Alþýðublaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 2
2
flMlllllílflllll
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi)
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
Velferð, skattar
og réttlætið
Mikil umræða er nú meðal þjóðarinnar um velferðarkerfið, skatt-
lagningu, kaupmátt, þjónustugjöld og síðast en ekki síst réttlætið.
Það er mjög af hinu góða og sérstaklega ánægjulegt hversu margir
láta þessi mál til sín taka. Fólk stendur frammi fyrir grundvallar-
spurningum eins og hversu langt samneyslan eigi að ná og hvar
einkaneyslan taki við. Þá eru hugmyndir manna mjög á reiki um
hvert hlutverk samtryggingarkerfisins eigi að vera. Meðal annars
hafa verið uppi hugmyndir um að leggja eigi af eIlilífeyriskerfiö sem
samtryggingarkerfi, þ.e. menn eigi bara innstæðu við starfslok og
síðan fari það eftir því hversu lerigi þeir lifa hvað hún dugar. Þannig
skili maður, sem deyr um sjötugt, erfingjum sínum lífeyri sínum
meðan sá, sem nær að lifa í 100 ár, verður væntanlega að lifa á ríkinu
þegar lífeyrisinneign hans er uppurin. Er það réttlæti?
Það er afar algengt að menn bölvi of háum sköttum á sama tíma
og þeir bölva of lítilli þjónustu hins opinbera. Það er hins vegar alveg
ljóst að ríkið heldur ekki úti neinni þjónustu nema að allur almenn-
ingur í þessu landi borgi fyrir hana. Hins vegar geta menn deilt um
hvernig skattbyrðinni er deilt niður. Eftir því sem skatta- og velferð-
arkerfið verður flóknara og margbrotnara verður erfiðara að átta sig
á hvað hver og einn hefur þegar upp er staðið. Raunverulegar ráð-
stöfunartekjur eru allt annað en sú krónutala sem menn fá upp úr
launaumslögum sínum. Þannig geta minni tekjur þýtt meiri ráðstöf-
unartekjur í því tilfelli sem ein fjölskylda er innan tekjumarka og fær
félagslega íbúð meðan önnur tekjuhærri fjölskylda þarf að kaupa
sína íbúð á almennum markaði með almennum vaxtakjörum. Sama
á við um barnabótaauka. Tekjujöfnunaraðferðir ríkisins eru ýmsar
aðrar en í gegnum skattakerfið og sjálfsagt fæstir sem gera sér grein
fyrir heildaráhrifum þeirra. Meðan það liggur ekki fyrir er afar erfitt
að meta hvað er réttlátt í þeim efnum og hvað ranglátt.
Það fer ekki fram hjá nokkrum einstaklingi sem eitthvað þekkir
til íslensks þjóðfélags að ungt fólk, sem er að koma börnum sínum
til manns og streða því samhliða við að eignast þak yfir höfuðið, er
sá þjóðfélagshópur sem almennt er verst settur í fjárhagslegu tilliti.
Sé tekið mið af því er ekki rétt að auka byrðar þess þjóðfélagshóps.
Húsnæðismálin hljóta því að vera í forgangi hjá þeim sem vilja við-
halda jöfnuði og reyndar er félagslega íbúðakerfið forsenda þess að
stórir hópar fólks geti eignast eða komist yfir húsnæði. Eins væri af-
ar heimskulegt að fara að leggja sérstaklega auknar byrðar á þær
fjölskyldur sem hafa börn eða ungt námsfólk á framfæri sínu. Skóla-
gjöld yröu því til að auka byrðar á þennan umrædda hóp sérstak-
lega, nema ef vera skyldi á háskólastiginu að einhverju leyti. A há-
skólastiginu yrði hins vegar væntanlega að reikna námsgjöld inn í
framfærslugrunn nemenda, ríkið my ndi síðan lána út á það með nið-
urgreiddum lánum og þegar upp væri stað yrði sparnaðurinn lítill
og tilgangurinn enginn, — nema markmiðið sé að fæla fólk frá námi.
TH
Framkvæmdastjórnar-
fundur SUJ
verður haldinn í Akraborginni á leið upp á Skaga
sunnudaginn 1. september kl. 12.30.
Formaður
Föstudaqur 30. áqúst 1991
Moskóvíts
fyrir trefla
Það er skiljanlegra nú en áður
hvers vegna Sovétríkin eru komin
að fótum fram. Þar geta menn
ekki einu sinni framið almennilegt
valdarán lengur.
En klúðrið virðist þó ætla að
létta af okkur ógninni af kommún-
ismanum fyrir austan. Það eru
margtalin dæmi um óhamingjuna
sem hann hefur leitt yfir þjóðirnar
en þó hefur sumu ekki verið hald-
ið til haga ennþá.
Ég hef engan heyrt minnast á
Moskóvitsana og treflana.
íslendingar og Sovétmenn
mættust nefnilega á miðri leið í
ráðstjórnarhugsunarhættinum
með því að skiptast á treflum og
Moskóvitsum.
Það er út af fyrir sig afrek og
þarf ráðstjórn á báða bóga til að
finna gengisskráningu fyrir skipti
á treflum og Moskóvits. En hvers
vegna lenti þetta allt á íslending-
um?
Engin önnur vestræn þjóð þurfti
að líða fyrir kenningar Marx og
Leníns á þann sérkennilega hátt
að keyra ónýta bíla.
Á sama tíma og venjulegir bílar
fóru í gang á nútímalegan hátt
með störturum þurfti vöðvaaflið
til að gangsetja Moskann. Hann
var líka eini bíllinn sem kom með
sveif síðustu árin.
Þessi vöruskiptaaðferð leiddi
líka þá óhamingju yfir íbúa Sovét-
ríkjanna að þurfa að ganga með
milljónir trefla frá Álafossi. Það
hefur aldrei fengist viðhlítandi
skýring á hinni gífurlegu þörf Sov-
étbúa fyrir trefla.
Hugsanlega var eitthvað í
stjórnarfarinu sem olli því að fólk
vildi verja á sér hálsinn. Hugsan-
lega var það til að halda hita á
raddböndum Rauða hersins, sem
syngur miklu betur en hann berst
samkvæmt frammistöðunni í
valdaráninu.
En fleira er kommúnismanum
að kenna. Hans vegna höfum við
þurft að þola Þjóðviljann í áratugi.
Ef Marx hefði ekki skrifað „sine
samlede værker“ hefði Svavar
Gestsspn aldrei skrifað sín. Og þá
hefði Árni Bergmann eytt ævinni
í að skrifa huggulega um bók-
menntir í stað þess að skrifa stór-
undarlega á köflum um stjórnmál.
En þetta lagast. Það er búið að
leggja niður kommúnismann og
Þjóðviljinn er kominn í greiðslu-
stöðvun. Næst hlýtur þá röðin að
koma að Alþýðubandalaginu.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1988-2.fl.D 3 ár 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 01.09.91 kr. 59.331,84 kr. 38.578,09 kr. 25.706,21**) kr. 18.147,75
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS