Alþýðublaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 1
Einhugur á fundi forsœtisráðherra Norðurlanda
Samningar um EES er
forgangsmarkmið
Forsætisráðherra Dan-
merkur, Poul Schluter,
segir aö það sé hneyksli ef
ekki náist samningar milli
EFTA og EB um evrópskt
efnahagssvæði. Davíö
Oddsson forsætisráö-
herra ítrekar að þaö sé
ekkert sem bendir til þess
að Islendingar muni sækja
um aðild að Evrópubanda-
laginu á þessari öld og seg-
ir að möguleikar á um-
sókn íslands séu enn
minni ef ekki náist samn-
ingar um evrópska efna-
hagssvæðið.
Þetta kom fram á frétta-
mannafundi forsætisráð-
herra Norðurlanda í Reykja-
vík í gær, en árlegur sumar-
fundur þeirra fór fram fyrr
um daginn. Ráðherrarnir
lögðu allir áherslu á mikil-
vægi þess að samningar tækj-
ust um EES. Davíð Oddsson
sagði íslendinga halda til
streitu kröfunni um frjálsan
aðgang að mörkuðum fyrir
vörur sem væru mikilvægar
fyrir okkur og þeir gætu ekki
fallist á neina lausn sem fæli
í sér frávik sem nokkru næmi
varðandi þetta atriði.
Ingvar Carlsson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði
meðal annars að þótt Svíar
hefðu samþykkt að sækja um
aðild að EB breytti það engu
um áhuga þeirra á að samn-
ingar tækust um EES. Gro
Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, sagði hags-
muni íslendinga og Norð-
manna fara saman í sjávarút-
vegsmálum varðandi samn-
inga um EES en þar þyrfti að
byrja upp á nýtt eftir að EB
braut samkomulagið sem
náðist í Lúxemborg.
Esko Aho, forsætisráðherra
Finnlands, sagði stjórn sína
leggja þunga áherslu á að
samningar tækjust milli
EFTA og EB. Hann taldi að
norrænt samstarf yrði víð-
tækara í framtíðinni og benti
meðal annars á hjálp til ríkja
Austur-Evrópu í því sam-
bandi. Hinir forsætisráðherr-
arnir lögðu einnig áherslu á
nauðsyn þess að efla og
styrkja norrænt samstarf á
sem flestum sviðum.
Davíð Oddsson sagði í
þessu sambandi að á fundi
þeirra forsætisráðherranna í
Reykjavík hefði verið lögð
fram fyrsta áfangaskýrsla
samstarfsráðherra Norður-
landanna um mótun sam-
skipta Norðurlanda í framtíð-
inni eftir þær breytingar sem
nú eiga sér stað í Evrópu.
Forsætisráðherrarnir
ræddu á fundi sínum í gær
um stöðu samningaviðræðna
um evrópskt efnahagssvæði
eftir að síðustu samningalotu
lauk í Brussel og gáfu út sam-
eiginlega yfirlýsingu um mál-
ið. Þar leggja þeir áherslu á
að víðtækur samningur um
evrópskt efnahagssvæði sé
forgangsmarkmið allra ríkis-
stjórna á Norðurlöndum til
að tryggja samvinnu
EFTA-ríkjanna og Evrópu-
bandalagsins eftir að innri
markaður EB gengur í gildi
hinn 1. janúar 1993. Til þess
að samningar um EES geti
gengið í gildi samhliða sé
nauðsynlegt að fullgerður
samningur verði undirritaður
í haust.
í yfirlýsingunni segir enn-
fremur að samningur um evr-
ópskt efnahagssvæði muni
styrkja og tryggja áframhald-
andi þróun samvinnu á sviði
viðskipta og tryggja svipuð
skilyrði atvinnulífs á Norður-
löndum. Samningurinn
myndi renna stoðum undir
aðlögun Norðurlanda með
því að settar yrðu sameigin-
legar reglugerðir á þeim svið-
um þar sem ekki gilda nú
þegar samnorrænar reglur.
Þeir segja nayðsynlegt að
bæði EFTA-ríkin og aðildar-
riki Evrópubandalagsins
leggi sitt af mörkum til að
fundin verði lausn á þeim
álitamálum sem enn eru óút-
kljáð.
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra bauð starfsfélögum
sínum til kvöldverðar í Perl-
unni í gærkvöldi en í morgun
ætluðu ráðherrarnir að fara
til Vestmannaeyja og gestirn-
ir síðan heim á leið síðdegis.
Þrír forsætisráðherranna slá á létta strengi fyrir fundinn með fréttamönnum. Frá vinstri Gro Harlem Brundtland, Noregi, Esko Aho, Finnlandi
og Ingvar Carlsson frá Svíþjóð. A-mynd E.ÓI.
Bongarspítali og Landakot í eina sæng?
Endurskipulcigning sjúkrahúsanna og skýrari verkaskipting gœti sparað 3-4 hundruð milljónir á ári
Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra segir að nauð-
synlegt sé að koma á öfl-
ugri samvinnu og jafnvel
sameiningu Borgarspítal-
ans og Landakots. Jafn-
hliða þurfi að semja um
verkaskiptingu ríkisspít-
alanna. Heilbrigðisráð-
herra segir að þessar
breytingar gætu sparað
ríkissjóði á milli 3 og 4
hundruð milljónir í rekstr-
arkostnað á ári. Þá segir
heilbrigðisráðherra að
ýmsar fleiri tillögur um
endurskipulagningu sem
leitt gæti til sparnaðar séu
til skoðunar í ráðuneytinu.
Heilbrigðisráðherra sagði í
stuttu viðtali við Alþýðublað-
ið að eitt af því sem lögð hefði
verið mikil áhersla á, bæði af
síðustu ríkisstjórn og þessari,
væri að reyna að koma á
samstarfi og samvinnu og
jafnvel sameiningu sjúkra-
húsanna í Reykjavík. ,,Með
því má draga úr kostnaði og
nýta betur fjármuni sem eru í
spítalarekstrinum hér. Það er
talsverð hætta á því að sér-
staklega stærri spítalarnir
fari meira og minna að þróast
eftir samhliða brautum þann-
ig að menn séu að tvítaka
hlutina í staðinn fyrir að
koma upp verkaskiptingu á
milli þeirra, sem þýðir að
hvor um sig hefur ákveðna
þætti sem hann einbeitir sér
að.
Það er miklu skynsamlegra
i ekki stærra þjóðfélagi en
okkar, sérstaklega þegar um
dýra hátæknispítala er að
ræða, að þeir séu nokkuð sér-
hæfðir í stað þess að vera allir
að fást við það sama meira og
minna.'
Sighvatur segir að gengið
hafi frekar erfiðlega að koma
þessari sérhæfingu á, m.a.
vegna þess að hugsanlega
hafi verið einhver tortryggni
þarna á milli. „Þetta eru ólík-
ar stofnanir, ríkisspítalarnir
og svo Borgarspítalinn, sem
var lengi sveitarfélagsspítali,
og loks Landakot, sem er
sjálfseignarstofnun. Það er
hins vegar alveg nauðsynlegt
að ná árangri í þessu. Eg hef
farið þess á leit við samstarfs-
ráðið, sem skipað er fulltrú-
um þessara stofnana, að það
leggi mikla áherslu á að á
næstu vikum og mánuðum
náist niðurstaða í þessum
málum'
Sighvatur segist hafa átt
fundi með Guðmundi G. Þór-
arinssyni, formanni nefndar-
innar, og segist treysta því að
hann og aðrir í nefndinni
vinni mjög ötullega að þessu
verkefni. „Ég held það sé
óhjákvæmilegt að gera ráð
fyrir því að þetta starf verði
unnið með öðrum hætti en
hlaupum nefndarmanna og
hef því ráðið Harald Ólafs-
son, formann yfirstjórnar
Landakotsspítala, til að sinna
þessum málum í hlutastarfi
tímabundið. Þetta er tíma-
bundið verkefni, sem við ætl-
um að reyna að keyra til loka
á næstu mánuðum," sagði
heilbrigðisráðherra, Sighvat-
ur Björgvinsson, að lokum.
RITSTJÓRN © 625566 - 625538 . FAX 627019 . ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR ©