Alþýðublaðið - 22.05.1991, Side 2
2
Miðvikudaqur 22. maí 1991
Mfnnum
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
Umhverfisvernd í öndvegi
Skilningur fyrir aukinni umhverfisvernd fer stöðugt vaxandi hér á landi líkt
og í nágrannalöndum okkar. í viðhorfskönnun á vegum Félagsvisindastofnunar
sem gerð var á fyrstu mánuðum ársins kemur í Ijós að flestir svarendur telja að
ríkisstjórnin eigi að leggja mikla áherslu á umhverfisvernd á kjörtímabilinu eða
86,3% þeirra sem afstöðu tóku. Næst brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinnar er að bæta efnaleg kjör þjóðarinnar. Það
vekur athygli að fleiri telja að leggja beri mikla áherslu á umhverfisvernd en
bætt kjör en það er engu að síður í takt við það sem er að gerast víða um heim.
Umhverfisvernd er óhemju viðamikill málaflokkur sem tekur til flestra þátta
mannlífsins. Hún er í senn alþjóðleg og staðbundin. Umhverfisvandamál eins
og mengun andrúmsloftsins, eyðing ósonlagsins, mengun sjávar og eyðing
skóga eru vandamál sem snerta alla jarðarbúa. Önnur umhverfisvandamál eru
staðbundnari eins og gróðureyðing hér á landi, losun sorps og umgengni við
náttúru landsins. Þau eru engu að síður hluti af alþjóðlegu vandamáli. Vilji
menn hins vegar gera átak í umhverfismálum verður að horfast í augu við að
slíkt kostar oft á tíðum peninga og einhver verður að greiða fyrir það. Margt
sem lýtur að umhverfisvernd kostar hins vegar ekki neitt nema tillitssemi við
náttúruna, að fólk sé meðvitað um hvað spiliir umhverfinu og hegði sér í sam-
ræmi við það.
Umhverfisvernd lýtur jafnt að iöggjafanum, ríkisvaldinu, sveitarfélögum, fyr-
irtækjum og einstaklingum. Löggjafanum, Alþingi, ber að setja hinn lagalega
ramma fyrir umhverfisvernd. Ríkisvaldsins er að sjá tii þess að lögum sem lúta
að umhverfisvernd sé framfylgt auk þess að gera ráðstafanir á þeim sviðum sem
að ríkinu snúa. Verkefni sveitarfélaganna á sviði umhverfisverndar eru marg-
vísleg. Má þar nefna sorphirðu og frágang sorps og að veita skolpi á sjó út. Mikið
er verið að gera og hefur verið gert i þeim málum eins og t.d. fyrirtæki sveitarfé-
iaganna um meðferö sorps á höfuðborgarsvæðinu, SORPA bs., er dæmi þar um.
Þá er ánægjulegt að nú heyrir það nánast til undantekninga að sjómenn hendi
rusli fyrir borð eins og áður tíðkaðist. Einstaklingar eru einnig orðnir mun með-
vitaðri um umhverfisvernd og t.d. algengt að þeir skili notuðum rafhlöðum á
þar til gerða staði í stað þess að fleygja þeim með öðru rusli eins og flestir gerðu
til skamms tíma.
Enn er þó langt í land að umhverfismálum okkar íslendinga sé vel sinnt. Um-
hverfisvernd og mengunarvarnir eiga eftir að verða mun fyrirferðarmeiri í nán-
ustu framtíð en verið hefur. Nýs umhverfisráðherra, Eiðs Guðnasonar, bíða því
mikil og óþrjótandi viðfangsefni á vegum umhverfisverndar. Það er afar mikil-
vægt að stefnumótun umhverfisráðuneytisins verði markviss strax í upphafi og
að því verði fengin þau verkefni sem vissulega heyra undir umhverfisvernd. Þar
má ekki láta einstaka þrýstihópa eða hagsmunasamtök ráða ferðinni. Nýr um-
hverfisráðherra mun eflaust láta þessi mál til sin taka en ekki er minna um vert
að þeir sem stýra öðrum ráðuneytum leggist á eitt um að umhverfisverndin
skipi þann sess sem henni ber og almenningur vill.
TH
Vinningstölur laugardaginn
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 6.905.124
2.4ÍIO 5 150.582
3. 4af 5 302 4.300
4. 3af 5 8.431 359
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
MDÍM^ÍG
Sigurrós
Svrinsdóltir
fyrrverandi formaöur Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar, Hafnarfirði
Fallin er í valinn Sigurrós Sveins-
dóttir frá Hafnarfirði. Rósa, eins og
hún var oft kölluð, var einn af frum-
herjum verkalýðshreyfingarinnar á
íslandi. Hún hafði ung kynnst þeirri
örbirgð og allsleysi, sem alþýðan bjó
við. Hún hreifst af hugsjónum jafn-
aðarstefnunanr, sem var sjálfsagður
vettvangur í baráttunni fyrir betri
lífskjörum og réttlátara þjóðfélagi.
Rósa varð formaður Verka-
kvennafélagsins Framtíðarinnar í
Hafnarfirði árið 1925 og gegndi því
starfi í samtals 38 ár. Eins og að lík-
um lætur kom hún fjölda framfara-
mála í höfn. Hún var landsfræg bar-
áttukona fyrir jafnrétti kvenna og
karla í launamálum og hverskyns
mannréttindamálum.
Ég var ungur að árum þegar ég
heyrði hana tala á fundi. Mér er það
mjög minnisstætt hve kjarnyrt hún
var, það gustaði af henni og á hana
var hlustað.
Rósa sat í miðstjórn ASÍ á annan
áratug. Þar iét hún til sín taka af
sama krafti og annars staðar. Hugur
Rósu var alltaf bundinn því að gera
öðrum gott. Vinna fyrir þá, sem
minna máttu sín, berjast fyrir jafn-
rétti, mannúð og réttlátara þjóðfé-
lagi.
Launþegar og þá einkum verka-
konur eiga Sigurrósu mikið að
þakka. Barátta hennar og annarra
frumherja verkalýðshreyfingarinn-
ar hefur breytt íslensku þjóðfélagi.
Það er fólk á borð við Rósu, sem
einkum má þakka þá velferð, sem
við íslendingar búum við í dag. Há-
öldruð kvaddi Rósa þennan heim.
Hafi hún þökk Alþýðuflokksins og
verkalýðshreyfingarinnar fyrir frá-
bær störf. Aðstandendum sendi ég
samúðarkveðjur.
Karl Steinar Guðnason.
Rósa frænka er dáin hljómaði
fregnin frá nöfnu hennar, systur
minni, og mér kom í hug, í annað
sinn við ættvinamissi stef úr mið-
leitnu kvæði Davíðs Stefánssonar;
„en stundum lýsir Ijós,
sem aldrei var kveikt
lengur en hin,
sem kveikjum sínum hrenna."
Rósa frænka var alla tíð ljósið í
umhverfi okkar systkinanna þegar
við stigum okkar æskuspor í faðmi
foreldra okkar í Hafnarfirði.
Fölskvalaus vinátta og góðvild
einkenndi föðursystur okkar, en um
leið hvatti hún okkur á raunsæjan
hátt til að takast á við umhverfið.
Þetta var ekki bara sagt með orð-
um, heldur miklu fremur var henn-
ar eigin framganga um hina grýttu
götu lífsbaráttunnar ljós sem lýsti
okkar götu og gerir enn.
Hennar ljós lýsti einnig götu
verkamannsins og verkakvenna í
Hafnarfirði. Með störfum sínum þar
og baráttu fyrir bættum kjörum hins
almenna manns ruddi hún og félag-
ar hennar brautina að frelsi og
mannlegri reisn launafólksum land-
ið allt.
Þá var ekki bara talað um krónur,
umræðan snérist um heilbrigt upp-
eldi barna, húsnæðismál, menning-
armál, tryggingamál og málefni
eldri borgara þessa lands.
Ekkert í mennskunni var þessum
frumherjum verkalýðsmála óvið-
komandi. Það varð vakning með
þjóðinni. Ungmennafélögin og
verkalýðshreyfingin ýttu úr vör
þeirri þjóðarfleytu sem velferðin í
dag byggir á. Og þótt enn skvettist
af báru, innyfir borðstokk hennar,
er ekki um að ræða þá brotsjói sem
frumherjar verkalýðsmála máttu
sigla gegn.
Þá var staða konunnar í atvinnu-,
jafnréttis- og frelsismálum slík, að
hart varð að spyrna í þóftu.
Rósa og félagar hennar réru líf-
róður gegn þeim mannréttindabrot-
um sem konum var sýnd, það var
erfiður róður og er enn.
Konur á Islandi í dag eru fyrir
verk þessara frumhefja komnar á
lygnari sjó, en áður, en baráttunni
fyrir jafnrétti er ekki lokið.
Ljósið hennar Rósu og félaga á
ekki að slokkna, sá kveikur brennur
ekki út.
Sigurrós Guðný Sveinsdóttir var
fædd í Sjávargötu í Garðahverfi
norðan Hafnarfjarðar 13. septem-
ber 1897.
Foreldrar hennar voru Helga
Kristín Davíðsdóttir fædd 1864 að
Saurum í Miðfirði og Sveinn Gísla-
son fæddur 1863 að Fáskrúðabakka
í Miklaholtshreppi.
Afi og amma eignuðust fimm
börn, elst var Dýrfinna sem giftist
Björgvini Jóhannssyni, Raufarhöfn,
Davíð Valdimar en hann dó ungur,
Sigurrós Guðný sem hér er minnst,
Guðjón sjómaður sem kvæntist
Kristensu Arngrímsdóttur, þau
bjuggu í Brautarholti í Hafnarfirði
og Jónas, lengi forstjóri Dvergs hf. i
Hafnarfirði, kvæntur Gurúnu Jóns-
dóttur.
Ung fluttist Rósa með foreldrum
sínum í Sveinsbæ við Austurgötu í
Hafnarfirði, en síðar í Brautarholt
við Lækinn, og var fjölskyldan síðar
kennd við Brautarholtið.
Rósa giftist ung Magnúsi Kjartans-
syni málarameistara í Hafnarfirði
og varð þeim fjögurra barna auðið.
Þau eru; Lillý sem nú er látin,
Sveinn málarameistari í Hafnarfirði,
Harry sem lést á barnsaldri og
Kristín Helga verslunarmaður í
Hafnarfirði. Magnús og Rósa slitu
samvistum. Rósu varð síðar dóttur
auðið, Ernu Fríðu Berg sem nú er
skrifstofustjóri Sólvangs og var faðir
hennar Björn Jóhannesson bæjar-
fulltrúi, baráttufélagi Rósu í Hafnar-
firði. Lillý var kóna Oddgeirs Karls-
sonar loftskeytamanns sem var á
þriðja tug ára með Benedikt Ög-
mundssyni skipstjóra á togurum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Odd-
geir býr í Reykjavík.
Öll börn Rósu urðu dugmiklir og
heilbrigðir einstaklingar, sem svip
hafa sett á bæjarlífið í Hafnarfirði.
Niðjar Sigurrósar eru nú vel á
fimmta tug, þar á meðal er að finna
marga framherja félags- og íþrótta-
mála í Hafnarfirði. Rósa naut stuðn-
ings þeirra allra til síðustu stundar.
Afi og amma voru eins og þá var
kallað þurrabúðarfólk. Lífsbarátta
þeirra var hörð og miskunnarlaus.
Þessu kynntust þau systkinin í æsku
og það mótaði þau öll. Réttlætis-
kennd þeirra allra var mikil, sam-
fara miklum baráttuhug og
dugnaði.
Þau báru öll í brjósi frelsiskröfuna,
frelsi frá ánauð og fátækt, en aðeins
þrjú þeirra sáu lýðveldisfánann
dreginn að húni og frjálsa íslenska
þjóð fagna nýjum degi.
En barátta Rósu frænku fór fram í
framlínu íslenskrar verkalýðsbar-
áttu frá 1925.
Hún var formaður Verkakvenna-
félagsins Framtíðarinnar í Hafnar-
firði í 38 ár. Jafnframt í fulltrúaráði
Alþýðuflokks Hafnarfjarðar í 40 ár
og í langan tíma í miðstjórn Alþýðu-
flokksins. Þá sat hún um árabil í
stjórn Alþýðusambands íslands og
varabæjarfulltrúi var hún í mörg ár.
Sigurrós var fyrsti formaður kvenfé-
lags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
Hún var brauðryðjandi á mörgum
sviðum verkalýðsbaráttunnar.
Verkakvennafélagið setti á stofn
dagheimilið að Hörðuvöllum, jafn-
framt barðist hún fyrir og fékk fram-
gengt orlofsrétti húsmæðra og gerði
Hafnarfjarðarbæ og forgönguaðila í
þessu máli.
Þá átti baráttan fyrir eldri borgara
hug hennar allan, baráttan fyrir
bættum hag þeirra og öryggi á ævi-
kvöldi varð að báli í brjósti hennar
þegar hún vann sem forstöðukona á
gamla elliheimilinu við Austurgötu.
En þangað kom ég oft til hennar, til
að sníkja skonrok.
Þar sá ég fyrst hennar sálarangist
út af aðstöðuleysinu og stundum
virtist mér þreytudrættirnir í andliti
hennar lýsa vonleysi. En aldrei gafst
hún upp, hún barðist áfram og ég tel
að hún hafi fagnað ótal sigrum. Hún
sá Bæjarbíó verða til, hún sá ágóð-
ann þaðan leggja grunninn að
Hjúkrunar- og elliheimilinu Sól-
vangi sem í dag er stolt Hafnfirð-
inga. Hún upplifði svo sannarlega
ótal sigra.
Á þessum árum þótti okkur sjálf-
sagt að Rósa frænka væri félags-
málafrömuður.
Reisn hennar og styrkur var slíkúr
að aldrei hvarflaði það að okkur, að
tímafrek félagsmálastörf sem unnin
voru eftir að hafa vaskað fisk í kulda
og vosbúð, eða annast í ómældum
vinnutíma eldri borgara við erfiðar
aðstæður og sinnt heimili og börn-
um gætu bugað hana. Einfaldlega
gat það ekki gerst og það gerðist
heldur ekki.
En í dag þegar litið er yfir farinn
veg undrast maður þetta mikla þrek
og óeigingirni þessarar mikilhæfu
konu.
Við börnin frá Mjósundi þökkum í
dag góðvild og hjartahlýju hennar
og börnum hennar ástúð og um-
hyggju við hana og bróður hennar
og fjölskylduna hans.
Við tökum undir stefið í Sorgar-
marsi skáldsins úr Kötlum er hann
segir:
,,Aö gröfyöar hjúfra sigandvörpin enn,
frá öreigans þjáöa barmi.“
Enn verður baráttu Sigurrósar
Guðnýjar Sveinsdóttur haldið
áfram, en Ijós kennar lýsir sem viti
í þeirri baráttu.
Guð blessi minningu hennar.
Erling Garðar Jónasson
og systkini.
Við fráfall Sigurrósar Sveinsdóttur
koma í hugann minningar frá löngu
liðinni tíð. Það fyrsta er þegar við
stráklingar ungir að árum fylgd-