Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. febrúar 1991 INNLENBAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN ÞAU BÍÐA EFTIR ÚRSKURÐI: Forseti íslands mun af- henda íslensku bókmenntaverðlaunin við hátiðlega at- höfn í Listasafni íslands á mánudaginn kl. 17. Fimmtán bækur voru tilnefndar til verðlaunanna, 8 úr flokki fagur- bókmennta og 7 úr flokki handbóka, fræðirita og frásagna. Á myndinni eru 13 úr hópi hinna tilnefndu. Að sjálfsögðu bíður þetta fólk úrskurðar dómnefndar- innar í ofvæni, enda mikill heiður að vinna til verðlaun- anna. HUGBÚmUR TIL ÚTFLIJTNINGS: ís- lenskur hugbúnaður fyrir tölvur getur verið vænleg útflutningsvara. Fyrirtækið Hugbúnaöur hf. í Kópa- vogi hefur gert samning við þýskan dreifingaraðila um sölu á hugbúnaði frá fyrirtækinu. Unnið er að samningum við kaupendur í Bandaríkjunum, Ástralíu, Portúgal og víðar. Hugbúnaður þeirra í Kópavoginum heit- ir HBX PAD, sem auðveldar samskipti System 6000 tölv- anna frá IBM við aðrar tölvur og tölvunet. Páll Hjaltason hjá Hugbúnaði hf. segir að hugbúnaðurinn kosti um 2000 dollara og að útlit sé nú þegar fyrir sölu á um 300 eintökum til þýskra stórfyrirtækja. Hér getur því orðið um að ræða tugmilljóna króna útflutning. Myndin er af Páli Hjaltasyni í Hugbúnaði hf. LEIÐRETT NAFN: Ranglega var farið með nafn í blað- inu í gær. Starfandi sendiherra Þýskalands, sem tók við ál- pönnu nr. 1.000.000 frá Alpan á Eyrarbakka, heitir Bern- hard Brasack. Hins vegar er það rétt að Hans Hermann Haferkamp er skipaður sendiherra landsins hér, en hann er um þessar mundir í fríi. Biðjumst við velvirðingar á þessari yfirsjón. Ritstjórn Viskubrunnsins skoðar arangurinn við tölvuna i gær. Við tölvuna situr Arnbjörn Arnarson. þaulvanur blaða- mennsku, María Gísladóttir forstöðumaður, Filippía Krist- jánsdóttir, (Hugrún) þekktur rithöfundur, og Rannveig Kára- dóttir. Á myndina vantar Ragnheiði Baldursdóttur. ALDRAÐIR GEFA ÚT EIGIÐ BLAÐ: Biaðið visku- brunnurinn hefur komið út á undanförnum árum hjá íbú- um Seljahlíðar. íbúarnir sjálfir, meðalaldur þeirra er 84 ár, hafa sjálfir lagt til megnið af efninu í blaðið. Þar gerast því margir blaðamenn á efri árum, og fara létt með það! í Seljahlíð stendur nú námsstefna með fjölbreyttri fræðslu fyrir eldri borgarana. Forstöðumaður Seljahlíðar er María Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur. HEILSURÆKT í HÓTEL ÖRK: Sparidagar í miðri viku heita sérstakar heilsu- og félagsvikur í Hótel Örk í Hvera- gerði. Þessir dagar hafa notið mikilla vinsælda, enda er verðið sanngjarnt og mikið innifalið í því, matur, gisting og fjölbreytt dagskrá og líkamsrækt. RARIK TEKUR VIÐ HITAVEITU: Á dögunum var undirritaður samningur milli bæjaryfirvalda í Höfn í Hornafirði og Rafmagnsveitna ríkisins. RARIK kaupir dreifikerfi Hitaveitu Hafnar fyrir 108,5 milljónir króna og tekur við rekstrinum. Hitaveitan hefur keypt heita vatnið frá kyndistöð RARIK til þessa, en annast um dreifingu og sölu. Viðskiptavinir njóta sömu kjara og fyrr, í það minnsta næstu tvö árin. Ennfremur njóta þeir 25% lækkunar á heimæðagjöldum frá því sem verið hefur. Kvartað yfir tónaflóðinu — borgin œtlar aö leysa vandann Hér sjáum við skóla FÍH við Rauðagerði og einbýlishús fjölskyIdunnar sem kvartar yfir tónaflóð- inu. Einn kennara skólans, Ásgeir Hermann Steingrímsson, þenur tvo trompeta. A-mynd: E.ÓI. RÚV bannar auglýsingar PRESSUNNAR: ilhæfulaus ritskodun — segir markadsstjórinn, útvarpsstjóri sammála starfsfólki auglýsingadeildar. Tónlistarskóli Félags ís- lenskra hljómlistarmanna og tónleikahald í húsi fé- lagsins við Rauðagerði, hefur orðið tilefni um- kvörtunar næsta ná- granna, Ingimundar Gísla- sonar augnlæknis. Kvart- að er undan hávaða til borgaryfirvalda. Skipu- lagsnefnd hefur afgreitt málið til borgarráðs, og þaðan var málinu vísað til meðferðar byggingafull- trúa sem á að finna réttu lausnina. Skóiinn er í húsnæði þar sem bílaumboð Ingvars Helgasonar voru áður. Skóla- stjórinn, og jafnframt for- maður FÍH, Björn Árnason, sagði að umkvartanir þessar kæmu frá einu fjölskyldunni í hverfinu sem hefði allt á hornum sér vegna skólans og þeirrar starfsemi sem þarna fer fram. „Þetta hefur þegar kostað okkur umtalsvert fé. Þrefalt gler í glugga, þykkari veggi og annað. Hér hefur hávaði verið mældur utandyra þeg- ar poppgrúppa lék á fullum styrk, það reyndist allt innan marká', sagði Björn og bætti við að dynurinn frá umferð- inni á Miklubraut léti mun hærra í eyrum. Björn sagði ennfremur að lokað væri kl. 10 á kvöldin og að reynt væri eftir fremsta megni að virða óskir nágrannanna. „Við telj- um að skólinn sé mun betri nágranni en bílaumboð, sem augljóslega býður upp á mikla bílaumferð um götuna, sem meiri hætta stafar af en börnum í tónlistarnámi". En sem sagt, borgin mun leysa vandann, annað hvort með hljóðheldri girðingu eða hljóðmön. Munu menn svo vonandi sitja sáttir á eftir. Auglýsingar Pressunnar á Rás 2 voru stöðvaðar í gærdag af auglýsingadeild stofnunarinnar. Markads- stjóri Pressunnar, Tómas Hilmar Ragnarsson, mót- mælti auglýsingabanninu í gærmorgun vid Ingu Rósu Þórðardóttur, for- mann útvarpsráðs. Tómas sagði í gærkvöldi að hann áliti að hér væri um til- hæfulausa ritskoðun _ að ræða hjá starfsfólki RÚV. Það sem auglýsingadeild fetti fingur út í var orðið „full- næging" og eins frétt um Guðjón B. Olafsson, forstjóra Sambandsins. Hún var talin „hrein ósannindi". Tómas Hilmar sagði fréttina engu að síður hafa verið flutta á svip- aðan hátt í hádegisfréttum Rikisútvarpsins í gær. „Ann- ars gátu starfsmenn auglýs- ingadeildar lítið sagt, höfð- uðu mest til eigin smekks og túlkunar á reglum um flutn- ing auglýsinga í fjölmiðli þeirra", sagði Tómas. Pressan svaraði þessu banni á leikinni auglýsingu með því að reyna að fá birtar auglýsingar þar sem vakin var athygli á þessu banni RÚV. Einnig þessar auglýs- ingar voru stöðvaðar, utan ein. Aðrar útvarpsstöðvar voru reiðubúnar að birta leiknu auglýsinguna og gerðu það í gær. Útvarpsstjóri svaraði Press- unni með bréfi í gær og vitn- ar í ókjörin öll af reglugerð- um stofnunarinnar, þar sem fjallað er um „hlutdrægar umsagnir, ádeilur, áróður, árásir, skrum og hæpnar full- yrðingar". Útvarpsstjóri tek- ur undir með starfsfólki sínu — hann hafnar auglýsing- unni. Sjálfstæöisflokkurinn í Hafnarfiröi: Boðar engar tillögur né breytingatillögur Fulltrúar Sjálfstædis- flokksins í Hafnarfirði lögðu fram bókun þess efni á bæjarráðsfundi í gær að þeir myndu ekki koma með neinar breyt- ingartillögur við fjárhags- áætlun meirihluta Alþýðu- flokks sem lögö var fram í síðasta mánuði. Síöari um- ræða og afgreiðsla fjár- hagáætlunar Hafnarfjarð- arbæjar fyrir árið 1991 fer fram í bæjarstjórn nk. þriðjudag. Á fundinum lögðu fulltrúar Alþýðuflokksins fram lítils háttar breytingartillögur við fyrri tillögur sinar. Fulltrúi AI- þýðubandalagsins boðaði að hann myndi leggja breytinga- tillögur við fjárhagsáætlun- ina fyrir bæjarstjórnarfund- inn. Sjálfstæðismenn lögðu hins vegar fram eftirfarandi bókun: „Bæjarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins óska bókað: í framlögðu frumvarpi meirihluta Alþýðuflokksins að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1991, sem lagt var fram 29. janúar sl„ er ótví- rætt staðfest slæm fjárhags- staða bæjarsjóðs. Það leiðir af sér, að svigrúm til nýrra til- lagna og/eða breytingatil- lagna er minna en ekki neitt. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins munu við síðari um- ræðu á bæjarstjórnarfundi 12. febrúar nk. gera nánari grein fyrir afstöðu sinn til „svokallaðrar" fjárhagsáætl- unar Alþýðuflokksins fyrir Hafnarfjarðarbæ árið 1991." Heldur mun fátítt að mönn- um fallist hendur séu þeir ekki ánægðir með tillögur meirihluta hverju sinni að fjárhagsáætlun í sveitar- stjórnum. Hitt mun þó þekkt að samstaða náist á milli meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum um fjárhags- áætlanir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.