Alþýðublaðið - 11.10.1991, Side 3

Alþýðublaðið - 11.10.1991, Side 3
Föstudaqur 11. október 1991 3 Kristinn Finnbogasson framkvæmdastjóri Fæddur 28. maí 1927 - Dáinn 4. október 1991 Kveöja frá Landsbanka íslands Nú lefifí éíj augun aflur, ó, Guð, þinn náðarkraftur nu'n ueri vörn í nólt. Æ, virzt mifi að þér taka mér yfir láttu vaka þinn enffil, svu éff sofi rótt. Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri og bankaráðsmað- ur í Landsbanka íslands, andaðist þann 4. þ.m. eftir erfiða sjúkrahús- legu. í dag er hann til moldar bor- inn. Hann sat bankaráðsfund, sem haldinn var á Isafirði 7. september sl. Grunaði þá engan, sem þann fund sat með Kristni, að þetta yrði síðasti bankaráðsfundur, sem hann sæti. Kristinn heitinn var fæddur á Ketilvöllum, Laugardalshreppi, 28. maí 1927 og var því 64 ára gamall er hann lést. Foreldrar hans voru Finnbogi Árnason og Sigríður Ólafsdóttir. Ungur að árum lærði Kristinn raf- virkjun og varð meistari í þeirri grein. Starfaði hann við þá iðn hér í Reykjavík og á Blönduósi í nokk- ur ár. Er hann flutti til Reykjavíkur gerðist hann bílasali, var iðnrek- andi um skeið og forstjóri flugfé- lagsins Iscargo í nokkur ár. Á þess- um árum voru Kristni falin mörg trúnaðarstörf fyrir Framsóknarfé- lögin í Reykjavík og Framsóknar- flokkinn. M.a. var hann formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna, formaður Félags framsókn- armanna í Reykjavík og gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyr- ir flokk sinn og lét sér mjög annt um velferð hans. Árið 1971, þegar Blaðaprent hf. var stofnað, var hann kjörinn í stjórn þess og um skeið var hann stjórnarformaður Blaðaprents hf. Tvívegis var Kristinn fram- kvæmdastjóri dagblaðsins Tím- ans. Gegndi hann því starfi sam- tals í 12 ár, nú síðast frá 1985 til dauðadags. Kristinn Finnbogason var kjör- inn af Alþingi í bankaráð Lands- banka íslands 1. janúar 1973, og sat í því óslitið síðan, og alla tíð sem varaformaður þess. Kristinn var mjög áhugasamur um rekstur bankans. Kristinn Finnbogason var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Elín Jörgensen f. 10.11. 1924, dáin 31. ágúst 1987 og eignuðust þau tvö börn, Sigríði og Kristin. Eftirlif- andi kona hans er Guðbjörg Jó- hannsdóttir, f. 29.4. 1927. Eignuð- ust þau fimm börn, Arnrúnu Lilju, Finnboga Eirík, Hjört, Önnu og Árna Hannes. Á yngri árum eign- aðist Kristinn dóttur, Guðrúnu, með Huldu Alexandersdóttur. Kristinn Finnbogason Jjekkti alla innviði Landsbanka Islands mjög vel eftir langa setu í banka- ráði. Hann setti sig vel inn í hin ýmsu mál, sem komu til kasta bankaráðsins, og var fljótur að átta sig á margbreytilegustu mál- um. Kristinn var þéttur á velli og fasmikill í framkomu, skapstór og fastur á sínum skoðunum, en þó samvinnuþýður, þegar málin höfðu verið rædd og krufin til mergjar. Kristinn Finnbogason sýndi það í störfum sínum í banka- ráði Landsbanka íslands að hann vildi hag bankans sem mestan. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd Landsbanka íslands, þakka Kristni Finnbogasyni fyrir langt og gott samstarf og heilladrjúgt starf í þágu Landsbanka íslands. Við munum sakna hans í banka- ráðinu og óneitanlega er stórt skarð höggvið í raðir okkar við fráfall Kristins. Landsbanki íslands vottar ekkju hans, frú Guðbjörgu Jóhannsdótt- ur, börnum hans og öðrum að- standendum innilegustu samúð. Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaöur bankaráös Landsbanka íslands. Verkalýðs- og stjómmálanefnd SUJ Tillögur SIIJ ekki að finna í Ijárlagafrumvarpi Á morgun, iaugardaginn 12. október, ki. 10, heldur verka- lýös- og stjórnmálanefnd Sam- bands ungra jafnaðarmanna um- ræðufund í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. Þar verður rœtt nýút- komið fjárlagafrumvarp rikis- stjórnar Sjálfstœðis- og Alþýðu- flokks. Gestur fundarins verður Össur Skarphéðinsson, þingmaður Reykjavíkur og formaður þing- flokks Alþýðuflokks. Mikil umræða hefur orðið um fjár- lagafrumvarpið síðan það var kynnt í byrjun mánaðarins og sýnist sitt hverjum. Ungir jafnaðarmenn hljóta að skoða frumvarpið með tilliti til stefnu sambandsins, sem mörkuð var á síðasta sambandsþingi sem og í málefnavinnu fyrir 45. flokksþing Alþýðuflokksins og alþingiskosn- ingarnar í vor. Aherslurnar eru mjög skýrar. Ungir jafnaðarmenn hafa lagt höfuðáherslu á tekjujöfn- un í gegnum skattakerfið og róttæk- ar breytingar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Á 45. flokks- þinginu vöktu ungir jafnaðarmenn athygli fyrir skelegga baráttu fyrir tillögum sínum um hækkun skatt- leysismarka en þó sérstaklega fyrir tillögur sínar í sjávarútvegsmálum. Ljóst má vera að þessar tillögur er hvergi að finna í fjárlagafrumvarpi Davíðs Oddssonar. Vissulega verður að hafa hugfast að enn eitt árið þarf þjóðin að mæta ytri áföllum í formi aflasamdráttar. En ungir jafnaðarmenn hafa einmitt haldið fram að slíkum samdrætti eigi að mæta með tekjujöfnun í gegnum skattakerfið og uppstokk- un í sjávarútvegi og landbúnaði. Einnig er það stórt réttlætismál að almennt launafólk, sem borið hefur hitann og þungann af þjóðarsátt- inni, fái nú umbun erfiðis síns í formi aukins kaupmáttar. Því var lofað og við það verður að standa. Það er kominn tími til að þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu fórni ein- hverju á altari þjóðarsáttar. SUJ hef- ur flutt tillögur um skatt á fjár- magnstekjur, óbeinan hátekjuskatt, stóreignaskatt, veiðileyfagjald fyrir aðgang að sameiginlegum fiskimið- um landsmanna, niðurskurð á milli- liðakerfílandbúnaðarins og velferð- arkerfi fyrirtækjanna. Það er verulegt áhyggjuefni að í þessu fjárlagafrumvarpi er ekki dregið úr ríkisútgjöldum, heldur þvert á móti eru þau aukin og skatt- byrði launafólks enn þyngd. Það hefði þurft að segja sumum það oft- ar en einu sinni að slíkt gerðist með fjárlögum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. f hreinskilni sagt er erfitt að sjá sólina fyrir skýjunum í þessu fjárlagafrumvarpi. Jón Baldur Lorange, formaður verkalýðs- og stjórnmálanefndar SUJ FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ! Á morgun, laugardaginn 12. október, kl. 10.00 heldur verkalýðs- og stjórnmálanefnd Sam- bands ungra jafnaðar- manna umræðufund um nýútkomið fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Gestur fundarins verður Össur Skarphéðinsson, þingmaður Reykvíkinga og formaður þingflokks Al- þýðuflokksins. Fundarstaður: Rósin, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10. Fjölmennum. MINNUM Á KRATAKVÖLD miðvikudag 16. október. Nánar auglýst eftir helgi. Alþýöuflokks félag Reykjavíkur. If 1 /11 IfiLVSfWI f{ Utboð Snjómokstur á Norðurlandi eystra Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur á Norðurlandi eystra veturna 1991—1993. 1. Norður-Þingeyjarsýsla 2. Suður-Þingeyjarsýsla 3. Eyjafjarðarsýsla Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 14. október nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. október 1991. Vegamálastjóri RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Vélstjórar Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða vélstjóra til starfa á Siglufirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veita rafveitustjóri á Siglufirði og svæðisrafveitustjóri á Blönduósi. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 19. október nk. Rafmagnsveitur ríkisins Ægisbraut 3, 540 Blönduósi. Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu Kynningarfundir um áfangaskýrslu nefndar um breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög verða sem hér segir: 15. október 1991 kl. 14.00 Hvanneyri, Bændaskólinn. 15. október 1991 kl. 20.30 Búðardalur, Dalabúð. 16. október 1991 kl. 14.00 Patreksfjörður, Félagsheimilið. 16. október 1991 kl. 20.30 ísafjörður, stjórnsýsluhúsið. 18. október 1991 kl. 14.00 Snæfellsnes, Fél.heimilið Breiðablik. 21. október 1991 kl. 14.00 Hvammstangi, Vertshúsið. 21. október 1991 kl. 20.30 Sauðárkrókur, Safnahúsið. 22. október 1991 kl. 14.00 Akureyri, Hótel KEA. 22. október 1991 kl. 20.30 Húsavík, Hótel Húsavík. 23. október 1991 kl. 14.00 Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf. 23. október 1991 kl. 21.00 Höfn, Hótel Höfn. 24. október 1991 kl. 14.00 Selfoss, Hótel Selfoss. 29. október 1991 kl. 20.30 Keflavík, Flughótelið. Félagsmálaráðuneytið FELAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Síöumula 39 — 108 Reykjavík — Simi 678500 Forstöðumaður útideildar Laus er til umsóknar staða forstöðumanns útideild- ar. Háskólamenntun á sviði félags-, uppeldis- eða sál- fræði er áskilin og einnig reynsla af starfi með ungl- ingum. Æskilegt er að starf geti hafist eigi síðar en 1. janúar nk. Útideild er deild innan Félagsmálastofnunar Reykjavíkur sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga og er markmiðið með starfinu að fyrirbyggja að unglingar lendi í erfiðleikum og að- stoða þá ef slíkt kemur fyrir. Starfð felur í sér, auk vettvangsstarfs, einstaklings-, hóp- og samfélags- vinnu. Starf forstöðumanns er fólgið í ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu á starfi deildarinnar, auk al- mennra starfa í deildinni. Starfið býður upp á mikla möguleika þar sem starf útideildar er í stöðugri mótun. Nánari upplýsingar veitir Petrína Ásgeirsdóttir, for- stöðumaður útideildar, s. 621611 og 20365 og Vilm- ar Pétursson, deildarstjóri unglingadeildar, í s. 625500. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.