Alþýðublaðið - 21.02.1991, Side 7

Alþýðublaðið - 21.02.1991, Side 7
Fimmtudagur 21. febrúar 1991 7 Óli Þ. Guðbjartsson mun nú taka til athugunar tillögur nefndar um bætta öku- kennslu. Endurbætur á ökukennslu: Ný reglugerð i undirbúningi Breytingar á reglugerd um ökukennslu munu væntanlega sjá dagsins ljós áður en langt um líður. Nefnd á vegum dómsmála- rádherra hefur skilað tillögum um fyrirhugaðar breytingar og hafa þær tillögur verið til um- sagnar hjá ýmsum aðilum, en frestur til að skila umsögnum rann út í gær. Sigurður Jónsson, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, er formaður nefndarinnar. Hann vildi lítið ræða tillögur nefndarinnar að svo komnu er Alþýðublaðið spurðist fyrir um þær í gær. Sigurður sagði að nú þyrfti að fara yfir álit umsagnarað- ila. Síðan kæmu væntanlega full- mótaðar tillögur frá nefndinni, en hvenær það verður væri ekki hægt að segja til um að svo stöddu. Launavísitala hækkar um 0,1% Hagstofan hefur sent frá sér út- reikning á launavísitölu fyrir febrú- ar. Hún er 120,2 stig.eða 0,1% hærri en í janúar. Samsvarandi vísitala, sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.629 stig í mars 1991. Ofitæmi, exem, vörtur í Feyki segir frá ömurlegu ástandi gamla íþróttahússins á Blönduósi. í fundargerð æskulýðs- og íþrótta- ráðs segir að mikill raki sé í salnum og séu „allskonar ofnæmi, exem og vörtur algeng meðal barnanna og staðreynd er að varla líður vika án þess að barn slasi sig,“ segir í fundar- gerðinni. Sveinn Kjartansson skólastjóri kannast ekki við að börnunum stafi hætta af salnum og vill að menn bíði eftir að nýtt iþróttahús verði tekið í notkun haustið 1992. Guðriður GuðlaugsdóHir Fœdd 16. apríl 1912 — Dáin 13. febrúar 1991 Yndisleg móðursystir er látin. Glaðvær, kímin og uppörvandi, sama á hverju gekk. Undir lokin var heilsan þrotin og hún lést á Landspitalanum eftir skamma legu. Dúa, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í hjarta Suðurlands, að Götu í Holtum og svo var kalt, að mamma hennar tjaldaði yfir vögg- una, hrímið var svo mikið í bað- stofunni. Dúa var tvíburi og tók ljósmóðirin Ágústa hana með sér og sagði bændahöfðinginn Sigur- jón í Raftholti, sonur Ágústu, að hann liti alltaf á Dúu sem systur sína. Ársgömul flutti hún með foreldr- um sínum, Guðríði Eyjólfsdóttur og Guðlaugi Þórðarsyni, að Vatns- nesi í Grímsnesi, þar sem hún ólst upp fram að fermingu. Þá keyphi, foreldrar hennar Tryggvaskála á Selfossi og var flutt í Skálann 1925. Á Selfossi voru þá fimm hús og reisti pabbi Dúu það sjötta, Ingólf, sem stendur við Eyrarveg 1. Ævintýrið mikla var að byrja, Selfoss var að rísa úr öskustónni, og allt tengdist það Tryggvaskála meira eða minna. Fólkið borðaði þar, skemmti sér þar og hélt þar til. Fjöldi opinberra stofnana byrj- aði rekstur sinn í einhverju horn- inu á Skálanum. Plássið sjálft var líka sem ein fjölskylda, húsin spruttu upp, sem og atvinnufyrir- tækin. Mjólkurbúið, Kaupfélagið, Sláturfélagið, byggingafyrirtæki, verslanir og þjónustustofnanir. Allir áttu leið um Skálann, þar sem Dúa vann og kynntist þessu öllu. Tugir ungra stúlkna hvaðanæva að unnu með Dúu og oft var glatt á hjalla. Svo komu ungu mennirn- ir og slegið var upp balli. Róman- tíkin blómstraði. Dúa fór í húsmæðraskóla, það var mikill áfangi, og æ síðan unni Dúa menntun og fræðum. Henni þótti mjög gaman að tungumálum og sjálfsagt hefur það hjálpað, þegar breski herinn gekk hér á land í heimsstyrjöldinni og Ár- borgarsvæðið breyttist nánast í al- þjóðaflugvöll. Dúa var þá gift Daníel Berg- mann bakarameistara, en yngri systir hennar, Bryndís, var gift Grími Thorarensen, syni Egils í Sigtúnum. Var nú hafist handa í samvinnu við Kaupfélag Árnesinga og bak- að beinlínis fyrir allt Suðurland. Dúa tók á honum stóra sínum, því Danni var afburðamaður að dugn- aði og hæfileikum. Eiginkonan unga stóð þá dag og nótt við hlið mannsins síns við bakaraofninn. Danni var líka mikill sögumaður og unni leiklist. Er mér það í barnsminni þegar pabbi og hann tóku lagið saman, báðir karlakórs- bassar í Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum. í stríðinu hófst mikil sumarbú- staðaalda í landinu. Föðurbróðir minn hafði keypt land við Álfta- vatn í Grímsnesi í Þrastaskógi. Pabbi fékk nú hálfan hektara af þessu landi og reisti þar sumarbú- stað með svila sínum, Magnúsi H. Magnússyni. Skömmu seinna komu Dúa og Danni og reistu sér bústað þarna hjá ásamt fleiri vin- um. Þetta voru mikil hamingjuár. Synir Dúu og Danna, Grétar og Guðlaugur, fóru fyrir miklum her- skara krakka og frændaliðs. Farið var um allan skóg, buslað í vatn- inu og mjólkurpósturinn frá Mið- engi notaður til útreiða. Svo sann- arlega voru æsir á Iðavelli og síð- an stungið ofan í bala á kvöldin. Bakaríið á Selfossi var selt, Dúa og Danni fluttu til Reykjavíkur og keypt var bakarí á Nesveginum og seinna Tjarnarbakarí. Hlutirnir voru stundum erfiðir, þungur rekstur og hjónabandið gliðnaði. Dúa missti þó aldrei móðinn, enda stóðu synir hennar með henni sem klettar. Hún elskaði þá út af lííinu. Aftur fór að birta til. Dúa sneri sér að vinnumarkaðinum og Gulli stofnaði Karnabæ. Átti tugi versl- ana, saumastofu og innflutnings- fyrirtæki. Grétar gerðist hugsjóna- maður fyrir SÁÁ. Það var yndis- legt að sjá hvað þeir voru góðir móður sinni, enda hafði hún fórn- að þeim öllu og tók nú þátt í vel- gengni þeirra af lífi og sál. Mamma mín fylgdist líka alltaf með, enda tvíburasystir. Svo lentu þær sam- an í Hátúninu. Önnur mjaðmar- brotin, hin með sjúk lungu og hjarta. Þær fylgdust hvor með annarri, tóku þátt í lífi hvor ann- arrar, nákvæmlega eins og þær höfðu alltaf gert. Stundum fannst manni að það hlyti að vera eitt- hvað undursamlegt við það, að vera tvíburi. Amma átti tvenna tvíbura og svo var elsta systir. All- ar iifðu þær sínu eigin lífi, en líka lífi hinna. Systur eru ef til vill bara svona. Eindrægnin algjör. Dúa laðaði alla að sér og öllum þótti vænt um hana. Stundum átti hún sínar erfiðu stundir, en oft var hún líka mjög hamingjusöm. Þá geislaði hún af hamingju og gleði. Hún var vinamörg og með af- brigðum trygglynd. Algóður Guð taki hana að hjarta sér og styrki synina í mikilli sorg, tengdadæturnar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Nú hrímar ekki lengur á hana Dúu mína. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Steindór GK-101 í öldurótinu undir Krýsuvíkurbjargi. A-mynd: E.ÓI. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Stundin okkar 18.25 Þvotta- birnirnir 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fjölskyldulíf 19.20 Steinaldarmenn- irnir 19.50 Jóki björn 20.00 Fréttir, veður 20.35 íþróttasyrpa 21.00 Ríki arnarins (3) 22.00 Evrópulöggur 23.00 Ellefufréttir 23.10 Uns sól er sest 00.05 Dagskrárlok. Slöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Með Afa 19.19 19.19 20.10 Óráðnar gátur 21.00 Paradísarklúbburinn 21.55 Gamanleikkonan 22.20 Réttlæti 23.10 Dóttir kolanámumannsins (Coalminer's Daughter) 01.10 CNN. Rós I 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Daglegt mál 07.45 Listróf 08.00 Fréttir og Morgunauki 08.30 Frétta- yfirlit 8.32 Segðu mér sögu 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Upp- haf rússneska ríkisins 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veður 10.20 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Tónmál 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auð- lindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Göngin 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Leikrit vikunnar 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Létt tón- list 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tónleikasal 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður- fregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Til sóma og prýði í veröldinni 23.10 í fáum dráttum 24.00 Fréttir 00.10 Tónmál 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá 17.30 Meinhornið 18.00 Fróttir 1K03 Þjóð- arsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gull- skífan 20.00 Lausa rásin 21.00 Þættir úr rokksögu íslands 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Hádegisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 15.00 Fréttir 17.00 ísland í dag 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Kristófer Helga- son 23.00 Kvöldsögur 24.00 Kristó- fer áfram á vaktinni 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Ólöf Marín Úlfars- dóttir 02.00 Næturbrölt Stjörnunnar. Adalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Hádegis- spjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efstá baugi vestanhafs 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 16.30 Akademían 18.30 Smásaga Aðal- stöðvarinnar 19.00 Eðaltónar 22.00 Á nótum vináttunnar 24.00 Nætur- tónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.