Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 2
Úrslit 1986 A-Alþýðuflokkur 341 atkv. 16,0% 1 fulltr. B-Framsóknarflokkur 588 atkv. 27,6% 3 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 571 atkv. 26,8% 3 fulltr. G-Alþýðubandalag 371 atkv. 17,4% 1 fulltr. M-Flokkur mannsins 30 atkv. 1,5% 0 fulltr. V-Kvennalisti 232 atkv. 10,9% 1 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Steingrímur ingvarsson. Af B-lista: Guðmundur Kr. Jónsson, Grétar Jóns- son og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Af D-lista: Brynleifur Steingrímsson, Bryndís Brynjólfsdóttir og Haukur Gíslason. Af G-lista: Þorvarður Hjaltason. Af V-lista: S'gríður Jens- dóttir. í kos lingunum 1986 urðu þ.i breytingar að Sjálfstæóisflokkurinn tap- aði manni til Kvennalist- ans sem nú bauð fram í íyrsta sinn á Selfossi. M-listar virðast eiga erfitt uppdráttar á Selfossi. 1986 fékk M-listi Flokks mannsins 30 atkvæði en fjórum árum fyrr buðu óháðir fram þennan lista- bókstaf en komu þá ekki manni að heldur. Þar munaði reyndar einungis einu atkvæði. Meirihlutasamstarf tókst í upphafi kjörtíma- bilsins milli A-flokkanna og sjálfstæðismanna en það sprakk í fyrrasumar. Úrslit 1986 D-Sjálfstæðisflokkur 403 atkv. 55,9% 4 fulltr. H-Félagshyggjufólk 318 atkv. 44,1% 3 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af D-lista: Hafsteinn Kristinsson, Alda Andrés- dóttir, Hans Gústafsson og Marteinn Jóhannesson. Af H-lista: Gísli Garðars- son, Ingibjörg Sigmunds- dóttir og Valdimar Ingi Guðmundsson. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar að Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag buðu ekki fram. í stað þess var ákveðið að freista þess að fella meirihluta sjálfstæð- ismanna með sameigin- legu framboði. Það gekk þó ekki eftir heldur juku sjálfstæðismenn hlutfalls- lega örlítið við meirihluta sinn. Selfoss: Stjórnarkreppa síðan i fyrra Eins konar stjórnar- kreppa hefur ríkt á Sel- fossi að undanförnu eða síðan meirihiuti Sjálfstæð- isfiokks og A-flokkanna sundraðist. Síðan hefur enginn formlegur meiri- hluti verið starfandi en menn tekið afstöðu til hvers máls fyrir sig. Það er tiltölulega algengt í litlum sveitarfélögum að eng- inn formlegur meirihluti sé starfandi, en í bæjarfélögum á borð við Selfoss heyrir það nánast til undantekninga. Raunin mun líka hafa orðið sú að ívið minna hafi verið um ákvarðanatökur í bæjar- stjórninni og algengara að bæjarstjóranum væri falið að leysa málið, síðan meirihlut- inn sprakk. Að þessu sinni verður tölu- verð breyting á framboðs- málum á Selfossi. Aðeins tveir stjórnmálaflokkar bjóða nú fram undir eigin nafni. Þetta eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. A-flokkarnir og Kvennalist- inn sem nú eiga hversinn full- trúa í bæjarstjórninni, bjóða hins vegar fram K-listann með núverandi bæjarfulltrú- um í efstu sætum og hyggjast höfða til félagshyggjufólks. Þegar slíkar breytingar verða i framboðsmálum er auðvitað erfitt að spá um úr- slit kosninga. Reynslan sýnir að vísu að oft hefur reynst erfitt að leggja saman kjör- fylgi og þar við bætist að A-flokkarnir hafa báðir tapað talsverðu fylgi frá síðustu kosningum ef tekið er mið af almennum skoðanakönnun- um. Á móti kemur svo að kosningareglur virka til hags-' bóta fyrir stærri flokkana þannig að atkvæði þeirra nýt- ast hlutfallslega betur. Ef K-listanum tækist að halda hlutfallslega svipuðu fylgi og A-flokkarnir og Kvennalistinn fengu saman- lagt í síðustu kosningum er hugsanlegt að hann næði hreinum meirihluta. Þá mun baráttan standa tæpt milli fimmta manns á K-lista og þriðju manna hinna listanna tveggja. Hitt gæti þó allt eins vel gerst að listarnir þrír fengju álika mikið fylgi og þrjá fulltrúa hver. En Selfoss er greinilega í hópi þeirra bæjarfélaga sem gætu hleypt verulegri spennu í kosninga- nóttina. B-listi Framsóknarflokkur 1. Guðmundur Kr. Jónsson 2. Kristján Einarsson 3. Ása Líney Sigurðardóttir 4. Guðmundur Búason 5. Kristín Fjólmundsdóttir 6. Sólrún Guðjónsdóttir D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Bryndís Brynjólfsdóttir 2. Sigurður Jónsson 3. Björn Gislason 4. ingunn Guðmundsdóttir 5. Þorgeir Ingi Njálsson 6. Oskar Jónsson K-listi Félagshyggjufólk 1. Sigríður Jensdóttir 2. Steingrímur Ingvarsson 3. Þorvarður Hjaltason 4. Sigríður Ólafsdóttir 5. Eygló Lilja Gránz 6. Sigríður Matthíasdóttir Hveragerdi: D-listi Sjálfstæðisfélagið Ingólfur Fellur hefðbundinn siálfstæðismeirihluti Vinstri menn í Hvera- gerði segjast nú gera sér vonir um að fella hefð- bundinn meirihluta Sjálf- stæðisflokksins þar í bæ. Hveragerði öðlaðist kaup- staðarréttindi á yfirstand- andi kjörtímabili en hafði þar áður verið sérstakt hreppsfélag í ríflega 40 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með völdin í Hveragerði en alls munu vinstri menn hafa náð meirihluta þrisvar sinn- um, síðast 1978. ekki góður um þessar mundir og má nefna sem dæmi að nálægt þriðju hverri krónu mun á þessu fjárhagsári varið til greiðslu vaxtakostnaðar. Fulltrúar beggja lista munu því vera á einu máli um það að ekki sé við hæfi að gefa kjósendum stór kosningalof- orð að þessu sinni. A.m.k. mega þau kosningaloforð ekki kosta verulega peninga. Umhverfismálin virðast of- arlega á baugi í kosningabar- áttunni í Hveragerði, enda eru þau sennilega mikilvæg- ari þar en víða annars staðar vegna talsvert umfangsmik- illar ferðamannaþjónustu auk þess sem Hveragerði hef- ur lengi verið þekktur heilsu- ræktarstaður. 1. Hans Gústavsson 2. Alda Andrésdóttir 3. Marteinn Jóhannesson 4. Ólafur Óskarsson 5. Erla Alexandersdóttir 6. Ævar Axelsson H-listi Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og óflokksbundnir kjósendur 1. Ingibjörg Sigmundsdóttir 2. Gísli Harðarson 3. Hjörtur Már Benediktsson 4. Magnea Árnadóttir 5. Stefán Þórisson 6. Björn Pálsson I síðustu kosningum fengu sjálfstæðismenn traustan meirihluta og voru nær því að fá fimmta mann kjörinn. Ut frá forsendum skoðanar kannana sem birst hafa und- anfarið, ættu þeir heldur ekki að þurfa að óttast að missa meirihlutann í þessum kosn- ingum. Ástandið hefur hins vegar ekki verið jafn blómlegt í Hveragerði á því kjörtímabili sem nú er að iíða og oft áður og núverandi bæjarstjórnar- meirihluti óttast að það muni bitna á D-listanum í kosning- unum. Auk gjaldþrots Hótels Arkar lögðu ýmis gróin fyrir- tæki upp laupana og á tíma- bili stóð talsvert af atvinnu- húsnæði autt. Skólabygging- unni þurfti líka að hraða meira en ætlað var og allt kom þetta illa niður á fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs. Fjárhagur bæjarins er því

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.