Alþýðublaðið - 30.05.1991, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 30.05.1991, Qupperneq 4
«t*» ipholtiSÖc S-688<5gl MÞYBUBLiBlÐ iðEYniSTOBIN. Sævarhöfða 4. s.686300. Heimur í hnotskurn ENNISRAKAÐIR Á þessari mynd er hljómsveitin Elpuerco/Ennis- rakaðir. Þeir heita Oddur F. Sigurbjörnsson, Jón Kjartan Ingólfs- son, Páll Viðar Kristinsson, Hlöðver Guðnason og Elías Bjarnhéð- insson. Þeir verða á Tveim vinum á sunnudagskvöldið að kynna nýja hijómplötu sína. ,,Það verða engin núll,“ segja piltarnir. Sérstakur heið- ursgestur kvöldsins verður Sverrir Stormsker eða Ormurinn beri. NAMSLANIN SKERT: Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hefur látið svo um mælt að námslán hafi á undanförnum árum hækkað umfram almenna verðlagsþróun. Samstarfsnefnd námsmannahreyfing- anna er ekki á sama máli og telur að framfærslugrunnur námslána hafi ekki í raun hækkað neitt frá í ársbyrjun 1985. Skorað er á menntamála- ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða afstöðu sína „áður en hlaupið er til í óðagoti og lífsviðurværi þúsunda námsmanna skert um 20%“. Þá krefst samstarfsnefndin að hætt verði að egna saman launafólki og námsmönnum með því að afbaka staðreyndir eins og raun hefur orðið á, eins og segir í fréttatilkynningu nefndarinnar. MENNINGARMÁL VERKALÝÐSINS: Þessa dagana heldur nor- ræni MFA-skólinn námskeið í Ölfusborgum. Námskeið skólans eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Höfuðviðfangsefnið er að þessu sinni þróun mála í Evrópu. Fjallað er meðal annars um Evrópubandalag- ið og evrópskt efnahagssvæði, sjónarmið verkalýðshreyfinga á Norður- löndum og stöðu einstakra ríkja gagnvart EB. Þá er fjallað um norrænt samstarf og íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Þátttakendur eru 30 talsins frá flestum Norðurlandanna. Allir starfa þeir að fræðslu- og menningar- málum verkalýðshreyfinganna. Stjórnendur námskeiðsins eru Malin Olsson frá Sviþjóö og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. ÓKEYPIS HELGARNÁMSKEIÐ: Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér jóga og sjálfsvitund eiga kost á ókeypis námskeiöi sem hefst kl. 20 í kvöld og heldur áfram laugardag og sunnudag. Það verður haldið í Árnagarði við Suðurgötu. Shri Chinmoy setrið gengst fyrir þessu nám- skeiði og munu veröa kenndar slökunar- og einbeitingaræfingar, auk þess sem hugleiðsla verður kynnt. 0S0NLAGIÐ 0G HUÐIN: Bandarískur prófessor, Thomas G. Jan- sen, heldur fyrirlestur um ósónlagið og hvaða áhrif breytingar á því hafa á húðina. Fyrirlesturinn er á morgun, föstudag kl. 13—14 í Eir- bergi, gamla hjúkrunarskólanum. I’rófessorinn er fyrrverandi formaður í félagi bandarískra húðlækna og er háskóiakennari í Arkansas. RAÐHERRAR UTAN: Ráðherrarnir Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson fara utan til Osló á laugardaginn til viðræðna við norska ráöherra. Rætt veröur um samninga um evr- ópskt efnahagssvæði, aöallega um hin viðkvæmu sjávarútvegsmál. Með ráðherrunum verður í för Hannes Hafstein, aðalsamningamaður Is- lands um evrópska efnahagssvæðið. Ráðherrarnir koma heim samdæg- urs. SYSTUR SELJA PÚSTRÖR: Þær systurnar Sigríður, Pálína og Bára Sigurbergsdætur eiga og reka fyrirtækiö Fjöðrina, sem flestir bíleigendur þekkja. Fjöðrin framleiðir, flytur inn og selur púströr á allar gerðir bifreiða. Faðir þeirra systra, Sigurbergur Pálsson, stofnaði Fjöðrina fyrir 35 árum. Á afmæli fyrirtækisins á dögunum var sölubúðin stækkuð og henni gjörbreytt, enda hefur Fjöðrin farið út í sölu á meira úrvali bílahluta, selur nú m.a. dempara, boddíhluti í allar geröir bíla og fleiri hluta. Á myndinni eru systurnar þrjár, frá vinstri: Sigríður, Bára og Pálína. RÍKISSTOFNUN Á HÖGGSTOKKINN: Ríkisfyrirtækið Bifreiða- próf ríkisins verður trúlega leitt á höggstokkinn í þeim niðurskurði sem ríkisstjórnin stendur nú fyrir. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráö- herra segir þessa starfsemi óhentuga einingu sem sjálfstæða stofnun. Nú er kannað hvernig hentugast — og ódýrast — sé að reka þessa starfsemi. Talað er um að fella þessa starfsemi undir Umferðarráð. Milljóna króna húsviðgerd reyndist Vita gagnslaus — og nú er húsið jafnvel verr á sig komið en áður „Eftir þessar svokölluðu við- gerðir á húsinu eru sprungurn- ar jafnvel orðnar stærri en fyrr,“ sagði Guðmundur Steinþórsson, húsvörður í háhýsinu Engihjalla 2 í Kópavogi í spjalli við Alþýðu- blaðið. Ibúar hússins, sem er að- eins rétt rúmlega áratugs gam- alt, létu til skarar skríða gegn gífurlegum steypuskemmdum fyrir tveimur árum. Fengnir voru verkfræðingar frá fyrirtækinu Línuhönnun, sem áttu að stjórna þessu verki og gefa góð ráð. Sagði Guðmundur að því fé sem sú ráðgjöf kostaði, hefði verið kast- að á glæ. Verktakinn, ungur maður, greinilega reynslulítill, með skóla- stráka í vinnu, gat síðan á engan hátt valdið verkefninu. Gafst hann hreinlega upp á tímabili, en lauk verkinu um síðir. „Viðgerðin" sýndi sig fljótt í að vera afar illa unnin. Sprungur komu fljótlega í Ijós, og í dag eru þær enn svæsnari en þær voru fyrir. Sagt er að viðgerðarmennirnir hafi víkkað út sprungur í veggjum hússins til að koma í þær einhverju klístri, sem síðar hefur ekki haldist við í sprung- unum. i Eftir standa íbúarnir með hriplekt hús, eftir að hafa fórnað hundruð- um þúsunda króna hver, í vonlausa viðgerð. Víðar við Engihjalla er pottur brotinn í þessum efnum og nú síðast auglýsti húsfélagiðí Engihjalla 3 eft- ir tilboðum í viðgerð á húsi sínu. í Engihjalla 9 eru fyrirhugaðar við- gerðir í sumar. Pálmi Rögnvaldsson, einn íbúa í Engihjalla 9, sagði í gær að húsið væri 12 ára gamalt, en þarfnaðist verulegra viðgerða, enda væri víða farið að leka með gluggum og sprungur komnar í múrinn. Sagði Pálmi undarlegt til þess að vita að svo virtist sem enginn væri ábyrgur, ■ en varla gæti talist eðlilegt að svo nýleg hús þörfnuðust svo mikilla viðgerða. „Hús sem voru steypt í eldgamla daga eru svo eitutsterk að mönnum reynist erfitt að brjóta veggi í þeim. Byggingamönnum nútímans hefur ekki tekist eins vel upp og fyrirrenn- um þeirra," sagði Pálmi. ENGIHJALLI i Kópavogi — þar eru allmargar háreistar ibuOaDlokkír, flestar hverjar um áratugs gamlar, og eru þær margar illa farnar. Strákurinn á mynd- inni sýnir eina af mörgum sprungum i húsinu Engihjalla 2. Það hús á þó aö heita nýlega viðgert. A-mynd: E.ÓI. Verðlag í matvöruverslunum Óbreytt í þrjá mánuði Verdlagsstofnun heldur uppi bráðnauðsynlegu eftirliti með vöruverði, ekki hvað síst í mat- vöruverslunum, þar sem al- menningur eyðir hvað mestu af launum sínum. Ánægjuleg tíð- indi komu frá stofnuninni í gær- verðlag hreyfist nánast ekki í matvöruverslunum. Fylgst hefur veriö með vöruverði 50 algengra vörutegunda í 49 versl- unum á höfuðboigarsvæðinu með reglubundnum könnunum. í janúar var vörutegundunum fjölgað í 80 og verslunum í 54. í lok apríl var gerð samsvarandi könnun sem leiðir eft- irfarandi í ljós. — Meðalverð á könnuðum vörum hélst óbreytt á þessu 3 mánaða tímabili. Verð á 37 vörutegundum liafði hækkað lítillega, en verð á 45 tegundum hafði hækkað lítillega eða var óbreytt. — Meðalverðið á vörum í könn- uninni lækkaði á bilinu 0,1% til 6,7% í 17 verslununt, en hækkaði á bilinu 0,1% til 5,9% í 37 verslunum. Vöruverð í Hagkaupsverslunum lækkaði mest, eða um 5,8% til 6,7%. Þær vörur sem lækkuðu í verði voru strásykur, að meðaltali 5,7% og kjúklingar, sem lækkuðu að meðaltali um 5,4% á þessu þriggja mánaða tímabili. Niðursuðuvörur ýmsar, svo og hreinlætisvörur voru þær vörur sem helst höfðu hækkað. Samskonar kannanir eru gerðar á Norðurlandi vestra, Akureyri og á Austfjörðum. Þróun verðlags á Ák- ureyri er sú samaog á höfuöborgar- svæðinu, en á hinum tveimur svæð- unum hefur orðið hækkun um 1% á tímabilinu. Neytendur geta gengið að þvi sem vísu — verðlag á matvöru breytist ekki, alla vega sáralítið, og þá oft til lækkunar. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.