Alþýðublaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN VILJA ALMENNI- LEGA HÖFN: Dáiítíð het- ur skorist í odda með ná- grannabæjunum Blöndu- ósi og Skagaströnd að undanförnu vegna eindreg- ins vilja Blöndósinga að koma sér upp alvöruhafn- armannvirki. Skagstrend- ingar telja sig geta boðið upp á aðstöðu sem er fyrir hendi og vilja fyrir alla muni semja um viðskiptin. Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, segir í Feyki: „Það er ekkert um að semja, málið snýst einfald- lega ekki um þetta. Við höfum ekkert að bjóða né þeir að færa, en það er síður en svo að við setjum okkur eitthvað á móti því að nágrannar okkar byggi hafnir." Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra hefur tekið undir sjónar- mið Blöndósinga, en segir þeim að hafa biðlund og nýta sér Skagastrandarhöfn á meðan. LOTTÓPENINGAR í HÚS ÖRYRKJA: Lottóið lætur gott af sér leiða. Ekki aðeins fyrir íþróttahreyfinguna, held- ur einnig Öryrkjabandalagið, sem á þar sinn tekjuhlut. Frá því að Lottó hófst 1987 hefur bandalagið keypt 879 íbúðir og fimm einbýlishús, sem leigð eru svæðisstjórnum undir sambýli. Um helgina tók Arnþór Helgason fyrstu skóflu- stungu að stórhýsi Öryrkjabandalagsins að Sléttuvegi 7 í Fossvogi, í nánd við Kringlumýrarbraut. Þar mun rísa 33 íbúða fjölbýlishús, sérstaklega hannað með þarfir fjöl- skyldur fatlaðra í huga. Þörfin fyrir íbúðir fatlaðra er mikil — 300 manns eru á biðlista. HAGSTÆÐUR VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR: Mikiii innflutningur skipa og flugvéla á síðasta ári setti vöru- skiptajöfnuð landsins ekki alveg úr jafnvægi. Hann var hagstæður um 3,6 milljarða króna — þó minna en árið á undan þegar hann var hagstæður um rúma 8 milljarða. Verðmæti skipa og flugvéla sem flutt voru inn nam 8,2 milljörðum, en á sama tíma voru flutt út skip og flugvélar fyrir 1,2 milljarða. Vöruinnflutningur nam árið 1990 89 milljörðum, en útflutningurinn 92,6 milljörðum. MINNIVERÐBOLGA EN REIKNAÐ VAR MEÐ? í fréttatilkynningu frá forsætisráðherra segir að verðbólga hafi mælst mun minni en Seðlabankinn spáði og bankarnir hafa byggt vaxtaákvarðanir sínar á. Forsætisráðherra set- ur þar með pent ofan í við bankastofnanirnar, sem margir telja að starfi utan og ofan við þjóðarsátt. Ráðherrann segir Þjóðhagsstofnun telja líklegt að verðbólgan verði um 6% á næstu mánuðum, samanborið við 7—8% í fyrri spám, erfiðara sé að segja fyrir um seinni hluta ársins. Verðbólg- ustigið, miðað við framfærsluvísitölu, reyndist 6% síðustu 12 mánuði — en aðeins 4,9% undanfarna þrjá mánuði ef miðað er við heilt ár. STRÆTÓ SEMUR UM AUGLÝSINGAR: ísienska auglýsingastofan og SVR hafa gert samning um allar aug- lýsingar á strætisvögnunum. Með þessum samningi er Strætisvögnum Reykjavíkur tryggðar fastar tekjur fyrir að bera auglýsingarnar um borgina. Sérstök deild innan aug- lýsingastofunnar, Strætóauglýsingar, annast framkvæmd- ina. Umsjónarmaður hennar er Axel Gylfason. Myndin er frá undirritun: Axel Gylfason, Jónas Olafsson, stjórnar- formaður ÍA, Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri og Hörður Gíslason, skrifstofustjóri SVR. SÉRSTÖK NEYÐARNÚMER: Lögregla og slökkvilið hafa fengið sérstök neyðarnúmer auk þeirra sem alla jafna gilda. Er þetta gert vegna bilana sem orðið geta á síma- kerfinu. Ef ekki næst í 1-11-66 hjá lögreglunni og 1-11-00 hjá Slökkviliðinu er fólki bent á að reyna 2-72-87 til af fá slökkvilið/sjúkrabíl- og 67-U-66 til að komast í samband við lögregluna. Þessi númer ætti fólk að skrá fremst í síma- skrárnar til öryggis. KÖTTURINN SLEGINN ÚR TUNNUNNI: á ösku- daginn, sem er á morgun, verður sitthvað til gamans gert hjá ungu kynslóðinni, enda veður mild til útileikja. í Hafn- arfirði ætlar Æskulýðs og tómstundaráð bæjarins og Lio- nessuklúbburinn Kaldá að standa fyrir grímuballi í íþrótta- húsinu við Strandgötu kl. 13. Þar verða kettir slegnir úr tveim tunnum, önnur er fyrir litlu börnin, hin fyrir stærri og sterkari. Jón Sigurdsson iönaöarráöherra um gagnrýni á álversframkvæmdir: Slúður en ekki klúður „Mér finnst nú Matthí- as einhvern veginn hafa misskilið þetta mál. Mað- ur hlýtur að spyrja sig, er Matthías að gagnrýna Landsvirkjunarstjórn? Eða hvað er hann eigin- lega að segja? Mér finnst nú kannski eðlilegra að líta á orðið „klúöur“ þarnasem brúklegt rím orð ' á móti „slúður,“ segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í við Alþýðublaðið um þær staðhæfingar Matthías- ar Á. Mathiesen alþingis- manns að ríkisstjórnin hafi klúðrað álmálinu. í DV er haft eftir Matthí- asi að fyrir aðgerðaleysi og seinagang ríkisstjórnarinn- ar og vegna breyttra vinnu- bragða iðnaðarráðherra sé draumur manna um álver á Keilisnesi búinn. Aðspurður um hvort Atl- antsálfyrirtækin væru á flótta vegna meiri kostnað- ar við byggingu nýs álvers en áður hafði verið búist við, sagði Jón Sigurðsson: „Það kemur í ljós í þessum samtölum við þá núna í vik- unni en ég ætla alls ekki að gera að því skóna." Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra hélt til Bandaríkj- anna í gær til fundar við forsvarsmenn Atlantsáls. Hann sagði að tilgangur ferðarinnar væri sá að meta heildarstöðuna og móta stefnuna fyrir loka- áfanga álmáisins. Til stóð að þessi fundur færi fram 18. og 19. janúar en af hon- um varð ekki vegna stríðs- ins við Persaflóa. Það olli því að forstjórar álfyrir- tækjanna voru settir í far- bann. „Ég tel nú mjög mikil- vægt að freista þess að koma þessum framkvæmd- um af stað á árinu og að ná um það samkomulagi," seg- ir Jón Sigurðsson. „Það er hins vegar Ijóst að fyrirvari getur orðið á fjármögnun af þeirra hálfu. Verkefnið nú að finna leið til þess að málið komist engu að síður af stað á þessu ári, þannig að menn tapi ekki tíma og peningum." Aðspurður um hvort stjórn Landsvirkjunar hafi tafið málið þegar hún tók samningagerðina úr hönd- um starfsmanna sinna sagði iðnaðarráðherra: „Ég er nú viss um að það hefur ekki flýtt fyrir málinu. Reyndar finnst mér þetta vera algjört aukaatriði. Að- alatriðið í sambandi við orkusölusamningana er að Landsvirkjun hefur allan tímann haft það máli í sín- um höndum. Hvenær stjórn Lands- virkjunar ákveður að nefna menn úr sínum hópi til þess að fást við verkið sérstak- lega er að sjálfsögðu þeirra mál. Þeir hefðu geta sett á laggirnar slíka nefnd fyrr hefðu þeir viljað. En þetta er nú raunar mál sem til- heyrir fortíðinni og er ekki lengur til umræðu. Málið er nú í öruggum farvegi og þeir hafa einbeitt sér að þessum samningaviðræð- um undanfarna fjóra mán- uði en þar höfum við auð- vitað lent í ákveðnum töf- um sem eru fyrst og fremst vegna gagnaðilans," segir Jón ennfremur. Fyrir utan það að hitta forstjóra álfyrirtækjanna þriggja ráðgerir Jón að ræða við tvær stórar lána- stofnanir. Önnur þeirra er fjárfestingalánabanki og fjárfestingalánaráðgjafi en hin er fyrst og fremst skuldabréfasölufyrirtæki og milligönguaðili um kaup stórra fjárfestingaraðila. Jón segist vilja kynna sér viðhorf þeirra bæði til virkjanaframkvæmda og verksmiðjubyggingarinnar og fá víðtækt mat þeirra á fjármögnunarmöguleikum til þessara stórfram- kvæmda. Jón segir að gert sé ráð fyrir að lán vegna fyrirhug- aðra virkjanaframkvæmda verði tekin, eins og fyrri lán Landsvirkjunar, á ábyrgð fyrirtækisins sjálfs en auð- vitað er það í eigu ríkisins að hálfu. Lántökur fyrir- tækjanna vegna byggingar álversins eru hins vegar al- gjörlega á þeirra vegum. Héradsdómstólar í Reykjavík á einn staö: Dómshús við Lækjartorg Fjármálaráðherra skrifaði undir kaup á dómshúsi í gær, og afhenti dómsmálaráðherra eignina. A-mynd: E.ÓI. Lækkandi verð á notuöum bílum? „Útsala" — og bilum mokað út Dómshús Reykjavíkur verður í framtíðinni til húsa við Lækjartorg. Rík- ið kaupir „Utvegsbanka- húsið“ fyrir tæpar 200 milijónir. Eftir undirritun samnings á milli ríkisins og íslandsbanka um sölu á húsinu í gær af- henti fjármálaráðherra siðan dómsmálaráðherra húsið til notkunar fyrir dómshús Reykjavíkur. I framtíðinni er gert ráð fyr- ir að í húsinu verði aðsetur héraðsdómstóls fyrir höfuð- borgina og næsta nágrenni. Samningurinn um kaupin á rætur að rekja til stofnunar ís- landsbanka hf. árið 1989, en þegar ríkið seldi hlutabréf sín í Utvegsbankanum var því m.a. áskilinn forkaupsréttur að þessari gömlu húseign bankans. Kaupverð hússins er sem fyrr segir um 200 og er þá verðmæti hvers fermetra um 47.000 krónur, en það er tals- vert undir markaðsverði íbúðarhúsnæðis. Gerð hefur verið áætlun um nýtingu hússins og nauð- synlegar endurbætur, og er áætlaður kostnaður við að koma dómstólunum fyrir í húsinu um 115—120 milljónir króna. Með kaupum á „Útvegs- bankahúsinu" er tryggt hús- næði undirréttar í höfuðborg- inni fyrir breytingar sem verða í júlí á næsta ári þegar núverandi Borgardómur, Sakadómur Reykjavíkur, Sakadómur í ávana- og fíkni- efnamálum og að hluta til embætti borgarfógeta sam- einast í einum dómstól, Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Líklega hefur veðrið þessa dagana þau áhrif að fólk er komið i vorskap — eins og gróðurinn. Það var ein skýringin, sem Loftur Ágústsson, sölustjóri hjá Toyota, gaf blaðamanni Al- þýðublaðsins á hinni miklu aðsókn sem var að sýningarsöium fyrirtækis- ins í Kópavogi. Hin skýr- ingin er auðvitað sú að þarna var í raun um útsölu á notuðum bílum að ræða og gerðu margir góð kaup. Loftur sagði að um 40 bílar hefðu verið í boði, megnið af þeim seldist á föstudag og iaugardag. Fólk fór að mæta strax á fimmtudag, og einn aðili keypti fjóra bíla. „Ástæðan fyrir því tilboði sem við buðum, þ.e. að selja bílana á sama verði og við keyptum þá af eigendum, er sú að við vorum með óþægi- lega marga bíla og vildum rýma salina fyrir nýjum bíl- um af 92-módelinu sem koma í næsta mánuði", sagði Loftur. Bílasala hefur almennt ver- ið nokkuð þung að undan- förnu, mikið um bíla, en minna um kaupendur. Á það jafnt við um nýja sem notaða bíla. Þessi útsala Toyota vek- ur þá spurningu hvort verð á notuðum bílum almennt fari nú lækkandi. Loftur sagði að hjá Toyota hefðu allar töiur á síðasta ári stefnt upp á við, ekki síst í sölu nýrra bíla. Fyrirtækið varð nú í fyrsta sinn söluhæst innflutningsfyrirtækja, var með 22% markaðarins í heild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.