Alþýðublaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur28. iúní 1991 7 Stokkseyringar uzzandi um sinn hag Flyst lifibrauðið til Þorlákshafnar? FRETTASKYRING SÆMUNDUR GUÐVINSSON leyna því ekki að þeir óttast að ákveðið verði að loka þeirra frysti- húsi og þeim gefínn kostur á að sækja vinnu til Þorláks- hafnar ellegar éta það sem úti frýs. „Auðvitað er sjáifsagt að setjast niður og reyna að leysa þau vandamál sem eru uppi. Reyna að finna | rekstrargrundvöll fyrir fiskvinnsluna i þessum byggðar- lögum héma. En Stokkseyri, Eyrar- bakki og Þorláks-____________________________________________________________________ höfn eru mjög sjálf- Atvinna á þessum stöðum byggist fyrst og fremst á útgerð og fiskvinnslu. stæðar atvinnuein- A-mynd E. Ól. ingar að undanskil- inni samnýtingu út- fremst innbyrðis hagsmunum Stokkseyrar og Þorlákshafnar. „Með því að brúin var byggð lögðust niður hafn- imar á Eyrarbakka og Stokkseyri og menn voru því lfka að spara peninga. En ég minni líka á að við sækjum ýmsa þjónustu upp á Selfoss og þar kemur brúin að góðum notum. Þetta hérað er eitt samfellt atvinnu- og menningar- svæði og það allt nýtur góðs af brúnni. En varð- „Tískuorðið í dag er sameining. Það á að sameina jafnt sveitarfélög sem fyrirtæki og sameiningin á að leysa allan vanda. En við höfum fyrir okkur dæmi um sjóra og mikla sameiningu sem er Álafoss en það fyrirtæki er komið út í eitt stærsta gjaldþrot sem sögur fara af: Þeir sem vom hugmyndafræðing- amirað sa'meingu fyrirtækja í Álafoss em líka hugmyndafræðingamir að þeirri sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja sem verið er að boða hér.“ Þetta sagði Grétar Zóphoníasson sveitarstjóri á Stokkseyri í samtali við Alþýðublaðið. Svokölluð viljayfirlýs- ing forsvarsmanna þriggja sjávarút- vegsfyrirtækja í Þorlákshöfn og á Stokkseyri um sameiningu fyrirtækj- anna hefur valdið nokkm fjaðrafoki, ekki síst á Stokkseyri. Þó forstjóri Byggðastofnunar r.egi að hér sé að- eins um viljayfirlýsingu að ræða fer ekki á milli mála að stefnt er ákveðið á að loka einu frystihúsi af þremur. Nú em rekin tvö frystihús í Þorláks- höfn og eitt á Stokkseyri. Það er mik- ið hús og glæsilegt en útgerð á Stokkseyri byggir á hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Og Stokkseyringar gerðarfyrirtækja á höfninni í Þorláks- höfn,“ sagði Grétar Zóphoníasson. Bent hefur verið á, að eftir bygg- ingu brúar yfir Ölfusárósa séu allir möguleikar opnir til að fólk á þessum stöðum geti sótt vinnu hvar sem er á svæðinu. Vegalengdir em það litlar milli staða. Guðmundur Hermanns- son sveitarstjóri í Þorlákshöfn mót- mælir því að brúin þjóni fyrst og andi þetta mál sem nú er komið upp þá get ég fullyrt að það em engar deilur uppi milli sveitarstjóma staðanna. Hins vegar er lífsbaráttan hörð og menn verða að kyngja ýmsu öðm en því sem þeim Ifkar.“ sagði Guðmund- ur ennfremur. Hann sagði að menn mættu ekki gleyma þvi' að með því að styrkja atvinnulíf á einum stað hefði það jákvæð áhrif á stóm svæði allt umhyerfis. „Ég held að engum hér hafi dottið í hug að með þvf að fá brúna yfir Ölf- usárósa væmm við að tapa allri vinnu hér í plássinu og þyrftum að sækja hana til Þorlákshafnar. En það læðist að manni sá gmnur að til þess muni koma. Það er nú alltaf svo að sá sem er lítill á jafnan f vök að verjast gagn- vart þeim stóra. Forsjárhyggja hans virðist beinast í þá átt að nýta það sem ætt er af draslinu okkar en við megum svo sitja uppi með hitt. En við emm hér með stórt og mikið frystihús sem er algjörlega verðlaust til annarra nota. Eg skil ekki þá byggðapólitík sem hefur heyrst fleygt að leggja skuli niður fiskvinnslu á Stokkseyri og aka fólki til vinnu á Þorlákshöfn. Þá er ekki nóg að öll atvinna sé farin úr byggðarlaginu heldur em þær fáu krónur sem við eigum í eignum hér orðnar mun verðminni. Það selur enginn hús þar sem engin atvinna er,“ sagði Grétar Zóphonías- son sveitarstjóri á Stokkseyri. ____STEFÁN SNÆVARR ] | FANGAR SÖGUNIS llm óþarflega sterka söguvitund Einhvern tímann á sautjándu öld lögðu Svíar undir sig Jamta- land og Herjudal sem verið hafði norskt iand frá aldaöðli. Þrem öld- um síðar spurði Pólverji nokkur norskan sagnfræðing hvort þetta ylli ekki spennu í samskiptum Noj- ara og Svía. Norðmaðurinn gapti náttúrulega af undrun því þótt Austmenn séu margir hverjir þjóð- ernissinnaðir þá eru þeir löngu hættir að gera sér rellu út af Jamtalandi og Herjudal. Fortid milli eyrnanna En í Austur-Evrópu og víða ann- ars staðar hefur fortíðin tekið sér bólfestu i taugakerfum manna. Hvers vegna skyldu serbar t.a.m. ekki una Aibönum í Kosovohéraði sjálfræðis? Einfaldlega vegna þess að Kosovo er vagga serbneskrar menningar þótt fáir serbar búi þar núorðið. Og á völlum Kosovo beið Lazar fursti ósigur fyrir Hund- Tyrkjanum árið 1389 og misstu þá serbar sjálfstæði sitt í hendur sona hálfmánans. Hví vilja króatar ekki veita „sín- um“ serbum rétt til að ráða eigin málum? Því veldur að Serbaland í Króatíu er líka heiiög grund króöt- um. drottnar Króatíu voru krýndir í borginni Knin sem nú er að mestu byggð serbum. Og hvers vegna vilja Israelsmenn heist ekki láta Vesturbakkann af hendi? Því er til að svara að liann er hjarta Gyðingalands hins forna, þar riðu Davíð. Sál og Salomon urn héruð. Og ekki vantar að Jerúsalem sé heilög. ekki aðeins í augum gyð- inga heldur einnig araba og krist- inna manna. Ein helsta ástæðan fyrir hatri margra araba á Vesturlandabúum er sú staðreynd að arabarnir hafa ekki enn gleymt krossferðunum. Aröbum er enn í muna sú tíð er veldi þeirra náði frá Pýrenafjöllum í vestri til Hindúkush í austri. Þeim finnst sem vestrænir menn hafi rænt þá einhverju og skilja ekki að án evró-amerískrar tækni væri olían enn undir sandi og þeir sjálf- ir bláfátækir hirðingjar. Þeim væri nær að beina hatri sínu að trú- bræðrum sínum Tyrkjunum sem drápu allt í dróma í löndum araba. En best er náttúriega að gleyma fortíðinni og hata engan heldur „carpe diem", grípa daginn í dag og nýta til góðra verka. Fortið: Martröð eða hvati En erum við Vesturlandabúar frjálsir úr viðjum sögunnar? Öld- ungis ekki. Fjöldi Bandaríkja- manna á erfitt með að skilja nauð- syn þess að takmarka vopnasölu til einstaklinga. Skýringin er sú að einhvern tímann í fortíðinni varð hver maður að bera vopn til að verjast indjánum, Bretum og stiga- mönnum. „Fortíðin hvílir sem mara á hugum þeirra er iifa," sagði Karl Marx með meira en litlum rétti. Bandaríkjamenn hafa notað ein tuttugu ár til að losa sig við Víetnammartröðina. Þeir urðu að sýna að þeir gætu sigrað í styrjöld til að endurheimta sjálfstraustið. Og andskoti þeirra í Golfstríðinu, títtnefndur Saddam, trúði því að hann væri Saladín endurborinn og myndi því sigra Ameríku. Án fortíðarfjötra ekkert Golfstríð! Víetnamstríðið gerði Banda- ríkjamenn að „söguþjóð", að þjóð sem er undirlögð vélum þátíðar. Portúgalar eru löngu orðnir vanir þeim vélum. Þeir geta ekki fyrir- gefið sjálfum sér að hafa misst heimsveldi sitt og gráta þá tíð er Lissabon var ríkasta borg veraldar. Afleiöingin er allsherjar minni- máttarkennd, doði og framtaks- leysi sem tefur allar framfarir í Portúgal. Liðin tíð getur líka orkað á þjóð- ir með óbeinum hætti. Svíar eru að jafnaði borginmannlegri en ná- grannar þeirra Norðmenn. Ástæð- an er líklega sú að Svíþjóð var einu sinni stórveldi sem næstum lagði Rússland undir sig. Norð- menn hafa af engu slíku aö státa þótt Noregur Hákons gamla hafi verið svæðisstórveldi. Nojarar þjást af minnimáttarkennd sem rekja má til þess að Danir og Svíar stjórnuðu þeim og íslendingar skrifuðu um þá. Makalaust sjálfs- traust þeirra síðast nefndu á sér þá skýringu að einhvern tímann á miðöldum skópu fáeinar hræður á hrollköldu skerinu einhverja merkustu ritmenningu allra tíma. Og ekki spillir fyrir að landinn get- ur eignað sér drjúgan þátt í upp- götvun Ameríku hvað sem Aust- menn kunna um þau mál að halda. Lokaorð Friedrich Nietszche varaði menn á sínum tíma við því að vera of uppteknir af sögunni. Söguvit- und getur lamað lífsvilja manna, dregið úr framtakssemi þeirra. Og norski sagnfræöingurinn, sem hitti Pólverjann, sagði að við þurfum að læra aö gleyma, við höfum alltof gott minni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.