Alþýðublaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 6
6 IM #11 If.IASTVfVl K verður haldin í Háskólabíói, laugardaginn 29. júní 1991 kl. 14.00. Þar verður lýst kjöri heiðursdoktora jafnframt því sem kandídatar verða brautskráðir. Þar sem Ijóst er að gestir munu ekki allir rúmast í aðalsal verður athöfninni sjónvarpað yfir í sal 2. Á meðan á hátíðinni stendur verður börnum boðið til kvikmyndasýningar í sal 4. Háskóli íslands ''//vm , V utboð Arnarnesvegur, Bæjarbraut - Reykjanesbraut Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 1,1 km, fylling og burðarlag 37.000 m3, skering 25.000 m3 og malbiksslitlag 12.700 m2 Vegurinn skal opnaðurtil umferðar 15. október 1991 og verkinu að fullu lokið 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, (aðalgjaldkera), Reykjavík, frá og með 1. júlí 1991. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 15. júlí 1991. Vegamálastjóri Lóöaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru lóðir í Engjahverfi fyrir 16 einbýlis- hús, 4 íbúðir í raðhúsum, 6 íbúðir í parhúsum. Gert er ráð fyrir, að lóðirnar verði byggingarhæfar í sum- ar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublað, skipulagsskilmálar og uppdrættir. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með 1. júlí n.k. á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Borgarstjórinn í Reykjavík Dagsbrúnarmenn - Dagsbrúnarmenn Farin verður sumarferð á vegum félagsins til Stykkishólms og í siglingu um Breiðafjörð. Ferðin verður dagana 12. til 14. júlí - þátttökugjald krónur 7.000 pr. mann. Skráning á skrifstofu Dagsbrúnar sími 25633 og þar veittar nánari upplýsingar. Takmarkað sætafram- boð. Stjórn Dagsbrúnar Alþýðuflokksins verður lokuð föstudaginn 28. júní, frá kl. 13, vegna jarðarfarar Jóns H. Guðmundssonar. Föstudagur 28-. júní 1991 Minning - Jón H. Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, Kópavogi fýsi. Aldrei var spurt um laun eða fyrirhöfn, aðeins hvaða verk þyrfti að vinna á hverjum tíma. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í Kópavogi um 8 ára skeið. Betri og heilli samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Hvert það verk- efni sem hann tók að sér var leyst af hendi vafningalaust og öruggfega, en um heillyndi hans og holl ráð þurfti enginn að efast og mætti mörgum vera til eftirbreytni í stjórn- málum í dag. Jón H. var mjög snarp- ur ræðumaður á mannfundum og enginn þurfti að efast um skoðanir hans, sem hann flutti einarðlega og pakkaði ekki í neinn silkipappír, eins og hann orðaði það svo gjarnan sjálfur. Þó forðaðist hann að haga svo málflutningi sínum að særði aðra. Orðheppinn var Jón i mál- flutningi og ýmsar fleygar setningar af munni hans sem sagðar voru á bæjarstjórnarfundum í Kópavogi lifa á vörum samferðamanna. Hann vann Alþýðuflokknum allt það er hann mátti fram til síðustu stundar og hefur lengst af átt sæti í flokksstjórn hans. í síðustu alþingis- kosningum voru fáir glaðari er vel gekk í Reykjaneskjördæmi, þó hann gengi hægar til þeirrar baráttu en stundum áður er þrekið og snerpan var meiri. Þó Jón H. Guðmundsson bæri í út- liti og skapgerð með sér svipmót vestfirskra sjómanna og bænda, væri fæddur og uppalinn í sveit og stundaði sjómennsku um langt ára- bil, varð kennsla barna og skóla- stjórn hans aðal ævistarf í rösk 40 ár. Hann var fyrsti skólastjóri Digranes- skólans í Kópavogi, mótaði hann frá upphafi og stýröi í 17 ár. Öllum sem heimsóttu skólann var Ijóst að skólastjórn lék í hans höndum og innan veggja skólans ríkti góður andi milli skólastjóra, kennara og nemenda og skólinn væri í fremstu röð barnaskóla landsins. Sem for- maður skólanefndar Kópavogs kom ég nokkrum sinnum í heimsókn til skólans og duldist ekki sú hlýja og umhyggja sem skólastjórinn sýndi nemendum og samstarfsfólki og hve greiðan aðgang allir áttu að skólastjóranum. Hann naut því mik- illar virðingar og hlýhugs við starfs- iok fyrir sitt mikla uppbyggingar- starf. En þó störf að skóiamálum og sjósókn væri ríkur þáttur í ævi Jóns H. var hugurinn mjög tengdur við smíðar og á efri árum eftir að starfi á skólavettvangi lauk sneri hann sér að smíðum og bjó sér aðstöðu heima í bílskúr til að sinna þeim verkefn- um. Vann hann að hvers konar smíðum og húsbyggingum með og fyrir börn sín auk þess sem hann leit til og aðstoðaði aldraða Isfirðinga sem áttu í erfiðleikum hér sunnan- lands og verið höfðu félagar og sam- starfsfólk fyrir vestan. — Þá má og minna á hans mikla vinnuframlag við innréttingu húsnæðis fyrir fé- lagsaðstöðu Alþýðuflokksins í Kópavogi. Eftirlifandi eiginkona Jóns H. Guðmundssonar er Sigríður M. Jó- hannesdóttir frá Flateyri. Heimili þeirra var stórt og fjölmennt, hús- bóndinn glaður og reifur og hús- móðirin tók gestum fagnandi með sinni léttu lund og sönggleði. Þang- að var gaman að koma í heimsókn og blanda geði við húsráðendur og þeirra stóra barnahóp, en fjölskyld- an studdi föðurinn dyggilega í um- fangsmiklum félagsmálastörfum. Að leiðarlokum kveð ég minn góða félaga með innilegu þakklæti fyrir allt samstarfið, stuðning og hjálpsemi á liðnum árum og sendi eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Asgeir Jóhannesson. Vinur okkar Jón H. Guðmunds- son fyrrverandi skólastjóri er dáinn. Þessi fregn kom eins og reiðarslag til okkar sem höfum starfað með Jóni H. og notið starfskrafta hans og óbilandi atorku í flokksstarfi Al- þýðuflokksfélagsins i Kópavogi. Við gleymdum því oft að Jón H. var ekk- ert unglamb lengur og í samskipt- um við hann þekktist ekkert kyn- slóðabil. Hann tók virkan þátt í út- gáfu Alþýðublaðs Kópavogs, var þar ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins hátt á þriðja áratug. I maílok áttum við okkar síðustu samverustundir með Jóni H. þar sem við unnum að útgáfu Alþýðu- blaðs Kópavogs. Næsta dag var hann lagður inn á sjúkrahús þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Við eigum margar góðar minn- ingar um Jón H. þegar við unnum saman að Alþýðublaði Kópavogs. Hann bar hag blaðsins ávallt fyrir brjósti og vissi hversu mikilvægt það var að það gegndi hlutverki sínu að uppfræða íbúana um mál- efni bæjarins. Þegar blaðið kom ekki út á tilsettum tíma og hann taldi að um sleifarlag á hlutunum væri að ræða, þá lá hann ekki á skoðunum sínum varðandi þau efni. Ef vel var að verki staðið þá var Jón H. í essinu sínu og gátum við treyst gildismati hans sem var heilbrigt og öfgalaust. Það var stór stund í lífi Jóns H. er tengdadóttir hans Rannveig Guð- mundsdóttir var kjörin þingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi í al- þingiskosningunum í vor. Við konurnar í Alþýðuflokknum í Kópavogi áttum jafnan tryggan stuðningsmann þar sem Jón H. var. Hann var alltaf tilbúinn að leggja okkur lið og hvetja okkur til dáða því jafnaðarstefnan átti hug hans allan frá því að hann var ungur mað- ur. Minningin lifir um góðan dreng, jafnréttismann og jafnaðarmann í orðsins fyllstu merkingu. Hann var góður heim að sækja, mikill og góð- ur gestgjafi og hrókur alls fagnaðar. Við konurnar sem nú erum bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins í Kópa- vogi kveðjum Jón með söknuði um leið og við sendum Sigríði, börnum, tengdabörnum og barnabörnum af hlýhug okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Helga og Sigga. Fleiri minningagreinar um Jón H. Guðmundsson munu birtast í Alþýðublaðinu eftir helgina AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.91-10.09.92 kr. 891.074,72 1978-2.fl. 10.09.91-10.09.92 kr. 569.264,03 1979-2.fl. 15.09.91-15.09.92 kr. 371.129,25 INNLAUSNARVERÐ *) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 10.07.91-10.01.92 kr. 48.160,44 1985-1 .fl.B 10.07.91-10.01.92 kr. 31.023,86**) 1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 33.196,34 1986-1.fl.A 4 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 35.837,94 1986-1.fl.B 10.07.91-10.01.92 kr. 22.881,23**) 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.91-01.01.92 kr. 30.626,10 1987-1 .fl.A 2 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 26.476,01 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.91-10.01.92 kr. 26.476,01 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.