Alþýðublaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 1
II FOSTUDAGUR 8. MARS 1991 30 ÞÚSUND KRÓNA LÆKKUN Á ORKUREIKN- INGI ; Nefnd um jöfnun orkuverðs hefur lagt til að í þrem- ur áföngum verði hitunarkostnaður við meðalíbúðarhús ekki hærri en 5 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir allt að 30 þúsund króna lækkun hjá þeim sem í dag greiða mest fyrir húshitun. Eiður Guðnason, formaður nefndar- innar, segir að rúmlega 60% þjóðarinnar búi við lægsta orkuverð á Vesturlöndum, en fyrir þær fjölskyldur og fyr- irtæki sem greiði miklu hærra gjald sé jöfnun orkukostn- aðar mikil búbót. 6—800 MILLJÓNIR KR. í LOÐDÝR: Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráðherra upplýsti í umræðum á Alþingi í gær að á síðastliðnum 16 mánuðum hefðu 6—800 milljónir króna runnið til loðdýrabænda í ýmsu formi. Arni Gunnarsson sagði ófært að ríkisbankar legðu sér- stakt gjald á nauðungarlán sem bændur fengju. Með því hefðu skuldir þeirra vaxið um 10 milljónir. Hefur Árni lagt til að gjaldið, sem er 1,8%, falli niður. FJÖLBRAUTASKÓLA í GRAFARVOG: Ásgeir Hannes Eiríksson (ofanbyggðar)þingmaður hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið ,,að búa sig undir að reisa þegar í stað nýjan fjöl- brautaskóla í Grafarvogi í efri byggðum Reykjavíkur." GOTT HITASTIG SJÁVAR: Svend-Aage Malmberg, haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun var ánægður í gær með niðurstöður sjórannsóknarleiðangurs Bjarna Sæ- mundssonar sem stóð frá 19. febrúar til 3. mars. Niður- stöður mælinga voru hagstæðar. Hlýsjór fyrir Suður og Vesturlandi í meðallagi heitur og saltur, áhrifa hans gætti á norðurmiðum í vetur. Hér hefur orðið breyting til batn- aðar frá árunum 1988—90, en þá ríkti sval- og pólsjór á miðunum. Ástand sjávar vekur vonir um bætt lífsskilyrði í sjónum. STÓRKAUPMENN FÚLIR: Félag stórkaupmanna set- ur ofan í við stjórnvöld fyrir að breyta lögum sem heimila frádrátt frá tekjum við kaup á hlutabréfum í ákveðnum hlutafélögum. Telur félagið lögin „skaða fjárfestingar- áform fjölda fyrirtækja". Stórkaupmenn segja að breyting- ar sem gera þyrfti séu að breikka hóp hlutafélaga sem selt geti hlutabréf á almennum markaði, þ.e. fyrirtæki með undir 500 milljón króna veltu. „Framfarir og nýsköpun verða oftast til í smærri fyrirtækjum," segja stórkaup- menn. ÍSKNATTLEIKUR í BLÍÐUNNI: Reykvíkingar og Ak- ureyringar keppa í ísknattleik í hlýja marsveðrinu. Leikur- inn er á skautasvellinu í Laugardag kl. 11 fyrir hádegi á morgun, laugardag, en á sunnudag á sama tíma fer fram hraðkeppni. LEIDARINN I DAO Alþýðublaðið fjallar í dag í leiðara um afgreidda fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar sem blaðið kallar óá- byrga. „Meðan að borgarstjórnarmeirihlutinn huns- ar gjörsamlega raunverulegar þarfir borgarbúa en eys milljörðum til hægri og vinstri úr tekjustofnum sínum í delluframkvæmdir, búa Reykvíkingar við af- leita stjórnun," segir í leiðara Alþýðublaðsins. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ÓÁBYRG FJÁRHAGS- ÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR. Faglegt stórslys Það hefur farið hljótt — en í sumar á að hefjast lagning hraðbrautar yfir Laugardalinn austanverðan frá Langholts- vegi yfir á Suðurlandsbraut. Fólki er ekki sama um þessa framkvæmt og kallar hana „faglegt stórslys". Lægri húshitunar- kostnaður Islenskar fjölskyldur geta margar hverjar átt von á lægri orkureikning í framtíðinni. Á næstu árum á að jafna kostnað við húshitun hjá fólki í landinu. Kolaportið eldgildra Starfsmenn Eldvarnaeftirlits eru síður en svo ánægðir með Kolaportið sem samkomustað innkaupaglaðra Reykvíkinga um helgar. Þeir telja staðinn 'hættulegan. Stjórnartillagg í álmáli lögö fram í gœr Pólitisk niðurstaða Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra lagði í gær fram ríkisstjórnartil- lögu sem gerir ráð fyrir að samningaviðræðum um álver verði haldið áfram. Iðnaðarráðherra segir að með því að til- lagan sé nú komin fram í nafni ríkisstjórnarinnar sé endanlega um „pólit- íska niðurstöðu" að ræða. Nú er stefnt að því að ál- ver hefji rekstur um áramót 1994/1995, en 6—10 mán- aða dráttur verði á að afla nægilegs fjármagns. Aflað verður sérstakrar heimild- ar í lánsfjárlögum fyrir Landsvirkjun til að taka á þessu ári 580 milljónir króna að láni til að undir- búa virkjanaframkvæmdir og fyrir Vatnsleysustrand- arhrepp þrjú hundruð millj- óna króna heimildar til að kaupa jarðnæði undir ál- verið. Jón Sigurðsson segir að náðst hafi endanleg pólit- ísk niðurstaða í álmálinu. „Það er mjög mikilvægt að jákvæður vilji ríkisstjórnar- innar og Alþingis komi fram,“ segir iðnaðarráð- herra. í gær féllst Alþýðubanda- lagið á að þingsályktunar- tillagan yrði lögð fram í nafni ríkisstjórnarinnar eft- ir að gerðar höfðu verið smávægilegar breytingar á upprunalegri tillögu iðnað- arráðherra. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að heppilegra hefði verið að flytja sérstakt heimildar- lagafrumvarp. „En ég fæst ekki um það sem ekki fékkst," sagði iðnaðarráð- herra á blaðamannafundi í gær. Kvaðst hann fyllilega sáttur við þær sættir sem tókust með Alþýðubanda- lagi i gær. I gær lagði iðnaðarráð- herra fram sérstaka skýrslu um álverið. Kemur þar m.a. fram að um tvö þúsund árs- verk munu bætast við þeg- ar framkvæmdir verða í há- marki við álverið og virkj- anir. Landsfundur Sjálfstœöisflokksins settur Lýðræði ekki ein- hliða tilskipanir , ,Lýdræðisþjódfélag byggist ekki á einhliða til- skipunum þeirra sem til forystu hafa verid valdir," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður sjálfstæðis- flokksins, m.a. í setningar- ræðu sinni á iandsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í gær. Sjálfstæðisfólk af öllu land- inu var saman komið í Laug- ardalshöllinni í gær við setn- ingu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Eftir að söngsveitin „Blái hatturinn" hafði sungið nokkur lög hélt Þorsteinn setningarræðu sína. Menn biðu spenntir eftir hvað hann myndi segja um mótframboð Davíðs Oddssonar til for- manns Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn sagði m.a: „Fyrir átta árum sýndi landsfundur mér það traust að kjósa mig formann Sjálfstæðisfíokksins. Ýmsir töldu mig bæði of ung- an og reynslulítinn og höfðu sitthvað til síns máls. En ég hafði viljann til þess að vinna verkið og þið veittuð mér traust ykkar og trúnað. Eg þarf ekki að rekja hér að það hafa bæði skipst á skin og skúrir." Nokkru síðar sagði Þor- steinn: „Það er mín trú og sannfæring að á þessari stundu sé núverandi skipan forystuhlutverka líklegust til að tryggja samstöðu og heyja þá einu orustu sem okkur er ætlað, að berjast við and- stæðinganna." Að vonum ríkti spenna um hver yrði kosinn næsti for- maður flokksins. Sýndist sitt hverjum eða landsfundarfull- trúar vildu ekkert gefa upp um hug sinn. Flestir eru þó á þeirri skoðun að það muni ráðast af frammistöðu for- mannsframbjóðendanna á fundinum hvort Þorsteinn eða Davíð verði kosinn for- maður. Lagaval „Bláa hattsins" var athyglisvert. Eftir að hafa trallað fyrsta lagið komu tvö lög um undirmálsmenn. Fyrst um afdankaðan íslend- ing sem enginn vildi og þá um landsbyggðarmanninn sem hafði fengið nóg af stór- borgarlífinu og vildi heim í sveitina, Hrútafjörðinn. Þá kom lagið um heimsmanninn sem söng „ég er sjarmör" og kórinn svaraði „hann er sjar- mör“ og svo kom „við hliðina á mér verður þú eins og af- lóga garmur." Lokalagið var svo „Hver á sér fegra föður- land.“ Við hér á Alþýðublað- inu látum djúpsálarfræðing- um eftir að ráða í hvort ein- hverjar duldar meiningar fel- ist í lagavalinu. Samherjar og keppinautar, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæöisflokksins, og Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, takast í hendur á landsfundinum í gær. Mikill spenna ríkir um hvor þeirra verði næsti formaður flokksins. A-mynd/E.ÓI. RITSTJÓRN © 625566 - 62553S • FAX 627019 . ÁSKRIFT OO AU6LÝSINOAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.