Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 8
Úrslit 1986 A-Jafnaðarmenn 479 atkv. 18,2% 2 fulltr. B-Framsóknarflokkur 368 atkv. 14,0% 1 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 1158 atkv. 44,0% 4 fulltr. G-Alþýðubandalag 581 atkv. 22,1% 2 fulltr. V-Óháð framboð 49 atkv. 1,9% 0 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Þorbjörn Pálsson. Af B-lista: Andrés Sig- mundsson. Af D-lista: Sigurður Ein- arsson, Sigurður Jónsson, Bragi 1. Ólafsson og Helga Jónsdóttir. Af G-Iista: Ragnar Ósk- arsson og Guðmunda Steingrímsdóttir. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar að Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði tvöföldum meirihluta sem hann vann í kosning- unum 1982. Þá fékk flokk- urinn sex fulltrúa í bæjar- stjórn en tapaði nú tveim- ur mönnum. Alþýðu- flokkur og Alþýðubanda- lag bættu við sig sínum fulltrúanum hvor flokkur. Meirihlutasamstarf er milli A-flokkanna og framsóknarmanna. Meirihluti gæti fallið Pegar vinstri flokkarnir náöu meirihluta fyrir fjórum árum valt það á 40 atkvœðum Hreinn meirihluti sjálf- stæðismanna í Vest- mannaeyjum féll í síðustu kosningum. Aðeins mun- aði um 40 atkvæðum á öðr- um manni jafnaðarmanna og fimmta manni á lista Sjálfstæðisflokksins. Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa A-flokkarnir og Framsóknarflokkurinn myndað meirihluta. Býsna ákveðin hefð hefur mynd- ast fyrir því í Vestmanna- eyjum að víglínan innan bæjarstjórnarinnar liggi milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Síðustu áratugina hafa vinstri flokkarnir lengst af myndað saman meirihluta, ef undan er skilið tímabilið 1982—86. í kosningum til bæjarstjórnar 1982 vann Sjáífstæðisflokkurinn stóran sigur, fékk 1453 atkvæði á móti 1018 atkvæðum hinna flokkanna og tvöfaldan meirihluta í bæjarstjórninni. Þá höfðu vinstri flokkarnir verið saman um meirihluta allt frá 1966, ef undan er skil- ið tæpt ár um miðjan áttunda ártuginn þegar Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur stjórnuðu í sameiningu. Ljóst virðist að í þeim kosn- ingum sem nú eru fram und- an, standi baráttan milli sömu aðila og jafnan fyrr og mjög erfitt virðist að spá um úrslit. Ef tekið er mið af því hversu mjög landsmálapóiitíkin spil- ar inn í úrslit bæjarstjórnar- kosninga, virðist allt eins lík- legt að núverandi meirihluti gæti fallið. Skoðanakannanir um þessar mundir sýna tals- vert meira fylgi Sjálfstæðis- flokks en var fyrir fjórum ár- um og þá munaði raunar mjög litlu á fylkingunum tveimur. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað verulega í Vest- mannaeyjum á kjörtímabil- inu. Byggðar hafa verið 12 íbúðir fyrir aldraða og nú eru hafnar framkvæmdir við þjónustuájmu við dvalar- heimilið. Á þessu kjörtímabili hefur íbúðum í verkamanna- bústaðakerfinu fjölgað um 28 og bygging 12 kaupleigu- íbúða er nú á lokastigi. A-listi Jafnaðarmenn 1. Guðmundur Þ. B. Ólafsson 2. Kristjana Þorfinnsdóttir 3. Guðný Bjarnadóttir 4. Ágúst Bergsson 5. Þuríður Guðjónsdóttir 6. Lárus Gunnólfsson B-listi Framsóknarflokkur 1. Andrés Sigmundsson 2. Svanhildur Guðlaugsdóttir 3. Skæringur Georgsson 4. Oddný Garðarsdóttir 5. Þuríður Bernódusdóttir 6. Karl Haraldsson D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Sigurður Jónsson 2. Sigurður Einarsson 3. Bragi 1. Ólafsson 4. Georg Þór Kristjánsson 5. Sveinn Rúnar Valgeirsson 6. Ólafur Lárusson G-listi Alþýðubandalag 1. Ragnar Óskarsson 2. Guðmunda Steingrímsdóttir 3. Hörður Þórðarsson 4. Katrín Freysdóttir 5. Drífa Gunnarsdóttir 6. Bjartmar Jónsson Úrslit 1986 B-Framsóknarflokkur 121 atkv. 17,5% 1 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 249 atkv. 36,0% 3 fulltr. H-Framfarasinnar 147 atkv. 21,3% 1 fulltr. K-Óháðir og vinstri menn 174 atkv. 25,2% 2 fulltr. Kjörin í sveitarstjórn 1986 Af B-lista: Þórður Ólafs- son Af D-lista: F.inar F. Sig- urðsson, Bjarni Jónsson og Grímur Markússon. Af H-lista: Hrafnkell Karlsson. Af K-lista: Guðbjörn Guðbjörnsson og Oddný Ríkharðsdóttir. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar að Sjálfstæðisflokkur vann mann en Framsóknar- flokkur tapaði einum. Að öðru leyti urðu talsverðar breytingar á heitum fram- boða. 1982 fengu Alþýðu- flokkur og óháðir 1 mann kjörinn og Óháðir kjós- endur tvo menn. Ekkert formlegt meiri- hlutasamstarf er í Ölfus- hreppi. Þorlákshöfn: Sveitarframboð tryggir áhrif Framboð til sveitar- stjórnar í Ölfushreppi ein- kennast að hluta af sér- stökum aðstæðum í sveit- arfélaginu. Innan hrepps- markanna er nefnilega bæði þéttbýliskjarninn Þorlákshöfn og auk þess allnokkuð dreifbýlishér- að. Að fólksfjölda er þétt- býlið yfirgnæfandi en íbú- ar sveitarinnar hafa tekið þá afstöðu að bjóða fram sérstakan lista til að tryggja áhrif sín í sveitar- stjórn. Að baki þessu liggur sú ástæða að íbúar sveitarinnar hafa talsverða sérstöðu. Sem dæmi má nefna íbúa Árbæj- arhverfis, rétt hjá Selfossi. Þeir senda börn sín í skóla í Hveragerði og sækja verslun á Selfoss en eiga færri erindi til Þorlákshafnar. Að öðru leyti er hið pólit- íska litróf með hefðbundnu sniði í Þorlákshöfn Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur bjóða fram hvor í sínu lagi en A-flokkarnir bjóða nú saman fram K-lista undir nafninu Vinstri menn. Enginn formlegur meiri- hluti hefur fram að þessu ver- ið starfandi í sveitarstjórninni en oddvitinn kemur úr Sjálf- stæðisflokknum sem nú er stærsti flokkurinn með þrjá fulltrúa af sjö í hreppsnefnd. Atvinnuástand hefur verið misgott í Þorlákshöfn og at- vinnumál verða því ofarlega á dagskrá hjá næstu sveitar- stjórn. Atvinnuleysi var tals- vert i haust og fram eftir vetri en batnaði hins vegar veru- lega þegar fram á vertíðina kom. Þorlákshafnarbúar binda hins vegar vonir við að fá til sín þilplötuframleiðslu sem nú er verið að gera til- raunir með. B-listi Framsóknarflokkur 1. Þórður Ólafsson 2. Valgerður Guðmundsdóttir 3. Brynjólfur Ingi Guðmundsson 4. Þórarinn Snorrason 5. Edda Laufey Pálsdóttir 6. Sigurgísli Skúlason D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Einar F. Sigurðsson 2. Bjarni Jónsson 3. Grímur Markússon 4. Kristín Þórarinsdóttir 5. Guðmundur Bj. Baldursson 6. Ævar Agnarsson H-listi sveitarinnar 1. Sjöfn Halldórsdóttir 2. Jón Hólm Stefánsson 3. Guðmundur Ingvarsson 4. Sigurður Þráinsson 5. Helgi Eggertsson 6. Hrefna Kristjánsdóttir K-listi Vinstri menn 1. Guðbjörn Guðbjörnsson 2. Oddný Ríkharðsdóttir 3. Guðrún S. Sigurðardóttir 4. Elín Björg Jónsdóttir 5. Böðvar Gíslason 6. Þorsteinn Gestsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.