Alþýðublaðið - 16.08.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.08.1991, Blaðsíða 1
Gæsaskyttur sýni biðlund Lögum samkvæmt mega gæsaveiðar hefjast á þriðjudaginn, þann 20. ág- úst. Þess munu hins vegar dæmi frá fyrri árum að gæsaskyttur hafi verið fulibráðlátar og farið að munda vopnin fyrir leyfi- legan veiðitíma. Nú hefur umhverfisráðu- neytið óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að lög- gæslumenn fylgist sérstak- lega með því að gæsaveiðar hefjist ekki fyrr en leyfilegt er samkvæmt lögum um fugla- veiðar og fuglafriðun. Dóms- málaráðuneytið hefur ákveð- ið að verða við þessum til- mælum. Þeir sem ætla að nota helg- ina til að þjófstarta á gæsa- veiðum mega því eiga von á að armur laganna seilist til þeirra og geri vopn þeirra upptæk eins og heimilt er lögum samkvæmt. Atvinnuátak á Akureyri Aukin móttaka ferðamanna og markvissari sala á erlenda markaði það sem koma skal Stofnuð verði söluskrif- stofa um útflutning á bún- aði vegna fiskveiða og fiskvinnslu. Stofnuð verði söluskrifstofa um útflutn- ing á nokkrum tegundum matvæla til Norðurlanda. Stofnuð verði ferðaskrif- stofa með megináherslu á móttöku ferðamanna og stofnað verði fyrirtæki um rekstur heilsumiðstöðvar í Kjarnalundi, segir í skýrslu þar sem settar eru fram fjórar megintillögur varðandi atvinnueflingu á Akureyri. Atvinnumálanefnd Akur- eyrar hefur nú til athugunar tillögur sem sænskt ráðgjaf- arfyrirtæki bendir á að gætu orðið til að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf bæj- arins. í skýrslunni eru gerðar tillögur um tvær söluskrif- stofur er tækju að sér mark- aðsog sölustarf á erlendri grundu á ýmiss konar fram- leiðslu. í umræðum sem fylgt hafa í kjölfarið hefur einkum verið viðraður sá möguleiki að koma á fót einni skrifstofu, a.m.k. í byrjun. Þegar eru hafnar könnunarviðræður af hálfu atvinnumálanefndar og Jóns Hjaltalíns Magnússonar, sem er fulltrúi sænska fyrir- tækisins, við aðila á Akureyri um stofnun sjálfstæðrar sölu- skrifstofu er tæki að sér að markaðssetja og selja vörur á erlendan markað gegn um- boðslaunum. Þá hefur atvinnumála- nefnd borist fyrirspurn um það hvort áhugi væri á þátt- töku í hugsanlegu verkefni á sviði fiskveiða og fiskvinnslu í Oman við Persaflóa. Er nú beðið eftir formlegu boði frá þarlendum yfirvöldum þann- ig að menn geti farið og kynnt sér málið af eigin raun. Sænska fyrirtækið leggur til að Akureyringar reyni á margvíslegan hátt að efla ferðaþjónustu í bænum og ber þar fram ýmsar tillögur. Viðræður um eflingu mót- tökuskrifstofu fyrir ferðafólk voru þegar hafnar áður en ráðist var í þessa úttekt og er enn unnið að því máli. 97% vilja lenara iæðingarorlof 56% foreldra telja 12 mánaða fœðingarorlof hœfilegt í dag er fæðingarorlof að öllu jöfnu 6 mánuðir en 97% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja það of stuttan tíma. I nýjasta hefti tímaritsins Uppeidis, sem gefið er út að tilstuðlan foreldrasamtakanna, eru birtar niðurstöður um við- horf foreldra til lengingar fæðingarorlofs. Umsjón með rannsókninni hafði Sif Friðriksdóttir, en at- hugun þessi er hluti af námi hennar í sálarfræði. Niður- stöður rannsóknarinnar hafa ekki verið birtar í heild en þó eru ljós svör við nokkrum spurningum. Gefum Sif orð- ið: „Reynt var að ná til allra foreldra í Reykjavík, sem eignuðust börn í fyrra, ef það var þeirra fyrsta barn eða ef þeir áttu fyrir börn á grunn- skólaaldri. Foreldrarnir voru spurðir hvort þeim þætti sex mánaða fæðingarorlof nógu langt og svöruðu 97% spurningunni neitandi. Þá voru foreldrar beðnir að tilgreina hversu langt þeim þætti að fæðing- arorlof þyrfti að vera og svör- uðu flestir því að tólf mánuðir væru heppilegur tími. Það voru um 56% svarenda sem tiltóku tólf mánuði, sem er af- gerandi meirihluti." Sif segir að hringt hafi verið í foreldrana og náðst hafi í um 50% úrtaksins eða nákvæm- lega 533 einstaklinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá Kvennalistan- um um að fæðingarorlof verði lengt í níu mánuði. Á hinum Norðurlöndunum eru ýmsar reglur í gangi varð- andi fæðingarorlof. Þar gildir t.d. víðast sú regla að konur geti tekið tveggja ára fæðing- arorlof og haldið starfi sínu. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.