Alþýðublaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 8
Iiftxygghngar lll VVVI /V/ ALÞJÓÐ4 UFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LÁGMÚU 5 - RE YKJAVtK smd6816M •••• •••• • • • • • • • •••• ••••• • • • • • • • ••••• ••• Yassir Arafat segist berjast við hlið íraka: Velkomnir i strið! Yassir Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær að Frelsis- hreyfing Palenstínumanna (PLO) myndi berjast við hlið íraka ef til styrjaldar kæmi við alþjóðlegan her undir stjórn Bandaríkja- manna. Arafat lét þessi orð falla í ræðu í Baghdad í gær, þar sem hann ávarpaði sam- komu Palestínumanna þar sem háttsettir embættis- menn í írak voru til staðar. Arafat sagði að ef Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra kysu að berjast við Iraka til að endurheimta Kúvæt, „þá segi ég, Velkomnir, velkomnir, velkomnir í stríð." „írak og Palestína eru fulltrúar fyrir sameiginlegan vilja. Við munum vera saman hlið við hlið og eftir hinn mikla bardaga munum við, ef Guð lofar, biðja saman í Jerúsal- em,“ sagði Arafat og veifaði hundruðum fagnandi Palest- ínumanna og Iraka. ENGUM SKAL ÞYRMT: Þær hótanir ber- ast frá Irak, að komi til stríðs, þá verði ekkert land undanskilið. Þó vera kunni að þungamiðja stríðsins verði írak, þá skal engum þeim þyrmt, fyrirskipar Hussein herforingjum sín- um. Arafat: „Þegar hinum mikla bardaga lýkur munu Irakar og Palestínumenn biðja saman í Jerúsalem" >•••••••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • • • • • Björgúlfur Gunnarsson loftskeytamadur, íslendingur í Israel: Þeir geta ekki ráðist á okkur — En ífsrael er fólk vid öllu búiö, meö gasgrímur og límboröa til aö þétta eitt herbergi íhúsinu gegn gasógninnisem írakar hóta, veröi innrás gerö íKúvœt. „Við erum meö gas- grímur tilbúnar hérna heima, og límborða, sem við eigum eftir að setja á allar rifur með hurðum og gluggum í einu her- bergi í húsinu okkar,“ sagði Björgúlfur Gunn- arsson frá Hafnarfirði, en hann er íbúi í mið- borg Tel Aviv. Björgúlfur hefur búið í ísrael í ein þrjátíu ár. Björgúlfur sagði að dag- legt líf í borginni væri með eðlilegum hætti. Við botn Miðjarðarhafs væri nú vet- ur, i gær var sólskin og 9 stiga hiti. Fólk sem Björg- úlfur sagðist hitta á förnum vegi ræddi ekki mikið um ástandið. „Við trúum því ekki að Saddam Hussein og Irakar geti beitt okkur gasi. Til þess þyrftu Irakar að kom- ast inn í ísrael, og það tel ég útilokað að þeir geti." Sagði hann að ekki væri talið að þeir gætu sent gasið með eldflaugum sínum, það yrðu þeir að nota af ör- stuttu færi, nánast að dæla því inn í húsin. „Gasið er hættan fyrir okkur, eld- flaugaárás verður auðvitað svarað í sömu mynt, ísraels- menn eru alveg færir um það, flugherinn okkar er þekktur fyrir að vera fær í allan sjó.“ Björgúlfur sagði að fjöl- skyídan hefði náð í grímur sínar fyrir nokkru og biðu þær þess mikla örlagadags, 15. janúar. Björgúlfur sagð- ist ekki eiga von á að grípa þyrfti þeirra né annars varnarbúnaðar. Björgúlfur Gunnarsson er Björgúlfur Gunnarsson í israel skömmu eftir sex daga stríðið. — Ljósm. JBP. nú 66 ára gamall. Hann . kom til ísraels ungur að ár- um sem starfsmaður Sam- i einuðu þjóðanna. Hann átti eftir að setjast að í landinu og festa þar ráð sitt. Lengi vann hann hjá El Al, ríkis- flugfélagi ísraels, sem loft- skeytamaður og flugum- sjónarmaður. Hann er nú kominn á eftirlaun. í ísrael munu nú vera tveir íslendingar. Auk Björgúlfs er í landinu Anpa Norðdal úr Garðabæ. Hún er á samyrkjubúi í norður- hluta landsins. Hún hefur oft verið í ísrael áður. Björg- úlfur sagðist hafa verið í landinu tvisvar á stríðstím- um, 1967 þegar sex daga stríðið var háð, og svo 1973 i Yom Kippur stríðinu. 15. JANÚAR — ANNARS STRÍÐ: Jandaríkin og j Bretland hafa lýst því yfir að enginn frestur verði veittur. Hverfi írakar ekki frá Kúveit 15. janúar, verði stríðs. Sadd- am Hussein eigi völina. ARABAR SAMÞYKKJA RÉTT ÍSRAELA TIL GAGNARASAR : Shamir, forsætisráðherra ísraels, segir j að þau arabaríki sem lýst hafa yfir andstöðu sinni gegn Ir- ak, séu því samþykk að ísraelar hafi rétt til að gjalda líku líkt, komi til stríðs. JORDANDIR HEIMTA DOLLARA FYRIR FLÓTTAMANNA- HJÁLPINA: Hussein, konungur Jórdaníu kveðst verða að hætta að taka á móti flóttamönnum frá Ir- ak, fái Jórdanir ekki millj- ónir dollara greiddar fyrir aðstoðina. FORSETI SÓMALÍU STRÖGGLAR ENN: uPP- reisnarmenn í Sómalíu telja sig hafa á valdi sínu nær alla höfuðborgina, Mogadishu, og hafa skorað á stuðnings- menn forsetans, Mohameds Siad Barre, að gefast upp. For- setinn strögglar enn, en bæði ættingjar hans og nokkrir ráðherrar hafa flúið til Sameinuðu arabísku furstadæ- manna. JÓL HALDIN í MOSKVU: í fyrsta sinni í 70 ár voru jól- in nú haldin í Moskvu, og aðfangadagur gerður að almenn- um helgidegi. BELGÍSKIR GÍSLAR LEYSTIR ÚR HALDI:Róttæk- ur hópur Palestínumanna sem leiddur er af hinum ill- ræmda skæruliða Abu Nidal segist hafa leyst úr haldi fjóra belgíska gísla í þakkarskyni fyrir viðleitni lýbíska leiðtog- ans Gaddafis, en tiltók þó hvorki hvar né hvenær þetta ku hafa átt sér stað. ERLENDAR FRÉTTIR HAITI i SUÐUR - AMEfíÍKA PORT - AU - PRINCE FORSETAHOLLIN MANUDAGUR, 7. JAN Tveggja stunda bardaga lýkur með valdatöku Roger Lafontant, fyrrum innanríkisráðherra. Lafontant handtekinn síðar sama dag af stjórnarhernum ii IL^#=TÍI Haiti: Valdaræningi Haiti tek- inn höndum af þjéiarher Her Haiti gerði áhlaup á forsetahöllina í gærmorg- un og batt þar með enda á valdarán Rogers Lafont- ant, örfáum klukkustund- um eftir að þessi fyrrver- andi innanríkisráðherra Duvaliers, þá betur þekkt- ur sem yfirmaður „dauða- sveitanna”, hafði lýst sjálf- an sig sem forsteta lýð- veldisins, segir í fréttum útvarpsins og stjórnarer- indrekanna á Haiti, en að eigin sögn hafði valdataka hans farið farið fram „án blóðsúthellinga”, þó frétt- ir hafi greint frá tveggja stunda skotbardaga við forsetahöliina. f sinni stuttu stjórnartíð til- kynnti valdaræninginn: „Herinn stendur með mér,” en nú herma fréttir að Lafont- ant hafi særst í skotbardagan- um sem stóð yfir í hálfa klukkustund og mun hann hafa verið tekinn höndum af hermönnum um kl. 9.30 að staðartíma (14.30 GMT). Hróp og gleðilæti stuðn- ingsmanna prestsins Jean- Bertrand Aristide, kjörins for- seta þjóðarinnar, bergmála um götur allar, en hann vann glæsilegan sigur í forseta- kosningunum þann 16. des- ember sl. og bar skv. því að taka við völdum í næsta mán- uði af bráðabirgðaforseta landsins, Ertha Pacal Trou- illot. Engar fréttir fara af fyrrver- andi forseta þjóðarinnar, Du- valier yngri, sem býr í útlegð í Suður-Frakklandi,en honum var steypt af stóli í uppreisn fyrir fjórum árum, sem batt enda á 29 ára einræði ættar hans. VALDATAKA A HAITI DOMINISKA LÝÐVELDIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.