Alþýðublaðið - 01.05.1991, Page 13
Miðvikudagur 1. maí 1991
13
um Evrópskt efnahagssvæði rökréttar. Við eigum þó að
standa fast á fyrirvörum okkar varðandi sjálfstæði þjóðar-
innar þ.e. landhelgina, eignarhald á auðlindum og sér-
stöðu íslensks vinnumarkaðar. í samningunum um
Evrópska efnahagssvæðið má ekki líta eingöngu til hags-
muna atvinnurekstrar og stjórnvalda. Það er grundvallar-
krafa íslenskrar verkalýðshreyfingar að aðild að svæðinu,
ef til kæmi, grafi ekki á nokkurn hátt undan þeim réttind-
um og ávinningum sem íslenskt launafólk hefur náð fram
á undanförnum árum og áratugum.
íslenskt launafólk krefst þess að félagslega íbúðakerfið
verði elft svo lágtekjufólk þurfi ekki að bíða árum saman
eftir að komast í húsnæði við hæfi.
Við eigum að mynda hér launastefnu þar sem skilgreind
eru markmið um aukna atvinnu og aukinn kaupmátt
launa í áföngum. Til þess höfum við alla möguleika. Jafn-
framt er það krafa að samnings- og verkfallsréttur iðn-
nema verði viðurkenndur.
Á baráttudegi launafólks lítum við til þeirra milljóna
manna, kvenna og barna sem búa við hörmungar hernað-
arofbeldis og kúgunar. Hvarvetna í heiminum eru frjáls
verkalýðsfélög í fararbroddi mannréttinda. í Austur-
Evrópu hafa verkalýðsfélög og stéttasambönd barist fyrir
auknum lýðréttindum. í S-Afríku sér nú loks fram á árang-
ur í baráttu þeldökkra íbúa landsins gegn harðstjórum
hvíta minnihlutans. Á síðustu vikum höfum við fylgst með
þeim hörmungum sem dunið hafa á Kúrdum. Islenskt
launafólk skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því
á alþjóðavettvangi að ofsóknum á hendur Kúrdum linni og
þeim verði tryggt sjálfsforræði.
Með samstöðu launafólks og fyrir frumkvæði verkalýðs-
hreyfingarinnar tókst að koma efnahagsmálum þjóðarinn-
ar í það horf að þau standast samjöfnuð við nálæg lönd.
Með sama hætti eigum við að nota samtakamáttinn tii að
auka kaupmáttinn og koma launamálum í það horf að
sómi verði að.
Með þetta í huga horfum við björtum augum til framtíð-
arinnar.
LAUNAJÖFNUN - AUKINN KAUPMÁTTUR.
Konur búa oft viö sannkölluð sultarlaun á vinnustöðum, ekki síst i ýmsum iðnaði.
1. maí ávarp Iðnnemasambands íslands
Ýmis merki um að þjóðar
sáttín sé að springa
Eins og venja er 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi
verkafólks, er dagurinn notaður til að setja fram kröfur um
bætt kjör þeirra lægstlaunuðu. Verkalýðshreyfingin er í
hátíðarskapi og sendir frá sér ávörp sem innihalda kröfur
um réttlátara þjóðfélag og jafnari skiptingu þjóðartekna.
Það setur einnig óneitanlega svip sinn á 1. maí í ár að kosn-
ingar eru nýafstaðnar. í kosningabaráttunni lofuðu öll
framboð bættum kjörum þeirra verst settu. Frá því i febr-
úar 1990 hefur verið tími þjóðarsáttar. Þá voru gerðir
samningar sem höfðu það markmið að ná niður verð-
bólgu, stöðva kaupmáttarhrapið og ná niður vöxtum.
Þetta hefur tekist í öllum aðalatriðum þó svo árangurinn
í vaxtamálum sé ekki nægilega góður. Ýmis merki eru
hinsvegar á lofti um að þjóðarsáttin geti verið að springa.
Ef það gerist þá er eins víst að sá árangur sem náðst hefur
muni ekki nýtast til bættra kjara fyrir láglaunafólk. Þessum
staðreyndum verður verkalýðshreyfingin að bregðast við.
Það er með öllu óviðunandi ef ekki næst í gegn veruleg
kjarabót til handa þeim lægstlaunuðu strax í næstu samn-
ingum. Verkalýðshreyfingin verður að sjá til þess að þau
kosningaloforð sem gefin hafa verið um bætt kjör þeirra
lægstlaunuðu verði efnd. Atvinnurekendur eru nú farnir
að búa sig undir að hefja upp gamla sönginn um slæma af-
komu og lítið svigrúm til kauphækkana þegar samningar
verða lausir. Staða verkalýðshreyfingarinnar til að fara út
í verkfallsaðgerðir til að ná fram bættum kjörum þeirra
sem eru á lægstu laununum er hins vegar slæm. Þessi
slæma staða helgast fyrst og fremst af því að hér á landi
hefur verið byggt upp húsnæðiskerfi sem hneppir fólk í
skuldafen mestan part af starfsævi þess. Með þessu kerfi
hefur eigna- og forréttindastéttum þessa lands tekist að
lama að mestu leyti slagkraft verkalýðshreyfingarinnar.
Verkafólk hefur ekki efni á, vegna lágra launa og hárra
skulda, að leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör.
Jafnframt hefur eigna- og forréttindastéttum þessa lands
tekist að færa allan umráðarétt yfir helstu auðlind þjóðar-
innar, fiskimiðunum, yfir á útgerðarauðvaldið. Þetta hefur
það í för með sér að ef verkfallsaðgerðir eru boðaðar
meðal verkafólks í fiskvinnslu þá er útgerðarmönnum í
lófa lagið að selja veiðiheimildir burt úr einstökum byggð-
arlögum. Þar með hafa þeir selt lífsbjörg fólks burt frá því
og gildir þá einu hversu há launin eru ef enga vinnu er að
fá. Ætli verkalýðshreyfingin einhvern tímann að eiga
raunverulega möguleika á því að minnka launamisréttið í
íslensku þjóðfélagi þá verður að ráðast gegn þessum þátt-
um. Það þarf að losa verkafólk undan þeim skuldaklöfum
sem séreignastefnan í húsnæðismálum hefur leitt af sér.
Leggja verður stóraukna áherslu á byggingu félagslegra
íbúða og kaupleiguíbúða. Verkalýðshreyfingin verður að
setja fram skýlausar kröfur um að ráðstöfunarréttur út-
gerðarmanna yfir fiskinum sem syndir í sjónum verði tek-
inn af þeim og færður til fólksins sem vinnur við, og byggir
alla sína afkomu á sjávarútvegi. Þessar breytingar eru
frumskilyrði þess að verkalýðshreyfingin hafi þann slag-
kraft sem nauðsynlegur er til að knýja fram raunverulegar
kjarabætur til þeirra lægst launuðu.
En hverjir eru þeir lægstlaunuðu? Lægstu verkamanna-
laun í dag eru nú 41.333,- kr. á mánuði. Byrjunarlaun iðn-
nema eru hins vegar 32.935,- kr. á mánuði og þá eru laun
ekki greidd á meðan á skólanámi stendur. Séu hinsvegar
einnig greidd laun í skóla þá eru byrjunarlaun iðnnema
23.833,- kr. á mánuði. Þessar launatölur eru einungis
kunnar iðnnemum og aðstandendum þeirra. Þar af leiðir
að þegar verkalýðsforingjar tala um að leiðrétta laun
þeirra lægst launuðu þá er það sjaldnast sem þeir eiga við
laun iðnnema. Það er skýlaus krafa Iðnnemasambands ls-
lands að við gerð næstu kjarasamninga og leiðréttingu
launa þeirra lægst launuðu verði laun iðnnema leiðrétt og
þau verði framvegis hlutfall af launum sveina en ekki hlut-
fall af lægstu verkamannalaunum eins og nú er. Stéttarfé-
lög iðnaðarmanna verða að gera sér grein fyrir því að þeg-
ar laun iðnnema eru eins lág og raun ber vitni þá leiðir það
til þess að iðnnemar eru fyrst og fremst notaðir sem ódýrt
vinnuafl. Það hefur síðan í för með sér að fjöldi iðnnema
miðast við fjölda meistara og fjöldi sveina verður of mikill
og iðnnemarnir fá minni tilsögn í faginu og verða þar af
leiðandi lakari fagmenn. einnig hafa lág laun iðnnema í för
með sér atvinnuleysi fyrir sveina. Vegna mikils munar á
launum sveina og nema þá er nemunum sagt upp störfum
um leið og þeir hafa lokið námi og nýir nemar ráðnir í stað-
inn. Leiðrétting launa iðnnema ætti því ekki einungis að
vera krafa Iðnnemasambands Isands heldur einnig krafa
stéttarfélaga iðnaðarmanna.
Með breytingum sem urðu við upptöku laga um fram-
haldsskóla er ekki neitt lengur sem bannar iðnnemunum
að fara í verkfall. Iðnnemasambandi lslands hefur nú verið
breytt yfir í stéttarsamtök iðnnema. Það er krafa Iðnnema-
sambands íslands að samtökin verði viðurkennd sem
samningsaðilar um kaup og kjör iðnnema. Þeir samningar
sem gerðir eru um kaup og kjör iðnnema án þess að iðn-
nemar hafi um þá úrslitavald eru ekki samningar heldur
þvinganir.
Hverri þjóð sem sækir til framfara er nauðsynlegt að
hlúa vel að allri verkmenntun. íslendingum er þetta lífs-
nauðsyn því þeir samningar sem nú fara fram um Evrópskt
efnahagssvæði munu að öllum líkindum hafa í för með sér
stóraukna möguleika fyrir erlenda iðnaðarmenn, fa^-
lærða sem ófaglærða, að sækja hingað vinnu. Eina svar Is-
lendinga við þeirri þróun er að eiga vel menntaða iðnaðar-
menn sem geta staðist samanburð hvaðan sem er úr heim-
inum. Það vantar hins vegar mikið á að stjórnvöld og
menntamálaráðherra geri sér grein fyrir þessu eins og sést
gjörla á þeirri forgangsröð sem hefur verið á uppbyggingu
menntastofnana. Á meðan nemendum Iðnskólans í
Reykjavík hefur fjölgað um helming á tíu árum án þess að
húsnæði skólans hafi verið aukið og vinnueftirlitið hefur
hótað að loka einstökum deildum skólans vegna heilsu-
spillandi aðstöðu þá ræðst hið opinbera í að kaupa húas-
næði undir Listaháskóla. Af þessu sést að nú eins og áður
virðast stjórnvöld líta á iðn- og verkmenntun sem annars
flokks nám. Iðnnemasambandið krefst þess að iðn- og
verkmenntun skipi jafn háan sess og bóknám og listnám.
1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Þá er við
hæfi að íslenskt verkafólk minnist þeirra markmiða sem
frumkvöðlar verkalýðshreyfingarinna höfðu að leiðarljósi
og voru alþjóðleg; frelsis, jafnréttis og bræðralags. Iðn-
nemasamband íslands minnir félagsmenn sína og allt ís-
lenskt launafólk á að þrátt fyrir brýna nauðsyn þess að
leiðrétta kjör þeirra verst settu í íslensku samfélagi þá eru
íslendingar í öllum aðalatriðum vel settir sé miðað við þær
hörmungar sem fólk víða út um heim þarf að iíða.
Á hverjum sólarhring deyja yfir 40.000 börn undir fimm
ára aldri af völdum sjúkdóma sem auðvelt er að koma í veg
fyrir.
Um 150 milljónir barna í heiminum eru vannærð, þar af
eru um 25 milljón börn á hungurmörkum.
Ríflega 100 milljónir barna á skólaaldri hafa aldrei inn í
kennslustofu stigið. Þar af eru stúlkubörn í meirihluta.
Yfir 30 milljónir barna eru heimilislaus og á vergangi.
Fyrir árið 2000, eftir 9 ár, munu yfir 10 milljónir barna
í Mið- og Austur Afríku hafa misst a.m.k. annað foreldri sitt
úr eyðni.
Sjö milljónir barna eru flóttamenn af völdum stríðs og
annarra hörmunga.
iðnnemasamband Islands hvetur íslenskt launafólk að
hafa þessar staðreyndir í huga þegar það gerir upp hug
sinn til þátttöku Islendinga í þróunaraðstoð. Jafnframt
krefst Iðnnemasamband Islands stöðvunar á þeirri pen-
ingasóun sem birtist í vopnaframleiðslu ríkustu þjóða
heims og bendir á að þeir fjármunir væru betur nýttir til
að leysa mannlegar þjáningar í stað þess að framleiða
mannlegar þjáningar.
Iðnnemasamband íslands mun með þátttöku sinni í
Norrænu dagsverki, NOD 91, sem miðar m.a. að því að
safna fjármunum til uppbyggingar á menntunarmöguleik-
um fyrir brasilíska æsku, reyna að leggja sitt af mörkum til
að gefa börnum og ungmennum sem litla ástæðu hafa til
bjartsýni von um betra líf.
Kröfur Iðnnemasambands íslands á 1. maí alþjóðlegum
baráttudegi verkafólks eru.
Nýtt húsnæðiskerfi sem losar launafólk úr skuldaklöfum
séreignarstefnunnar í húsnæðismálum.
Afnám ráðstöfunarréttar útgerðarmanna á fiskimiðum
þjóðarinnar.
Viðurkenning á samningsrétti iðnnema.
Laun iðnnema verði prósentuhlutfall af launum sveina.
Stórbætt aðstaða til iðn- og verknámskennslu.
Aukin hlutdeild íslendinga í þróunaraðstoð.
1 Stöðvun hernaðarhyggju hvar sem er í veröldinni.