Alþýðublaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 7
7 Þriðjudagur 8. janúar 1991 tKLtNU rKtTTMSK TKiHG' Rádamenn Hvíta hússins svartsýnir á diplómatíska lausn i Persaflóadeilunni: Vika i styrjöld? Ráðamenn Hvila hússins i Washington eru ekki bjartsýnir á að striði við Íraka verði afstýrt á elleftw stundu. Talsmaður Bandarikjaferseta, sagði i gær, að styrjöldinni yrði sennilega ekki afstýrt með dip- lómatiskum leiðum og neitaði að svara spurningum um hvort Bandarikjamenn myndu nota kjarnorku- vopn ef til styr jaldar við Persaflóa kæmi. Niðurtaln- ingin er hafin: Eftir þ. 15. þessa mánuðar þegar frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem gefinn var írökum til að fara með herlið sitt á brott frá Kúvæt, rennur út. Er vika i stórstyrjöld við Persaflóa? James Baker var á leið til Genfar í gær til fundar við utanríkisráð- herra íraks, Tareq Aziz, og milli- lenti í London til að ræða málefni Persaflóadeilunnar við Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta. Fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og íraks í Sviss á morgun er talinn vera síðasta tækifærið til að þessi tvö ríki nái diplómatískum sáttum áður en frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna rennur út þ. 15. janúar nk. „Þetta verður síðasta tækifær- ið sem írakar fá til að skilja, að Bandaríkjamenn muni frelsa Kú- væt með vopnavaldi, ef þörf kref- ur,” sagði Marlin Fitzwater, tals- maður Hvíta hússins í gær. Baker mun sýna Azix gervihnatta my ndir_________ Talsmaðurinn sagði ennfremur, að Baker myndi skýra utanríkis- ráðherra íraks frá því í smáatrið- um, hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir írak, ef þeir drægu ekki her- lið sitt til baka frá Kúvæt og styrj- öld skylli á. Baker mun einnig sýna Aziz gervihnattamyndir af hugsanlegu stríðssvæði og út- skýra fyrir honum hinar hroða- legu afleiðingar sem styrjöld milli íraks og bandamanna myndi hafa í Ijósi hins mikla eyðilegginga- máttar hins alþjóðlega herliðs. Bandaríska stórblaðið Washing- ton Post birti frétt í gær þess efnis, að hershöfðingjar Bandaríkjahers væru svo sannfærðir um vinning- slíkur hins alþjóðlega hers gegn Irökum að þeir myndu beita þurfa að grípa til kjarnorkuvopna eða efnahernaðar gegn Irökum þótt þeir síðarnefndu beittu efnavopn- um eða sýklahernaði. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Bandaríkjastjórn svaraði aldrei spurningum fréttamanna um vopnanotkun eða fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir. Beila Bandaríkjamenn kjarnorkuvopnum?____________ Washington Post hefur það eftir ónefndum embættismanni í Washington, að aldrei hafi verið ráðgert að beita efnavopnum eða DAGSKRÁIN kjarnorkuvopnum af hálfu Banda- ríkjamanna. Tímaritið Newsweek segir hins vegar að Pentagon hafi beðið um ítarlega greinaragerð um hugsan- lega notkun slíkra vopna til að stytta stríðið eða minnka mann- fall. En tímaritið hafði það eftir heimildum í arabalöndum og í Evrópu, að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra við Persaflóa hefðu ekki í huga að nota slík vopn. Bandarikjaþing greiðir atkvæði um strið George Bush Bandaríkjaforseti hélt fund um Persaflóadeiluna síð- astliðið sunnudagskvöld með hátt- settum mönnum innan Banda- ríkjahers og átti fund í gær með Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær, að Bandaríkjaforseti myndi eiga nokkra fundi með bandarísk- um þingmönnum til að fá stuðning fyrir fyrirhuguðum aðgerðum Bandaríkjaforseta í Persaflóadeil- unni. Forseti fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, Thomas Foley, ákvað að halda þingumræður á næstu dögum um málefni Persaflóadeil- unnar. Atkvæðagreiðsla mun fara fram að loknum umræðum, hvort Bandaríkjaþing leyfi notkun her- valds í deilunni. „Pað er kominn tími til að þing- menn segi hug sinn,” sagði Foley við fréttamenn í gær. Umræðurn- ar fara fram nk. fimmtudag. Bandarískir fjölmiðlar telja að at- kvæðagreiðslan fari fram nk. föstudag. Foley sagði fréttamönn- um að hann byggist við að Banda- ríkjaþing myndi samþykkja beit- ingu vopnavalds, en sennilega ekki með þeim meirihluta sem að Bush óskaði eftir. Robert Dole, leiðtogi repúblik- ana í Öldungadeild, sagði i sjón- varpsviðtali sl. sunnudag, að sennilega féllu atkvæði hlutfalls- lega 60- 40, vopnabeitingu í vil. Kveðjustund með kossi: Bandarískur sjóliði kveður ástina sína áður en hann stígur um borð í herskip sitt í Norfolk, Virginíu og siglir til Persaflóa. Er aðeins vika í stórstyrjöld? Stríð um qllq veröld? Meðan klukkan tifar á styrjöld í Persaflóa, færist Saddam Hussein íraksleiðtogi allur í aukana. Sadd- am sagði í útvarpsræðu í gær, að ef alþjóðlegt herlið undir stjórn Bandaríkjanna ræðst inn í Kúvæt, muni barátta Iraka vera háð um allan hnöttinn. Bandarískir embættismenn svöruðu þessari ógnun á þá lund í gær, að Bandaríkjamenn væru búnir undir hugsanlegar aðgerðir íraska skæruliða í Bandaríkjunum eða gegn bandarískum þegnum um víða veröld. Spennan magnast því með hverjum degi. Vika er nú eftir þangað til frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna rennur út. Náist ekki friðarsamningar fyrir þann tíma eru líkur á styrjöld orðnar nær algerar. Ingólfur Margeirsson skrifar Sjónvarpið 17.50 Einu sinni var 18.20 íþrótta- spegill 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Fjölskyldulíf 19.20 Brauðstrit 19.50 Hökki hundur 20.00 Fréttir og veður 20.35 ísland í Evrópu 21.00 Mannvíg 22.00 Nýjasta tækni og vísindi 22.15 Kastljós á þriðjudegi 23.00 Ellefu- fréttir og dagskrárlok Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Maja býfluga 17.55 Fimm félagar 18.30 Eðaltónar 19.19 19:19 20.15 Neyðarlínan 21.05 Sjónaukinn 21.35 Hunter 22.25 Hundaheppni 23.15 Hjólabrettalýð- urinn 01.45 Dagskrárlok Rós 1 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlitá hádegi 12.01 Endurtek- inn morgunauki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 I dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Maðurinn sem alltaf vantaði klósettpappír eftir Bill Valgarðsson 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Kíkt út um kýraug- að 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Ég man þá tið 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á sið- degi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tónleikasal 21.30 Stundar- korn í dúr og moll 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Leikrit vikunnar: Hann kemur, hann kemur eftir Gunn- ar Gunnarsson 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Miðnaeturtónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Rús 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unf rétt ir 09.03 N í u fjögu r 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 13.20 Vinnustaðaþrautirnar þrjár 14.10 Gettu beturl 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan 20.00 Lausa rásin 21.07 Á tónleikum með Michelle Schocked 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Páll Þor- steinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í dag 18.30 Hafþór Freyr Sigmunds- son 22.00 Kristófer Helgson 23.00 Kvöldsögur 24.00 Kristófer 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Jó- hannes B. Skúlason 22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 02.00 Næturpopp á Stjörnunni. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.30 Húsmæðrahornið 10.00 Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Ham- borg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Tónlist Aðalstöðvarinnar 11.30 Slétt og brugðið 12.00 Hádeg- isspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á bau gi vestanhafs 16.30 Mitt hjartans mál 18.30 Tónlist á Að- alstöðinni 19.00 Eðaltónar 22.00 Á nótum vináttunnar 24.00 Næturtón- ar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.