Alþýðublaðið - 27.06.1989, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1989, Síða 4
4 Þriðjudagur 27. júni 1989 Heildarupphæð vinninga 24.06 var 3.925.592. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.808.908. Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 39.244. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 4.792 og fyrir 3 réttartölur færhverumsig 366. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjónvarp- inu. Upplýsingasímsvari 681511. ÞflNKAB fl ÞBIÐJUDEGI Svarthvit heimsmynd Svarthvít hugmyndafræði kaldastríðsins er lífseig. Umbóta- tilraunir Gorbachevs og átökin í Kína nú eru túlkuð sem ósigur kommúnismans. Samtímis eru væringarnar teknar sem sannanir fyrir ótvíræðum yfirburðum markaðsbúskaparins. Við erum sólarmegin-og höfum alltaf haft á réttu að standa. Slíkur söguskiln- ingur er hættuleg tímaskekkja. Kassavæðing heimsmyndarinnar elur á fordómum. Sá þróunarskilningur sem hef- ur verið mér hugleiknastur um nokkurra ára skeið er kenning Karls Polanyi en hún er sett hvað skýrast fram í bók hans The Greal Transformation sem út kom árið 1944. Lengsta friðartímabilið Polanyi telur skiptinguna milli markaðsbúskapar og ríkisbú- skapar of mikla einföldun og lítur fremur á þróunina sem mismun- andi viðbrögð við markaðnum. Tilkoma sjálfstýrðs markaðar er einstæður sögulegur viðburður sem hefur gerbreytt þróun heims- mála. Fyrstaöld markaðsvæðing- arinnar var friðsamleg. Frá árun- um 1815 til 1914 voru ekki háð stríð í heiminum og jafnlangan friðarkafla er ekki að finna t mannkynssögunni hvorki fyrr né síðar. Heimsstyrjöldin fyrri leysti síðan úr læðingi þau sjálfseyð- ingaröfl sem óneitanlega búa i markaðshagkerfinu. Ef laissez faire-útópían var einhverntima í námunda við veruleikann þá var það í upphafi þessa friðartíma- bils. Polanyi teiur að fólkið, mis- munandi samfélagsöfl, verjist þeirri tilhneigingu markaðsafl- anna að breyta öllu i vöru, vinnu þeirra, landi, hráefni og skipta- miðlum. Sögulega séð hafa varn- irnar verið misskipulagðar. Eftir að markaðsvæðingin og iðnbylt- ingin hafa náð undirtökunum í einu þjóðríki mótar tilvera þess þróunina í öðrum löndum. Um- skiptin í öðrum löndum verða þó aldrei endurtekning heldur sér- stæð þar sem aðstæður og menn- ing hafa afgerandi þýðingu. Útjöfnun skortsins______________ Á íslandi var það Stjórn hinna vinnandi stétta sem hvað skýrast mótaði stefnu gegn markaðsöfl- unum. Sú samsteypustjórn, undir forystu bænda utan Reykjavíkur- svæðisins, útilokaði í raun mark- aðsöflin sem sést m.a. á því að hagvöxtur var 0,3 að meðaltali í stórnartið hennar jafnvel þó sá tími hafi verið einn mesti upp- byggingartími aldarinar. Á þeim tíma var Sogið virkjað, iðnaði komið á fót, vegir lagðir, skólar byggðir o.s.f'rv. Stefna Stjórnarinn- ar var hvorki sósíalísk (ekki einu sinni sósíal-demókratísk) heldur populístísk, hagsmunir smáat- vinnurekandans (einyrkjanna) voru í fyrirrúmi og nutu verndar föðurlegs ríkisvalds. i rauninni var hér um að ræða útjöfnun skortsins „í þágu“ allrar þjóðar- innar. Agnes Heller, ein af þekktari heimspekingum samtímans, hef- ur ásamt félögum sínum skrifað bók um Sovétríkin og austur- blokkina sem nefnist Dictator- ship over Needs. Að mati þeirra er eitt mikilvægasta einkenni Sovét- fyrirkomulagsins forsjárhyggjan, eða alræði valdamanna yfir þörf- um þegnanna. Afnám alræðis________________ Stórar ríkisheildir eins og Sovétríkin eða Kína þurftu að finna þróunarleiðir við skilyrði al- mennrar hungursneyðar. Þunga- iðnaðarfetisminn var í forgrunni í báðum löndunum framan af (myndir af stórum stálbræðslum, skipasmíðastöðvúm eða dráttar- vélabreiðum), en meginatriðið var að hleypa neyslunni ekki upp. Hugmyndafræðilega réttlæt- ingin fólst í misnotkun á hugtak- inu um falska vitund. Þeir sem voru skólaðir í fræðum flokksins vissu hvað fjöldanum var fyrir bestu. Forræðið fékk á tímabili á sig skemmtilegar myndir eins og þegar ákveðið var að Kínverjar skyldu ganga í eins fötum, maó- fötum. í dag eiga föðurleg forræðis- hyggja og ofurskynsemi mið- stýrðrar skipulagningar sér fáa formælendur. Á ákveðnu upp- byggingarskeiði nýiðnvæddra þjóða hefur ætíð verið gripið til slíkra ráðstafana, í mismiklum mæli þó. Dæmin má finna í sögu Islands, Japans, Kóreu, Sovét eða Kína og nánast hvar sem er. Það sem nú er að gerast er frá- leitt að túlka sem sigur markaðs- aflanna. Mótsagnir markaðsfyr- irkomulagsins hafa síður en svo verið leystar. Nær væri að líta á hræringarnar sem lýðræðislegar kröfur um afnám alræðis yfir þörfum og það hljóta að vera gleðitíðindi. Hver svo sem útkom- an verður. 260 sækja um Kennaraháskólann Þrátt fyrir umræðuna um slakleg launakjör kennara á íslandi komast færri að en vilja við Kennaraháskóla ís- lands næsta haust. Raunar er það svo um ýmsa skóla á há- skólastigi, en þeim fer fjölg- andi, að erfitt kann að verða að rúma alla þá sem þangað lcita. Háskóli íslands mun hinsvegar taka við þeim sem þar eiga rétt á skólasetu, eins og verið hefur, en allir kann- ast við þær miklu „síur“, sem nemendum er gert að reyna að komast í gegnum í þeim skóla. Hjá Kennaraháskóla ís- lands hafa 260 sótt um al- mennt kennaranám næsta haust, — en aðeins 120 verða teknir inn í skólann. Aukn- ing umsókna er mikil, þær voru 170 árið á undan. Samvinnuskólinn á Bif- röst býður nú upp á menntun á háskólastigi í rekstrarhag- fræði. Að sögn Jóns Sigurðs- sonar skólastjóra hefur aðsókn að skólanum verið mikil, og mun meiri en að- staðan ræður við. Bifröst er um 170 manna samfélag á vetrum, nemendur, kennarar og starfsfólk, og makar og börn kennara^og nemenda. Jón Sigurðsson sagði að fyrsta reynslan af háskóla- stiginu væri góð. Nýnemar á fyrra ári í haust verða 21-22 talsins, en umsóknir um vist hafa verið miklu fleiri en skólinn getur ráðið við, ekki síst vegna húsnæðismála þar efra. Búið er í nálægum sum- arbústöðum, á Varmalandi, í Borgarnesi og víðar í ná- grenninu. Við Verslunarskóla ís- lands er nú starfandi Tölvu- háskóli. Þar verða teknir inn 50 nemendur í haust að sögn Þorvarðar Elíassonar skóla- stjóra, en umsóknir eru á bil- inu 50 til 100 og mun fleiri en skólinn getur annað. Nefnd um rekstur Þjoo- leikhússins Þann 13. júní slðastliðinn skipaði menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, nefnd til að endurskoða rekstur Þjóðleik- hússins. Verkefni nefndarinn- ar er að finna leiöir út úr þeim vanda sem viö leikhús- inu blasir og marká starfsemi þess rekstrargrundvöll I fram- tíðinni. Til að ná ofangreindu markmiði er nefndinni meðal annars ætlað: • Að endurskoða og endur- meta alla kostnaðar- og tekjujpætti I rekstri Þjóð- leikhússins og láta fram- kvæma breytingar, sé þeirra þörf. • Að endurbæta starfs- mannaþörf og gera nauðsyn- legar ráðstafanir þar að lút- andi. • Að gera tillögu að framtíð- arskipuriti fyrir stofnunina, þar sem fram kemur stjórn- unar-, ákvarðana- og ábyrgð- ardreifing. Nefndina skipa: Friðrik H. Friðjónsson, menntamála- ráðuneytinu, Sigrún Valbergs- dóttir, menntamálaráðuneyt- inu, Gísli Alfreðsson, Þjóð- leikhúsinu, ívar H. Jónsson, Þjóðleikhúsinu og Haukur Ingibergsson, deildarstjóri hjá fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Nefndin hefur þegar hafið störf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.