Alþýðublaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 4
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
MÞYBUBllBlfl
Verslunin
HLJÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTU
25999
Fréttir í hnotskum
FÆREYJA-OG GRÆNLANDSFLUG REYKLAUST: Flugleið-
ir hafa ákveðið að banna reykingar í Færeyja-og Grænlandsflugi sínu
frá og með 1. september. Nú stendur yfir könnun meðal farþega í
flugi til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um hvort þeir séu hlynntir
reyklausu Norðurlandaflugi. Ef mikill meirihluti farþega reynist
hlynntur slíku banni hyggjast Flugleiðir banna reykingar í flugi milli
Norðurlandanna frá og með 1. nóvember. Þá verða nikótínfíklar að
hætta að ferðast til Norðurlandanna eða halda í sér, nema þeir svali
fíkn sinn með neftóbaki eða skroi.
LEIKHUSLINA: í dag opnar Upplýsingasíminn 99 1000 leikhús-
línu. Á leikhúslínunni verða fyrst um sinn upplýsingar um starfsemi
Leikfélags Reykjavíkur. Sagt verður frá viðfangsefnum leikársins,
höfundum leikverka, leikurum og öðrum sem þátt taka í leiksýning-
um. Þá verða upplýsingar um sýningartíma ogsölu áskriftarkorta og
línan mun fylgjast með aðsókn og viðbrögðum gagnrýnenda. Leik-
húslínan verður opin allan sólarhringinn og síminn 99 10 15.
KVIKMYNDAGREININGARNÁMSKEIÐ: Kvikmyndasjóður
og Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands efna til námskeiðs í kvik-
myndagreiningu fyrir almenning 3. til 12. september. Það er einkum
ætlað kvikmyndaáhugafólki, gagnrýnendum, blaðamönnum, rithöf-
undum, kennurum og öðrum sem vilja kynnast myndmáli og bygg-
ingarlögmálum kvikmynda. Martin Daniel handritshöfundur verð-
ur leiðbeinandi á námskeiðinu, en á því verða myndirnar Amadeus
og Closely Watched Trains sýndar og greindar.
ÚT Á FLÓA UM B0RÐ í T0GARA: Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands kynnir á morgun, í samvinnu við Granda hf,. hluta
af starfsemi útgerðarfyrirtækis í Reykjavík, skuttogara og veiðarfæri
hans og minnir á þörfina fyrir aukna kynningu á lífríkinu í sjónum
umhverfis landið. Skuttogarinn Jón Baldvinsson verður til sýnis frá
kl. 10—16, fullbúinn til veiða. Togarinn mun liggja við Grófar-
bryggju, skipalægi Akraborgar, og verður almenningi boðið upp á
um klukkustundar siglingu um Kollafjörð og út á Flóa. Farið verður
kl. 11.30 og 14.30. Tilgangur þessarar kynningar er að vekja athygli
á nauðsyn þess að skólanemendur og almenningur eigi þess kost að
kynna sér betur aðalatvinnuveg þjóðarinnar, fiskveiðar.
SÍÐUSTU ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKARNIR: Síðustu þriðjud-
asgstónleikar sumarsins í Listasafni Sigurjóns Olafssonar verða nk.
þriðjudagskvöld. Þá halda tónleika Björn Th. Árnason fagottleikari
og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari. Safnið verður opið um helg-
ar í vetur frá kl. 14—17 og kaffistofa safnsins á sama tíma.
Þjóðarútajöld vaxa um
2-2,5% milli 1990-'91
segir í spá Félags íslenskra iðnrekenda
í þjóðhagsspá Félags íslenskra
iðnrekenda er gert ráð fyrir að
landsframleiðslan 1992 verði
3% minni en hún var árið 1987.
Þá gerir spáin ráð fyrir að þjóð-
arútgjöld vaxi um 2—2,5% á
milli áranna 1990 og 1991 og um
1,5% á milli áranna 1991—1992.
Þá segir í spánni að helsta
ástæða lítils hagvaxtar árin
1990—1992 sé samdráttur í út-
flutningi.
I spánni er gert ráð fyrir að samn-
ingum um byggingu 200 þúsund
tonna álvers verði lokið og orku-
framkvæmdir hef jist af fullum krafti
á næsta ári. Hins vegar er ekki búist
við miklum framkvæmdum vegna
álversins sjálfs fyrr en undir lok
næsta árs og þá einungis vegna lóð-
ar og hafnarmannvirkja. Þótt end-
anlegar ákvarðanir hafi ekki verið
teknar eru vaxandi líkur á að þetta
verði, segir í frétt frá félaginu.
í spá félagsins frá því í maí var
einnig gert ráð fyrir nýju álveri. Þar
var í aðalatriðum reiknað með
óbreyttum afla á næsta ári en engar
tillögur lágu þá fyrir um fiskafla.
Niðurstaðan varð sú að landsfram-
leiðslan gæti vaxið um allt að 3,5%
á næsta ári.þótt um það ríkti veru-
leg óvissa. Áhrifin af breyttum for-
sendum um sjávarafla eru þau að
landsframleiðslan verður að líkind-
um nær óbreytt milli áranna 1991
og 1992. Ef þetta gengur eftir verð-
ur landsframleiðslan 1992 3% minni
en hún var 1987, segir að lokum í
þjóðhagsspá Félags íslenskra iðn-
rekenda.
Líflegri
og
menmngar-
legri
miðbæ
- stefnt að
ýmsum
framkvœmdum
til að auka
fjölbreytni
mannlífs (
miðbœnum
Á allra síðustu árum hefur starfs-
mönnum á svæðinu sem kennt er
við Kvosina fækkað úr rúmum
5.000 í tæp 2.800. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður Þróunarfélags
Reykjavíkur, segir að nú sé komið
að því að snúa vörn í sókn og stefnt
sé að því að grípa á næstu misserum
til ýmissa ráða til að gera miðbæinn
eftirsóttari fyrir íbúana.
Frá vinstri: Pétur Sveinbjarnarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Markús
Örn Antonsson borgarstjóri.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í2. FL.B.1985
Hinn 10. september 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4.241,55
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. mars 1991 til lO.september 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 3185 hinn 1. september 1991.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr.12 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1991.
Reykjavík, 30. ágúst 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
1 nýju deildarskipulagi miðborgar-
innar er gengið út frá því að mið-
borgin verði með „glæsilegu og
virðulegu yfirbragði sem sæmi mið-
borg höfuðstaðar landsins", eins og
segir í nýrri skýrslu Þróunarfélags-
ins. Samkvæmt hugmyndum félags-
ins ber að leggja höfuðáherslu á eft-
irtalin atriði á næstu árum. Yfir-
bragð borgarinnar verði styrkt með
því að byggja í skörð og eyður, sem
myndast hafa. Sem dæmi um fram-
kvæmd í þessa áttina má nefna hús-
ið við Aðalstræti 8 og Lækjargötu 4
og endurbyggðu húsin við Tryggva-
götu 20 og Hafnarstræti 19.
Þá Ieggur Þróunarfélagið til að
stór hluti miðborgarinnar verði
gerður að göngusvæði. Nú er aust-
urhluti Austurstrætis göngugata en
tillaga liggur fyrir borgarstjórn um
að opna götuna fyrir umferð. Á
þessari stundu er allt óljóst um hvert
verður framhald þess máls. Þá er
stefnt að því að Vallarstræti verði
gert að göngugötu og myndi göngu-
svæði borgarinnar stækka nokkuð
við það.
Þá vill Þróunarfélagið leggja
áherslu á að bakgarðar verði hreins-
aðir og gæddir lífi, meðal annars
með stígum í gegnum þá og á milli.
í þessu sambandi má nefna svæði
við Tryggvagötu og að reiturinn í
kringum Alþingishúsið verði lag-
færður. Þá benda menn á að nauð-
synlegt sé að gróðursett verði tré til
að ljá miðborginni hlýlegt yfirbragð
og undirstrika götulínur. Við Lækj-
argötu hafa verið sett niður tré á
miðeyju svo og meðfram göngustíg
við Fríkirkjuveg. Og að lokum
bendir Þróunarfélagið á að æskilegt
sé að íbúðum verði fjölgað, til að líf
í miðbænum deyi ekki út eftir að
verslunum og skrifstofum er lokað. I
því sambandi bendir Þróunarnefnd-
in á að á síðustu árum hafi aukið líf
færst í miðbæinn vegna fjölda nýrra
veitingastaða. Þá benda þeir jafn-
framt á að árið 1985 hafi íbúðir í
Kvosinni verið 17 en nú séu þær 26
og fyrirhugað er að byggja íbúðir of-
an á hús Miðbæjarmarkaðarins við
Aðalstræti.
Gerð hefur verið framkvæmda-
áætlun til 5 ára og allar helstu fram-
kvæmdir tímasettar. í þessari áætl-
un er m.a. kveðið á um að stofna
skuli þróunar- og framkvæmdasjóð
sem hefði það hlutverk að flýta fyrir
framkvæmdum við nýtt skipulag í
miðbænum.
í frétt frá Þróunarfélaginu segir
m.a. að við uppbyggingu miðborg-
arinnar sé þýðingarmest að skapa
sem mest aðdráttarafl. Því sé mikil-
vægt að kvikmyndahús, söfn og
menningarhús rísi í miðborginni,
starfsemi sem hefur aðdráttarafl
alla daga vikunnar. „í Grófinni, við
Borgartorg (Skúlatorg) og við Aust-
urbugt er aðstaða fyrir slíka starf-
semi og ekki síður í húsunum við
Tryggvagötu. Má sem dæmi nefna
upplýsinga- og menningarmiðstöð
við Borgartorg, kvikmyndahús í
Grófinni, sædýrasafn og skipasafn í
og við Reykjarvíkurhöfn og land-
námsbæ við Aðalstræti.'
Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um
breytingar á gjaldtöku vegna bíla-
stæða, hugmyndir um byggingu
fleiri bílageymsluh úsa og annað það
sem gerði miðbæinn aðgengilegri
fyrir íbúana, segir í frétt Þróunarfé-
lagsins. Formaður Þróunarfélags
Reykjavíkur er Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og framkvæmdastjóri
Pétur Sveinbjarnarson.