Alþýðublaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRETTIR Þriðjudagur 22. maí 1990 Fólk 2 kiló af pappír á mann á hauganaá degi hverjum Fridrik A. Brekkcin, segir í þarfri ádrepu í Heimilis- póstinum, heimilisblaði sem Gísli Sigurbjörnsson á Grund, gefur út, að á degi hverjum fleygir sér- hver íslendingur 2 Ícílóum í það minnsta af pappírs- afurðum í ruslatunnu sína. I Svíþjóð er svipað uppi á teningnum, segir Friðrik, nema að þar fer Svíinn með 2 kílóin í end- urvinnslugám, sem venjulega er í nágrenni við heimilið. „Auðvitað er þetta bruðl okkar Is- lendinga ekki eðlilegt og hefur ekki verið um ára- tuga skeið", segir Friðrik í grein sinni. Tannlæknir eyðilagði íslandsferð Johnny Cash Við sögðum frá því að Johnny Casli væri vænt- anlegur til íslands í næsta inánuði. Móttökuaðilarn- ir, Körfuknattleikssam- bandið og SAA, voru til- búnir með mikla og góða kynningu á kappanum og búnir að leggja í talsverð- an kostnað. En því miður, — Cash kemur ekki að sinni, hvorki hingað né til annarra Fvrópulanda. Astæðan er okkur sögð sú að tannlæknir goðsins er sérstaklega harðhent- ur náungi. Við tannviö- gerð fór kjálki Cash úr skorðum þannig aö hann var ekki sönghæfur á eft- ir. Fór svo að fresta varð Evrópuferðinni og búist er við að hann geti ekki sinnt „gamla heiminum" fyrr en í október. Duglegir lögfræðingar Lögmennirnir ad Sudur- landsbraul 20, Arni Ein- arsson og Ólafur Thor- oddsen (lögmaður Grund- arkjörs), bókstaflega ,,eiga“ Lögbirtingabladid, sem síðast kom út, eru þar á nánast sex síðum af átta með slatta af stefn- um. Aðallega eru þetta stefnur á fólk sem keypt hefur hjá IKEA — en gleymt að borga. Ein kona átti eftir eina af- borgun, 2000 krónur. Einnig stefna hinir há- skólamenntuðu menn á ungri konu sem hefur „gúmmað" og skilið eftir sig 14 fremur lága gúmmítékka hjá nokkr- um fyrirtækjum, t.d. 2000 krónur hjá DV. Fer mikið rými og vinna í að koma þessum stefnum á síður þessa virðulega blaðs allra landsmanna. Sum- um kann að finnast að umstangið sé svipað því að skjóta spörfugla með fallbyssu. Við sögöum frá sýningu franska súrrealistans André Masson, í Alþýðublaðinu á laugardaginn var. Sú sýn- ing er tryggð á einn millj- arö króna — og öryggis- verðir munu að sjálfsögðu gæta hennar meðan hún stendur í Listasafni íslands á Listahátíð. Bera Norðdahl forstöðumaður Listasafns íslands vann i gærmorgun við það að opna kassana, sem innihéldu myndir Mass- ons, — afar ánægjulegt verk, sem var unnið hægt og bítandi, enda mikið í húfi að ekkert fari úrskeiðis. A-mynd: E. Ól. Dýru myndirnar úr umbúðunum Lánskjara» vísitalan hækkarlítið Vísitala lánskjara sem gild- ir fyrir júní er 2887 stig. Hækkun lánskjaravisitölu frá mánuðinum á undan er 0,49%. Umreiknað til árs- hækkunar er breytingin þessi: síðasta mánuð 6.0%, síöustu 3 mánuði 6,2%, síö- ustu 6 mánuði 12,5% og síð- ustu 12 mánuði 16.6%. Tilboð upp á 10,5 milljónir i Árvakur Innkaupastofnun ríkis- ins á nú í samningaviðræð- um um sölu á vitaskipinu Arvakri. Auglýst var eftir tilboðum í skipið fyrir nokkru og bauð Þorsteinn Guðnason hæst eða 10,5 milljónir króna. Alls munu sex tilboð hafa borist í Árvakur og voru þau frá 3,5 milljónum og upp í 10,5. Innkaupastofnun vill ganga að hæsta boði og hafa staðið yfir viðræður milli Inn- kaupastofnunar og Þorsteins á grundvelli þessa tilboðs. Ár- vakur var tekinn úr notkun fyrir alllöngu og hefur síðan legið lengst af í Hafnarfjarð- arhöfn. BAK VID FRÉTTIRNAR Sex til vinstri? Hvað er til hægri og hvað er til vinstri? spyr Sæmundur Guðvinsson i eftirfnrandi frétta- grein. Greinarhöfundur bendir á, að stjórn- málaflokkaarnir hverfi æ meira frá hefð- bundinni hægri- eða vinstristefnu. Hins veg- ar sé flokksræði enn mikið og nefnir nýleg dæmi úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðubanda- lagi þar sem flokksforystan hefur gripið fram fyrir hendumar á mönnum sem falin var stefnumótun flokksins i tilteknum mála- flokkum. EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON Heldur var farið að lifna yf- ir kosningabaráttunni í Reykjavík og má segja að það hafi ekki verið seinna vænna því óðum styttisí í kjördag. Þá vill ekki betur til en svo að Davíð Oddsson veikist og óvíst með öllu að hann geti beitt sér í lokaslagnum sem verður þá óneitanlega öllu bragðdaufari en annars hefði orðið. Veikindi borgarstjóra eru áfall fyrir Sjálfstæðis- flokkinn því enginn af fram- bjóðendum flokksins fer í föt Davíðs þegar kappræður eða pólitískar umræður eru ann- ars vegar. Skoðanakannanir hafa verið nokkuð misvís- andi varðandi fylgi framboðs- lista en benda þó ákveðið til að sjálfstæðismenn haldi ör- uggum meirihluta eins og við var búist. Nýr vettvangur hef- ur mest fylgi af öðrum fram- boðum og það kemur ekki á óvart. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar litið er á kosningabaráttuna til þessa. Til dæmis þær fullyrðingar sjálfstæðismanna að sex vinstriflokkar bjóði fram gegn núverandi meirihluta. Eg á svolítið erfitt með að átta mig á þessu tali til vinstri og hægri. Við getum tekið Græningjana sem dæmi. Þar hefur safnast saman nokkur hópur fólks með umhverfis- vernd að leiðarljósi. Er það vinstri stefna að vernda um- hverfið ef menn vilja gera það á einhvern annan hátt en þann sem Sjálfstæðisflokkur- inn ákveður? Og hverjir eru það sem ákveða stefnu flokksins í þeim málum og öðrum? Svarið liggur á borð- inu. Undirritað af Skúla John- sen borgarlækni. Slefnan ad ofan í viðtali við Alþýðubiaðið síðastliðinn iaugardag segir borgarlæknir hvers vegna hann yfirgaf Sjálfstæðisflokk- inn og er nú „vinstri" maður. Hann gekk í Sjálfstæðisflokk- inn á sínum tíma og var fljótt beðinn að taka að sér for- mennsku í málefnanefnd flokksins um heilbrigðis- og tryggingamál. Maður skyldi ætla og það hefur Skúli ef- laust haldið, að sú nefnd ætti að vinna að stefnumótun flokksins í þessum málum. En hann rak sig brátt á þá nötur- legu staðreynd, að það var „Skúli Alexandersson í Alþýðubandalagi vaknaöi upp við þann vonda draum eftir að honum var falið að leiða fiskveiðistefnu flokksins, að forystan ákvað að fara allt aðrar leiðir og þvert á vilja Skúla. Hann hafði þó geð i sér til að láta nota sig sem fótaþurrku sem nafni hans borgarlæknir hafði ekki í Sjálfstæðisflokknum," segir Sæmundur Guðvinsson m.a. í Bak við fréttirnar. breitt bil milli hugmynda hans og þeirrar línu sem ákveðin var í fundarherbergi þröngrar flokksforystu. Fór svo að Skúli var beðinn að hypja sig úr nefndinni og taldi hann sig þá ekki eiga samleið með f lokknum og sagði sig úr honum. Hægt væri að nefna fjölmörg dæmi til viðbótar um flokksræði Sjálfstæðis- flokksins og annarra stjórn- málaflokka en það er í raun óþarfi. Þó má minna á atvik úr Alþýðubandalaginu þegar Skúli Álexandersson vaknaði upp við þann vonda draum eftir að honum var falið að leiða fiskveiðistefnu flokks- ins, að forystan ákvað að fara allt aðrar leiðir þvert á vilja Skúla. Hann hafði hins vegar geð í sér til að láta nota sig sem fótaþurrku sem nafni hans borgarlæknir hafði ekki. Það er nöturlegt að Sjálfstæðisflokkurinn sem boðað frelsi í sem flestum myndum skuli ekki þola sjálf- stæða hugsun eða persónu- vilja frekar en Alþýðubanda- lagið. Menn og málefni Eg gef ósköp lítið fyrir þetta tal um vinstri og hægri. Félagsleg þjónusta hefur til dæmis verið talið baráttumál til „vinstri", en nú segja sjálf- stæðismenn að þeir hafi kom- ið því til leiðar að í engu sveit- arfélagi á landinu sé varið jafn miklu fé í þennan mála- flokk á hvern íbúa, eins og í Reykjavík, undir þeirra stjórn. Auðvitað er kosið um menn og máiefni hér í borg- inni. Ekki efast ég um að allir frambjóðendur vilji hag borg- arinnar og íbúa hennar sem mestan og bestan. Hins vegar er um mismunandi áherslur að ræða eins og eðliiegt er því sem betur fer hefur fólk mismunandi viðhorf til lífs- ins. Og enn er til fólk sem vill berjast fyrir hugsjónum sín- um, jafnvel á hinum pólitíska vígvelli þar sem skítkast og hvers konar lágkúra er oft á tíðum alltof ábercindi. Frambjóðendur leggja sín baráttumál undir dóm kjós- enda. Það er þeirra að greina hismið frá kjarnanum og taka sjálfstæða ákvörðun um hvaða lista og hvaða fólk þeir krossa við á kjördag. í kjör- klefanum hafa kjósendur frjálst val og þar á sannfær- ingin ein að ráða. Nýjum vettvangi er spáð mestu fylgi utan Sjálfstæðis- flokks. Engu vil ég spá um framtíð vettvangsins. En það versta sem gæti komið fyrir þau samtök væri að þau yrðu að hefðbundnum flokki — til „vinstri" — eða „hægri". Flokki sem vill stjórna fólki en ekki stjórna með fólki. Við höfum að undanförnu orðið vitni að falli frelsisskerðing- arafla kommúnistaríkja. Það er vel. En við þurfum að vera vel á verði í okkar nánasta umhverfi og hafa það í huga að lýðræðisformið býður heim þeirri hættu að dóm- greind fólks sé svæfð af þeim sem viija safna að sér valdi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.