Alþýðublaðið - 01.05.1991, Side 1
Ný stíórn í vorbtíðunni
Það var vorlegt um að litast á Álftanesinu í gær-
dag, þegar nýir ráðherrar stigu út á hlaðið á Bessa-
stöðum. Var haft á orði að veðurblíðan boðaði gott
samstarf flokkanna tveggja í ríkisstjórn — storma-
samar ríkisstjórnir hefðu oft á tíðum orðið til í ill-
viðrum. Það sem kætti ráðherrana á myndinni hér
fyrir ofan var að bílstjóri Jóns Baldvins mætti á
rauðum og glæsilegum Citroén-bragga til að aka
utanríkisráðherranum til höfuðborgarinnar, en Jón
Baldvin hefur opinberlega lýst aðdáun sinni á hinni
frönsku hönnun á því farartæki. Davíð, forsætis-
ráðherra, tekur bakföll á myndinni og það er létt
yfir ráðherrum Alþýðuflokksins, þeim Eiði Guðna-
syni, umhverfisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur,
félagsmálaráðherra og Sighvati Björgvinssyni,
heilbrigðisráðherra, svo og Þorsteini Pálssyni,
sjávarútvegsráðherra frá Sjálfstæðisflokknum.
Á bls. 8 í blaðinu segir frá atburðum dagsins í
gær, undirritun stefnuyfirlýsingar og formlegum
stjórnarskiptum á Bessastöðum.
1. maí ávarp Alþjódasambands frjálsra verkalýðsfélaga
Brauð — friður — frelsi
..Milljónir karla og kvenna halda
1. maí hátíðlegan til þess að í sam-
einingu minna á hugsjónir verka-
lýðshreyfingarinnar. Alþjóðlegur
baráttudagur launafólks er tákn fyr-
ir baráttu gegn efnahagslegu og fé-
lagslegu ranglæti og sýna staðfasta
trú á lýðræði, frelsi og virðingu fyrir
mannréttindum. Þessar óaðskiljan-
legu hugsjónir um lýðræði, frelsi og
mannréttindi öllum til handa voru
kveikjan að stofnun Alþjóðsam-
bands frjálsra verkalýsðfélaga árið
1949. Kjörorð þess — brauð, friður,
frelsi — er jafn brýnt baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar 1991 eins
og það var þá.“
Þetta er upphaf 1. maí ávarps Al-
þjóðasambands frjálsra verkalýðs-
félaga árið 1991. í ávarpinu er enn-
fremur minnt á að langvarandi og
djúpstæður ójöfnuður ríki enn inn-
an ríkja og í samskiptum milli ríkja.
Mannréttindi séu fótum troðin, rétt-
ur stéttarfélaga að engu hafður og
íbúum þróunarríkjanna sýnt full-
komið tómlæti.
„Barátta verkalýðshreyfingarinn-
ar er fyrst og fremst barátta fyrir
auknu lýðræði. Verkalýðshreyfing-.
in á í stríði þar sem hún talar máli
launafólks. Hún berst fyrir því að
framlag þess sé metið að verðleik-
um með réttlátri skiptingu þjóða-
auðs,“ segir í ávarpinu.
„Félagsmenn frjálsra verkalýðsfé-
laga lögðu sittcif mörkum til þess að
steypa kommúnísku einræði í Mið-
og Austur-Evrópu. Nú taka þeir virk-
an þátt í endurreisnarstarfi sem
stefnir að því að tryggja mikilvæga
félagslega sátt um efnahagsþróun,"
segir einnig í ávarpinu.
Þá er tekið fram að með hverjum
deginum sem líður verði alþjóðleg
samstaða verkalýðsfélaga mikil-
vægara tæki il þess að minna á þá
sæmd sem verkafólki ber, virðingu
fyrir rétti þess og réttlátari þjóðfé-
lagslegri stöðu þess. Alþjóðleg sam-
staða sé með launafólki sem enn sé
haft að féþúfu af minnihlutahópum
sem hafa kastað eign sinni á allan
auð heilla þjóða. Samstaða sé einnig
með körlum og konum sem enn sé
íþyngt með lánum sem það beri
enga ábyrgð á og hafi ekki haft hag
af.
í ávarpinu segir að alþjóðleg
hreyfing verkalýðsfélaga muni
áfram vinna með launafólki þróun-
arríkjanna og stéttarfélaga þeirra
með það að markmiði að eyða auð-
mýkjandi fátækt sem iðnvæddar
þjóðir beri mikla ábyrgð á, að auka
þróunaraðstoð og fjárfestingu í fé-
lagslegum auði eins og menntun,
þjálfun, húsnæði og almannatrygg-
ingum, að laða fjölmennan hóp
launamanna, sem enn standa utan
stéttarfélaga, til félaganna svo þeir
fái notið hagsbótanna sem felast í
samstöðu hreyfingarinnar.
RITSTJÓRN (Ö 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR (f) 625566