Alþýðublaðið - 05.07.1991, Side 3

Alþýðublaðið - 05.07.1991, Side 3
Nýting bílastœða ekki mikil enfyrirhugað að eyða a.m.k. 500 milljónum í bílageymslur á nœstunni Þrátt fyrir að nýting bílastæða í miðborginni sé innan við 60% stefna borgaryfirvöld að því að reisa enn eitt nýtt bílageymslu- hús í miðbænum. Nú standa yfir framkvæmdir við bílageymslu- hús við Hverfisgötuna og þegar því verki verður lokið er fyrir- hugað að hefja framkvæmdir á því svæði sem Akraborgin hefur aðstöðu sína. Kostnaður við þessar tvennar freunkvæmdir er áætlaður um 500 milljónir. Sam- anlagt er hér um að ræða um 500 stæði og kostar því hvert þeirra um 1 milljón. í lok febrúar gerði Alþýðublaðið könnun á nýtingu bílastæða í borg- inni og var útkoman sú að hún væri innan við 40%. Það er nokkuð ann- að en könnun borgaryfirvalda gefur til kynna. Skammt frá svæði Akra- borgarinnar, sem nú er fyrirhugað að byggja á, eru Bakkastæði og Kolaportið, samtals um 510 stæði. Samanlagt ná þessi svæði rétt rúm- lega 50% nýtingu samkvæmt könn- un borgarinnar og í næsta nágrenni á að bæta við a.m.k. 260 bílastæð- um. Nýtt og glæsilegt bílahús við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg er með um 55% nýtingu og nú er verið að byggja bílageymsluhús með 270 stæðum í 200 metra fjar- lægð þar frá, þ.e. beint á móti Þjóð- leikhúsinu. Bilageymsluæði_________________ Alþýðublaðið bað Ólínu Þorvarð- ardóttur, borgarfulitrúa Nýs vett- vangs, að gera grein fyrir mati þeirra á þessari stefnu borgarinnar í bílastæðismálum í miðbænum og hvort ekki væri komið nóg af bíla- stæðum. „Við hjá Nýjum vettvangi höfum lengi viljað láta endurmeta bíla- stæðaþörfina í Reykjavík. Við erum þeirrar skoðunar að þetta bíla- geymsluæði, sem er að tröllríða borginni núna, gefi ástæðu til að menn staldri við og fari að hugleiða framhaldið. Við þurfum að hugleiða hvert stefnir í skipulags- og um- hverfismálum þar sem okkur sýnist að einkabílisminn sé orðinn allsráð- andi. Og maður fer að spyrja sig að því hvort þessi borg sé hönnuð fyrir bila eða fólk. Fulltrúar Nýs vettvangs hafa bent á að það mætti nú fara að skoða aðr- ar lausnir til að leysa þennan um- ferðarvanda, eins og hann er t.d. í miðborginni, með því að efla al- Þarna er borgin búin að sprengja sig menningssamgangnakerfið, sem núna stendur hreinlega ekki undir nafni. Það er verið að draga saman þjónustuna og vagnarnir eru mjög illa nýttir." Midbærinn fyrir fólk en ekki bila__________________ En hvað með almennt skipulag kvosarinnar og miðbæjarins? „Við höfum viljað líta á þessi bíla- stæða- og miðbæjarmál öll í sam- hengi. Við teljum að það væri rétt, og höfum lagt til, að Kvosin verði endurskipulögð og menn reyni svo- lítið að leita nýrra leiða frekar en að grípa sífellt til handahófskenndra lausna. Þessi bílastæðamál eru dæmi um það sem kalla má handa- hófskenndar lausnir. Gagnvart þessu bílageymsluhúsi, sem nú er gert ráð fyrir á lóð Akra- borgarinnar, höfum við lengi haldið því fram að efla þurfi tengsl hafnar- innar og miðbæjarins. Þar er um að ræða söguleg tengsl og ég tel að það væri slæmt ef þau tengsl yrðu eyði- lögð, t.d. með því að girða svæðið af með bílageymslum. Nýr vettvangur hefur lagt áherslu á að hafnarsvæð- ið sé nýtt með miðbænum sem vett- vangur fyrir lifandi fólk og starf- semi. Það virðist oft eins og menn sjáist ekki fyrir í allri þessari fram- kvæmdagleði." niður á mikið dýpi við Hverfisgötu. Þarna á að rísa (bílalaus) bilageymsluhöll A-mynd: Spessi. Ólína Þorvarðardóttir, full- trúi Nýs vettvangs, segir að helst líti út fyrir að bíla- geymsluæði hafi gripið um sig hjá ráðamönnum borg- arinnar. NÝTING BÍLASTÆÐA BORGARINNAR Stæði samtals N'ýting 27.2. 1991 Nýting í % Við Bergstaðastræti 155 35 og 38 22,6-22,5 Kolaport 174 55 og 54 31,6-31,0 Bakkastæði 336 110 og 119 32,7-35,4 Tollbrú 54 36 og 34 62,1—58,6 Vesturgata 7 106 56 og 52 52,8—49,0 Samtals 829 292 og 297 35,2—35,8 Alþýðublaðið gerði könnun á nýtingu bílastæða í miðborginni í lok febrúar 1991. Þar var útkoman nokkuð önnur en í könnun borgarinnar. Tiarnarsvæði i rústum Ymislegt bendir til að skipulag og frágangur í kringum ráðhúsið verði ekki á sama veg og upphaflega var gert ráð fyrir. Göngubrúin, sem liggja á frá ráðhúsinu yfir á lóð Iðnó, hefur verið að færast úr stað og sí- fellt er klipið af eignarlóð leikhúss- ins. Hvernig líst Ólínu á þau mál? „Nú eru t.d. stórtækar fram- kvæmdir við Vonarstrætið og búið að rústa öllu fyrra útliti norður- bakka tjarnarinnar. Þar er t.d. búið að rífa niður gömlu ísbryggjuna í al- gjöru heimildaleysi, það er verið að hamast inni á eignarlóð Iðnó án nokkurra formlegra samþykkta og menn höfðu ekki einu sinni fyrir því að ieita eftir tilskildum leyfum fyrir framkvæmdum, svo mikill er gösl- aragangurinn. Þetta eru bara dæmi um það sem við höfum bent á, að menn ættu að fara sér örlítið hægar og yfirvega betur hvert stefnir með skipulag miðborgarinnar." Austurvöllurinn perla borgarinnar_____________ Komið hefur til tals að gera bíla- stæði undir Austurvöllinn. Hvað segir Ólína um það? „Borgarfulltrúar Nýs vettvangs hafa hingað til Iagt á það áherslu að skipulag kvosarinnar verði tekið til endurskipulagningar þannig að litið sé á miðbæinn allan sem lifandi heild. Liður í því er t.d. að beina at- hyglinni að sögulegum svæðum, t.d. Austurvellinum, sem er að mínu mati a.m.k. ein dýrasta perla borg- arinnar. Ég er t.d. ekkert hrifin af því að fara að grafa upp allan Austurvöll og stoppa hann upp neðanjarðar með 160 bílastæðum, eins og hug- myndir hafa verið uppi um. Austur- völlurinn á að vera útivistarstaður, friðarreitur gangandi fólks, og það sem við þurfum er að losna við bíl- ana af Austurvelli og koma þar fyrir fólki. Þá gerir ekki svo mikið til þó menn geri tilraunir með að opna Austurstræti fyrir bilaumferð, svo framarlega sem fólki er gefinn kost- ur á einhverju öðru betra. Ég sé Austurvöll fyrir mér sem fal- legt stjórnsýslutorg, eins og sjá má í ýmsum borgum Evrópu, og ég vil sjá miðbæinn sem vettvang mann- lífs og menningar. Þess vegna ríður á að menn flýti sér hægt, ígrundi vel áður en lengra er haldið hvernig best verði hlúð að þeirri þjónustu- starfsemi sem á að vera í hjarta borgarinnar í framtíðinni."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.