Alþýðublaðið - 22.03.1991, Page 5

Alþýðublaðið - 22.03.1991, Page 5
Föstudagur 22. mars 1991 5 l/MMMI Hamingju samir fangar hraðans Nú þegar spennan milli austurs og vesturs ekki lengur er sú þrúgandi ógnun við allt lif sem raunin var á tímum kalda striðsins, verður sifellt erfiðara fyrir Vesturlandabúa að lóta sem fútæktin og ömur- leikinn ú suðurhveli jarðar sé þeim óviðkomandi. Margt bendir til að á komandi árum muni hinn stóri lifsgæðamunur milli ibúa norður- og suðurhvels verða sifellt meira knýjandi vandamál, ekki sist ef samstaða tekst meðal þjóða suðurhvels. En það er erfitt að spá — og sérstaklega um framtiðina. Bandarikjamaðurinn Alvin Toffler, sem hefur fram- tiðina sem viðfangsefni sitt — hnnn er m.ö.o. fram- tiðarfræðingur, — hefur aðra skoðun á þvi hvað muni skapa gjá milli ibúa jarðar i framtiðinni. Hann sér fyrir sér tviskiptan heim, hinn hraða heim og hinn hæga heim. Þrjár bylgjur Tofflers Tími verður sífellt dýrmætari í framleiðslugreinunum. Aukin tölvuvæðing og hröð þróun tölvu- tækni á svo til öllum sviðum þjóð- lífsins hefur haft það í för með sér að gjá er að myndast milli þeirra þjóðfélaga þar sem grundvallar- þættir framleiðslukerfisins eru þekking, hraði og hátæknibúnað- ur og þeirra þjóðfélaga þar sem stundaður er gamaldags landbún- aður eða mengandi stóriðja eins og í Austur-Evrópu. Toffler lítur á þróun þjóðfélaga og atvinnuhátta allt frá þeim tíma að maðurinn tók sér fasta búsetu og fór að yrkja jörðina sem þrjár bylgjur sem flætt hafa yfir heiminn. ísamfélagi fyrstu bylgjunnar er frumstæður landbúnaður aðalatvinnugreinin. Stórborgir, færiband og mengandi iðnaður eru lykilorðin í annarri bylgjunni, sem flæddi í fyrstu yfir Vesturlönd en hefur síðan flætt yf- ir fleiri svæði. Hið tölvuvædda upplýsingaþjóðfélag, þar sem þekking og hátækni hefur leyst af hólmi verksmiðjuverkamennina og hinar reykspúandi verksmiðjur, er það sem þriðja bylgjan ber með sér. I augum Tofflers mun í fram- tiðinni verða afgerandi munur á aðstöðu og möguleikum fólks í samfélögum hinnar þriðju bylgju, hröðu samfélögunum, og íbúum hinna hægu samfélaga, þ.e. iðnað- arsamfélaga annarrar bylgju og landbúnaðarsamfélaga fyrstu bylgju. Hin hægu samfélög munu verða undir og einangrast í fátækt og lakari lífsgæðum. Aukinn hraði á______________ öllum sviðum________________ f hinum hröðu samfélögum nú- tímans er tími ekki eingöngu pen- ingar. Hraði er grundvöllur fyrir hinu nýja framleiðslukerfi. Þróuð tölvutækni á öllum þrepum fram- leiðslunnar og við sölu vörunnar gerir það m.a. að verkum að við- brögð neytandans geta á stuttum tíma náð að hafa áhrif á fram- leiðsluna. Og til að eiga möguleika á hinum stóru og umsetnu mörk- uðum þurfa framleiðendurnir sí- fellt að móta framleiðslu sína að óskum seljenda og neytenda. Sem dæmi um hinn aukna hraða má nefna Haggar Apparel í Dallas, sem getur nú séð hinum 2.500 út- sölustöðum sínum fyrir vörusend- ingum með nýjum buxum á þriggja daga fresti. Áður liðu sjö vikur milli vörusendinga. Það er ekki bara í framieiðslugreinunum sem hraði er að verða forsenda framfara; sama gildir í ýmsum þjónustugreinum, s.s. elektrónísk- ar bankayfirfærslur á augabragði, hröð afgreiðsla í stórmörkuðum með hjálp tölvutækni og upplýs- ingaleit á bókasöf num með aðstoð hraðvirkra tölvukerfa. Tiskan of hröð _____________ fyrir Kínverja______________ Hið ódýra vinnuafl í fjarlægum heimsálfum og hinni nýju Austur- Evrópu er óðum að missa aðdrátt- arafl sitt fyrir framleiðendur á Vesturlöndum. Ford Motor Co. flutti nýlega vörubílaverksmiðju frá Brasilíu til Bandaríkjanna af þeirri ástæðu að það tók sex mán- uði að framleiða vörubíl í Brasilíu á meðan hægt var að framleiða vörubíl í Bandaríkjunum á 45 dög- um. Sömu sögu er að segja af bandaríska barnafataframleið- andanum sem nýlega ákvað að flytja framleiðsluna frá Kina, þó svo að í Kína séu laun lægst i heim- inum. Kínverjunum var ekki treystandi til að skila af sér fram- leiðslunni á tilsettum tíma. Barna- fataframleiðandinn selur í stórum stíl barnanáttföt til stórverslana i Bandaríkjunum sem neita að taka við vörunni berist hún einum degi of seint. Tískubreytingarnar ger- ast það hratt að eina vikuna seljast barnanáttföt með bangsamynd- um og næstu vikuna vilja öll börn náttföt með kanínum. Það er ekki Af 600 milljónum síma sem til eru í heiminum eru 450 milljónir í aöeins níu löndum. Lífsgæöunum er misskipt milli hins hraöa heims — og hins hæga. Um hin hröðu og hægu þjóð- félög fram- tíöarinnar bara í fatabransanum sem tískan breytist ört, sama gildir t.d. um hljómflutningstæki og ýmiskonar hátæknibúnað. Láglaunavöðvar úreltir í þeim fyrirtækjum sem nota þróaða tölvutækni verður hlutur launakostnaðar sífellt minni hluti heildarkostnaðar við framleiðsl- una — í mörgum tilfellum aðeins um 10%. Fyrirtækin geta sparað mun meira við að nýta sér þróaðri tækni og hagkvæmari stjórnunar- hætti en við að pressa niður laun verkalýðsins. Láglaunavöðvar bæta ekki samkeppnisaðstöðuna að neinu ráði lengur. Þau hægu lönd sem byggja framleiðslu sína á lágum launum og úreltum tækni- búnaði eiga að mati Tofflers ekki möguleika á að bæta hag sinn nema með því að gjörbreyta fram- leiðslukerfi sínu og tölvuvæða framleiðsluna. En það er ekki nóg fyrir framleiðendur i hinum hægu löndum að fjárfesta í þekkingu og ýmiskonar tölvubúnaði. Oflugt símkerfi er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að keppa við tím- ann. En símum þessa heims er misskipt. Af þeim 600 miHjónum síma sem til eru í heiminum eru 450 milljónir í aðeins níu löndum. Það er ekki aðeins milli landa sem hraðir og tæknivæddir fram- leiðsluhættir geta valdið misskipt- ingu lífsgæða. Það getur haft inn- byrðis alvarlegar afleiðingar fyrir hin hægu Iönd þegar þróaðasti hluti landanna — oftast stærstu borgirnar þar sem þekkingin og yfirstéttirnar halda til — tengjast neti hinna hröðu landa. Eftir situr alþýðan til sveita, einangruð í gömlum framleiðsluháttum og lé- legum lífskjörum. Af hverju____________________ auka hraðann?________________ Það kann vel að vera að framtíð- arsýn Tofflers rætist og að í fram- tíðinni verði afgerandi lífsgæða- munur á milli hinna hröðu og hægu þjóðfélaga. En Toffler yfir- sést algerlega að velta fyrir sér hvort fólk almennt vilji hinn aukna hraða og hvernig einstakl- inga hið hraða þjóðfélag kemur til með að móta. Bandaríski tölvu- fræðingurinn Joseph Weizen- baum, sem hefur verið óspar á gagnrýni á tröllatrú ýmissa koll- ega sinna á tækniþróun, hefur bent á þann gullna sannleika, að þó svo hægt sé með hjálp þróaðrar tækni að gera ýmsar breytingar á lífi okkar í nafni framfara, þýði það alls ekki að við verðum að notfæra okkur hina nýju tækni. Eða m.ö.o.: Það að við getum þýðir ekki að við endilega verðum. Hratt þjóð- félag krefst þess að íbúarnir lifi í sátt og samlyndi við hina hröðu tölvutækni í daglegu lífi sínu. Mannfólkið verður að laga sig að þörfum hinnar hröðu tækni í stað þess að tæknin lagi sig að þörfum mannfólksins; í nafni þæginda, hamingju og stórneyslu verða mennirnir fangar hraðans. Það sem Toffler í sjálfu sér á við þegar hann talar um hratt þjóðfé- lag er þjóðfélag þar sem tölvu- tækni er þjónn hagvaxtarspá- mannanna, sem líta á aukinn hag- vöxt sem æðsta markmið þjóðfé- lagsins. I stað þess að viðurkenna að draumurinn um stöðugan hag- vöxt og sífellt meiri neyslu er orð- inn martröð sem aðeins skapar enn meiri ójöfnuð og eyðingu, reyna hagvaxtarspámennirnir að vinna tíma fyrir hið ónýta hag- kerfi sitt með stórfelldri tölvuvæð- ingu. Og bak við tjöldin má sjá út- línur þeirra sem sjá hag sinn í sí- breytilegri tísku og öðrum fárán- leik'a aukinnar neyslu. Þó svo Marx sé dauður, grafinn og bann- lýstur hefur kapítalisminn ekkert breyst. Bjarni Þorsleinsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.