Alþýðublaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1991, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 22. mars 1991 Tertuhungur Kristirm T. Haraldsson og fleiri ungir jafnaðarmenn fengu það hlutverk á sunnudaginn var að „gera innrás“ í nokkur bakarí borgarinnar rétt fyrir lokun þeirra. Fjölmenni á afmæli Al- þýðuflokksins sem hátíðlegt var haldið á Hótel Sögu var meira en nokkurn hafði órað fyrir. Búist hafði veriö við um 300 manns, en til leiks mættu meira en 900, að talið var. Ljóst var því strax að hótelið mundi ekki eiga nægar tertubirgðir og var því farið í að bjarga málum. „Það kom auðvit- að svipur á mannskapinn í bak- aríunum, þegar við komum og keyptum allar tertur sem þar voru á boðstólum,'1 sagði Krist- inn, betur þekktur sem Kiddi rót- ari og landsfrægur sem slíkur. Trió Reykjavikur i Hafnarfírði A sunnudaginn heldur Tríó Reykjavíkur tónleika — ekki í Reykjavík, heldur í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gestur tríósins er Ron Levy, bandarískur píanó- ieikari. í tríóinu eru þau Halldór Haraldsson, píanóieikari, Gudný Gudmundsdóttir, fiðluleikari og Gunnar Kuaran, sellóleikari, einvalalið. Tríó Reykjavík fór í sína fyrstu tónleikaför í nóvemb- er i fyrra tii Norðurlandanna og fékk mjög góðar viðtökur, svo sem vænta mátti. Tónskáld fá starfslaun Sinfóníuhljómsveit íslands hefur ákveðið að veita tveim tónskáld- um starfslaun, þrjá mánuði hvoru, þeim Áskeli Mássyni og Hauki Tómassyni. Kaffi — ekki gott fyrir alla Nýlega bárust blaðafréttir um að kaffi væri sárasaklaus drykkur. Ekki er það að sjá í grein í Heil- brigdismálum, sem Eiríkur Örn Arnarson ritar. Hann greinir frá rannsóknum i Noregi og í Bandaríkjunum þar sem fram kemur að kaffi virðist geta haft áhrif á lífslíkur þeirra sem eru með hjarta- og æðasjúdóma. Fram kom að þeir sem drukku meira en fjóra bolla á dag af þessum vinsælasta drykk ver- aldar, áttu von á auknum líkum á áfalli. Þá kemur í Ijós að könn- un Geðrannsóknastofnunar Há- skóla íslands 1987 leiddi í Ijós að 95% fullorðinna íslendinga neyta drykkja með koffeini dag- lega. Þeir sem drukku kaffi, drukku að meðaltali sjö bolla á dag. Þar af drukku 5% meira en 15 bolla á dag. Slíkt kallar að sjálfsögðu á óþægilegar hliðar- verkanir, hjartslátt, höfuðverki og svefnleysi. Afgreiðslu- þingi lokið Löggjafarsamkoman er fyrst og fremst i af kosningum, #.d. tokust póiitisk sambönd vettvangur framkvœmdavaldsins IFRÉTTASKYRING \ Hundr innar va bar keim ó elleftu stundu og önnur voru svikín. Ríkisstjórnin gæti setið ófram, ef annar meirihluti er ekki þegar fyrir hendi eftir kosningar. Viðreisnarstjórnin 1963 tilkynnti þá að loknum koshingum að hún hygðist sitja. Það sama gæti gerst nú. Þrátt fyrir annriki á þingi náðu óbreyttir þingmenn litlu fram. Alþingi ís- lendinga ber sterkan keim af þvi að mál eru af- greidd. Ríkisstjórnin þarf að fá sitt fram — og gerir það. Framkvæmdavaldið ofkeyrir oft á tiðum lög- gjafarsamkomuna. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Takast ný bræðrabönd eða situr núverandi stjórn éfram aö loknum kosningum 20. apríl? Ráðherrar ná sinu fram Nokkur stór mál sem komu frá ríkisstjórn hlutu afgreiðslu. Mikill fjöldi mála leit dagsins ljós en fá þingmannamál voru afgreidd. 266 mál hlutu afgreiðsíu af 476 málum sem voru til meðferðar. Einungis 7 þingmannafrumvörp urðu að lög- um en 65 stjórnarfrumvörp. 149 fyrirspurnum þingmanna var svarað, munnlega eða skriflega. Það eru í raun einu mál hins al- menna þingmanns, sem hlutu af- greiðslu. Fyrirspurnir eru ekkert annað en spurningar sem lagðar eru fyrir ráðherra. Spurningunum gæti ráðherra í mörgum tilvikum svar- að beint án þess að málið kæmi fyrir Alþingi. Sumar fyrirspurnirn- ar eru þess eðlis að þær útheimta dýrar rannsóknir opinberra aðila, eins og ríkisendurskoðunar, og virðast margar fremur lagðar fram til að vekja athygli fjölmiðla. Það er þó skiljanlegt að þingmenn leggi fram fyrirspurnir, þar sem það er kannski eini vettvangur þeirra. Flest önnur mál þing- manna daga einfaldlega uppi. Ef fyrirspurnirnar eru dregnar frá öllum málafjöldanum kemur í ljós að 117 önnur mál voru af- greidd. Af 190 lagafrumvörpum, sem voru lögð fram, urðu t.d. að- eins 72 að lögurn. Sum mál eru margflutt. í haust verður að taka upp frá grunni öll mál sem ekki voru afgreidd að fullu á þessu þingi. Þingið var stutt en annasamt, sagði forseti sameinaðs þings við þingslitin. Þingmenn voru 139 daga á þingi, frá 10. okt. til 21. des. 1990 og frá 14. jan. til 20. mars 1991. Gert er ráð fyrir að þing komi saman í maí vegna stjórnar- skrárbreytinga sem þingið sam- þykkti nú. Eru þetta m.a. ákvæði um að Alþingi starfi framvegis í einni málstofu. Nýtt þing þarf að fjalla um málið og samþykkja til þess að stjórnarskrárbreytingin nái fram. Uppákoma á___________________ sidasta degi_______________ Þó að oft sé deilt á þingi vildu þingmenn fara heim í frí í fullri sátt. Það tókst þó ekki alls kostar við þingslitin í fyrradag, því að ekki tókst að slíta þingi á viðeig- andi hátt. Þingslit áttu að fara fram klukkan tíu að loknum kosn- ingum í stjórn Landsvirkjunar, Kis- iliðjunnar, orkuráðs og Viðlaga- tryggingar íslands. Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs þings, til- kynnti í upphafi þingfundar að komið hefði fram ósk um að kosn- ingum í stjórnirnar yrði frestað, þar sem ekki hefði náðst sam- komulag um kosningarnar. Hugð- ist hún fresta þeim til næsta þings (eftir kosningar). Upphófust þá eins og hálfs tíma umræður um þingsköp. 26 sinnum var tekið til máls undir liðnum: Á að kjósa eða ekki? Tvisvar var gert hlé á þingstörfum til þess að freista þess að ná samkomulagi um kosn- ingu. Forseti úrskurðaði að vegna óska þingmanna og án samkomu- lags yrði kosningu frestað þar til næsta þing kæmi saman. Kosning i stærsta fyrirtæki landsins_____________ Það vakti nokkra furðu á þingi að kvennalistakonur skyldu ætla að setja það að skilyrði að þær fengju stjórnarkonu í Landsvirkj- un. Voru þær á höttunum eftir bit- lingum? Þær segja það furðulega fullyrðingu að staðhæfa að kosn- ing í ráð og nefndir sé ekki eðlilegt hlutverk Alþingis. Stjórnarseta í Landsvirkjun er veigamikil staða og feitur biti. Stjórnarformaður mun hafa 180 þúsund króna tekjur á mánuði. Þetta er líka stærsta fyrirtæki landsins. Skuldlausar eignir eru samkvæmt uppgjöri 1989 and- virði 23 milljarða króna. Alþingi átti að kjósa þrjá stjórnarmenn og þrjá til vara í stjórnina. Óvæntar umræður í þinglok um kosningu í stjórnirnar fjórar leiddu í Ijós að kosningaskjálfta er farið að gæta og jafnvel nokkurs kær- leika þvert á sambönd. Stjórnar- kosningarnar hafa verið á dagskrá þingsins síðan 4. mars. Kvennalisti og Sjálfstæðisflokkur höfðu gert með sér samkomulag um að full- trúi Kvennalista lenti í Landsvirkj- unarstjórninni. Síðdegis þann sama dag gerist það að Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur ná saman um að fresta kosningu. Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði á Al- þingi að beiðni hefði komið frá Al- þýðuflokki um að fresta kosning- um og að sjálfstæðismenn hefðu fallist á hana. Halldór Blöndal sagði að það hefði skýrt komið fram á fundi þingflokksformanna að þing yrði kallað saman að lokn- um kosningum, og það þing gæti kosið í stjórnirnar. Þung orð féllu í umræðunum um þingsköp. Málmfríður Sigurð- ardóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista, kallaði ákvörðunina um frestun „skrum- skælingu lýðræðis." Skúli Alexandersson sagði að verið væri að brjóta þingsköp og lög með því að það þing sem sæti kysi ekki. Páll Pétursson þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, sagði að framsóknar- mönnum væri ekkert að vanbún- aði að ganga þegar til kosninga í stjórn Landsvirkjunar o.fl. Hjör- leifur Guttormsson sagði ljóst að nýtt bandalag hefði myndast í þinginu, ákvörðunin um frestun væri pólitísk skilaboð um nýja við- reisn að loknum kosningum. Álmál, félagsþjónusta og Evrópumál___________________ Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, segir að ráðherrum Alþýðuflokksins hafi tekist að ná óvenjumörgum stórum málum í gegn. Mesta afrek ríkisstjórnarinnar sé þó að hafa náð verðbólgunni niður. Eiður tel- ur líklegt að sumarþing verði kall- að saman —■ og jafnvel haustþing þegar í september ef samningar um hið Evrópska efnahagssvæði verða komnir á það stig að þingið þurfi að fjalla þar um. Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram nokkur stór mál á félags- sviði. Af þeim sem runnu í gegn á síðustu stundu má nefna iokun húsnæðiskerfisins frá 1986, lög- festingu á Búseta og lög sem skikka sveitarfélög til að halda uppi ákveðinni félagsþjónustu. Þar er safnað saman á einn stað ýmsum félagsmálum. Einnig má nefna lög um jafnrétti karla og kvenna, sem skylda ríkisstjórn til að leggja fram á fjögurra ára fresti þingsályktun um jafnréttisstefnu. Lög um fjárfestingu eriendra að- ila í atvinnurekstri á Islandi og margvísleg löggjöf sem eykur stórlega frelsi einstaklinga og fyr- irtækja í viðskiptalífi eru dæmi um mál sem voru á verksviði Jóns Sig- urðssonar iðnaðarráðherra. Al- málið verður þó það mál sem gnæfir yfir. 800 milljónir eru veitt- ar í Iánsfjárlögum til að nauðsyn- legar rannsóknir megi fara fram til undirbúnings byggingu álversins. Væntanlegir samningar um sameiginlegt efnahagssvæði 19 ríkja í Evrópu verða stærstu milli- ríkjasamningar íslendinga til þessa. Stefnt er að samningum á næstu mánuðum. Jón Baldvin Hannibalsson ber ábyrgðina fyrir íslands hönd og hefur tvisvar lagt fram í vetur skýrslur um gang við- ræðna og um efnisatriði væntan- legs samnings. Kosningabönd________________ Þingmenn þóttust skynja pólit- íska strauma undir þinglok. Fáir höfðu trú á því að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sæti út kjörtímabilið. A-flokkarnir stukku saman í stjórnarsæng eftir nokkuð langar erjur, en stjórnin hefur reynst sterkari en við var búist. Það er sennilegt að bæði Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag gætu vel hugsað sér að halda stjórninni við eftir kosningar. Og stjórnin gæti setið áfram, ef aðrir stjórnmálaflokkar gerðu ekki beinlinis tilkall til ráðherrastóla. Flokkarnir ganga óbundnir til kosninga, en þau yfirgripsmiklu mál sem vega þyngst í þjóðmála- umræðunni — t.d. álmálið og Evr- ópusamningar — hafa kallað fram bræðrabönd á Alþingi, sem kynnu að verða til þess að önnur stjórn tæki við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.