Alþýðublaðið - 13.08.1991, Side 4

Alþýðublaðið - 13.08.1991, Side 4
Verslunln MUMl LUII Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚI.A 30 SÍMÍ 686822 Fréttir í hnotskum LANDVERNDARBREF TIL EIÐS: Stjórn Landverndar hefur sent Eidi Guðnasyni umhverfisráðherra bréf til að árétta nokkur at- riði er lúta að umhverfisvernd. Þar er látinn í ljósi uggur umhverfis- verndarmanna vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalslínu. Eins er lýst áhyggjum yfir kísilnámi við Mývatn og bent á varúðarregluna svo- kölluðu, þar sem sönnunarbyrði er framkvæmdaaðilans og hans að sanna að tiltekin aðgerð valdi ekki skaða á lífríki náttúrunnar. Þá er sérstaklega bent á nýleg dæmi um „tilgangslausan akstur upp á brúnir Heklu og hvatningu Toyota-bílaumboðsins til mörg hundruð jeppaeigenda um fjölskylduferð um ákaflega viðkvæmt landsvæði á Fjallabaksleið”. Landvernd fagnar því að aðgerðarnefnd í umhverfis- máium skuli skipuð af umhverfisráðherra til að ráða betur við og fyr- irbyggja mengunarslys. LOTTÓ í 40 KRÓNUR: Lottó-röðin hækkaði frá og með gærdeg- inum í 40 krónur úr 35 krónum. Lottó-leikendur geta huggað sig við það að vinningsupphæðir Lottós hækka að sama skapi, að því gefnu að áfram verði keyptar jafn margar raðir. Heimild til hækkunar hefur verið fyrir hendi frá því í febrúar sl. Þegar Lottó var stofnað fyrir 5 árum kostaði röðin 25 krónur. EINN FARÞEGITIL ÍSLANDS: Alls komu 50.027 farþegar með skipum og flugvélum til íslands í júlí sl., þar af 16.213 íslendingar. Frá eftirtöldum löndum kom aðeins einn farþegi: Brunei, Grænhöfðaeyj- um, Eþíópíu, Guyana, Hondúras, Indónesíu, Líberíu, Salvador, San Marínó, Saúdí-Arabíu, Sierra Leone, Sýrlandi, Tansaníu og Zaire. Auk þess kom til landsins einn ríkisfangslaus ferðamaður í júlí. ARITUN TIL URUGUAY OÞORF: Samningur um gagnkvæma niðurfell- ingu vegabréfsáritunar milli Islands og Uruguay var undirritaður 8. þessa mán- aðar í tengslum við heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Uruguay vegna opnunar norrænnar list- sýningar í Montevideo. íslenskir ríkis- borgarar þurfa því ekki að sækja um vegabréfsáritun til Uruguay ef dvalið er þar í skemur en þrjá mánuði. MENGUNARVARNABUNAÐURIBILA: Umhverfisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti vinna nú að samræmingu reglna um meng- unarvarnabúnað bíla. Boðað er að nýjarreglur muni fela í sér að allar léttar fólksbifreiðir með bensínvél, hýjar og notaðar, sem fluttar verða inn eftir 1. júlí 1992, verði útbúnar mengunarvarnabúnaði sem fullnægi alþjóðlegum viðmiðunum um útblástur bíla. 1 gildi eru tvær reglugerðir, annars vegar um útblástursmörk og hins vegar búnað og gerð ökutækja, sem stangast á. Létt og laggott? - eftir Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkisráðuneytið hefur legið undir ámæli fyrir að hafa leynt og sagt ósatt um framgang samninga- viðræðna EES um landbúnaðarmál og iðnaðarvöru unnar úr iandbún- aðarhráefni. Var einhverju leynt? Drög að lista yfir iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni sem leggja átti til grundvallar í viðræð- um við EB voru rædd á sérfræðinga- fundi EFTA 17. janúar 1991. Listan- um var dreift 25. janúar 1991. A lista EFTA-sérfrædinganna voru vörur er falla undir tollflokk 21.05 og 21.06 sem m.a. eru rjómi og mjólkurís, Smjörvi og Létt og laggotL Listi þessi var sendur í fyrstu útgáfu til landbúnað- arráðuneytisins 1. febrúar, önnur út- gáfa 22. febrúar, þriðja var lögð fram á fundi í landbúnaðarráðu- neytinu 21. maí, fjórða útgáfan var send 20. júní, sjötta 11. júlí og sú sjö- unda 23. júlí 1991. Landbúnadar- ráðuneytinu bárust því drög að þeim lista sem hér um ræðir í hvert skipti sem ný útgáfa var gefin út eða í alltsjö sinnum. Hið umdeilda viðbit og rjómaísinn voru frá upphafi á listanum. Það hefur því engu verið leynt. Var sagt ósatt?________________ Viðræður um landbúnaðar- afurðir hafa farið fram á þrennum vígstöðvum í samningaviðræðun- um. I fyrsta lagi varðandi samræm- ingu reglugerða um heilbrigðis- eftirlit með dýrum og jurtum og af- nám viðskiptahindrana á heilbrigð- isforsendum. I öðru lagi um gagn- kvæmar tilslakanir í viðskiptum með hefðbundnar landbúnaðar- afurðir. ísland hefur algjörlega staðið utan við þá samnings- gerð. I þriðja lagi sótti EB um einhliða tollaívilnanir fyrir 72 tilteknar suður-evrópskar landbúnaðarafurð- ir. Island gaf til kynna að fengist frjáls aðgangur að EB-mörkuð- um fyrir fiskinn yrði gjöldum aflétt af 65 afurðum á listanum (hrísgrjón, vanilla, ávextir o.fl.) en árstíðabundinn innflutningur yrði heimill á sjö vöruflokkum (agúrku, tómötum o.fl.) líkt og verið hefur til þessa. Að sjálfsögðu er þetta í fullu samræmi við áður gefnar upplýs- FUNDUR MEÐ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur efnir til fundar með Sighvati Björgvinssyni heilbrigdisráöherra i Félagsmiöstöö jafnaöarmanna, Hverfisgötu 8—10, þriöjudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Umrœöuefni: Lyfjamál o.fl. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR ingar. Það hefur því engu verið log- ið. Var óheimilt að flytja inn viðbit og ís? Reglugerð um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi nr. 132/1988 kveður á um þær vörutegundir, sem eru háðar innflutningsleyfi við- skiptaráðuneytisins. Innflutningur annarra vara en þeirra, sem til- greindar eru í reglugerðinni, er frjáls nema önnur lög banni eða takmarki innflutninginn. Meðal þeirra vörutegunda sem taldar eru upp í reglugerðinni er að finna smjörlíki og rjómaís og er innflutn- ingur þeirra því háður leyfum. Vörutegundir á borð við Smjörva og Létt og laggott eru hins vegar ekld taldar upp í reglugerðinni. í lögunum um framleiðslu, verðiagningu og sölu á búvörum nr. 46/1985 er fram- leiðsluráði veittur réttur til að stöðva innflutning þeirra Iand- búnaðarvara, sem bannað er að flytja inn samkvæmt öðrum lög- um, ef staðfest er að innlend fram- leiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni. Smjörvi og Létt og laggott eru ekki háð innfhitningsleyfi og þurfa því ekki leyfi framleiðsluráðs. OLYMPUS ALSJÁLFVIRK MYNDAVÉL (Auto Focus) AF-10 SUPER SÉRTTLBOÐ KR. 9.950.- stgr. m/dagsetningar- möguleika 11.500,- stgr. Bd Afborgunarskilmálar |J[] VÖNDUÐ VERSLUN _)J L J L)jx/J iJ u, FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I Is er hins vegar á listanum og þarf því leyfi viðskiptaráðuneytisins til innflutnings á honum. Leyfi fram- leiðsluráðs þarf hins vegar ef ís telst landbúnaðarvara. Benda má á að smjörlíki telst ekki landbúnaðar- vara, og er á forræði viðskiptaráðu- neytis, sbr. úrskurð ríkislögmanns um það efni dags. 27. apríl 1989. í fríverslunarsamningi íslands við EB er ís með kakói á þeim lista sem einungis má Ieggja á verðjöfnunar- gjald. Það væri því samningsbrot ef viðskiptaráðuneytið neitaði inn- flutningi á súkkulaðís frá EB-ríkjun- Hefur ísland samþykkt fríverslunarlista yfir____________ iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni? Þegar samræmdur listi EFTA-ríkj- anna yfir iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni var afhentur EB var skýrt tekið fram að Finnland, Noregur, Svíþjóð, Sviss og Liechten- stein stæðu á bak við hann, en Aust- urríki og ísland væru ekki tilbúin til viðræðna um þennan lista. ísland hefur því aldrei samþykkt neinn lista. Af því sem hér hefur verið sagt má ljóst vera að svikabrigsl og áburður um leynd og ósannindi eru tilefnislaus með öllu. Ekki sakaði að þeir sem staðið hafa fyrir þessum til- efnislausa óhróðri bæðust afsökun- Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA "1 ■ 5 af 5 0 2.384.848 gt 4 ^ 103.568 3. 4al5 86 8.309 4. 3a(5 3.573 466 Heildarvinningsupphaaö þessa viku: 5.178.712 UPPLÝSINGAR SÍMSVARI91 -681511 lukkulína991002

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.