþá.
Búðareigendurnir í „Selekt"
veita einnig ýmsa þjónustu. Þeir
gera við tæki, veita ráðgjöf og
upplýsingar um vörur og merki,
einkum fyrir sovétborgara sem
hyggjast fara í leyfi til Vestur-
landa. „Sú ráðgjöf er ókeypis en
skilar sér ekki síst i því að ferða-
langarnir taka oft með sér tæki
sem þeir selja hjá okkur.“
Svimandi verð________________
en nóg af seðlum
Vörurnar koma sem sagt frá
sovéskum ferðalöngum sem
skreppa til Vesturlanda, en einnig
frá erlendum ferðamönnum sem
selja tæki sín í búðinni. Þeir sem
hafa aðgöngu (einhverra hluta
vegna) að gjaldeyrisbúðum í Sov-
ét (svonefndum Berioska-búðum)
kaupa þar vestræna hágæðavöru
og selja aftur í búðum eins og
„Selekt“ fyrir vænan ágóða.
Mér var t.d. ráðlagt að taka
með mér myndbandatæki næst
þegar ég kæmi til Sovét, selja það
í raftækjabúð og ferðast eins og
greifi um landið í marga mánuði
fyrir hagnaðinn.
Skoðum þetta betur. Verðið á
tækjunum í „Selekt“ er svimandi.
Stereótæki kostar 1.400 rúblur.
Rúblan er á opinberu gengi um
34.50 krónur íslenskar. Með öðr-
um orðum kostar stereótæki um
48.300 kr. Myndbandatæki er
mun dýrara eða tæpar 159 þúsund
krónur. Litasjónvarpstæki frá
Japan kostar 172.500 kr. og
myndbandatökuvél er dýrust eða
5.500 rúblur sem gera um 190 þús-
und íslenskar krónur.
Enn furðulegri verður verð-
lagningin á tækjunum þegar haft
er í huga að mánaðarlaun í Sovét
eru á bilinu 250-300 rúblur. Með
öðrum orðum tæki það sovéskan
daglaunamann um 20 mánuði eða
nærri tvö ár að vinna fyrir vide-
ótökuvél!
Þegar ég spyr búðareigendur
hvaða fólk hafi efni á tækjalúxus
á slíku verði, yppa menn öxlum.
„Flestir. “ Og hvaðan koma pen-
ingarnir? „Hver veit?“
Staðreyndin er nefnilega sú að
almenning í Sovét skortir ekki
seðla. Menn skortir vörur.
Eigandinn segir mér þó að það
séu sálfræðileg mörk fyrir því
hvað fólk kaupir háu verði: „5
þúsund rúblur — þar liggja mörk-
in. Fólk kaupir ekki vörur sem
fara þar yfir.“ En 172 þúsund
krónur er líka dágóður skildingur
í Sovét.
Eiga veitingastað og verð-
andi sælgætisverksmiðju
Magus Elisaveta er ung kona
milli tvítugs og þrítugs. Hún og
eiginmaður hennar reka lítinn
veitingasölustað i Tallinn í Eist-
Iandi við þriðja mann, barþjón-
inn Tosin Rainer. Þau hafa þar
með uppfyllt kvótann til að fá
leyfi fyrir „samvinnufélagi."
Það var erfitt að fá rekstarleyfi
og þau hafa áður þurft að gefast
upp fyrir skriffinnskunni og kerf-
inu. En nú hefur rekstrarleyfið
komið og stílað til reynslu og þre-
menningarnir eru alsælir. Þau
bjóða gesturn kjúklinga og kjöt-
rétti eftir því sem þau geta útveg-
að. Mesta vandamálið er hráefn-
ið. Magus segir mér að hún verði
að nota ótrúlegustu sambönd og
klæki til að verða sér úti um kjöt,
grænmeti og aðra fæðu til að reka
veitingastaðinn.
En hún hefur líka í öðru að snú-
ast: Fjölskylda hennar og vinir
búa til konfektsmola og annað
smásælgæti sem hún hyggst 'selja
á markaði. En heilbrigðisyfirvöld
hafa enn ekki veitt Magus leyfi
fyrir sælgætisverksmiðju en hún
er samt bjartsýn um að það komi
innan tíðar. Gangi það upp segist
Magus hafa tíu manns i vinnu við
veitingastaðinn en tólf manns við
sælgætisverksmiðjuna. Og svo
brosir þessi unga, heillandi
kjarnakona út að eyrum enda
verðandi atvinnurekandi um
þriðja tug manna.
Fá hamborgarabil____________
frá Bandarikjunum
Magus og eiginmaður hennar
eru ekki alveg græn í fyrirtækja-
rekstri. Síðastliðið sumar opnuðu
þau 60 manna veitingastað niður
við strönd. Þau fengu sérstakt
leyfi yfir sumarið til reksturs og
vona að það verði endurnýjað í
sumar.
Og þau hafa fleiri áform: Ungu
hjónin liafa verið í sambandi við
bandarískt fyrirtæki sem hyggst
senda þeim hamborgarabíl frá
Bandaríkjunum. Úr honum ætla
þau að selja heitar pylsur og ham-
borgara.
En trúir Magus á framtíð pere-
strojkunnar og aukið frelsi versl-
unar?
„Já, auðvitað," svarar hún. „Ef
ég gerði það ekki, þá væri ég ekki
að þessul*
Magus og félagar greiða 3% í
skatt af rekstrinum fyrsta árið.
Annað árið hækkar skatturinn í
5% og síðan lOVo. En Magus er
ásátt á að ríkið fái sitt. Hún vill
bara að ríkið veiti henni frelsi í
staðinn til að reka fyrirtæki.
„Það er erfitt að reka fyrirtæki
í Sovétríkjununt," játar hún bros-
andi. „Það er mun erfiðara en að
vera venjulegur ríkislaunþegi. En
það er miklu skemmtilegra og
meira gefandi. Ég sé árangur af
vinnu minni. Nei, ég vildi ekki
þurfa að fórna þessu öllu og ger-
ast aftur gengilbeina," segir Mag-
us Elisaveta við tnig.
Og þar mælir hún sennilega
fyrir hönd allra sem nýtt hafa sér
perestrojkuna til verslunarfrelsis í
Sovétríkjunum.
Magus Elisaveta og Tosin Rainer eru dæmi um sovésk ungmenni sem
nýtt hafa sér verslunarfrelsi perestrojkunnar og reka eigin fyrirtæki i
veitingageiranum.
Eigandi raftækjabúðarinnar „Selekt“ í Tallin var áður yfirverkfræðingur á rikislaunum en vonast til að eiga betri
daga framundan við að selja vestrænar og japanskar hátæknivörur.