Alþýðublaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 23. janúar 1991 Bakveiki fyrir 900 milljónir á ári? Bakveiki meðal íslenskra verka- manna færist í vöxt, segir í Dags- brúnarblaðinu, og líklega mun svo vera meöal fleiri stétta. I blaðinu er rætt við Kristirt Gud- mundsson, yfirlækni á heila- og taugaskurðlækningadeild Borg- arspítalans um mikla tíðni bak- veiki, ekki síst brjóskloss. Lækn- irinn telur orsök bakveiki í mörgum tilfellum stafa af hreinni og beinni ofþreytu og of- reynslu. Þá sé því haldið fram að fólk almennt sé í lakara formi en það var áður, þegar börn léku sér meira úti og fleiri unnu erfið- isvinnu. Vöðvar séu slappir og líkaminn stirður, sem leiði þá af sér verki, þegar skyndilega er varið að taka á eða þegar streita eyskt. í greininni er byggt á am- erískum rannsóknum á bakveiki og spurt: Kostar bakveikin okk- ur 900 milljónir ú úri? Kvenna (kennara) listi i Reykjaneskjördæmi Kvennalistinn í komandi kosn- ingum í Reykjaneskjördæmi hef- ur verið samþykktur á félags- fundi. Efstar á listanum eru: Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona á Alftanesi, Kristín Sig- urdardóttir, framkvæmdastjóri í Mosfellsbæ, Ragnhildur Eggerts- dóttir, verslunarkona í Hafnar- firði, Edda Magnúsdóttir, mat- vælafræðingur á Seltjarnarnesi, Birna Sigurjónsdóttir, yfirkenn- ari í Kópavogi og í 6. sæti Þór- unn Eridriksdóttir, kennari í Keflavík. Fyrrverandi þingkona listans, Kristín Halldórsdóttir, starfskona þingflokksins í dag, erí 11. sæti listans. Kennarastétt- in er með meira en þriöjung full- trúanna á listanum. Opna sýniningar i Nýlisiasafni Á fimmtudaginn opnar Níels Hafstein myndhöggvari sérsýn- ingu á verkum sínum í Nýlista- safninu, „niðurstöður formrann- sókna, unnar í tré og málma," segja þeir í Nýlistasafninu. Sér- stök áhersla lögð á fjölbreytileik. Á föstudaginn verður önnur sýn- ing opnuð í safninu, fyrsta einka- sýning Irisar Elfu Fridriksdóttur. Hún sýnir verk unnin í pólýester og járn. Marteinn hættir með U/21 liðið Marteinn Geirsson, knattspyrnu- þjálfarinn góðkunni þurfti að taka ákvörðun á dögunum: Ung- lingalandsliðið undir 21 árs — eða Fylkir? Báðum liðunum get- ur hann ekki sinnt á komandi keppnistímabili, bæði krefjast mikilla æfinga. Marteinn ákvað að halda áfram með Fylkisliðið. Hann óskaði því eftir að verða leystur frá störfum hjá Knatt- spyrnusambandinu. Hjá lands- liði ungu mannanna eru fram- undan þrír erfiðir landsleikir í maí og júni og Fylkir á framund- an mikið puð. FRÍTTASK ÝRING ,,Aðförin að þjóðartil- veru fólksins i Eystra- saltslöndunum hefur ekki tekist. Þess vegna syngur fólkið á götum úti," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra i gær er hann kom úr för sinni til Eystrasaltsríkjanna. ís- lenska ríkisstjórnin hef- ur iagt til að Reykjavik verði fundarstaður fyrir ráðstefnu um málefni Eystrasaltsríkjanna. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Piplómatiskt samband liklegt þegar i stað_________ Ríkisstjórnin fundaði sérstak- lega í gærmorgun um hugsanleg- ar aðgerðir Islands til styrktar lýð- ræðishreyfingum Eystrasaltsríkj- anna. Meðal þess sem kemur til greina er að bjóða Reykjavík sér- staklega fram sem fundarstað fyrir Jón Baldvin Hannibalsson bar í gær forseta Sameinaðs þings kveöju Landsbergis, forseta Lithéens. A-mynd: E.ÓI. Þess vegna syngur fólkið á götum úti alþjóðlega ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um ástandið við Eystrasalt. Þá hefur verið rætt um að Alþingi íslendinga komi á föstum tengslum við þingiö í Lit- háen. Eistlendingar og Lettar hafa lýst því yfir að markmið þeirra sé að endurreisa ríkin. Litháar hafa hins vegar lýst yfir að sovésk stjórnvöld hafi ekki lengur yfirráð í Litháen og sovésk lög gildi ekki framar. Litháen er með öðrum oröum sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherra telur rétt að íslendingar viðurkenni Litháen, en þaö er ekki auðhlaupið að koma á diplómatísku sambandi milli ríkjanna. Litháum er ekki að skapi að þau tengsl verði í gegnum Moskvuvaldið, en sendiherra eða fastafulltrúi íslands yrði að sækja vegabréfsáritanir sínar inn fyrir Kremlarmúra. Því er líklegt aö Al- þingi íslendinga ákveöi þegar í vikunni að komið verði á föstum tengslum milli Alþingis og þjóð- þinga lýðveldanna þriggja. Sföðvið efnahagsaöstod til sovéska miðstjórnar- valdsins í umræðum á Alþingi í gær kom fram einlægur vilji fulltrúa allra stjórnmálaflokka að ísland styddi meö öllum hugsanlegum ráöum lýðræöishreyfingarnar í löndun- um viö Eystrasalt. Utanríkisráð- herra flutti kveðju Landsbergis forseta Litháen og kvað það heit- ustu ósk forystumanna lýðveld- anna að íslendingar beittu sér þegar í stað fyrir því á alþjóðavett- vangi að efnahagsstuðningi við miðstjórnarvaldið í Moskvu yrði þegar í stað stöðvað. Fjármagninu sé í dag varið til að kveða niöur lýðræðishreyfingar í Eystrasalts- ríkjunum og viða um Sovétríkin. Viðbrögð Vesturlanda við síð- ustu ódæðisverkum eru nú með allt öðrum hætti en áður og í dag er gert ráð fyrir því að Evrópu- bandalagið hætti við för til Sovét- ríkjanna, þar sem ganga átti frá nýjum samningum um fjárhagsað- stoð. Fólkið reiðuhúið að láta lifið fyrir frelsið__________ Ráðamenn í Eystrasaltsríkjun- um tjáðu Jóni Baldvini að til hafi verið nákvæmar áætlanir um að reka þjóðþing landanna heim og koma á leppstjórnum. Fyrsta stig aðgerða hafi verið að hleypa öllu í bál og brand um leið og Persa- flóastríðið skall á. Síðan hafi Sov- éther átt að koma sem frelsandi englar og koma á Jögum og reglu" að þekktri fyrirmynd. ,,Ég tel aö það sem fyrst og fremst hafi haft áhrif á Kreml- stjórnina, hafi verið að fólkið í Eystrasaltsríkjunum var tilbúið að láta lífið í baráttu fyrir frelsinu," sagði utanrikisráðherra á blaða- mannafundi í gær. Þá hafi ráðið miklu yfirlýsing Jeltsíns, forseta Rússlands, og ákvörðun hans og ráðamanna í Eystrasaltsríkjunum í fyrri viku um gagnkvæma viður- kenningu ríkjanna. Þá hafi Rúss- land ákveðið að ganga í sérstakt ríkjasamband með þremur öðrum ríkjum inna Sovétríkjanna. ,,Með þessu er kominn upp grundvallar- ágreiningur innan Sovétríkjanna sjálfra," sagði utanríkisráðherra. Jeltsín hefur boðað að sendifull- trúar verði þegar sendir frá Rúss- landi til Eystrasaltsríkjanna. Friðnum stefnt i voða Landsbergis ítrekaði á fundi með Jóni Baldvini um helgina þá ósk að íslendingar kæmu á stjórn- arfarslegum tengslum við Lithá- en. Utanríkisráðherra sagði í gær að ekki væri tryggt að stjórnarer- indrekar gætu starfað með eðli- legum hætti þar sem landið væri hernumið. Lýsti utanríkisráðherra hvernig hann hefði orðið vitni að ofbeldi Sovétmanna eða þess ,,lýðs“ sem færi offari í löndunum. Þegar spurt væri hver gæfi tilskipanir um fyrirvaralausa húsleit og hvers kyns hrottaskap fengjust engin svör. „Enginn veit hverjir stjórna þessu pakki, en það er óhugsandi með öllu að innanríkisráðuneytið í Moskvu geti þvegið hendur sínar af þessum óaldarlýð." Á blaða- mannafundi í gær minnti utanrík- isráðherra á að Gorbatsjov hefði lýst því yfir að valdi yrði ekki beitt. Forseti Sovétríkjanna hefði síðast í nóvember verið aðili að Parísar- sáttmálanum, sem væri liður á löngum ferli í átt að stöðugleika og friði milli austurs og vesturs. Um- bótahreyfingin hefði ekki bara verið orð. Aðgerðir íslendinga Aðspurður hvað líklegast væri að íslenska ríkisstjórnin gerði í kjölfar síðustu atburða í löndun- um við Eystrasalt, nefndi utanrík- isráðherra fimm atriði sem stæðu fremst í verkefnaröð: 1) Fulltrúar Alþingis yrðu sendir í austurveg. 2) Rannsóknarnefnd á vegum RÖSE (Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu) yrði send til Eystrasaltsríkjanna til að kanna ofbeldisverk. 3) Ráðstefna um málefni ríkj- anna á vegum Sameinuðu þjóð- anna. íslendingar hafa lagt til að Reykjavík verði fundarstaður. 4) Stöðva efnahagsaðstoð til Sovétríkjanna eða skilyrða hana þannig að ofbeldi verði ekki beitt. Beina jafnframt aðstoðinni til ein- stakra ríkja. 5) Alþingi sendi fastafulltrúa til Vilníus. í dag mun utanríkisnefnd Al- þingis fjalla um væntanlegar til- lögur í málum Eystrasaltsríkja, en auk þess sem utanríkisráðherra hefur lagt til lagði Þorsteinn Páls- son til í umræðum á Alþingi i gær að sendiráðsstarfsmönnum við sovéska sendiráðið yrði tafarlaust fækkað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.