Alþýðublaðið - 27.06.1989, Side 7

Alþýðublaðið - 27.06.1989, Side 7
Þriðjudagur 27. júní 1989 7 ÚTLÖND Gleymdi fanginn i Singapore Þann 28. október 1966 var Chia Thye Poh ekki lengur frjáls maður. Frá þeim tima hefur hann verið í hinum ýmsu fangelsum á ýmsum stöðum, og síðastliðin 10 ár að mestu leyti aleinn. Það furðulega er að Chia Thye Poh hefur aldrei komið fyrir dómstól, hefur sem sagt ekki hlot- ið dóm. Til þess að hann fái aftur Á óþekktum stað í Singapore situr maður ífangelsi og hefur verið í hartnœr 23 ár, án þess að hafa nokkurntíma hlotið dóm. Chia Thye Poh frelsi sitt þarf aðeins eina undir- skrift. pingmaður______________________ Árið 1963, þá 22 ára var Chia kosinn á þjóðþing Singapore. Flokkur hans, Barisan Sosialis (BS) var flokksbrot, er hafði sagt skilið við þáverandi ríkisstjórnar- flokkinn „People ’s Action Party (PAP). í tvö ár, frá 1963 til 1965 sat þessi ungi maður á þingi sem einn af 15 fulltrúum frá Singapore á þjóðþingi Malaysiu. Chia var handtekinn eftir frið- sama mótmælagöngu (Vietnam) í október 1966. Yfirvöld handtóku hann á grundvelli lagabálks, sem réttlætti það að hafa fólk í haldi, án þess að málið fær fyrir dóm- stóla. Það er ótrúlegt en satt að 20 ár liðu þar til ríkisstjórnin skýrði opinberlega frá ástæðunni fyrir því að halda Chia í stofufangelsi. Árið 1985 lýsti innanríkisráðherr- ann Jayakumar, prófessor að nafnbót, því yfir að við handtök- una árið 1966 hafi Chia verið meðlimur hins ólöglega kommún- istaflokks Malaysiu (CPM). Ríkisstjórnin heldur því fram að Chia hafi reynt að grafa undan löglegri ríkisstjórn og ýtt undir verkföll og mótmælagöngur. lnn- anríkisráðherrann segir að Chia verði látinn laus ef hann skrifi undir yfirlýsingu þess efnis að CPM hafi viljað steypa ríkis- stjórninni. Hvað veldur því að þessi smá- vaxni, granni kínverji skrifar ekki undir? Chia hefur öll þessi ár full- yrt, að hann hafi aldrei verið með- limur CPM, og hann segist ekki muni skrifa undir eitt eða neitt eftir skipun yfirvalda, síst af öllu þegar það er ekki satt sem hann á að skrifa undir. Hann segir það brjóta í bága við samvisku sína. Chia hefur aftur á móti æ ofan í æ farið fram á það við yfirvöld að mál hans verði tekið fyrir í opnum réttarhöldum. Útskýring yfirvalda á því af hverju það er ekki gert er vægast sagt mjög ódýr. „Það er svo erfitt að fá fólk til að bera vitni í málurn sem þess- um. Vitni taka þá áhættu að verða drepin af kommúnistum“, segja þeir háu herrar. Chia og stuðningsmenn hans segja tíma til kominn eftir 23 ára varðhald, að hann verði látinn laus skilyrðislaust og því fyrr því betra. (Arbeiderbladet) SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 21.25 BLÁTT BLÓÐ (Blue Blood) Nýr spennumyndaflokkur gerður í samvinnu bandarískra og evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Aðalhlut- verk: Albert Fortell, Ursula Karven og Capucine. Ungur maður af aðalsættum kemst að raun um það er faðir hans deyr að hann er nánast eignalaus maður. Hann verður að vinna fyrir sér og fyrsta starfið færir hann inni vafa- saman heim einkaspæjarans þar sem auður og afbrot haldast í hend- ur. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Sjónvarpid kl. 22.20 UMBÆÐUÞÁTTUB UM LEIKLIST Umræðuþáttur í umsjón Þor- geirs Ólafssonar. Stöð 2 kl. 21.55 SÍÐASTA KONAN (The last woman, 1976) Aðalhlutverk: Gerard Depardi- eu, Ornella Muti og Michele Picc- oli. Frönsk mynd um líf ungs manns eftir að eiginkonan hefur gengið til liðs við kvenfrelsishreyfingu. Hann leitar á náðir létta lífsins og kynnist ungri stúlku sem vill stofna til sam- bands. Ögrandi umfjöllunarefni sem þykir meðhöndlað á yfirborðs- kenndan hátt. Sjokkerandi endir þykir í tilgangslausara lagi. Tvær stjörnur. Stöð 2 kl. 23.45 EINN Á MÓTI ÖLLUM (Only the valiant, 1950) Aðalhlutverk: Gregory Peck, Barbara Payton og Gig Young. Peck leikur herforingja, sem fell- ur í ónáð hjá undirmönnum sínum þegar einn þeirra fellur í bardaga við indíána. Þetta þykir ekki mjög eftirminnileg mynd, en hún fær samt tvær stjörnur. S7ÖÐ 2 17.50 Kossaleikir. Norsk sjónvarps- mynd um 12 ára stúlku sem veltir því fyrir sér hvernig það sé að kyssa strák. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Bylmingur. 1800 18.15 Freddi og fé- lagar (17). 18.45 Táknmáls- fréttir. 18.55 Fagri-Blakkur. 18.00 Elsku Hobo. 18.25 íslandsmótið i knattspyrnu. 1900 19.20 Leðurblöku- maðurinn. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Tónsnillingar i Vínarborg. 21.25 Blátt blúð (Blue Blood). Nýr spennumyndaflokk- ur gerður i samvinnu bandariskra og evrópskra sjónvarps- stööva. 22.20 Leiklist á islandi. Umræðu- þáttur i umsjá Þor- geirs Ólafssonar. 19.19 19:19. 20.00 Aif á Melmac. 20.30 Visa-sport. 21.25 Lagt i'ann. Léttur ferðaþáttur. 21.55 Siðasta konan (The Last Woman). Frönsk mynd um lif ungs manns eftír að eiginkona hans hefur gengið til liðs við kvenfrelsishreyf- ingu. 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.45 Einn á móti öllum (Only the Valiant). Sigildur svart/hvitur vestri. 01.30 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.