Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 7
FRETTASKYRING Stjórnmál snúast um peninga. Þaö gildir lika í sveitarstjórnar- málum. Hörðustu deilur í sveitar- stjórnarmálum eru að jafnaði í Reykjavik, þar sem langmest fé er til skipta. í minni sveitarfélögum á landsbyggðinni þar sem tekjur sveitarfélagsins gera lítið meira en duga fyrir lögboðnum útgjöld- um er sveitarstjórnarpólitíkin mun friðsamlegri. Af hverju er sveitarstjórna- pólitikin svona friðsamleg? Stjórnmálabaráttan innan sveitarstjórna erallajafna tals- veröum mun friövænlegri en gengur og gerist um pólitík á landsvísu. Vissulega bjóða flokkarnir fram og iðulega leggja menn á sig haröa kosningabaráttu og kosta tals- verðu fé til kosningabaráttunnar. Þaö ber jafnvel viö í til- cölulega litlum sveitarfélögum að þung orð séu látin falla í garð pólitískra andstæðinga í hita baráttunnar. Að afstöðn- um kosningum bregður hins vegar svo undarlega við að menn setjast niður í mesta bróðerni og iðulega eru fjár- hagsáætlanir samþykktar í einu hljóði og skiptir þá að því er virðist engu máli hver er í meirihluta og hver er í minni- hluta að forminu til. Þetta kemur óneitanlega kynlega fyrir sjónir þegar tekið er tillit til þess hversu óbrúanlegt bil oft virðist milli stjórnmálaflokkanna þegar landsmálin eru annars vegar. EFTIR: JÓN DANÍELSSON Vissulega gæti maður freistast til að halda að í rauninni sé svo sem alveg sama hvaða flokkur sé við völd og e.t.v. má það að ein- hverju leyti til sanns vegar færa þegar sveitarstjórnarmálin eru annars vegar. Hins vegar er stað- reyndin sú að munurinn á því að stjórna tiltölulega litlu sveitarfé- lagi eða fámennum kaupstað ann- ars vegar eða hins vegar heilli þjóð, er gífurlegur. Ekki um stóra fjármuni__________ að deila Hér skiptir trúlega mestu að langstærsti hlutinn af tekjum sveitarfélaganna fer til lögboð- inna útgjalda og sveitarstjórnir fara af þeim sökum ekki með fjár- málavald nema að afar takmörk- uðu leyti. Þess eru fjölmörg dæmi að sveitarfélögin hafi í rauninni ekki nema um tíunda hluta tekna sinna til frjálsrar ráðstöfunar þeg- ar búið er að greiða kostnað af meira eða minna lögboðinni eða bráðnauðsynlegri starfsemi. I slík- um tilvikum er ekki um stóra fjár- muni að deila. Vissulega getur menn iðulega greint á um forgangsröð verkefna en oftar en ekki munu þó flestir vera í meginatriðum sammála um það hvaða verkefni séu mest að- kallandi. Það getur á hinn bóginn einstaka sinnum orðið deiluefni innan sveitarstjórna hvort tiltekin verkefni séu svo aðkallandi að verjandi sé að fjármagna þau að meira eða minna leyti með lánsfé. Lánsfé er dýrt um þessar mundir og í upphafi þessarar kosninga- baráttu sjást þess víða merki að menn telja að draga þurfi úr fram- kvæmdum sveitarfélags síns á næsta kjörtímabili en nota megnið af framkvæmdafénu í staðinn til að greiða niður skuldir vegna þeg- ar tilkominna framkvæmda. Svo eru menn li'ka_____________ góðir kunningjar ______________ Þegar verið er að velta fyrir sér samheldni manna í sveitarstjórn- um má heldur ekki gleyma þeim kunningsskapartengslum sem gilda í minni samfélögum. Sjálf- sagt kann mörgum Reykvíkingn- um að veitast þetta torskilið. Sann- leikurinn er hins vegar sá að jafn- ve! þótt menn kunni að hafa ólíkar skoðanir á pólitík, þá láta menn síður blindast af pólitískum við- horfum þegar vinir og kunningjar eru annars vegar. Þegar komið er á fund í bæjarstjórn eða hrepps- nefnd hugsa hinir kjörnu fulltrúar meira um hag byggðarinnar en að klekkja á náunganum með pólit- ísku sjónarspili. Einn viðmælenda minna orðaði það svo að það að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga væri a.m.k. að hálfu til gamans gert og menn væru jafnvel til að láta falla ýmis ummæli til að skapa dálitla spennu, þannig að hægt væri að hafa dáiítið gaman af þessu öllu saman. Vissulega var þetta sagt í glettni og hálfkæringi en engu að síður er trúlega töluvert hæft í þessu. Það er ennfremur til marks um það hversu litlu máli stjórnmála- skoðanir manna skipta í minni samfélögum á landsbyggðinni að í þeim hreppsfélögum þar sem lista- kosningar eru ekki viðhafðar, geta menn auðveldlega náð kosningu í hreppsnefn þótt þeir eigi fáa eða enga pólitíska skoðanabræður í hreppnum. Hér gildir einfaldlega það traust sem borið er til fólks en pólitískar skoðanir hafa litla eða enga þýðingu. Þannig má kannski segja að sveitarstjórnarkosningar í minni sveitarfélögum séu hafnar yfir póiitík. Deilur geta orðið hatrammar Nú er ekki svo að skilja að þessi regla um þægilegt samstarf innan sveitarstjórna sé alveg algild en þær undantekningar sem verða eru svo fátíðar að segja má að þær sanni regluna. Deilur sem upp koma um sveitarstjórnarmál í fá- mennum sveitarfélögum geta á hinn bóginn orðið býsna hat- rammar og leitt til fullkominnar óvináttu þannig að ekki grói um heilt árum eða áratugum saman. Slíks eru dæmi. Það er hins vegar í stóru sveitar- félögunum sem raunveruleg pólit- ísk barátta á sér stað. Þar eru meiri peningar til skipta og því eðlilegt að fólk sé siður sammála um hvernig verja skuli því sem af- gangs er þegar rekstrargjöld hafa verið greidd. Þótt það sé alls ekki algilt má hafa það fyrir þumalfing- ursreglu að framkvæmdafé það sem eftir verður þegar búið er að greiða lögbundin framlög og ann- an rekstur, vaxi í hlutfalli við stærð sveitarfélaganna. Þetta gerir það auðvitað að verkum að byggðirn- ar á suðvesturhorni landsins hafa mun meira framkvæmdafé handa á milli en víðast gerist og að sjálf- sögðu ber Reykjavík höfuð og herðar yfir öll önnur sveitarfélög. Langmest úr að spila_______ í Reykjavík Munurinn á Reykjavík og öðrum sveitarfélögum hvað þetta varðar er reyndar himinhrópandi, þótt honum sé ekki oft haldið á lofti. Ástæðan er ekki einungis fólgin í stærð Reykjavíkur, heldur koma til ýmsar aðrar ástæður. Nefna má að fjöldamörg fyrirtæki og stofn- anir sem í raun þjóna landinu öllu, hafa aðsetur í höfuðborginni og greiða þangað gjöld sín. Þá má nefna að mun hærri aðstöðugjöld eru greidd af þjónustuatvinnuveg- um sem reknir eru á höfuðborgar- svæðinu en af fiskvinnslu sem er jú undirstöðuatvinnuvegur á landsbyggðinni. Fasteignamat hefur líka lengst af verið hærra á höfuðborgarsvæðinu og fasteigna- gjöld því gefið borginni hlutfalls- lega hærri tekjur jafnvel þótt inn- heimtuhlutfallið væri lægra að nafninu til. Hér hefur fátt eitt verið tínt til en þess má til gamans geta að í nýleg- um samanburði sem gerður var á tekjum höfuðborgarinnar og með- alstórs kaupstaðar á landsbyggð- inni, kom í ljós að ef forráðamenn Reykjavíkur hefðu þurft að sætta sig við sömu tekjur á hvern íbúa og bæjarstjórn kaupstaðarins á landsbyggðinni, hefði borgar- stjórnin þurft að spara svo sem eitt tjarnarráðhús á ári til að ná end- um saman. Hvaða áhrif hefur landsmálapólitíkin______________ Um teknahlutföllin milli sveitar- félaganna er hins vegar ekki kosið í sveitarstjórnarkosningum. í fá- mennum sveitarfélögum virðist jafnvel ekki kosið um meðferð ráðstöfunarfjármagnsins nema að litlu leyti. Kannski er þetta ástæð- an fyrir því hversu mikil áhrif landsmálapólitíkin oft hefur á nið- urstöður sveitarstjórnarkosninga. Vafalaust mun það einnig gerast að þessu sinni, þótt sveiflur sem byggjast á landsmálapólitíkinni verði misjafnlega miklar á hinum ýmsu stöðum. Ef marka má skoðanakannanir að undanförnu ætti að mega reikna með að Sjálfstæðisflokkur- inn vinni allvíða verulega á en A-flokkarnir gætu hins vegar átt um sárt að binda í ýmsum sveitar- félögum að loknum þessum kosn- ingum. Þetta er þó alls ekki ein- hlítt og benda má á nýlega birta skoðanakönnun sem gerð var meðal hafnfirskra kjósenda en niðurstöður hennar spáðu Al- þýðuflokknum hreinum meiri- hluta og þar með nokkurri viðbót frá síðustu kosningum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.