Alþýðublaðið - 05.07.1991, Síða 1
Okurueröiö í þjónustugeiranum
lÍTIL LJÓSMYNDABÚÐ 47%
ÓDÝRARIEN RISARNIR
— þegar framkalla þarf litfilmuna
Verð á ýmiskonar smá-
þjónustu á íslandi er svo
sem flestir vita ótrúlega
hátt, ef miðað er við sam-
bærilega þjónustu í ná-
grannalöndum okkar.
Þannig er það til dæmis
með framköilun á mynd-
unum úr sumarleyfinu.
Verðlagsstofnun kannaði
þetta mál.
I ljós kom að Ljósmynda-
búðin Myndin, Ingólfsstræli
6, býður langlægsta verðið,
svo miklu munar að ótrúlegt
er. Þannig kostar það 1.577
krónur að láta framkalla og
stækka 36 myndir í stærðinni
9x13 sentimetrar hjá Hans
Petersen, en aðeins 1.076
krónur hjá Myndinni í Ing-
ólfsstræti. Sé beðið um stærri
myndir, þ.e. 10x15 senti-
metra, þá kosta 36 myndir
1.122 í Ingólfsstrætinu, en í
næsta nágrenni í Bankastræt-
inu er verðið það sama og á
minni myndunum, 1.577
krónur, en verðmunurinn
engu að síður 41%.
Enn meiri munur var á
verðlaginu fyrir eftirtökur af
myndum. Þar var Ljós-
myndabúðin Myndin í Ing-
ólfsstræti með besta verðið.
Mynd í stærðinni 13x18 kost-
ar þar 120 krónur — en hæst
var verðið 197 krónur hjá
Tónborg í Kópavogi og í Sæl-
gætis- og vídeóhöllinni á
Garðatorgi.
Verðhækkanir á rúmu ári
reyndust vera frá 4—10%,
segir Verðlagsstofnun. Verð á
Kodak Gold-filmum reyndist
mjög svipað á öllum könnuð-
um útsölustöðum.
,,Við lifum ágætu lífi þótt
við tökum minna," sagði Ein-
ar Þórisson í Ljósmyndabúð-
inni Myndinni í gær. ,,Við er-
um með samskonar tæki og
aðrir, kaupum efnin sem til
þarf á sömu stöðum. Mann-
aflinn hér er eins lítill og
hægt er, hér vinna þrír, og
geta allir farið í hvaða starf
sem er ef svo ber undir. Hitt
er annað mál að við lofum
ekki myndum tilbúnum eftir
klukkutíma, þær koma dag-
inn eftir. Við viljum fá eins
gott út úr filmunni og hægt
er. Ég held að gæðin hjá okk-
ur hljóti að vera i besta lagi,
því viðskiptavinir okkar
koma víðsvegar að, aftur og
aftur.“
ÁSÍ— og BSRB-menn rœöa viö Sighvat
Vilja fá lægra
verð á lyfjum
Fulltrúar ASÍ og BSRB
telja miklu skipta að
lækka lyfjakostnað, bæði
með ódýrari dreifingu og
hagkvæmari lyfjanotkun.
Þeir ræddu málið á fundi
með Sighvati Björgvins-
syni heilbrigðisráðherra í
fyrradag.
„Til að ná þeim markmið-
um þarf að endurskipuleggja
lyfsölukerfið og auka kostn-
aðarmeðvitund læknanna,
sem í reynd hljóta alltaf að
ráða mestu um það hvaða lyf
eru valin hverju sinni. Mark-
miðið næst ekki með því að
flytja kostnaðinn frá ríkinu til
einstaklinganna og hverfa
þar með frá þeirri grundvall-
arstefnu að það séu mann-
réttindi að geta sótt heilbrigð-
isþjónustu án þess að þurfa
að hafa áhyggjur af því hver
kostnaðurinn er."
Á fundinum gaf ráðherra
engin endanleg svör, segir í
fréttatilkynningu ASÍ og
BSRB. Ljóst er þó að ráðherra
stefnir að áðurgreindum
markmiðum, þ.e. að lækka
lyfjaverð á íslandi, enda mun
það vera margfalt hærra en
gerist í flestum menningar-
löndum, og munurinn slíkur
að varla getur eðlilegt talist.
Hættulegum raf-
tækjum prangað
inn á fólk
Rafmagnseftirlitsmenn áhyggjufullir
vegna óvandaöra raftœkja sem nú eru
á markaönum
Rafmagnseftirlit ríkis-
ins hefur þungar áhyggjur
af sölu rafmagnstækja
sem ekki hafa fengið eðli-
lega skoðun eða samþykki
stofnunarinnar. Þá hafa
eftirlitsmenn fundið raf-
magnsvörur, sem stofnun-
in hefur hafnað á þeirri
forsendu að þær standist
ekki gæðakröfur, í hillum
verslana.
Þá telja eftirlitsmenn stofn-
unarinnar nauðsynlegt að
vara fólk við lausasölumönn-
um sem sumir hverjir hafa
orðið uppvísir að því að selja
ósamþykktar rafmagnsvörur.
Nú ber einnig nokkuð orðið á
því að fólk kaupi rafmagns-
vörur í gegnum póstverslun
þar sem fyrirtækin hafa
hvorki þekkingu né faglegan
metnað til að veita nauðsyn-
legar upplýsingar, segir í frétt
frá Rafmagnseftirlitinu. Þá
bendir eftirlitið einnig á að
mörg þessara fyrirtækja
skorti burði til að veita nauð-
synlega viðhalds- og vara-
hlutaþjónustu. Því telur raf-
magnseftirlitið áríðandi að
vara fólk við sölumennsku af
þessu tagi, ekki vegna verðs-
ins heldur vegna öryggisins,
eins og segir í fréttinni.
Á síðustu árum hefur fjölg-
að þeim tilvikum þar sem
eldsupptök hafa orðið af
völdum rafmagns og á tíma-
bili mátti rekja þriðjung allra
bruna í landinu til rafmagns.
Bandarísk listaverkagjöf
Listaverkið Partnership var afhjúpað við athöfn á uppfyllingunni við Seðlbankahúsið í gærdag. Fjölmenni var viðstatt athöfnina,
þrátt fyrir rigninguna, sem Reykvíkingar eru orðnir næsta óvanir. Á myndinni er forsætisráðherra í ræðustól við athöfnina. Verkið
er gjöf bandaríska sendiherrans, Lee J. Cobb, til íslensku þjóðarinnar. Er hún gefin í tilefni af 50 ára stjórnmálasambandi íslands
og Bandaríkjanna. í gær héldu bandaríkjamenn hér í borg upp á þjóðhátíðardag sinn með ósviknu „barbekjúi" sem haldið var utan-
húss, undir plasthimni. A-mynd: Spessi.
RÁÐHERRA BANNAR BIRTINGII
Á SKÝRSLII UM BÁTSSTRAND
Nú eru komnar út
skýrslur Rannsóknar-
nefndar sjóslysa fyrir und-
anfarin þrjú ár. Ekki
fékkst fjárveiting fyrr til
að gefa skýrslurnar út.
Steingrímur J. Sigfússon
fyrrverandi samgöngu-
ráðherra ákvað að ekki
yrðu birtar niðurstöður
nefndarinnar um það er
mb. Hafmey SF-100 strand-
aði í Hornafjarðarósi árið
1988.
Þetta kemur fram í formála
að skýrslum Rannsóknar-
nefndar sjóslysa fyrir árin
1988, 1989 og 1990 sem voru
að koma út. Þar segir að nið-
urstaða nefndarinnar í Haf-
meyjarmálinu hafi sætt
harkalegri gagnrýni af stjórn-
anda bátsins. Hann hafi bein-
línis farið rangt með það sem
hann sagði sjálfur fyrir dómi
og snúið út úr áliti nefndar-
innar. Því hefði verið brýnt
að skýrslan væri birt svo al-
menningur gæti sjálfur
dæmt. En það væri ráðherra
sem réði.
Fram kemur að ekki er birt-
ur nema hluti af þeim skýrsl-
um sem nefndin gerði um sjó-
slys. Alltaf megi deila um
hvað eigi að birta og hvað
ekki, en nefndin hafi reynt að
draga fram þær skýrslur sem
einhvern lærdóm mátti draga
af. Tillögur nefndarinnar um
hvað ætti að birta og hvað
ekki voru bornar undir Stein-
grím J. Sigfússon þáverandi
samgönguráðherra. Hann
samþykkti tillögurnar en
ákvað jafnframt að Hafmeyj-
armálið yrði ekki birt.
Meðal þeirra mála sem
fjallað er um í skýrslunum
sem gefnar voru út er strand
Hrafns Sveinbjarnarsonar III
GK-11 við Hópsnesvita í
febrúar 1988. Áhöfninni var
bjargað af þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Við strandið var
skipið undir stjórn stýri-
manns. Við lögreglurann-
sókn kom fram að hvíldar-
tími stýrimanns sólarhring-
ana á undan hafði verið 3—4
timar á sólarhring. Álit
nefndarinnar er þetta:
„Nefndin telur að erfitt sé
að koma í veg fyrir svona
óhöpp meðan vinnuálag á
skipum er svo mikið sem
raun ber vitni. Skiljanlegt er
að sótt sé stíft þegar gefur á
sjó því frátafir eru oft miklar
á íslandsmiðum og óútreikn-
anlegar. Nefndin leggur til að
settar verði reglur um að á
siglingu séu alltaf tveir menn
í brú. Nefndin telur að ástæða
sé til þess fyrir hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi að reyna að
finna viðunandi lausn á hvíld-
artíma þeirra sem sjá um
stjórn og siglingu skipanna,
því á þeim hvílir ábyrgð á lífi
og heilsu annarra skipverja.
Ef hagsmunaaðilar geta ekki
fundið lausn á þessu máli tel-
ur nefndin að ekki verði fram
hjá því gengið að stjórnvöld
verði að setja reglur um lág-
markshvíld til handa skip-
verjum. Nefndin vill vekja at-
hygli á því að þegar þetta slys
varð voru veðurskilyrði hag-
stæð svo að ekki hlutust slys
á mönnum. Ennfremur vill
nefndin vekja athygli á því að
ofþreyttir menn við stjórn á
skipi eru jafn hættulegir og
ofþreyttir menn við stjórn
annarra farartækja, svo sem
bifreiða og flugvéla."
Rannsóknarnefnd sjóslysa
skipa Haraldur Blöndal hrl.,
formaður, Hannes Þ. Hafstein
forstjóri, Benedikt E. Guð-
mundsson skipaverkfræðing-
ur, Filip Þ. Höskuldsson skip-
stjóri og Sigmar Þ. Svein-
björnsson stýrimaður.
RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566