Alþýðublaðið - 05.07.1991, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.07.1991, Qupperneq 4
Fréttir í hnotskum TENNISHÖLL VERÐUR VERKFRÆÐISTOFA: á tímum sam- einingar fyrirtækja kemur fæst á óvart. Þó er það stórt skref sem til- kynnt er um í Lögbirtingablaðinu síðasta. Þar segir að á síðasta að- aífundi Tennishaliarinnar hf. hafi verið ákveðið að breyta nafni fé- lagsins í Verkfræðistofuna Fjölhönnun hf. 20 MANNA LIÐ STÝRIR HÚSNÆÐISSTOFNUN: Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins er lögum samkvæmt mannmörg, 20 manns, 10 aðalmenn og jafnmargir varamenn. Aiþingi kýs 7 stjórnar- menn, félagsmáiaráðherra samkv. tiinefningu Alþýðusambandsins 2 og samkvæmt tilnefningu vinnuveitenda einn. Félagsmálaráðherra hefur skipað Yngva Örn Kristinsson hagfræðing formann stjórnar- innar og Gunnar S. Björnsson byggingameistara varaformann. Stjórnin situr til fyrsta þings eftir næstu aimennu kosningar. VILJA BÍLA í AUSTURSTRÆTI: Samstarfsráð verslunar- innar, kaupmenn, stórkaupmenn og Verslunarráð íslands, viil ein- dregið bílaumferð í austurhluta Austurstrætis. Telur ráðið að þetta sporni gegn hnignun atvinnulífs í Kvosinni og nánasta umhverfi. „Hluti Austurstrætis hefur verið lokaður fyrir bílaumferð nægilega lengi án þess að hafa gert Kvosina meira aðlaðandi fyrir fólk né aukið viðskipti," segir samstarfsráðið. Almenningur virðist hinsvegar á öðru máli. Spurning hvort kaupmenn ættu ekki að leita ástæðnanna fyrir minnkandi verslun í miðborginni annars staðar en í bílastæða- vanda og umferðarerfiðleikum? SJÓVÁ-ALMENNAR LÆGSTAR: Ólafur Jón Ingólfsson, deildarstjóri almenningstengsla hjá Sjóvá-Almennum, hefur vakið athygli blaðsins á að ekki er allt sem sýnist, þegar skoðuð eru iðgjöld bifreiða, og vitnar þar í frétt í blaðinu í síðasta mánuði. Hann segir að séu iðgjöldin skoðuð yfir 12 ára tímabil komi í ljós önnur niður- staða en sú sem Neytendablaðið birti nýlega. Meðaltalsiðgjöld á ábyrgðartryggingu Sjóvár-Almennra verði lægst, 40.975 kr., en 41.002 kr. hjá Tryggingamiðstöðinni, 42.300 hjá VÍS. Sjóvá-Almennar eru á sömu forsendu næstlægstir í kaskótryggingu með meðaltals- verð upp á 33.627, Ábyrgð lægst með 32.790 kr. en VÍS með 33.629 kr. Sjóvá-Almennar bjóða tryggingaþegum 11. tjónlausa árið frítt, það gerir VIS ekki, enda þótt Samvinnutryggingar hafi á sínum tíma boðið slíkt. MIKIL AÐSÓKN í HYRNUNA: Eins og blaðið sagði frá á dögun- um vilja Borgnesingar að fleiri ökumenn staldri við í plássinu, fái sér næringu og skoði staðinn. Kaupfélag Borgfirðinga og Oiíufélagið hafa í sameiningu staðið að því að reisa Hyrnuna, stærstu og fínustu þjónustumiðstöðina fyrir ferðafólk, sem nú er til á landi hér. Aðsókn- in hefur verið með miklum ágætum, heyrum við. Ekki örgrannt um að keppinauturinn, Skeljungur, horfi eftir viðskiptavinunum yfir á næstu lóð þarna við Borgarfjarðarbrúna. Hér á myndinni má sjá Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi samgönguráðherra, sem er „faðir“ brúarinnar miklu og Borgnesingur mikill, en við hlið hans eru Guðmundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri Hyrnunnar, Ingi- björg Eiðsdóttir, kona hans, og fjölskylda, þegar hyrnan var opnuð á dögunum. PÓLVERJAR VILJA EFNAHAGSSAMVINNU: í frétt irá pólska sendiráðinu í Reykjavík til blaðsins kemur fram mikill og sterkur vilji pólskra yfirvalda að ganga til samvinnu við þau ríki sem mynda Efta, fríverslunarsamtök Evrópu. „Vinsamlegur stuðningur við stöðu Pólverja í málinu væri vel þeginn," segir Stanislaw Laskowski, sendiráðunautur hér á landi. Pólverjar óska eftir að fá að ganga inn í samvinnu áðurnefndra ríkja og gera verslun sína frjálsa, ef frá eru teknar nokkrar landbúnaðarafurðir þeirra, sem þeir óska eftir aðlögunartíma á. Svipuólaáverkar á hálsi viö aftanákeyrslur eru nú stærsti einstaki fiokkur slysa vegna bifreiðaárekstra. Slíkir árekstrar verða til dæmis oft í hálku að vetrarlagi. Ólafur B. Thors vill nýjar reglur um slysabœtur STÓRTAP VEGNA SVIPUÓLAÁVERKA Athugun á 31 tjóni sem gert var upp hjá Sjóvá-Almennum trygging- um hf. á fyrstu 4 mánuðum ársins 1991, þar sem metin varanleg ör- orka var í öllum tilvikum 15% eða minni, sýnir að heildarbætur án vaxta og kostnaðar námu kr. 43.628.812, eða að meðaltali liðlega 1400 þúsund krónum. Þar af voru bætur vegna varanlegrar örorku 37 milljónir og meðalörorkutjón því tæpar 1200 þúsund krónur. Þessar upplýsingar koma fram í grein sem Olafur B. Thors forstjóri Sjóvár-Almennra skrifar í rit Lög- fræðiþjónustunnar um bætur fyrir líkamstjón. Ólafur segist ekki leggja neinn dóm á það hvort allir þeir ein- staklingar sem hér eigi hlut að máli hafi fengið tjón sitt bætt að fullu. Hins vegar segist hann leyfa sér að fullyrða að fenginni langri reynslu að einhverjir þeirra muni aldrei verða fyrir þvi tekjutapi slyssins vegna sem þeim hefur nú verið bætt. Ólafur B. Thors segir að mörgum íslenskum vátryggingamönnum finnist tímabært að breyta þeim reglum sem gilda um uppgjör slysa- bóta hér á landi. Fyrst og fremst beri að leysa hið læknisfræðilega ör- orkumat af hólmi og nota þess í stað fjárhagslegt mat. Olafur telur fulla ástæðu til þess að hefjast handa um að setja nýjar reglur sem tryggi það betur að þeir sem eigi rétt á bótum fái réttmætt tjón bætt að fullu og annað ekki. iWt sé fyllilega tíma- bært að setja nú almenn skaðabóta- lög hér á landi. Jón E. Þorláksson tryggingafræð- ingur segir í grein í ritinu að veru- legur hluti líkamstjóna af umferðar- slysum, varla innan við helmingur, felist í svokölluðum hálshnykk eða svipuólaáverka en áþreifanleg eða mælanleg merki um hann virðast næsta lítil. Undir þetta tekur Jónas Hallgrímsson læknir sem segir að oft sé^ erfitt að meta vinnuhæfni fólks. í flestum tilvikum geti læknir sem framkvæmir örorkumatið orð- ið að byggja að verulegu leyti á frá- sögn tjónþola sjálfs og jafnvel þótt við líkamsskoðun finnist fremur lit- ið því til stuðnings. Algengt dæmi séu svipuólaáverkar vegna aftaná- keyrsiu. Röntgenmyndirsýni sjaldn- ast nokkrar sjúklegar breytingar en samt geti einkenni verið mikil svo sem álagsverkir í hálsi með útgeisl- un í höfuð, herðar og handleggi og mikil hreyfiskerðing. Jónas Hallgrímsson fjallar í grein sinni um örorkumat vegna slysa- bóta. Hann segir að örorka merki skerta starfsorku. Venja sé að meta þá skerðingu í hundraðshlutum af fullri starfsorku. Skert starfsorka vegna afleiðinga slyss ætti eðli sínu samkvæmt að leiða til minni launa- tekna. Meginregla um bætur vegna slysaörorku sé því sú að tjónþoli, þegar hann hafi fengið sínar bætur, standi fjárhagslega jafnvígur og hefði tjónið ekki orðið. Á þessu séu hins vegar misbrestir. Launatekjur fyrir ókomin ár sé hægt að áætla en tæplega allt fjárhagstjón sem af slysi verður. Þeir sem bíði heilsutjón af völdum slysa verði oftast jafnframt fyrir röskun á stöðu og högum sem geti haft mikil áhrif á ævitekjur og alla afkomu. í grein Jónasar Hallgrimssonar kemur fram að oft sé örorkutala, hundraðshluti starfsorkuskerðing- ar, lesin beint úr töflum um viðeig- andi líkamstjón. íslensku trygginga- félögin hafi sínar eigin töflur sem eigi við um frjálsar slysa- og örorku- tryggingar svo og um dánarbætur. Smábátaeigendur á Austur- landi hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir leggja mikla áherslu á að krókaveiðar á bát- um undir 6 tonnum verði gefnar frjálsar. Þá viija smábátaeigend- ur og að hið svokallaða 25% kerfi verði fellt úr núverandi banndagakerfi. Segja þeir að það ákvæði muni draga úr spennu og því offari í sókn sem átt hefur sér stað til að tryggja sem mestan kvóta til frambúðar. Smábátaeigendur krefjast þess að til komi leiðrétting vegna 26% skerðingar sem þeir segjast hafa Þær töflur sem mest hafi verið not- aðar til mats á almennum slysabót- um á Islandi séu að mestu leyti þær sömu og notaðar séu á hinum Norð- urlöndunum. Þessar töflur séu orðn- ar um og yfir 30 ára gamlar. Um lík- amstjón sem ekki eru tilgreind í töfl- unum hafi skapast hér nokkur hefð um örorkutölur. Dæmi um slíkt séu svipuólaáverkar á hálsi sem í dag sé án efa stærsti einstaki flokkur slysa vegna bifreiðaárekstra. Fyrir 30 ár- um hafi slík slys vafalaust verið fátíð og þvi ekki til samræming á örorku- tölum eftir þau slys. Nú eigi slík slys ekki síst þátt í hinu mikla tapi ís- lensku tryggingafélaganna á síðasta ári vegna hinnar nýju og lögboðnu slysatryggingar ökumanna. Samkvæmt því sem lögfræðingar Lögfræðiþjónustunnar hf. segja í þessu riti gætu bætur vátrygginga- félags vegna slysatjóns tvítugrar barnlausrar konu með 15% varan- lega örorku numið tæpum 2,5 millj- ónum. Þegar búið er að draga frá ýmsa liði fengi konan greiddar út liðlega 1800 þúsund krónur. Þarna munar miklu og á raunverulegum dæmum sem Ólafur B. Thors nefnir og rakið er hér í upphafi. Þar voru meðalbætur vegna varanlegrar ör- orku 15% eða minni 1400 þúsund. orðið fyrir um síðustu áramót. Þá fagna þeir ákvörðum um hert eftirlit með bolfiskveiðum dragnótarbáta innan fjarða yfir hrygningartímann. Smábátaeigendur hvetja til aukinna rannsókna og fiskmerkinga, ekki síst á hrygningartíma í fjörðum, og telja að brýnt sé að stunda slíkar rannsóknir sem víðast. Þá vilja smá- bátaeigendur vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi fisk- veiðar almennt á fjörðum inni. Þeir telja að ef ekki verður gripið í taum- ana geti það leitt til þess að allur fiskur hverfi úr fjörðunum áður en langt um líður. Smábátaeigendur áhyggiufullir — segja veiöar inni á fjöröum orönar of miklar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.