Alþýðublaðið - 16.08.1991, Page 4

Alþýðublaðið - 16.08.1991, Page 4
Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 MÞYBUBUBIÐ Verslunin Fréttir í hnotskum HRISEYJARHREPPUR 60 ARA: Á morgun halda Hríseyingar upp á 60 ára afmæli Hríseyjarhrepps. Hátíðin hefst kl. 14 með úti- messu en síðan er hátíðardagskrá fram á nótt. Hátíðarsvæðið verður á flötinni neðan við kaupfélagshúsið. Varðeldur verður kveiktur kl. 20 um kvöldið en um tíuleytið hefst dansleikur, sem fyrirhugað er að standi til 2 eftir miðnætti og ljúki með flugeldasýningu. Grannar Hrís- eyinga, hljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd, leika fyrir dansi. FORSETAHEIMSÓKN í SKAGA- FJORÐ: Um aðra heigi, 23. til 25. ágúst, fer frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, í opinbera heimsókn til Skagafjarð- ar og Sauðárkróks. Heimamenn eru þeg- ar komnir á fullt við að undirbúa heim- sóknina, en Vigdís mun fara víða um Skagafjörð svo öllum Skagfirðingum gef- ist kostur á að hitta forseta sinn. Svo er bara að bíða og sjá hvort skíni við sólu Skagafjörður þessa daga sem forsetinn verður í heimsókn. JÓN ÞÓR í HAFNARBORG: Jón Þór Gíslason sýnir nú verk sín í Kaffistofu Hafnarborgar en hann er innfæddur Hafnfirðingur. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1981. Fram til ársins 1989 starfaði hann hér heima og hélt sýningar, m.a. i Djúpinu árið 1983, í Hafnarborg 1984, í Gallerí Gangskör 1986ogGallerí Borg 1988. Auk þess hefur Jón Þór tekið þátt í samsýningum hér á landi og í Þýskalandi. Hann stundar nú framhaldsnám við Die Staatiiche Akademie der Bildenden Kunste í Stuttgart í Þýskalandi. GULL OG EVRÓPUMET í SUNDI: íslensku þátttakendurnir halda áfram að gera það gott á Evrópumóti fatlaðra í sundi á Spáni. Lilja María Snorradóttir hefur sett tvö Evrópumet og sigrað í 100 m flugsundi og 100 m skriðsundi. Þá hefur Ólafur Eiríksson unnið til tvennra silfurverðlauna síðustu dagana í 100 m flugsundi og 100 m skriðsundi. Alls hafa því íslensku keppendurnir frá upphafi mótsins sett tvö Evrópumet, átta íslandsmet og unnið fern gullverðlaun, fern silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. STJORNARFLOKKAFORMENNIRNIR VINSÆUSTIR: Flokksformennirnir Davíð Oddsson forsætiráðherra (45,4%) og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra (32,6%) eru vinsæl- ustu stjórnmálamennirnir hér á landj um þessar mundir, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar SKÁÍS. Spyrjendur voru beðnir að nefna þrjá stjórnmálamenn sem þeir bæru mikið traust til. Næstir í röðinni voru þeir Halldór Ásgrímsson (29,5%), Friðrik Sophus- son (29,1%), Ólafur Ragnar Grímsson (27,4%) og Steingrímur Hermannsson (24,7%), sem hefur að jafnaði'verið langvinsælasti ís- lenski stjórnmálamaðurinn um árabil þar til nú. Næstir í röðinni voru Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. SVAVARISVARAÐ Fyrir sköminu skrifaði Svavar Gestsson alþingismaður, sem sæti á í heilbrígðis- og trygg- inganefnd Alþingis, bréf til heil- brigðisráðherra vegna breyt- inga sem ráðherra gerði á reglu- gerð varðandi lyfjamál. í bréfinu óskaði Svavar eftir svörum við ýmsum spurningum og nú hefur Jón Sæmundur Sigurjónsson deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu sent eftir- farandi svarbréf til Svavars Gestssonar: í bréfi yðar frá 19. júlí sl. minnist þér á stórfelldar hækkanir, sem orð- ið hafi á lyfjaverði hér á landi. Þessi misskilningur, svo og sá að um nýj- an skatt á þessu sviði sé að ræða, er dæmi um til hvers villandi umræða getur leitt. Undanfarin misseri hefur lyfja- verð heldur farið lækkandi og þ. 1. júlí sl. lækkaði lyfjaverð um 2,3%. Óþarfi er, að gefnu tilefni, að fara nánar út í mismuninn á skatt- greiðslu og á greiðslu rétts verðs fyr- ir vöru, en minnkun niðurgreiðslna á landbúnaðarvöru á sínum tíma verður vart kölluð mjóikurskattur eða eitthvað því líkt. Þær miklu umræður, sem þér get- ið um í bréfi yðar, hafa miklu frekar orðið um breytta kostnaðarþátttöku sjúklinga í lyfjaverði vegna nýrrar reglugerðar heldur en um breyting- ar á lyfjaverðinu sjálfu, sem fór iækkandi eins og áður sagði, en það gefur sjaldnast tilefni til mikillar um- ræðu. Það er nauðsynlegt að nefnd- armaður í heilbrigðis- og trygginga- nefnd Alþingis geri sér grein fyrir muninum á þessu tvennu. Hvað varðar einstakar spurningar yðar skal eftirfarandi tekið fram: 1. Aldraðir greiða mun lægra lyf- seðilsgjald en aðrir. Þeir greiða kr. 150—250 á meðan aðrir greiða kr. 500—850 í samsvar- andi tilfellum. Mun hærra hlutfall aldraðra yfir 67 ára aldri er með lyfjaskírteini en aðrir aldurshópar og því und- anþegið greiðsluskyldu. Aldraðir með tekjutryggingu hafa möguleika umfram aðra að komast hjá kostnaði vegna lyfja vegna möguleika á sérstakri uppþót vegna lyfjakostnaðar. Aldraðir með flókna lyfjasam- setningu, sem ekki hafa mögu- leika á skírteini eða uppbót, eru afgreiddir sérstaklega skv. 4. gr. reglugerðarinnar. Sérstaklega hefur verið tekið tillit til sjúkl- inga með hægðavandamál, sem ekki leysast á annan hátt en með lyfjum. Meðalhækkun á hluta sjúklings í hverri lyfjaávísun virðist vera 3. til 24. október 1991 3 vikur 6 frábæru verdi - kr. 49.900.- 6 mann - 2 f ibúð InnifatiS í verSi erfíug,gisting, fíutningur tií og frá ftugveíti á ‘Senútorm og ístensfifararstjóm. 'Lífi innifatið í ofangreindu verði er flugvalCarskgttur, innritunar- og forfattagjatd- samtats kr. 3.250.■ Qist erá'Torpa, sptunkunýni, íoftkxtdri {6úðar6yggingu miðsvœðis á Levante ströndinni. GÓÐAR ÍBÚÐIR MEÐ STÓRUM SVÖLUM FALLEG SUNDLAUG - GÓÐUR GARÐUR ‘Upptýsingar á skrifstofu Tltþýðuftokfsins í síma 91 -29244 'Þetta ersiðasta fiaustferðin á þessu ári, svo nauðsyntegt er aðpanta semfyrst. Sjáumstl Hér birtist svar frá Jóni Sœmundi Sigurjónssyni deildarstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu vegna fyrirspurna Svavars Gestssonar alþingismanns til heibriðisráðherra um lyfsölumálin u.þ.b. kr. 225, en meðalhækkun lausasölu- og sýklalyfja (þ.e. O- merktra lyfja) virðist vera u.þ.b. kr. 330. Vegna lægri lyfseð- ilsgjalda aldraðra er meðal- hækkun þeirra mun lægri. 2. Lyfjakostnaður þeirra, sem eiga við langvinna sjúkdóma að stríða, hefur ekki breyst. Þó er nú gert ráð fyrir 6 mánaða tímabiii áður en lyfjakort eru gefin út á viðeigandi lyf til að staðfest verði að um langvinnan sjúkdóm sé að ræða. Á því tímabili greiðir sjúkl- ingur lyfseðilsgjald. Viðeigandi lyfjaflokkar varðandi Parkinson- veiki og dreyrasýki voru á hinn bóginn færðir í hóp þeirra lyfja er fást endurgjaldslaust án lyfja- korts og falla því ekki undir 6 mánaða regluna. 4. gr. reglu- gerðarinnar gefur þar að auki mun meiri möguleika fyrir sjúkl- inga með langvinna sjúkdóma að fá lyf sín endurgjaldslaust en áður þekktist. 3. Kostnaðarhlutdeild barnafjöl- skyldna í lyfjum á ekki að hafa breyst að ráði umfram aðra. Nokkuð hefur verið rætt um eyrnabólgu í börnum. Algeng- ustu sýklalyf við þeim kvillum eru ódýrari en lyfseðilsgjaldið og fást því á svipuðu verði og fyrir breytingu á reglugerðinni. Ef um síendurteknar alvarlegar sýking- ar er að ræða fást sýkialyfin end- urgjaldslaust á korti skv. 4. gr., sem ekki var hægt áður. 4. Fullsnemmt er að meta sparnað- aráhrif breytinganna. Gert var ráð fyrir því að ná fram 200 m.kr. sparnaði á árinu 1991 og 350—400 m.kr. sparnaði á heilu ári. Fyrstu tölur benda til að sparnaður geti jafnvel orðið meiri, en það væri ákaflega óvarlegt að ætla að fyrstu fjórar vikurnar verði dæmigerðar fyrir framhaldið. 5. Lyfjaeftirlit samþykkir innkaups- verð lyfja. Lyfjaverðlagsnefnd ákveður hámcu-k heildsölu- og smásöluálagningar með tilliti til afkomu smæsta apóteks skv. lagalegri skyldu. Heildsölu- álagning er nú 13,5% og smá- söluálagning er að meðaltali 58%. í gildi er kvöð á apótekum að veita vaxandi afslátt til Trygg- ingastofnunar ríkisins með auk- inni umsetningu. Fulltrúar TR og ráðuneytis í lyfjaverðlagsnefnd stóðu að tillögu um verulega aukningu þessa afsláttar, en nefndin hefur ekki enn tekið af- stöðu til hennar. Það fyrirkomu- lag er til þess fallið að uppfylla Iagalega skyldu lyfjaverðlags- nefndar að taka tillit til afkomu smæstu lyfsölunnar, þ.e. eins og segir í lagatextanum „tillit til kostnaðar við . .. sölu og dreif- ingu“. 6. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki það hlutverk að leggja á skatta eins og vikið er að í spurningu yðar. Vegna ummæla yðar, að það sé ámælisvert af ráðherra að ákveða slíkar breytingar á framkvæmd heil- brigðismála án þess að kynna þær í heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis, skal tekið fram, að fundur var boðaður í nefndinni að beiðni heilbrigðisráðherra um þessi mál þ. 9. júní sl. Sá fundur var afboðaður þar eð einungis þrír nefndarmenn gátu mætt. Yður voru send öll gögn um málið sérstaklega að beiðni yð- ar. Eftir það hefur hvorki komið fram beiðni frá yður né öðrum nefndarmönnum um að ráðuneytið kynnti þessa reglugerð fyrr en nú. Þá skal tekið fram að það hefur ekki verið til siðs, og breytt þing- sköp Alþingis gera ekki heldur ráð fyrir því, að ráðherra gefi því aðeins út reglugerð að þingnefnd hafi um hana fjallað. Það er á valdi ráðherra að gefa út og ganga frá reglugerðum í samræmi við heimildir laga og þeirri vinnustefnu verður ekki breytt. Það kann svo að vera í samræmi við hinn nýja vinnuanda í nefndum Alþingis, sem þér minnist á, að bréf gangi ekki miili manna í stjórnkerf- inu öðruvísi en að ljósrit af því séu send öllum fjölmiðlum. Þeirri reglu verður því hér með fylgt. OLYMPUS ALSJÁLFVIRK MYNDAVEL (Auto Focus) AF-10 SUPER SÉRTILBOÐ KR. 9.950.- stgr. m/dagsetningar- möguleika 11.500,- stgr. 33 Afborgunarskilmálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.