Alþýðublaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. mars 1991 5 Þvert yfir Laugardalinn á aö koma hraðbraut sem tengir saman Miklubraut og Kleppsveg. Gert er ráö fyrir að hraöbrautin liggi meðfram skemmtigarðin- um og núverandi skrúðgarði, þar sem Holtavegur er nú. Bílastæði við tónlistarhúsið er álíka stórt og knattspyrnuvöllurinn í Laugardalnum og mun vænt- anlega standa autt að örfáum kvöldum ársins undanskildum. Hraöbrautir um Laugardalinn Í fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar er gert ráð fyrir 32 milljónum til lagningar hraðbrautar þvert og endilangt yfir Laugardalinn. Bilastæði við fyrir- hugað Tónlistarhús i Laugardalnum tvöfalt stærra en Austurvöllur. Væn sneið Laugardalsins ætluð undir það sem kallað er á máli borgarskipulags stofnanalóðir með útivistargildi. Ólína Þorvarðardóttir segir að þegar þetta mál hafi komið til af- greiðslu í borgarstjórn hafi fulltrú- ar Nýs Vettvangs lagst gegn lagn- ingu vegar þvert yfir Laugardal- inn. ,,Ég tel að allt sem gert er á þessu svæði þurfi að gera í nánu samráði við íbúana á svæðinu, Laugardalurinn er auk þess ein helsta perla borgarinnar og því þarf að yfirvega sérstaklega vel allar framkvæmdir á þessu svæði" Ólína sagði að þessar fram- kvæmdir nú vektu vissa furðu í ljósi þess að borgarmálahópur Sjálfstæðisflokksins hefði verið mótfallinn þessum áformum. Ólína benti á að Sjálfstæðis- menn hafa löngun gert það sem kalla mætti friðun Laugardalsins að sínu helsta kosningamáli en nú væru uppi áform um meiri bygg- ingar á þessu svæði en nokkru sinni fyrr. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi, segir að þegar vinstri meirihlutinn í borgarstjórn hafi haft uppi áform um að byggja íbúðir á litlum hluta þess svæðis sem nú er ætlaður undir stórhýsi hafi komið fram kröftug mótmæli og því hafi verið hætt við fram- kvæmdir. ,,En nú á að leyfa bygg- ingu stórhýsa, og bílastæða og hraðbrauta á margfalt stærra svæði. Þetta mun valda aukinni mengun í Laugardalnum og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis," sagði Guðrún. Fyrirhugaðri vegalagningu er ætlað að tengja saman Miklubraut og Kleppsveg þvert yfir Laugar- dalinn nokkru austar en núver- andi göngustígur liggur. Jón Guðmundsson forustumað- ur i Laugardalshreyfingunni segir: ,,Ég tel þetta vera faglegt stórslys, og að þessar framkvæmdir muni hluta Laugardalinn i nokkrar um- ferðareyjar einangraðar hverja frá annarri með hraðbraut. Þetta er mál þjóðarinnar allrar og benda má á að framsýnir menn bentu á það strax í upphafi aldarinnar að í Laugardalnum væri ákjósanleg- asti staðurinn fyrir ræktaðan garð sem væri útivistarsvæði allrar fjöl- skyldunnar, líkt og þekktist víða í borgum erlendis." Jón sagði að svokölluð Laugar- dalssamtök sem stöðvuðu á sínum tíma byggingu á 150 húsum í Laugardalnum með undirskrift 9000 manna hyggist fara fram á það við borgarstjórann að hann fresti framkvæmdum þar til borg- arbúum hafi gefist kostur umræð- um um málið, og vænta þess að borgarstjórinn bregðist vel við þessari málaleitan. Laugardalssamtökin ætla að halda fund í veitingahúsinu Ölveri kl. 15.00 laugardaginn 9. mars. ' Ólafur Laufdal KOMST AD ÞVIEINN DAGINN AD EGATTI EKKINEITT ^L>- JLr JL.- *UaHlcUCAUátct ýuzMt&já&eudcvi tcýcíÚelcUáMt& Hverjir eru þeir og til hvers voru þeir að bjóða fram? DULRÆNA HAGKERFIÐ VELTIR150 MILLJONUM Margir hafa gert nýöldina að féþúfu ★ ★ ★ Dannaður piparsveinn Sævar Jónsson, knattspyrnu- maður og kvennagull, í viðtali REYKJAVÍK MUN SÖKKVA í SÆ OG HAFNARFJÖRÐUR FER UNDIR HRAUN Draumspakir sjá fyrir gífurlegar náttúruhamfarir á næstu árum Fullt blað af slúðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.