Alþýðublaðið - 11.10.1991, Side 4
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
Fréttir í hnotskurn
„FLOTTHEIT" Á KJARVALSSTÖÐUM: Lesandi sneri sér til
blaðsins og átti ekki orð yfir heldur blesalegan viðurgjörning á Kjar-
valsstöðum við opnun sýningar. Lesandinn hafði eftirfarandi að segja
um Kjarvalsstaðaferðina: ,,Ég hef hingað til talið Kjarvalsstaði eitt virt-
asta listasafn þjóðarinnar en ég varð fyrir sárum vonbrigðum. Von-
brigðin byrjuðu á því að drykkurinn sem var boðið upp á var veittur
úr einnota plastglösum. Það finnst manni nú ekki við hæfi á þessum
stað. Svo þurfti ég á salerni, þar urðu vonbrigði mín enn meiri. Þar var
verið að skola einnota plastglösin í handlaug og þurrka þau svo hægt
væri að nota þau aftur! Mér er spurn, hver stjórnar þessu eiginlega?
Eru það forstöðumennirnir, sem vinna að því að gera Kjarvalsstaði að
sjoppulegum parísstað fyrir unga nýlistarmenn. Hvers vegna eru eldri
og virtari listamenn hættir að sýna þarna?"
VIÐVORUM FYRSTIR! Þegar greint er frá „fyrstu pappírslausu
viðskiptunum" milli Bónusbúðanna ogSólar hf. hefur það greinilega
gleymst að viðskipti Islenskra getrauna geta verið pappírslaus, og
hefur verið boðið upp á slík pappírslaus viðskipti í tæpt ár. Getspakir
menn kaupa sér forrit á 500 krónur og geta afhent spá sína á disklingi
á skrifstofu Getrauna eða sent spána símleiðis, hafi þeir gert samning
um greiðsluna áður. Sem sagt, fyrstu pappírslausu viðskiptin á íslandi
hófust í febrúar sl. hjá íslenskum getraunum.
MERKUR AFANGI: Árið 1985 ákváðu þjóðarleiðtogar heims að
efla til muna bólusetningar barna, þannig að í árslok 1990 hefðu 80%
allra barna heimsins fengið bólusetningu gegn hinum ýmsu smitsjúk-
dómum sem herja á börn. Var þetta ákveðið á fjörutíu ára afmæli Sam-
einuðu þjóðanna. Við athöfn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York á þriðjudag var tilkynnt að þessu markmiði hefði verið náð.
HARPAIAUSTURSAL: Ung myndlistarkona, Harpa Björnsdótt-
ir, opnar á morgun málverkasýningu sína, Andlit daganna, í austur-
sal Kjarvalsstaða. Þetta er sjöunda einkasýning Hörpu. Hún dvaldi í
sumar í norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi. Hún sýnir fi()
verk. Þá opnar Einar Hákonarson sýningu á morgun á Kjarvalsstöð-
um, en í vestur-og austurforsal opnar Hallsteinn Sigurðsson sýningu
á höggmyndum.
ELDB0RG SÝNIR RAUSN: Félagar í Kiwanisklúbbnum Eld-
borgu hafa síðustu tvo áratugina og vel það sýnt mikla rausn ýmsum
góðum málefnum í heimabænum, Hafnarfirði. Meðal þesssem styrkt
hefur verið með peninga- og tækjagjöfum eru spítalarnir, Sólvangur og
St. Jósefsspítali, og auk þess hefur verið stutt við bakið á ungum sem
öldnum með ýmiskonar vinnu og gjöfum. Félagarnir hafa lagt á sig
mikla vinnu við fjáröflun ýmiskonar og orðið vel ágengt. Nú síðast
gáfu þeir FH 50 þúsund til skógræktar á Kaplakrikasvæðinu og eina
milljón króna til Sólvangs. Myndirnar eru frá afhendingu gjafanna.
ERTU VEL UPPLYSTUR? í dag verður hleypt af stokkunum Degi
ljóssins, sem í raun mun standa í nokkra daga. Ljóstæknifélag Is-
lands og Félag raftækjasala taka höndum saman og freista þess að
vekja athygli almennings á góðri lýsingu, sérstaklega vinnulýsingu á
heimilunum, íjölmennasta vinnustað landsins. Með góðri vinnulýsingu
heima fyrir má létta vinnuna, auka afköst, bæta heilsu og líðan fólks
og síðast en ekki síst fækka slysum, en þau verða alltof mörg á heimil-
um landsins. Það er ódýrt að lýsa rétt. Þannig kostar ljósið af 20 watta
sparnaðarperu sem látin er loga í 7 tíma aðeins eina krónu. Sérstakar
kynningar verða í verslunum raftækjasala á laugardag og út næstu
viku.
ÞRILLER: Úrvalsbækur hafa sent frá sér níundu spennusöguna. Sú
síðasta, Lömbin þagna, þurrkaðist út á fáum dögum. Nú er boðið upp
á 58 mínútur eftir Walter Wager, en saga þessi var lögð til grundvall-
ar kvikmyndinni Hard 2: Die Harder. Við að blaðatþessari bók er ljóst
að þetta er hörkuþriller.
SVITALYKT GEGN STREITU 0G KVÍÐA: Dagur á Akureyri
segir frá því um síðustu helgi að vísindamenn í Knglandi vinni nú að
nýju og betra róandi lyfi. Lyfið er — haldið ykkur nú — unnið úr svita-
mólekúli. Með því að anda að sér svitalykt, segja vísindamennirnir. er
hægt að draga úr áhyggjum og streitu! Vonandi verður þetta lyf í öllum
apótekum — og á bestukaupalistanum.
HAFBEITARLAX VILLIST: Veiðimálastofnun segir það vekja at-
hygli hversu mikil aukning varð í sumar á laxveiðum í vestfirsku ánum.
Þar sé trúlega um að ræða hafbeitarlax sem villst hefur. Stofnunin segir
22 þúsund laxa hafa veiðst á stöng í sumar, 5 þúsund í net í ám og 5
þúsund í sjó, aðallega við Vesturland. Alls endurheimtust 120 þúsund
laxar í hafbeit. Heildarveiði lax því 172 þúsund á þessu sumri, 20%
meira en í fyrra. Munar þar mestu meiri fjöldi endurheimts hafbeitar-
lax; 45% fleiri en árið á undan.
Þakið lækkað á
húsbréfalánum
Litlar eöa engar breytingar hjá þuí fólki sem er aö kaupa sér húsnœöi
fyrir 8—9 milljónir króna segir félagsmálaráöherra, eöa rúmlega 80%
lánþega samkvæmt reynslunni
Ákveðið hefur verið að lækka
þá hámarksupphæð sem íbúðar-
kaupendur geta fengið í hús-
bréf. Nú verður hægt að fá í hús-
bréfum hæst 5 milljónir króna
vegna notaðra íbúða en 6 millj-
ónir vegna nýrra íbúða. Áður
gátu íbúðarkaupendur fengið
allt að 9,7 milljónum króna í hús-
bréf.
„Ég hygg að frá því að húsbréfa-
kerfið tók til starfa hafi um það bil
18% umsækjenda fengið húsbréf
fyrir meira en nemur 6 milljónum
króna," sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra í samtali við
Alþýðublaðið. „Fyrir þorra fólks er
því hér ekki um neina breytingu að
ræða."
Félagsmálaráðherra sagði þessa
ákvörðun til komna vegna þess að
ríkisstjórnin hefði einsett sér að
minnka lántökur og takmarka þær
ábyrgðir sem ríkissjóður gengst fyr-
ir. Menn hefðu staðið frammi fyrir
því að fara leiðir sem hefðu haft í för
með sér aukna greiðslubyrði hjá
fólki með hækkun vaxta og
skemmri lánstíma eða skerða láns-
upphæð til þeirra sem væru að
kaupa stærstu eignirnar. Jóhanna
telur að betri leiðin hafi verið valin
en þessir hlutir verði endurskoðaðir
í Ijósi reynslunnar.
„Það er rangt sem haldið hefur
verið fram," sagði Jóhanna, „að
með þessu sé verið að stíla allri
þjóðinni inn á 2ja til 4ra herbergja
íbúðir. Þrátt fyrir að hámarkslánin
séu 5 til 6 milljónir króna þá er lán-
að til kaupa á stærri eignum en sem
því nemur. Þannig getur maður,
sem er að stækka við sig úr 10 millj-
ón króna íbúð í 15 milljón króna
húsnæði, fengið 5 milljónir í hús-
bréf. Hins vegar verður lánið frá
Húsnæðisstofnum aldrei meira en
nemur mismuninum á hreinni eign
manns og því húsnæði sem hann er
að kaupa meðan þessar reglur eru í
gildi."
Jóhanna sagði að þessar aðgerðir
sem nú hefði verið gripið til mundu
örugglega stuðla að lægri vöxtum
og þar með minni afföllum af hús-
bréfum. Þá benti Jóhanna á að þetta
hefði í för með sér litlar eða engar
breytingar hjá því fólki sem væri að
kaupa sér eignir upp á 8—9 milljónir
króna.
Ferða-
beekur
frá
íslandi
Utlendir menn hafa um aldir ferðast
um ísland og sumir þeirra síöan skrif-
að bækur um þjóðlif og náttúru
landsins. Til eru bækur allt siðan á 16.
öld og fram til okkar daga, þar sem
ritglaðir útlendir ferðamenn gefa
löndum sinum innsýn í þjóðfélag
okkar, hver á sinn máta. Nú hefur
Landsbókasafn íslands opnað sýn-
ingu á allmörgum slikum ferðabók-
um frá ýmsum tímum. Hún stendur í
anddyri Safnahússins við Hverfis-
götu og verður opin næstu vikurnar á
afgreiðslutima Landsbókasafns. Á
myndinni er landsbókavörður, Finn-
bogi Guðmundsson, við sýningar-
skáp þar sem fágætar islenskar
ferðabækur eru sýndar.
A-mynd: E.ÓI.
Ungir sjálfstœdismenn um sex nœtur meö SAS
Undrcmdi og ónægðir
Ungir sjálfstæðismenn hafa
lýst yfir undrun sinni og
Óskastund
Eddu i
óruglaðri
útsendingu
Óskastundin hennar Eddu
Andrésar á Stöð 2 verður send út
til alira landsmanna, sem fylgj-
ast vilja með þættinum á þriðju-
dagskvöldið. Ragnar Ingimars-
son, forstjóri Happdrættis Há-
skóla íslands, bað blaðið að leið-
rétta þann misskilning sem
slæddist inn í gær, að dagskráin
yrði rugluð.
„Við höfum einmitt lagt áherslu á.
að dagskráin milli fréttatímans og
Oskastundarinnar verði ekki rugl-
uð. Og að sjálfsögðu verður Óska-
stundin það ekki heldur," sagði
Ragnar. í þættinum verður dregið í
hinu nýja „Happó", sjóðshappdrætti
Háskóla íslands, í fyrsta sinn.
Ragnar sagði að á Stöð l hjá ríkis-
sjónvarpinu yrði úrdrátturinn end-
urtekinn rétt fyrir ll-fréttir.
óánægju með störf flokksbróð-
urins í stóli samgönguráðherra,
Halldórs Blöndal, þegar hann
hafnaði beiðni SAS um að bjóða
íslendingum ódýran sex nátta
pakka á sama verði og Fiugleiðir
bjóða með gistingu í þrjár næt-
ur.
„Með ákvörðuninni er verið að
viðhalda óeðlilegri samkeppnisað-
stöðu eins flugfélags í flugsamgöng-
um til landsins og frá því á kostnað
neytenda," segir i ályktun stjórnar
Heimdallar.
Þá lýsir stjórnin yfir furðu sinni á
þeirri ákvörðun samgönguyfirvalda
að synja Flugferðum-Sólarflugi um
leyfi til að bjóða almenningi ódýrt
leiguflug í vetur. Þessi ákvörðun
brjóti í bága við hugsjónir sjálfstæð-
ismanna um frjálsa samkeppni og
gangi í berhögg við samþykkt lands-
fundar, æðstu stofnunar flokksins.
„Það er ekki hlutverk samgöngu-
ráðherra að standa í vegi fyrir sam-
keppni í millilandaflugi með því að
hindra breytingar á verðlagningu
og vernda hagsmuni eins fyrirtækis
á kostnað neytenda. Hlutverk hans
hlýtur að vera að gera samgöngur
sem greiðastar en það verður best
gert með því að efla frjálsa sam-
keppni í millilandaflugi með það
fyrir augum að sem flest fyrirtæki,
innlend sem erlend, séu í jafnri að-
stöðu til að keppa um hylli neyt-
enda," segja ungir sjálfstæðismenn.
Ekki sjá þeir allt alveg svart sem
Halldór Blöndal er að sýsla við. Þeir
styðja af heilum hug þá ákvörðun
að endurskoða rekstur Skipaútgerð-
ar ríkisins og segjast vonast til að
taprekstrinum verði létt af skatt-
greiðendum og fyrirtækinu komið í
hendur einkaaðilum.
Þióðarsátlin
heilsusamleg
Árið 1990 hefur hlutfall
greiddra veikinda- og slysa-
stunda af öllum greiddum stund-
um lækkað til muna frá fyrri ár-
um. Hlutfallið í fyrra var 2,8%,
en árið 1989 3,6% og árið 1988
4,1%. Kemur þetta fram i frétta-
bréfi Kjararannsóknanefndar
og aftur í fréttabréfi VSÍ undir
fyrirsögninni „Bætt heilsa á
þjóðarsáttarári“.
„Af vettvangi", fréttabréf VSÍ,
greinir ennfremur frá skoðanakönn-
un, sem Gallup á íslandi gerði fyrir
Vinnuveitendasamband íslands
seinni hluta september. Þar var
spurt um nýja þjóðarsátt, hana vildu
69,5% aðspurðra. Þar var einnig
spurt hvort menn vildu slíka samn-
inga, jafnvel þó að þeim fylgdu litlar
eða engar launahækkanir, — 79,5%
svöruðu þeirri spurningu játandi.
Gallup vann með 1.000 manna úr-
tak og fékk 702 svör.