Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 8
GEVAUA I Þai er kaHið 687510 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • SEXIRASKAR FLUGVÉLAR TILIRANS: íranir segja að sex íraskar flugvélar hafi flogið yfir lofthelgi landsins á miðvikudag og fimmtudag en aðeins ein þeirra hafi náð að lenda óskemmd. MIÐ-AUSTURLANDABANKI: James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt til að stofnaður verði sérstakur banki í Mið-Austrlöndum, sem hafa það hlutverk að byggja upp eftir eyðilegg- ingar Persaflóastríðsins. NVTT ÖRYGGISKERFI í PERSAFLÓA: Yfirvöld í Egyptalandi, Saúdí-Arabíu og Sýriandi segjast vera að vinna að nýju öryggiskerfi í Persaflóasvæðinu, sem koma á á um leið og írakar verða hraktir burt frá Kúvæt. MOTMÆLI í ALBANÍU: Þúsundir albanskra nema sem eru í verk- falli söfnuðust saman annan daginn í röð í höfðuborginni Tirana til þess að krefjast efnahagsumbóta og afsagnar kommúnistastjórnarinn- ar, að sögn taismanns stjórnarandstöðunnar. HAGRÆÐING EINS OG ÁSTIN: „Hagræðing er eins og ástin. Við vitum ekki hvers við förum á mis fyrr en við höfum kynnst henni af eigin raun,“ segir hún Paula Liukkonen, hagfræðiprófessor í Stokk- hólmi, og fullyrðir að aðstæður á vinnustöðum skipti miklu máli. Verkafólk er fjórðu hverja stund frá vegna veikinda og það stafar fyrst og fremst af því að stjórnendur bæta ekki aðstæður á vinnustað, fuil- yrðir Paula. HRYÐJUVERKIDOWNINGSTRÆT110: írski lýðveldisherinn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuvörpuárás á bústað breska forsætisráð- herrans, Johns Majors, í miðborg Lundúna. Hryðjuverkamenn skutu sprengjum að bústaðnum en forsætisráðherrann og ráðherrar hans siuppu ómeiddir. SPRENGJUM VARPAÐ Á ÍRASKA HERMENN: Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra héldu uppi látlausum loftárásum á íraska hermenn í gær og þykir það benda til að orrusta á landi hefjist innan tíðar. írakar segjast bíða óþreyjufullir eftir landhernaði. Sprengjuárásir bandamanna beinast í auknum mæli að vegum og brúm í írak. Á síð- ustu fjórum dögum hafa sprengjuvéiar og eldflaugar gjöreytt a.m.k. þremur brúm og sprengt upp helstu vegi sem tengja Baghdad við Jórd- aníu og Kúvæt. BANDARÍKJAMAÐUR DREPINN: Byssumaður skaut Banda- ríkjamann til bana í gær. Maðurinn starfaði við tyrkneska herstöð, sem notuð var af bandarískum flugvélum til loftárása á írak. Öfgasamtök vinstri manna segjast bera ábyrgð á morðinu. FORMAÐURINN REKINN ÚR I FLOKKNUM? Líklegt er að formað- I ur Skánska flokksins í Suður-Svíþjóð I verði rekinn úr eiginn flokki, þar sem B 25. grein flokkslaga segir að þeir sem ■ hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu ekki gjaldgengir. Herslow formaður var tek- inn fullur undir stýri um daginn og á yf- ir höfði sér fangelsisvist. Verði hann sekur fundinn fellur hann sjálfkrafa á reglum þessa undarlega stjórnmála- flokks. Tími hrybjuverka runninn upp? Sprengjutilræði við bresku ríkisstjórnina Sprengjur halda áfram að falla á Baghdad, tilraun var gerð til að sprengja bresku ríkisstjórnina í loft upp og bandaríkjamaður var drepinn af byssumanni í Tyrk- landi. Þetta var það helsta sem gerðist í gær á 22. degi Persa- flóastríðsins og einnig vakti at- hygli ræða Husseins Jórdaníu- konungs þar sem hann varpaði hlutleysi fyrir róða og tók upp hanskann fyrir íraka. Bandarískt herskip skaut úr fall- byssum á íraskar hersveitir í Kúvæt í gær á sama tima og bandarískir landgönguliðar undirbúa orrustu á landi til að hrekja fraka frá Kúvæt. í London gerðist það rétt fyrir há- degi í gær að þremur sprengjum var skotið úr sprengjuvörpu að Down- ingstræti 10, forsætisráðherrabú- staðinn, á sama tíma og John Major fundaði þar með ráðherrum sínum. Sprengjunum var skotið úr sendi- ferðabifreið sem stödd var skammt frá. Skotið var í gegnum þak bifreið- arinnar og skömmu síðar varð sprenging í henni en tveir menn sá- ust hlaupa frá bílnum. Ein sprengjan sprakk í garði forsætisráðherrabú- staðarins en engan ráðherra sakaði, hins vegar skarst einn maður lítil- lega af völdum glerbrot. Það var svo u.þ.b. 5 klukkustundum seinna að írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti verknaðinum á hendur sér. Talið er að IRA sé í nánum tengslum við hryðjuverkasamtök í Mið-Austur- löndum og er ætlað að írakar standi Sudur-Afríka: Pele fagnar umbotum Forseta Suður-Afríku, F.W. de Klerk, bárust í gær hamingju- óskir vegna umbótastefnu sinn- ar og aðgerða til að uppræta að- skilnaðarstefnuna frá engum öðrum en Brasilíumanninum, Edson Arantes Do Nascimento, sem betur er þekktur undir nafninu Pele. Utanríkisráðherrann, Pik Botha, sagði að bréf frá Pele, sem er einn besti knattspyrnumaður allra tíma, hafi borist eftir diplómatískum leið- um. í bréfi sínu sagði Pele, sem hefur verið harður andstæðingur aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afr- íku: „Það er mér mikil ánægja að heyra að þér hafið tekið skref í átt til að eyða þeim vegg sem verið hefur á miili svartra og hvítra." Pele bætti við að sem mannvera óháð lit eða kynþætti vildi hann hvetja til um- bóta í landinu sem væru byggðar á mannlegri grunni. De Klerk lofaði í síðustu viku að þurrka út leifar aðskilnaðarstefn- unnar og leggja drög að lýðræðis- legu stjórnarfari. Botha sagði að de Klerk hefði fagnað bréfi Peles. Margir þjóðhöfðingjar hafa fagn- að umbótaáætlununum, þ.á m. Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti og John Major, forsætisráðherra Bret- lands. íraskir landgönguliöar bíöa óþreyju- fullir eftir aö berjast við hermenn fjöl- þjóöahersins. á bak við þessa aðgerð. Skömmu eftir atburðinn hvöttu írakar stuðn- ingsmenn sína um heim allan að hefja hryðjuverkastarfsemi gegn bandamönnum. Annar atburður sem talinn er tengjast stríðinu var drápið á banda- rískum ríkisborgara í Tyrklandi í gær en hann féll fyrir byssumanni. Maðurinn hét Bobbie Mozelle og vann í herstöð Bandaríkjanna í Tyrklandi, þaðan sem bandarískar flugvélar halda í loftárásir á írak. Bandamenn héldu uppi miklum loftárásum á írak í gær sem endra- nær og blaðamenn staddir í Baghd- ad segja að a.m.k. sex óbreyttir borgarar hafi fallið og 15 slasast. Þessum loftárásum var að miklu leyti beint að brúm yfir ánna Tígris og einnig á lýðveldisvörðinn, írösku sérsveitirnar við landamæri íraks. Vegna orðróms um að óbreyttir borgarar yrðu vægðarlaust fyrir árásum bandamanna, mun George Bush Bandaríkjaforseti hafa hringt í Sýrlandsforseta, Hafez al-Assad, til að fullvissa hann um að fjölþjóða- herinn beindi sprengjum sínum ekki að íbúahverfum né helgum stöðum. Irakar segja að bandamenn hafi farið í 33 árásaferðir á Baghdad í fyrrinótt en þeir segjast hafa svarað með eldflaugaárás á ísrael. Þetta hafði ekki fengist staðfest seint í gær. Síðast var tilkynnt um eld- fiaugaárás á ísrael á sunnudag. Á blaðamannafundi sem banda- ríski herinn hélt kom fram að bandarískar orrustuþotur hefðu skotið niður tvær íraskar Su-22 þot- ur og mögulega þriðju til viðbótar þegar þær reyndu að flýja til Irans, í gær. Talsmaður Bandaríkjahers segir að bandarískar orrustuþotur hafi skotið niður a.m.k. 33 íraskar flugvélar í loftbardögum og þrjár þyrlur frá byrjun Persaflóastríðsins þann 17. janúar sl. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði til í gær, er hann ávarpaði utanríkismálanefnd bandaríska þingsins, að komið yrði á laggirnar sérstökum banka í Mið-Austurlöndum, hliðstæðum þeim sem stofnaður var í fyrra til að hjálpa austantjaldsríkjum, í þeim til- gangi að koma hlutunum í samt horf eftir stríðið. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA ...Rauttnef eruppbyggjandi Sala rauða nefsins er fjrrir lokaátak húsbyggingar Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. • SEM-hópurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.