Alþýðublaðið - 09.05.1990, Síða 8
MMBUBLMffl)
Miövikudagur
9. maí 1990
RITSTJÓRN
2? 681866 - 83320
FAX 82019
m
• ••• • ••• •
• • • • • • • • «
• • • • • • • • • • • • • • • • • • •
• • • • • • • • •
• • • • • • • • • • • • • • • «
MOSKVA — biistrasaltsríkin þrjú halda áfram baráttunni
fyrir sjálfstæði þrátt fyrir þrýsting stjnrnvalda í Kremi. Haft
er eftir háttsettum sovéskum embættismanni í Litháen að
sovésk stjórnvöld kunni að sjá sig knúin til að beita her-
valdi ef spennan eykst frekar í Litháen.
MOSKVA — Mikliail (lor-
batsjov, forseti Sovétríkj-
anna, beindi orðum sínum
sérstaklega til sovéska
hersins í ræðu sem hann
hélt á oppnunarhátið í til-
efni af því að nú eru 45 ár
liðin frá því að seinni heim-
styrjöldinni lauk. Þar lagði
hann áherslu á að herinn
kæmist ekki hjá því að taka
þátt í endurbótastefnu
stjórnvalda en herinn hefur
til þessa reynst forsetanum
tregur í taumi.
OSLO — Utanríkisráöherrar sjö Afríkuríkja hitta fulltrúa
Islands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands í Oslo
dagana Li. og 14. maí til að ræða hvernig binda megi enda
á aðskilnaöarstefnu stjórnar hvita minnihlutans í Suð-
ar-Afríku. Þetta er i fyrsta sinn sem Namebía tekur þátt í
viöræðum sem þessum eftir aö hún fékk sjálfstæði frá Suö-
ur-Afriku fyrr á þessu ári, en þetta er i þriðja sinn sem fund-
ur sem þessi er haldinn.
BRUSSEL — Marc Kyskens, utanríkisráöherra Belgíu
sagði aö KB-ríkin 12 hefðu í hyggju að senda aðstoð, m.a.
læknisaöstoð til Litháen sem þátt í neyöaraðstoð en tók
sérstaklega fram að þetta bæri ekki að skoða sem ögrun
við sovésk stjórnvöld. Kyskens gerði sérstaklega að um-
talsefni á blaðamannafundi ólíka afstöðu stórveldanna í
NATO, s.s. Bandarikjanna og Frakklands sem vilja gæta
þess að ögra bvergi sovéskum stjórnvöldum og þeirra
smærri sem setja spurningu við stefnu stórveldanna í mál-
efnum Litháen. Utanrikisráðherrann nefndi Island sérstak-
legasem dæmi um afstöðu smáríkis og sagði að Danir sem
eru aðilar að KB, styddu afstöðu Islendinga.
WASHINGTON — Kíkar og fátækar þjóðir þessa heims
luku í gær fundarhöldum sem nú hafa staöiö yfir í rúm tvö
ár. Þar tókst samkomulag um 60 milljaröa dollara framlag
efnaðari þjóöa til að styðja hin ungu lýöræöis Austur-Kvr-
ópu og einnig til að stuðla að efnahagslegum úrbótum í
ríkjum þriðja heimsins.
KAUPNANNAHÖFN — Kinhver óþokkinn hefur tekið
sig til og skoriö litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn á háls.
Danska lögreglan sagöi aöskuröurinn sem er lKsm langur
heföi sennilega verið þarna svo vikum eða mánuðum
skipti. Það var ekki fyrr en athugull ungur vegfarandi tók
eftir lýtinu á hafmeyjunni að ódæðisverknaðurinn upp-
götvaöist. Hafmeyjan hefur mátt þola ýmislegt í gegnum
árin af mannavöldum og er þess skemmst að minnast þeg-
ar hún var gerö höfðinu styttri áriö 1964. Þess má ueta að
enn hefur upprunalegt höfuð hennar ekki komið ííeitirn-
ar.
WASHINGTON — Ný gerð meðaldrægra kjarnorku-
flauga sem Kínverjar eru aö framleiða verða að öllum lík-
indum tilbúnar til uppsetningar að tveimur árum liðnum
að sögn bandarískra embættismanna. Talið er að Kínverj-
ar ætli flaugarnar aöalllega til útflutnings til Miöaustur-
landa.
T0KY0 — Japanskt hvalveiðifélag sem stundar hvalveið-
ar í rannsóknarskyni seldi afla nýlokinnar vertíðar á met
verði í gær en sífellt minna framboð þessarar eftirsóttu
vöru á japansmarkaði hefur leitt til mjög hás verðlags.
BERGEN — Alþjóðleg
umhverfismálaráðstefna
34 ríkja sem kennd er við
Gro Harlem Brundtland,
fyrrum forsætisráðherra
Noregs varsett í gær. Meðal
þess sem rætt verður á ráð-
stefnunni er eyðing óson-
lagsins og sú hætta sem
ýmsum dýra- og plöntuteg-
undum er búin af völdum
mengunar.
ERLENDAR FRÉTTIR
Umsjón: Laufey E. Löve
mmmmmmmmsmmmmt^mmmmmsmm■■■■■■■■■
Eystrasaltsríkin:
Eistneska sovétlýðveldið
íær nýtt nafn, Eistland
(MOSKVA, LONDON, Reut-
er) Eistneska þingið sam-
þykkti í gær að breyta
nafni lýðveldisins sem
næsta skref í baráttunni
fyrir sjálfstæði landsins.
Þá var samþykkt að taka
að nýju upp skjaldarmerki
og fána Eistlands sem
lagður var af þegar Sovét-
menn tóku yfir stjórn
landsins 1940. Kazimiera
Prunskiene, forsætisráð-
herra Litháen kom í gær til
Lundúna en hún hyggst
fara fram á stuðning Breta
við sjálfstæðisyfirlýsingu
landsins á fundi með
Margaréti Thatcher, for-
sætisráðherra á morgun.
Atkvæði á Eistneska þing-
inu féllu þannig að 73 voru
samþykkir breyttu nafni lýð-
veldisins, 14 á móti og tveir
sátu hjá er haft eftir háttsett-
um embættismanni í Kornin-
únistaflokknum. Héðan i frá
er nafn lýðveldisins því Eist-
land en ekki Kistneska sovét-
lýöveldiö og skjaldarmerki
þess, þrjú Ijón á gullnum
grunni, í stað merki komm-
únismans hamars og sigðar i
forgrunni rísandi sólar. Þá var
Kistneski fáninn endurvak-
inn.
Kistland hefur fylgt í fót-
spor Lettlands og lýst yfir að-
lögunartímabili sem endar
með því að Eistland verður
lýst sjálfstætt riki. Ákvörðun
var tekin um það á Eistneska
þinginu að fresta umræðum
um hvort taka skuli í gildi
ákvæöi stjórnarskrárinnar
frá 1937 þar sem kveðiö er á
um aö Eistland sé sjálfstætt
ríki og að aðeins þau lög skuli
gilda sem Eistneska þingið
setur þjóðinni.
Prunskiene, forsætisráö-
herra Litháen hyggst fara
fram á pólitískan stuöning
Breta þegar hún hittir Thatc-
her aö máli á fundi þeirra á
morgun. Hún ítrekaði jafn-
framt mikilvægi alþjóðlegrar
viðurkenningar á sjálfstæöi
Litháa á fundi með blaða-
mönnum eftir komuna frá
Washington þar sem hún átti
fund með Bush, forseta
Bandaríkjanna.
Forsætisráöherrann benti
enn fremur á að viðurkenn-
ing á sjálfstæði Litháen þyrfti
ekki að vera ógnun við stefnu
Gorbatsjov, forseta Sovétríkj-
anna því sjálfstæði Litháa
færi saman við lýðræðislegar
umbætur í Sovétríkjunum.
Prunskiene mun halda til
Frakklands á fimmtudag til
fundar við Francois Mitterr-
and, forseta Frakka.
Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands:
Ákvörðun um hernaðarlega stöðu
sameinaðs Þýskalands ekki fresiað
(BONN, Reuter) Helmut
Kohl, kanslari Vest-
ur-Þýskalands segir til-
lögu Sovétmanna um að
sameining þýsku ríkjanna
geti farið fram án þess að
ákvörðun um hernaðar-
lega stöðu þess hafi verið
tekin ekki koma til greina.
Kohl segist engan veginn
geta tekið undir með Eduard
Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, aö
fresta megi ákvöröunum um
hver staða sameinaös Þýska-
lands á alþjóöavettvangi
verði og nefndi spurninguna
uin hvort það skuli tilheyra
NATO sem dæmi.
Kohl sagði Vestur-Þýsk
stjórnvöíd vilja halda sig við
sína upphaflegu tímaáætlun
sem gerir ráö fyrir að ákvörð-
un um hernaðarlega stöðu
landsins liggi fyrir í haust.
Austur- og Vestur-Þýska-
land ásamt Bretlandi, Frakk-
landi og Bandaríkjunum eru
hlynnt fullri aöild sameinaðs
Þýskalands aö Atlantshafs-
bandalaginu en meö því skil-
yröi að hersveitir bandalags-
ins haldi sig frá austurhluta
landsins.
Sovétríkin sem ásamt hin-
um íjórveldunum sitja fund-
inn um sameiningu Þýska-
lands eru andsnúnir aöild
Þýskalands framtíöarinnar
að NATO. Sovétmenn hafa
þess í staö lagt til aö samein-
aö Þýskaland veröi hlutlaust
ríki, standi utan hernaöar-
bandalaga eða eigi aðild að
báðum hernaðarbandalög-
unum, NATO og Varsjár-
bandalaginu.
Kohl segir Vestur-Þýsk stjórn-
völd ekki geta fallist á tillögu
Shevardnadze. utanríkisráö-
herra Sovétríkjanna um aö
fresta ákvörðun um hernaöar-
lega stööu sameinaös þýska-
lands.
Sovétmenn draga úr her-
styrk á Kyrrahafssvæðinu
(MANILLA, Reuter) Sovét-
menn munu kveðja heri
sína heim frá Víetnam burt
séð frá hver niðurstaða
samningafunda Banda-
ríkjamanna og Filippsey-
inga um áframhaldandi
rekstur herstöðva á Filips-
eyjum verður, sagði Sok-
olov, sendiherra Sovét-
manna í Manilla í gær.
Sokolov sagði Sovétmenn
hafa tekið ákvöröun um aö
draga úr herstyrk á Kyrra-
hafssvæðinu og að þeir
hvettu Bandaríkjamenn til að
gera slíkt hiö sama í Ijósi auk-
innar þíöu í samskiptum stór-
veldanna.
Öryggi ríkja verður ekki
tryggt með því að hlaða upp
vopnum, sagði sendiherrann.
Hann benti á að Sovétmenn
hefðu tekið upp stefnu sem
miðaði að því að tryggja
nægjanlegan herafla en forð-
ast ofgnótt þar. Umfram-
magn hertóla þjónaði engum
tilgangi fyrir varnir ríkja.
Sendiherrann svaraöi
þeirri spurningu játandi
hvort Sovétmenn myndu
kveðja herafla sinn frá Cam
Ranh Bay þótt Bandaríkja-
mönnum tækist að semja við
Filipseyinga um áframhald-
andi veru bandarísks herafla
þar. Hann sagði það hins veg-
(BRUSSEL, Reuter) Kfnahags-
bandalag Evrópu, EB, hefur
tekið ákvöröun um að hefja
samningaviöræður við Frí-
verslunaisamband Evrópu,
EFTA, um sameinginlegt
markaðssvæöi i lok júní á
þessu ári.
Talsmaöur EB sagði að
Efnahagsbandalagið stefndi
að því í viðræðunum við
EFTÁ að auka efnahagslega
ar alfarið á valdi þessara
tveggja þjóöa, Bandarikja-
manna og Filippseyinga aö
ákveða hvort framhald yrði á
veru herstöðva Bandaríkja-
manna þar. Tvíhliöa samn-
ingaviðræður ríkjanna hefj-
ast 14 maí.
Bandaríkjamenn hafa fariö
samvinnu bandalaganna
meö það fyrir augum aö eftir
að sameiginlegur markaður
EB landanna verður að veru-
leika 1992 geti þáttur EFTA
orðið sem mestur.
Stefnt var að því að ákvörð-
un Efnahagsbandalagsins
lægi fyrir í fyrrihluta apríl-
mánaðar en hún hefur dreg-
ist að sögn embættismanna
vegna ágreinings um hversu
fram á að fá aö halda áfram
rekstri hernaðarmannvirkja
sem staðsett eru á Filippseyj-
um en samningur þeirra viö
Filippseyinga rennur út á
næsta ári. Bandaríkjamenn
telja herstöðvarnar nauðsyn-
legar til aö tryggja hernaöar-
legan stöðugleika svæöinu.
mikið ákvörðunarvald EFTA
eigi aö hafa um sameiginlegt
markaössvæöi bandalag-
anna.
EFTA ríkin stefna aö því að
ná samkomulagi fyrir næstu
áramót, en flestir embættis-
menn Efnahagsbandalagsins
eru sagðir svartsýnir á að þaö
takist.
EB-EFTA vidrϚurnar:
Viðræður hefjast í lok júní