Alþýðublaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 1
Dærni um 2-3 raunverulegar aðgerðir á ári á skurðstofum UEKNAR FÁ GRBTT FYRR VAKTIR Á TVEHIUR SJÚKRA- STOFNUNUM SAMTÍMIS Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir það vera staðreynd að á skurðstofum sumra spít- ala landsins séu aðeins framkvæmdar 20—30 skurðaðgerðir á ári og að- eins lítill hluti þeirra eigi erindi á skurðstofu — ef til vill ekki nema tvær til þrjár. Sighvatur sagði aðspurður að það væri ekki dæmalaust að læknar væru á launum á tveimur stöðum í einu. Hann sagði sem dæmi um það að læknar gegndu vöktum þar sem þeir væru á launum bæði hjá heilsugæslustöð og sjúkrahúsi á sama tíma og Bœjarstjóm Siglufjarðar vill loðnuveiðar strax Fiskiffræðingarnir allt of seinír á sér - segir Kristján Möller, forseti bœjarstjómar „Við viljum byrja loðnu- veiðarnar strax, enda langt síðan fyrir lá að hún er komin á miðin,“ sagði Kristján Mölier, forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, en á fundi bæjarstjórnar íslenskri utanríkispólitík hœlt á Allsherjarþinginu Hugrekki þrótt ffyrir smæðina íslendingar fengu mikið lof í allsherjarumræðunni á 46. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í New York 10. október síðastlið- inn, þegar Ernst Jaakson, fastafulltrúi Eistlands, sagði m.a. eftirfarandi í sambandi við viðurkenn- ingu annarra ríkja á sjálf- stæði lands hans: ,,Við látum í ljósi okkar hjartanlegu þakkir til þeirra sem studdu okkur í þessari baráttu um svo mörg ár. Sér- stakar þakkir flytjum viö ís- lendingum — þjóö sem lét smæð sína ekki standa í vegi fyrir mórölsku hugrekki. Is- lenska þjóðin mun ævinlega eiga sérstakt rými í sögu okk- ar," sagði Jaakson í ræðu sinni. Siglufjarðar var samþykkt svohljóðandi ályktunartil- laga frá öllum bæjarfull- trúum: „í ljósi þess að leitarskip hafa fundið mikið magn af loðnu, fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi, beinir bæjar- stjórn Siglufjarðar því til sjáv- arútvegsráðherra að byrjun- arkvóti til loðnuveiða verði gefinn út nú þegar. Nú er sá tími sem loðnan er verðmæt- ust til vinnslu. Hver dagur sem það dregst að loðnuveið- ar hefjist er því þjóðarbúinu, loðnuverksmiðjunum, veiði- skipum og starfsfólki mjög dýr." Kristján sagði að fiskifræð- ingarnir væru allt of seinir á stað og nú væru þeir við mæl- ingar einhvers staðar langt norður í hafi og það heyrðist lítið frá þeim. „Það bíða allir eftir að heyra eitthvað frá þeim, enda getur hver dagur sem það dregst að hefja veið- ar reynst dýr og nú er allra verðra von." Þá kom fram hjá Kristjáni Möller að hér væri mikið í húfi og ekki síst fyrir riki- skassann. Ætla mætti að 5.000 tonna veiði af loðnu á dag gæfi af sér um 45—55 milljónir króna í útflutnings- verðmæti. Hann sagði að fitumagn loðnunar rýrnaði umtalsvert frá haustvertíð fram til vetrarvertíðar og vitnaði í því sambandi til út- reikninga sem Einar Jónat- ansson í Bolungarvík hefði kynnt. Þeir sýndu að mjög mikil verðmætarýrnun yrði ef loðnan væri veidd á vetrar- vertíð í stað haustvertíðar. sendu síðan sérreikninga til Tryggingastofnunar fyrir ein- stök læknisverk. Hann sagð- ist vera að taka á þessum mál- um. Svo virðist sem skurðstofur á hinum smærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni geti engan veginn þjónað því hlutverki sem þeim er ætlað. Þó svo að skurðlæknir sé til staðar vanti iðulega annað aðstoð- arfólk, bæði svæfingarlækna og annað sérhæft hjúkrunar- lið sem þarf til skurðaðgerða. Því fara flestir sem þurfa á skurðaðgerð að halda til stóru sjúkrahúsanna og verði alvarleg slys séu litlu sjúkra- húsin engan veginn í stakk búin að mæta slíku. Því sé fólk sem slasast illa eða þarfnast bráðrar aðgerðar flutt til stærri sjúkrahúsa. Verkefnin sem eftir eru fyrir viðkomandi skurðstofur séu mestmegnis smáaðgerðir sem framkvæma má á al- mennum læknastofum. 16. þing Verkamannasambands Islands hefst í kvöld NÝ FORYSTA TEKUR VID FYRIR HELGI GULLSKÓR HANDA GUDMUNDI Vikingurinn Guðmundur Steinsson hlaut Gullskó Adidas-umboðsins um helgina. Hann skoraði 13 mörk í 1. deildinni i knatt- spyrnu i sumar, — jafnmörg og Hörður Magnússon, FH. Leifur Geir Hafsteinsson, Vestmannaeyjum, fékk bronsskó fyrir að skora 12 mörk i deildinni. A-mynd E.ÓI. Formannsskipti verða í Verkamannasambandi ís- iands, sem heldur þing sitt í Reykjavík næstu dagana. Nafn Björns Sveinssonar frá Höfn í Hornafirði heyr- ist títt nefnt sem arftaka Guðmundar J. Guðmunds- sonar, sem hyggst nú ein- beita sér að sínu félagi, Dagsbrún, og draga sig í hlé frá formennsku í VMSÍ. Ekki aðeins Guðmundur J. hverfur frá aðalstjórnar- störfum. Þar hætta einnig Karl Steinar Guðnason og Ragna Bergmann, varafor- maðurinn og ritarinn. Þetta 16. þing Verka- mannasambandsins verður sett í kvöld kl. 20.30, en fyrr um daginn verða aðalfundir deildanna þriggja, sem innan sambandsins starfa, þ.e. fisk- vinnsludeildar, bygginga- og mannvirkjadeildar og deildar starfsmanna hjá ríki og sveit- arfélögum. Kjörorð þingsins verður: Stækkum þjóðarkökuna — jöfnum og treystum lífs- kjörin. Rétt til þingsetu eiga 149 fulltrúar frá 53 aðildarfé- lögum, einu félagi færra en á síðasta reglulega þingi VMSÍ, þar eð tvö félaganna hafa. sameinast í eitt. Innan aðild- arfélaganna eru 27.500 fé- lagsmenn. Gert er ráð fyrir að þing- störfum ljúki síðdegis á föstu- daginn með kosningu nýrrar forystu fyrir sambandið. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 . FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.